Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

Hugvísindasvið

Guðfræði

BA gráða – 180 ECTS einingar

Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum. 

Skipulag náms

X

Aðferðir í akademísku námi (GFR108G)

Hvers konar hlutverk er það að vera háskólaborgari? Hvað eru hugvísindi og hvað einkennir aðferðafræði þeirra? Hver er sérleikur guðfræðinnar innar fræðasamfélagsins og hverjar eru helstu áskoranir og framlag þeirra fræða til hugvísinda? Markmið námskeiðsins er að þjálfa nemendur í akademískum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun á sviði hugvísinda og guðfræði. Einstök viðfangsefni námskeiðsins felast í skilningi á túlkunar- og textahefð hugvísinda, sem og að þjálfa vinnubrögð við lestur fræðilegra texta, flutning munnlegra verkefna, sem og samningu, heimildarvali og frágangi skriflegra verkefna.

X

Kirkjudeildafræði (GFR116G)

Hvað er kirkjudeildafræði og hvernig er greint milli kirkju, kirkjudeildar og safnaðar? Í hverju felst samkirkjulegt starf? Hvert er framlag heimskristni (e. World Christianity) og boðunarfræði til rannsóknar á kirkjudeildunum? Hver er saga kirkjudeildanna og hvernig kvíslast þær og greinast í ólíkar áttir? Hvað eiga þær sameiginlegt? Í námskeiðinu er fjallað um kennisetningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með tengsl heimskristni, samkirkjuhreyfinga og boðunarstarfs innan og milli kirkjudeilda

X

Kirkjusaga Evrópu (GFR110G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að stúdentar öðlist skilning á hlutverki og vinnubrögðum kirkjusögunnar sem fræðigreinar sem og heildstætt yfirlit yfir þróun kristni og kirkju í vestanverðri Evrópu. Fjallað verður um viðfangsefni og rannsóknaraðferðir kirkjusögunnar. Yfirlit verður gefið yfir kirkjusögu Evrópu og fengist sérstaklega við valin viðfangsefni er lúta að uppruna, þróun og útbreiðslu kristni í Evrópu frá upphafi til síðari alda.

X

Inngangur að guðfræðilegri siðfræði (GFR201G)

Í námskeiðinu er fjallað um siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki. Áhersla liggur á helstu vestrænum siðfræðikenningum og helstu siðfræðilegum hugtökum. Sérstök áhersla er lögð á siðfræði Biblíunnar og kristna siðfræði í sögu og samtíð. 

X

Frumkristni: Samtíðar- og bókmenntasaga (GFR211G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um upphaf frumkristni sem og sögulegan og hugmyndafræðilegan bakgrunn hennar. Áhersla verður lögð á rætur frumkristni í síðgyðingdómi og saga og þróun síðgyðingdómsins rakin í því sambandi. Einnig verða hugmyndafræðilegar rætur frumkristni í hinum helleníska menningarheimi skoðaðar. Fjallað verður um frumkristnar bókmenntir þar sem áhersla verður lögð á sagnfræðilega nálgun efnisins. Gefin verður innsýn í einstök rit Nýja testamentisins sem og önnur frumkristin rit, einkum í ljósi sögulegs samhengis þeirra og annarra samtímabókmennta. Einnig verður fjallað almennt um eðli og form rita af þessu tagi. Þannig verður lagður faglegur grunnur að lestri og rannsóknum á frumkristnum textum.

X

Inngangur að trúfræði (GFR204G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.

X

Islam í fortíð, nútíð og framtíð (TRÚ003G)

Er Íslam helsta ógn samtímans? Nánast daglega má lesa um Íslam í fyrirsögnum fjölmiðla enda eru helstu átök heimsins í dag á menningarsvæðum Múslima. Hvað veldur því að þessi trúarbrögð eru sífellt í fréttum? Er eitthvað í trúnni sem hefur komið á þessari þróun? Í þessu námskeiði verður fjallað um hina pólítíska og menningarlegu sögu Íslam og þróun helstu stofnana og hugmynda þess. Farið verður yfir helstu guðfræðilegu stoðir trúarinnar með því að skoða feril Múhameðs spámanns. Því næst verða helstu atriði Kóransins skoðuð. Hvaða heimsmynd birtist í þessu helgiriti og hvernig er fjallað um réttlæti? Hvaða lausnir sér Kóraninn fyrir sér á helstu vandamál samtímans? Hvað segir Kóraninn um önnur trúarbrögð? Hvað er heilagt stríð (jihad)? Fjallað verður einnig um Sjaría lagakerfið með sérstakri áherslu á stöðu kvenna. Stór hluti námskeiðins mun fjalla um stöðu Íslam og Múslima í heiminum í dag ekki síst uppgangur róttækra hreyfinga á borð við al-Qaeda og reynsla Múslima í vestrænum samfélögum. Við munum velta fyrir okkur hvort hægt sé að samhæfa Íslam og vestrænt gildismat og hvaða erindi trúin hefur í nútímasamfélögum til dæmis hvort Íslam og lýðræði eiga samleið. Að lokum munum við velta fyrir okkur framtíð Íslam og að hversu leyti saga þess mun hafa áhrif á ágreiningsmál morgundagsins. Námskeiðskröfur: 10-12 síðna rigerð, fjölmiðlarýni og blogg

X

Kirkjudeildafræði (GFR116G)

Hvað er kirkjudeildafræði og hvernig er greint milli kirkju, kirkjudeildar og safnaðar? Í hverju felst samkirkjulegt starf? Hvert er framlag heimskristni (e. World Christianity) og boðunarfræði til rannsóknar á kirkjudeildunum? Hver er saga kirkjudeildanna og hvernig kvíslast þær og greinast í ólíkar áttir? Hvað eiga þær sameiginlegt? Í námskeiðinu er fjallað um kennisetningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með tengsl heimskristni, samkirkjuhreyfinga og boðunarstarfs innan og milli kirkjudeilda

X

Kirkjusaga Evrópu (GFR110G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að stúdentar öðlist skilning á hlutverki og vinnubrögðum kirkjusögunnar sem fræðigreinar sem og heildstætt yfirlit yfir þróun kristni og kirkju í vestanverðri Evrópu. Fjallað verður um viðfangsefni og rannsóknaraðferðir kirkjusögunnar. Yfirlit verður gefið yfir kirkjusögu Evrópu og fengist sérstaklega við valin viðfangsefni er lúta að uppruna, þróun og útbreiðslu kristni í Evrópu frá upphafi til síðari alda.

X

Gríska Nýja testamentisins (GFR212G)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum grunn til að lesa og túlka texta Nýja testamentisins á sjálfstæðan hátt. Farið verður yfir meginatriði málfræðilegrar uppbyggingar grískunnar og textadæmi úr Nýja testamentinu og öðrum frumkristnum textum lesin í því sambandi. Lögð verður áhersla á hagnýtingu grískukunnáttunnar innan guðfræði og trúarbragðafræði.

X

Ritskýring Gt. Sálmar (GFR330G)

Yfirlit yfir stöðu sálmanna í helgisiðum og merkingu hinna ýmsu trúarbragðafyrirbæra þeirra. Ritskýrðir eru u.þ.b. 10­15 sálmar af 25 ­ sem lesa skal til prófs. Áhersla er lögð á lítúrgískt málfar, baksvið, hugtök og stíl, áhrif sálmanna hér á landi og á heimfærslu til samtíðarinnar. Dæmi tekin úr áhrifasögu textanna í kristnu trúarlífi og menningu. Hliðsjón er höfð af hebreska textanum.

X

Gríska II Markús og Jóhannes (GFR429M)

Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum sambærilegum hjálpargögnum. 

X

Guðfræði Marteins Lúthers (GFR216G)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.

Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).

Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).

X

Guðfræði Gamla testamentisins (GFR053M)

Í námskeiðinu er fjallað um guðfræðilegan boðskap Gamla testamentisins í sögu og samtíð. Áhersla hvílir á rannsókn nokkurra mikilvægra guðfræðihugtaka í hebresku ljósi. Veitt verður innsýn í rannsóknasögu fræðigreinarinnar, tengsl hennar við skyldar fræðigreinar eins og trúarsögu Ísraels, fornleifafræði og trúarbragðafræði hinna fornu Miðausturlanda. Fjallað verður um leitina að þungamiðju Gamla testamentisins og textadæmi tekin úr þremur meginhlutum ritsins samkvæmt hefðbundinni þrískiptingu þess. Áherslan hvílir á að ræða hina fornu texta ekki aðeins sem fornfræði heldur ekki síður í ljósi kristinnar og gyðinlegar túlkunar- og áhrifasögu sem og með hliðsjón af ýmsum nýjum stefnum á fræðasviðinu.  

X

Sálgæslufræði (GFR324M)

Á námskeiðinu er sálgæslan skilgreind. Það er horft til þess hvaðan hún er sprottin (biblíulegar og kirkjulegar rætur)  hvert hlutverk hennar er tilgangur og aðferðir. og henni fundin staður innan fræðasafns guðfræðinnar  Einnig er gerð grein fyrir sambandi sálgæslunnar við kenningar í sálarfræði og geðsjúkdómafræði og meðferðarfræða sem byggja á gagnreyndum aðferðum og sálgæslan styðst við í vinnu með skjólstæðingum (sóknarbörnum). Fjallað verður um sálusorgarann og þau verkfæri, sem hann ræður yfir (náðarmeðöl,  samtal), um yfirfærslu, gagnyfirfærslu, kulnun, grundvallarhugtök eins og trú og trúarþörf, sekt og fyrirgefningu. Kynntar eru kenningar um sorg og sorgarviðbrögð, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska, fjallað um mikilvægi greininga og tilvísana, sáttavinnu og hópastarf. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, vettvangsathugunum, upplýsingaleit og verkefnavinnu sem nemendur kynna og ræða í tímum. 

X

Íslensk kirkjusaga: Trúarbragðaskipti og miðaldir (GFR218G)

  Viðfangsefni: Fengist verður við norrænan átrúnað, trúarbragðaskipti og þróun kirkju og kristni á Íslandi frá upphafi byggðar í landinu fram til hámiðalda. Áhersla verður lögð á trúarbragðaskiptin og kristnitökuna sem hluta hennar. Leitast verður við að bregða ljósi á samþættingu norræns átrúnaðar og síðar kristni við samfélag og menninu á umræddu skeiði. Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gerð þematísk grein fyrir viðfangsefnum námskeiðsins. Í umræðutímum verður farið í valda texta frá því tímabili sem um ræðir, texta um það og verkefni stúdenta kynnt. Námsmat: Stúdentar skila skriflegu verkefni einnig verður skriflegt próf í lok námskeiðs. Matsþættir vega jafnt.

X

Islam í fortíð, nútíð og framtíð (TRÚ003G)

Er Íslam helsta ógn samtímans? Nánast daglega má lesa um Íslam í fyrirsögnum fjölmiðla enda eru helstu átök heimsins í dag á menningarsvæðum Múslima. Hvað veldur því að þessi trúarbrögð eru sífellt í fréttum? Er eitthvað í trúnni sem hefur komið á þessari þróun? Í þessu námskeiði verður fjallað um hina pólítíska og menningarlegu sögu Íslam og þróun helstu stofnana og hugmynda þess. Farið verður yfir helstu guðfræðilegu stoðir trúarinnar með því að skoða feril Múhameðs spámanns. Því næst verða helstu atriði Kóransins skoðuð. Hvaða heimsmynd birtist í þessu helgiriti og hvernig er fjallað um réttlæti? Hvaða lausnir sér Kóraninn fyrir sér á helstu vandamál samtímans? Hvað segir Kóraninn um önnur trúarbrögð? Hvað er heilagt stríð (jihad)? Fjallað verður einnig um Sjaría lagakerfið með sérstakri áherslu á stöðu kvenna. Stór hluti námskeiðins mun fjalla um stöðu Íslam og Múslima í heiminum í dag ekki síst uppgangur róttækra hreyfinga á borð við al-Qaeda og reynsla Múslima í vestrænum samfélögum. Við munum velta fyrir okkur hvort hægt sé að samhæfa Íslam og vestrænt gildismat og hvaða erindi trúin hefur í nútímasamfélögum til dæmis hvort Íslam og lýðræði eiga samleið. Að lokum munum við velta fyrir okkur framtíð Íslam og að hversu leyti saga þess mun hafa áhrif á ágreiningsmál morgundagsins. Námskeiðskröfur: 10-12 síðna rigerð, fjölmiðlarýni og blogg

X

Andrými og sjálfbærni: Helgir staðir, siðir og sjálfsmyndir í kenningum og kennslu (GFR059M)

Námskeiðið notar þverfræðilega nálgun frá sjónarhorni hugvísinda og menntavísinda á hugtökin andrými (spirituality) og sjálfbærni, með sérstakri áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Í þessu námskeiði eru heimsmarkmiðin rædd í samhengi andrýmisins og leitað svara við spurningum eins og: Að hvaða leyti mótar andrými sjálfmyndir okkar? Hvernig hefur sjálfbærni áhrif á trúarsiði eins og helgisiði og pílagrímagöngur? Hvernig verða helgir staðir til og hvers konar endurskoðun hljóta þeir? Hvernig hefur skilningur á helgum stöðum markað líf á norðurslóðum? Hvernig ögrar þverfagleg nálgun viðteknum vestrænum hugmyndum um andrými, t.d. varðandi tvenndarhyggju milli líkama/sálar, karllægs/kvenlægs eða náttúru/anda? Hvernig getur andrými stutt við sjálfbærnikennslu? Námskeiðið er þverfaglegt og byggir á ólíkri aðferðafræði, svo sem frumbyggjakenningum um ætterni og tengsl, vistfemínískar kennar, vistguðfræði, heimspeki náttúrunnar og sjálfbærnikennslu. Nemendur munu taka þátt í einni þverfræðilegri málstofu sem hluta af námskeiðinu.  

X

Kirkjudeildafræði (GFR116G)

Hvað er kirkjudeildafræði og hvernig er greint milli kirkju, kirkjudeildar og safnaðar? Í hverju felst samkirkjulegt starf? Hvert er framlag heimskristni (e. World Christianity) og boðunarfræði til rannsóknar á kirkjudeildunum? Hver er saga kirkjudeildanna og hvernig kvíslast þær og greinast í ólíkar áttir? Hvað eiga þær sameiginlegt? Í námskeiðinu er fjallað um kennisetningar, skipulag, álitamál og starfshætti helstu kristinna kirkjudeilda og hreyfinga í heiminum. Gerð er grein fyrir starfsemi kirkjudeilda hér á landi og þróun íslenskrar lagasetningar um trúfélög. Unnið er með tengsl heimskristni, samkirkjuhreyfinga og boðunarstarfs innan og milli kirkjudeilda

X

Gríska Nýja testamentisins (GFR212G)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að gefa nemendum grunn til að lesa og túlka texta Nýja testamentisins á sjálfstæðan hátt. Farið verður yfir meginatriði málfræðilegrar uppbyggingar grískunnar og textadæmi úr Nýja testamentinu og öðrum frumkristnum textum lesin í því sambandi. Lögð verður áhersla á hagnýtingu grískukunnáttunnar innan guðfræði og trúarbragðafræði.

X

Ritskýring Gt. Sálmar (GFR330G)

Yfirlit yfir stöðu sálmanna í helgisiðum og merkingu hinna ýmsu trúarbragðafyrirbæra þeirra. Ritskýrðir eru u.þ.b. 10­15 sálmar af 25 ­ sem lesa skal til prófs. Áhersla er lögð á lítúrgískt málfar, baksvið, hugtök og stíl, áhrif sálmanna hér á landi og á heimfærslu til samtíðarinnar. Dæmi tekin úr áhrifasögu textanna í kristnu trúarlífi og menningu. Hliðsjón er höfð af hebreska textanum.

X

Ritskýring Nt. Lúkasarguðspjall og Postulasaga (GFR510M)

Í þessu námskeiði verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Lúkasarguðspjalli og Postulasögunni á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Einnig verður fjallað almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti.

X

Kynverund, siðfræði og samfélag (GFR603M)

Í námskeiðinu verður fjallað um kynverund mannsins í hugmyndafræðilegu, kynfræðilegu, siðfræðilegu og trúarlegu samhengi. Efni sótt til fræðasviða kynfræði, kynjafræði, siðfræði, guðfræði og heimspeki.

Kennt verður í 4 lotum:

1: Sept 12 - 14

2: Okt 3 - 5

3: Okt 24 - 26

4: Nóv 21 - 23

Kennslan fer fram síðdegis þessa daga, kl 16.40 - 19.00

X

Gríska II Markús og Jóhannes (GFR429M)

Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum sambærilegum hjálpargögnum. 

X

Guðfræði Marteins Lúthers (GFR216G)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna helstu atriði í guðfræði Marteins Lúthers og þær ástæður sem lágu til grundvallar siðbót hans. Lesin verða valin rit eftir Lúther og þau sett í sögulegt samhengi. Þannig verður samtvinnuð fræðileg umfjöllun um lykilatriði í guðfræði Lúthers og siðbótarsögu hans.

Lesefni:
Gunnar Kristjánsson. Marteinn Lúther. Svipmyndir úr siðbótarsögu (2014).
Lull, Timothy F. og William R. Russell ritstj. Martin Luther’s Basic Theological Writings. Third Edition (2012).

Ítarefni:
Bainton, Roland H. Marteinn Lúther (1984).
Lull, Timothy R. og Derek R. Nelson. Resilient Reformer: The Life and Thought of Martin Luther (2015).

X

Guðfræði Gamla testamentisins (GFR053M)

Í námskeiðinu er fjallað um guðfræðilegan boðskap Gamla testamentisins í sögu og samtíð. Áhersla hvílir á rannsókn nokkurra mikilvægra guðfræðihugtaka í hebresku ljósi. Veitt verður innsýn í rannsóknasögu fræðigreinarinnar, tengsl hennar við skyldar fræðigreinar eins og trúarsögu Ísraels, fornleifafræði og trúarbragðafræði hinna fornu Miðausturlanda. Fjallað verður um leitina að þungamiðju Gamla testamentisins og textadæmi tekin úr þremur meginhlutum ritsins samkvæmt hefðbundinni þrískiptingu þess. Áherslan hvílir á að ræða hina fornu texta ekki aðeins sem fornfræði heldur ekki síður í ljósi kristinnar og gyðinlegar túlkunar- og áhrifasögu sem og með hliðsjón af ýmsum nýjum stefnum á fræðasviðinu.  

X

Sálgæslufræði (GFR324M)

Á námskeiðinu er sálgæslan skilgreind. Það er horft til þess hvaðan hún er sprottin (biblíulegar og kirkjulegar rætur)  hvert hlutverk hennar er tilgangur og aðferðir. og henni fundin staður innan fræðasafns guðfræðinnar  Einnig er gerð grein fyrir sambandi sálgæslunnar við kenningar í sálarfræði og geðsjúkdómafræði og meðferðarfræða sem byggja á gagnreyndum aðferðum og sálgæslan styðst við í vinnu með skjólstæðingum (sóknarbörnum). Fjallað verður um sálusorgarann og þau verkfæri, sem hann ræður yfir (náðarmeðöl,  samtal), um yfirfærslu, gagnyfirfærslu, kulnun, grundvallarhugtök eins og trú og trúarþörf, sekt og fyrirgefningu. Kynntar eru kenningar um sorg og sorgarviðbrögð, áfallaþrengingar og þrengingar til þroska, fjallað um mikilvægi greininga og tilvísana, sáttavinnu og hópastarf. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, vettvangsathugunum, upplýsingaleit og verkefnavinnu sem nemendur kynna og ræða í tímum. 

X

Íslensk kirkjusaga: Trúarbragðaskipti og miðaldir (GFR218G)

  Viðfangsefni: Fengist verður við norrænan átrúnað, trúarbragðaskipti og þróun kirkju og kristni á Íslandi frá upphafi byggðar í landinu fram til hámiðalda. Áhersla verður lögð á trúarbragðaskiptin og kristnitökuna sem hluta hennar. Leitast verður við að bregða ljósi á samþættingu norræns átrúnaðar og síðar kristni við samfélag og menninu á umræddu skeiði. Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gerð þematísk grein fyrir viðfangsefnum námskeiðsins. Í umræðutímum verður farið í valda texta frá því tímabili sem um ræðir, texta um það og verkefni stúdenta kynnt. Námsmat: Stúdentar skila skriflegu verkefni einnig verður skriflegt próf í lok námskeiðs. Matsþættir vega jafnt.

X

Islam í fortíð, nútíð og framtíð (TRÚ003G)

Er Íslam helsta ógn samtímans? Nánast daglega má lesa um Íslam í fyrirsögnum fjölmiðla enda eru helstu átök heimsins í dag á menningarsvæðum Múslima. Hvað veldur því að þessi trúarbrögð eru sífellt í fréttum? Er eitthvað í trúnni sem hefur komið á þessari þróun? Í þessu námskeiði verður fjallað um hina pólítíska og menningarlegu sögu Íslam og þróun helstu stofnana og hugmynda þess. Farið verður yfir helstu guðfræðilegu stoðir trúarinnar með því að skoða feril Múhameðs spámanns. Því næst verða helstu atriði Kóransins skoðuð. Hvaða heimsmynd birtist í þessu helgiriti og hvernig er fjallað um réttlæti? Hvaða lausnir sér Kóraninn fyrir sér á helstu vandamál samtímans? Hvað segir Kóraninn um önnur trúarbrögð? Hvað er heilagt stríð (jihad)? Fjallað verður einnig um Sjaría lagakerfið með sérstakri áherslu á stöðu kvenna. Stór hluti námskeiðins mun fjalla um stöðu Íslam og Múslima í heiminum í dag ekki síst uppgangur róttækra hreyfinga á borð við al-Qaeda og reynsla Múslima í vestrænum samfélögum. Við munum velta fyrir okkur hvort hægt sé að samhæfa Íslam og vestrænt gildismat og hvaða erindi trúin hefur í nútímasamfélögum til dæmis hvort Íslam og lýðræði eiga samleið. Að lokum munum við velta fyrir okkur framtíð Íslam og að hversu leyti saga þess mun hafa áhrif á ágreiningsmál morgundagsins. Námskeiðskröfur: 10-12 síðna rigerð, fjölmiðlarýni og blogg

X

Andrými og sjálfbærni: Helgir staðir, siðir og sjálfsmyndir í kenningum og kennslu (GFR059M)

Námskeiðið notar þverfræðilega nálgun frá sjónarhorni hugvísinda og menntavísinda á hugtökin andrými (spirituality) og sjálfbærni, með sérstakri áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.  Í þessu námskeiði eru heimsmarkmiðin rædd í samhengi andrýmisins og leitað svara við spurningum eins og: Að hvaða leyti mótar andrými sjálfmyndir okkar? Hvernig hefur sjálfbærni áhrif á trúarsiði eins og helgisiði og pílagrímagöngur? Hvernig verða helgir staðir til og hvers konar endurskoðun hljóta þeir? Hvernig hefur skilningur á helgum stöðum markað líf á norðurslóðum? Hvernig ögrar þverfagleg nálgun viðteknum vestrænum hugmyndum um andrými, t.d. varðandi tvenndarhyggju milli líkama/sálar, karllægs/kvenlægs eða náttúru/anda? Hvernig getur andrými stutt við sjálfbærnikennslu? Námskeiðið er þverfaglegt og byggir á ólíkri aðferðafræði, svo sem frumbyggjakenningum um ætterni og tengsl, vistfemínískar kennar, vistguðfræði, heimspeki náttúrunnar og sjálfbærnikennslu. Nemendur munu taka þátt í einni þverfræðilegri málstofu sem hluta af námskeiðinu.  

X

BA ritgerð í guðfræði (GFR26AL, GFR26AL, GFR26AL)

Lokaritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð. BA ritgerð í guðfræði er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið guðfræðilegt viðfangsefni eða verk guðfræðings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti á þessu stigi háskólanáms. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í guðfræði. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is)

X

BA ritgerð í guðfræði (GFR26AL, GFR26AL, GFR26AL)

.

Lokaritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð. BA ritgerð í guðfræði er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið guðfræðilegt viðfangsefni eða verk guðfræðings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti á þessu stigi háskólanáms. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í guðfræði. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is)

X

BA ritgerð í guðfræði (GFR26AL, GFR26AL, GFR26AL)

Lokaritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð. BA ritgerð í guðfræði er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið guðfræðilegt viðfangsefni eða verk guðfræðings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti á þessu stigi háskólanáms. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í guðfræði. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is)

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þorgeir A. Elíesersson
Pétur G. Markan
Hafdís Davíðsdóttir
Dagur Fannar Magnússon
Aldís Rut Gísladóttir
Þorgeir A. Elíesersson
BA í Guðfræði

Í mínum huga er námið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands mjög fjölbreytt og getur að sama skapi verið krefjandi. Blandast þar inn í saga, heimspeki, siðfræði, forn tungumál og trúfræði þar sem hinum ýmsu spurningum um lífið og tilveruna er velt upp frá ólíkum sjónarhornum. Oft skapast lifandi og skemmtilegar umræður í kennslustundum með virkri þátttöku nemenda og kennara. Félagslífið í deildinni er öflugt og myndast oft náin og góð tengsl á milli nemenda.

Pétur G. Markan
Mag.theol

Oftar og oftar verður mér hugsað til námsára minna við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Oftar og oftar rek ég mig aftur til þekkingar og reynslu sem ég öðlaðist við nám í deildinni og hagnýti í lífi og starf. Oftar og oftar sakna ég mentora minna og sannfærist um það sem mig grunaði einungis þá, þeir eru úrvalslið, í heimsgóðum skóla. Oftar og oftar sakna ég samferðastúdenta og æ oftar hugsa ég til leiðbeinandans sem fylgdi mér í gegnum ritgerðaskrif, með festu, aðhaldi, fyrirmynd, kærleika og vinskap. Oftar og oftar öfunda ég nýstúdenta við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Hafdís Davíðsdóttir
BA í guðfræði

Guðfræðinám í HÍ er mjög fjölbreytt og skemmtilegt. Þar lærir maður bókstaflega allt milli himins og jarðar, allt frá tungumálum, yfir í sögu, heimspeki, fornleifafræði, sálgæslu, siðfræði, listir, trú- og trúarbragðafræði. Námið kemur sér að góðum notum þar sem það fjallar um allt litróf mannsins frá vöggu til grafar. Þetta er akademískt nám sem hvetur til gagnrýnnar hugsunar og gefur góða sýn á eðli mannsins, sögu hans og menningu bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Ólíkt mörgum öðrum deildum eru samskipti nemenda og kennara náin og er vel haldið utan um hvern og einn.  Félagslífið er frábært þar sem nemendur innan deildarinnar þekkjast vel og styðja við bakið á hvert öðru.

Dagur Fannar Magnússon
Guðfræði - BA nám

Námið í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er fjölbreytt, skemmtilegt og snertir flesta þætti mannlegrar tilveru og er guðfræðinni því ekkert óviðkomandi. Námið er persónumiðað og byggist mikið upp á samræðum nemenda og kennara. Ekki skemmir fyrir að nemendur og starfsfólk deildarinnar þekkjast nokkuð vel og myndast því mjög vinalegt andrúmsloft. Akademísk gagnrýni er mikil og því hentar námið bæði trúuðum og trúleysingjum og getur bæði vegið að og styrkt trú fólks.

Aldís Rut Gísladóttir
Embættispróf í guðfræði

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands er alveg einstakt. Námið sjálft er mjög akademískt, fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi. Námskeiðaúrvalið er spennandi og kennararnir eru fræðimenn fram í fingurgóma sem hafa mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Guðfræðinámið er mannbætandi nám og það hefur gert mig að heilsteyptari manneskju. Þar sem deildin er ekki stór kynnist maður kennurum og öðrum nemendum vel. Sú vinátta sem ég hef stofnað til í náminu er vinátta sem mun vara ævilangt. Ég mæli eindregið með guðfræði og trúarbragðafræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.