
Fornleifafræði
BA gráða
. . .
Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Nám til BA-prófs tekur þrjú ár og er samtals 180 einingar. Hægt að taka fornleifafræði sem aðalgrein til 180 eininga, sem aðalgrein til 120 eininga (og þá með annarri grein sem aukagrein) eða sem aukagrein til 60 eininga (með annarri grein sem aðalgrein).
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.