
Líffræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Námið er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild. Námið er 120 einingar og leiðir til prófgráðunnar magister scientiarum, MS.
Fyrir nemendur

Um námið
Námið er skipulagt sem 2ja ára nám. Meistaraverkefnið er ýmist 90 einingar (algengast), 60 einingar eða 30 einingar. Námskeið eða annað nám kemur á móti þar til 120 einingum er náð.
Í boði eru tvö kjörsvið:
Nemendur í framhaldsnámi vinna við rannsóknir við deildina en einnig á öðrum rannsóknarstofnunum svo sem Landspítala, Umhverfisstofnun og Matís.
Rannsóknirnar eru fjölbreytilegar og fjalla meðal annars um:
- Stofnsveiflur þorsksins
- Ónæmisviðbrögð í lungnaþekju
- Vistfræði hálendisins
- Stofnerfðafræði og þroskunarfræði bleikju
Framhaldsnám í líffræði er oft styrkt eða launað.
- Fyrsta háskólagráða, BS-próf, í líffræði með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám.
- a) Samþykkt í meistaranám í líffræði er háð því hvort umsækjandi hafi fundið sér leiðbeinanda meðal fastra kennara námsleiðar.
b) Athugið, umsækjendur samþykktir í framhaldsnám í líffræði með sérsvið í sjávarlíffræði, bera ábyrgð á því að finna sér leiðbeinanda fyrir lok fyrsta misseris í námi. - Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.