Skip to main content

Fornleifafræði

Fornleifafræði

Hugvísindasvið

Fornleifafræði

BA – 180 einingar

Fornleifafræði fjallar um samfélög með því að rannsaka minjar um þau. Fortíðin er meginviðfangsefni fornleifafræðinnar en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Söguleg fornleifafræði fjallar um þau tímabil sem ritheimildir eru einnig til um en forsöguleg fornleifafræði fjallar um þá tíma sem fornleifar einar eru til frásagnar um.

Skipulag náms

X

Aðferðafræði I (FOR101G)

Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði fornleifafræðilegrar aðferðafræði. Helstu efni sem fjallað verður um eru: Saga aðferðafræðinnar, löggjöf og siðfræði, undirbúningur rannsókna, rannsóknaráætlanir og heimildakönnun, fornleifaskráning, loftljósmyndun og fjarkönnun, aðferðir við uppgröft og úrvinnslu uppgraftargagna, gagnasöfn, forvarsla og miðlun. Námskeiðið er kennt með fyrirlestrum og umræðutímum en í upphafi misseris verður námskeiðið kennt á vettvangi. Önnur námskeið í fornleifafræði sem kennd eru á sama misseri munu taka mið af því.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Snædís Sunna Thorlacius
Birna Magnúsdóttir
Snædís Sunna Thorlacius
Fornleifafræði - BA nám

Nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands er einstaklega skemmtilegt og fjölbreytt. Fornleifafræði er mjög þverfagleg svo mögulegt er að taka valáfanga á áhugasviði hvers og eins auk þess sem það er gott jafnvægi á milli bóklegs og verklegs náms. Það er mjög góður andi meðal nemenda í fornleifafræðinni, sérstaklega vegna þess að fyrstu vikuna í náminu fara nýnemarnir í vettvangsferð þar sem þeir kynnast bæði innbyrðis og kynnast starfi fornleifafræðinga á vettvangi. Deildin er tiltölulega lítil og er því tilvalin til þess að mynda tengsl bæði við samnemendur og kennara, sem eru einnig meðal fremstu fræðimanna á sínu sviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.