Geislafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Geislafræði

""

Geislafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Hefur þú áhuga á mannslíkamanum og starfsemi hans? Finnst þér spennandi að vinna með tækni? Langar þig í starf sem er í stöðugri þróun?

Þá gæti geislafræði verið fyrir þig.

Um námið

BS-nám í geislafræði er þriggja ára fræðilegt og verklegt 180e nám þar sem meginmarkmiðið er að veita grunnmenntun í geislafræði þannig að nemandi geti tekist á við frekara nám sem veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur eða aðgang að meistaranámi.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Skilyrði til inntöku í geislafræði er stúdentspróf af staðfestri námsbraut framhaldsskóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Jón Trausti Traustason
Björk Baldursdóttir
Jón Trausti Traustason
Geislafræðinemi

Ég var einn af þeim sem átti mjög erfitt með að ákveða hvað ég vildi læra og starfa við í framtíðinni. Ég vissi að mig langaði að vinna í heilbrigðisgeiranum og ákvað að lokum að hefja nám í geislafræði og sé ekki eftir þeirri ákvörðun. Geislafræðingar eru ekki einungis að vinna með flókinn tækjabúnað, þeir vinna náið með öðru fagfólki og eru í samskiptum við sjúklinga. Námið er krefjandi en mjög skemmtilegt.

Björk Baldursdóttir
Geislafræði

Þó að ég hafi ekki vitað mikið um fagið þegar ég byrjaði hefur það komið mér endalaust á óvart og ég er himinlifandi yfir því að hafa valið það. Námið er fjölbreytt og spennandi og við fáum mikla verklega kennslu. Myndgreining er ein af helstu undirstöðum heilbrigðiskerfisins og það er yndislegt að vera partur af því.
 

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Starf geislafræðinga er fjölbreytt og spennandi. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Geislafræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum og framhaldsnám er í boði hér á landi og erlendis.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Myndgreiningardeildir
  • Heilbrigðisstofnanir
  • Einkarekin fyrirtæki
  • Krabbameinsfélagið
  • Geislameðferðardeildir
  • Geislavarnir ríkisins
  • Háskóli Íslands
  • Hjartavernd

Félagslíf

Nemendur í geisla- og lífeindafræði eru með sameiginlegt nemendafélag sem nefnist FLOG. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, t.d. nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum.

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Geislafræðin á Facebook