Guðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

BA gráða

. . .

Við Háskóla Íslands er hægt að ljúka 180 eininga BA-námi í guðfræði en einnig er hægt að taka guðfræði með öðrum námsleiðum, bæði sem aðalgrein (120e) og aukagrein (60e). Að loknu fyrsta ári velja nemendur hvort þeir kjósa að stefna að starfsnámi til prests eða hefðbundinni BA-gráðu.

Um námið

Aðalviðfangsefni guðfræðinámsins er að skoða rætur kristnidómsins í gyðinglegri hefð og sögulega þróun hans, allt frá tímum Nýja testamentisins til samtíðar okkar. Einnig er viðfangsefni guðfræðinnar að skoða samspil nútímasamfélagsins og kirkju nútímans. Nánari upplýsingar um námið.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf (eftir 4 ár í framhaldsskóla) af bóknámsbraut framhaldsskóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Þorgeir A. Elíesersson
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Hilmir Kolbeins
Hafdís Davíðsdóttir
Helga Bragadóttir
Þorgeir A. Elíesersson
BA í Guðfræði

Í mínum huga er námið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands mjög fjölbreytt og getur að sama skapi verið krefjandi. Blandast þar inn í saga, heimspeki, siðfræði, forn tungumál og trúfræði þar sem hinum ýmsu spurningum um lífið og tilveruna er velt upp frá ólíkum sjónarhornum. Oft skapast lifandi og skemmtilegar umræður í kennslustundum með virkri þátttöku nemenda og kennara. Félagslífið í deildinni er öflugt og myndast oft náin og góð tengsl á milli nemenda.

Benjamín Hrafn Böðvarsson
Guðfræðinemi

Guðfræðinámið er fjölbreytt og krefjandi. Það er fjölbreytt því það fæst við alls konar fræði, t.d. trúfræði, heimspeki, sögu, trúarbragðafræði og forn tungumál svo dæmi séu tekin. Það er krefjandi því námið þjálfar mann í gagnrýnni hugsun, kennir fagleg akademísk vinnubrögð og undirbýr mann fyrir fræðimennskuna. Guðfræðinámið er skemmtilegt, athyglisvert og í alla staði mannbætandi og ég mæli hiklaust með því.

Hilmir Kolbeins
BA í guðfræði

Ég var búin að vera tæp 20 ár í sama starfinu og fann að ég var algerlega staðnaður í starfi þegar ég ákvað að sækja um í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og sagði starfi mínu lausu. Þarna var stór vinkilbeygja tekin á miðjum aldri. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið en í deildinni er breiður hópur nemenda og fjöldinn allur af áhugaverðum námskeiðum í boði.

Hafdís Davíðsdóttir
BA í guðfræði

Guðfræðinám í HÍ er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þar lærir maður bókstaflega allt milli himins og jarðar, allt frá tungumálum, yfir í sögu, heimspeki, fornleifafræði, sálgæslu, siðfræði, listir, trú- og trúarbragðafræði. Námið kemur sér að góðum notum þar sem það fjallar um allt litróf mannsins frá vöggu til grafar. Þetta er akademískt nám sem hvetur til gagnrýnnar hugsunar og gefur góða sýn á eðli mannsins, sögu hans og menningu bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Ólíkt mörgum öðrum deildum eru samskipti nemenda og kennara náin og er vel haldið utan um hvern og einn.  Félagslífið er frábært þar sem nemendur innan deildarinnar þekkjast vel og styðja við bakið á hvert öðru.

Helga Bragadóttir
BA í guðfræði

Ég hef stundað nám við deildina í þrjú ár. Ég komst fljótt að því að mér fannst námið skemmtilegt og það féll vel að mínu áhugasviði. Einnig fannst mér ,,fílingurinn” í deildinni vera mjög notalegur, enda er deildin lítil og samskiptin eru náin. Ég hef kynnst yndislegum samnemendum og sömuleiðis finnst mér kennararnir algjörir snillingar.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Flestir sem ljúka embættisprófi í guðfræði starfa innan kirkjunnar. Kandidatar þurfa að ljúka starfsþjálfun á vegum Þjóðkirkjunnar að afloknu embættisprófi til að hljóta embættisgengi sem veitir þeim rétt til að sækja um prestsembætti í Þjóðkirkjunni. Þá eru ýmsir möguleikar til framhaldsnáms í guðfræði. Við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er nú mögulegt að stunda meistara- og doktorsnám. Flestir sem lokið hafa BA-námi hafa farið í framhaldsnám og stunda að því loknu kennslu og fræðastörf eða starfa við félagslega þjónustu og fjölmiðla.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Þjóðkirkjan
  • Fjölmiðlar

Félagslíf

Félag guðfræðinema er hagsmunafélag þeirra er stunda nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Fiskurinn á facebook.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.