Fornleifafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Fornleifafræði

Fornleifafræði

BA gráða

. . .

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Um námið

Nám til BA-prófs tekur þrjú ár og er samtals 180 einingar. Hægt að taka fornleifafræði sem aðalgrein til 180 eininga, sem aðalgrein til 120 eininga (og þá með annarri grein sem aukagrein) eða sem aukagrein til 60 eininga (með annarri grein sem aðalgrein).

Nánar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Erlendis er hefð fyrir því að skipta fornleifafræðingum í tvo hópa eftir því hvort þeir leggja fyrst og fremst stund á vettvangsvinnu – uppgröft eða skráningu – eða hvort þeir stunda vinnu sína að mestu innandyra, við túlkun, úrvinnslu, sérfræðigreiningar, kennslu, stjórnsýslu eða safnvörslu. Á Íslandi hefur slík aðgreining ekki tíðkast og flestir fornleifa-fræðingar sinna hvoru tveggja, vettvangsvinnu og innistörfum.

Söfn voru lengi vel helstu vinnustaðir fornleifafræðinga, einkum Þjóðminjasafnið, en nú eru fyrirtæki og sjálfstæðar stofnanir stærstu vinnustaðir þeirra, auk Minjastofnunar Íslands. Fornleifafræðingar vinna einnig á söfnum, bæði við rannsóknir og almenn safnastörf. Margir fornleifafræðingar starfa sjálfstætt og byggja afkomu sína á rannsóknarstyrkjum og þjónustuverkefnum fyrir einstaklinga, ríki og sveitarfélög.  Þjónusturannsóknir vegna skipulagsvinnu og framkvæmda eru veikamikill þáttur í starfi íslenskra fornleifafræðinga, en verkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu verða einnig æ fyrirferðarmeiri.

Fyrir utan það sem hér hefur verið talið vinna fornleifafræðingar við ýmis önnur störf, m.a. á fjölmiðlum og við kennslu á háskóla- eða framhaldsskólastigi. Menntun í fornleifafræði gerir fólki kleift að fást við fjölbreytileg störf þar sem reynir á þverfaglega og gagnrýna hugsun.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Safnvarsla.
  • Fornleifaleit og rannsóknir.
  • Menningartengd ferðaþjónusta.
  • Kennsla.

Félagslíf

Nemendafélag fornleifafræðinema heitir KUML. Félagið gefur út tímaritið Eldjárn auk þess sem það sér um skemmtanir fyrir félagsmenn. Vefsíða félagsins.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.