Guðfræði


Guðfræði
BA gráða – 180 einingar
Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum.
Skipulag náms
- Haust
- Inngangur að Gamla testamentinu
- Inngangur að trúfræði
- Kirkjusaga Evrópu
- Vor
- Frumkristni: Samtíðar- og bókmenntasaga
- Inngangur að guðfræðilegri siðfræði
- Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga ÍranB
Inngangur að Gamla testamentinu (GFR104G)
Fjallað verður um tilurðar- og bókmenntasögu Gamla testamentisins og þá mynd af stjórnmálasögu og trúarsögu „Ísraels“ sem þar er sett fram. Jafnframt verður fjallað um niðurstöður nýjustu ritskýríngar-, sagnfræði- og fornleifarannsókna á stjórnmála- og trúarsögu landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs frá lokum bronsaldar og á 1. árþúsundi f. Kr. og þær niðurstöður bornar saman við söguskilning Gamla testamentisins. M.ö.o. verður annars vegar leitast við að varpa ljósi á „Ísrael“ Biblíunnar og hins vegar „Ísrael“ sögunnar (í sagnfræðilegum skilningi). Hugað verður að ólíkum hugmyndahefðum sem varðveittar eru í mismunandi bókmenntahefðum Gamla testamentisins og þessar hugmyndahefðir settar í almennt samhengi menningar og trúar þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs til forna. Einnig verður hugað að þróun guðsmyndarinnar í konungsríkjunum Ísrael og Júda á grundvelli rannsókna á félagssögulegu samhengi átrúnaðar í G.t.
Til grundvallar liggur nálgun og umfjöllun kennslubókar námskeiðsins, Introduction to the Bible eftir Christine Hayes, prófessor í trúarbragðafræðum við Yale-háskóla.
Inngangur að trúfræði (GFR204G)
Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.
Kirkjusaga Evrópu (GFR110G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að stúdentar öðlist skilning á hlutverki og vinnubrögðum kristnisögunnar sem fræðigreinar sem og heildstætt yfirlit yfir þróun kristni og kirkju í vestanverðri Evrópu. Fjallað verður um viðfangsefni og rannsóknaraðferðir kristnisögunnar. Yfirlit verður gefið yfir kristnisögu Evrópu og fengist sérstaklega við valin viðfangsefni er lúta að uppruna, þróun og útbreiðslu kristni í Evrópu frá upphafi til síðari alda.
Frumkristni: Samtíðar- og bókmenntasaga (GFR211G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um upphaf frumkristni sem og sögulegan og hugmyndafræðilegan bakgrunn hennar. Áhersla verður lögð á rætur frumkristni í síðgyðingdómi og saga og þróun síðgyðingdómsins rakin í því sambandi. Einnig verða hugmyndafræðilegar rætur frumkristni í hinum helleníska menningarheimi skoðaðar. Fjallað verður um frumkristnar bókmenntir þar sem áhersla verður lögð á sagnfræðilega nálgun efnisins. Gefin verður innsýn í einstök rit Nýja testamentisins sem og önnur frumkristin rit, einkum í ljósi sögulegs samhengis þeirra og annarra samtímabókmennta. Einnig verður fjallað almennt um eðli og form rita af þessu tagi. Þannig verður lagður faglegur grunnur að lestri og rannsóknum á frumkristnum textum.
Inngangur að guðfræðilegri siðfræði (GFR201G)
Í námskeiðinu er fjallað um siðfræði af sjónarhóli guðfræði og heimspeki. Áhersla liggur á helstu vestrænum siðfræðikenningum og hugtökum. Sérstök áhersla er lögð á siðfræði Biblíunnar og kristna siðfræði í sögu og samtíð.
Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ206G)
Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins.
Námsmat: blog og fjölmiðlarýni (25%), þátttáka og framsögn (20%), lokaritgerð 8-10 blaðsíður (55%)
- Haust
- Inngangur að Gamla testamentinu
- Gríska Nýja testamentisins
- KristsfræðiB
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiB
- Vor
- Hebreska
- Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn
- Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes
- Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga ÍranB
- Forspjall trúfræðinnarB
- Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagiV
- Lífsskoðanir og menntunV
- Trúarbragðafræðsla og margbreytileikiV
Inngangur að Gamla testamentinu (GFR104G)
Fjallað verður um tilurðar- og bókmenntasögu Gamla testamentisins og þá mynd af stjórnmálasögu og trúarsögu „Ísraels“ sem þar er sett fram. Jafnframt verður fjallað um niðurstöður nýjustu ritskýríngar-, sagnfræði- og fornleifarannsókna á stjórnmála- og trúarsögu landsvæðisins fyrir botni Miðjarðarhafs frá lokum bronsaldar og á 1. árþúsundi f. Kr. og þær niðurstöður bornar saman við söguskilning Gamla testamentisins. M.ö.o. verður annars vegar leitast við að varpa ljósi á „Ísrael“ Biblíunnar og hins vegar „Ísrael“ sögunnar (í sagnfræðilegum skilningi). Hugað verður að ólíkum hugmyndahefðum sem varðveittar eru í mismunandi bókmenntahefðum Gamla testamentisins og þessar hugmyndahefðir settar í almennt samhengi menningar og trúar þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs til forna. Einnig verður hugað að þróun guðsmyndarinnar í konungsríkjunum Ísrael og Júda á grundvelli rannsókna á félagssögulegu samhengi átrúnaðar í G.t.
Til grundvallar liggur nálgun og umfjöllun kennslubókar námskeiðsins, Introduction to the Bible eftir Christine Hayes, prófessor í trúarbragðafræðum við Yale-háskóla.
Gríska Nýja testamentisins (GFR212G)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum grunn til að lesa og túlka texta Nýja testamentisins á sjálfstæðan hátt. Farið verður yfir meginatriði málfræðilegrar uppbyggingar forngrísku og textadæmi úr Nýja testamentinu og öðrum frumkristnum textum lesin í því sambandi. Lögð verður áhersla á hagnýtingu grískukunnáttunnar innan guðfræði og trúarbragðafræði.
Kristsfræði (GFR223G)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR306G)
Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.
Hebreska (GFR326G)
Biblíuhebreska fyrir byrjendur. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði biblíuhebresku, þ.e.a.s. tungumálsins sem flest rit Gamla testamentisins / Hebresku ritninganna eru rituð á (u.þ.b. frá 10. – 3. aldar f. Kr.): réttritun og hljóðfræði, orðmyndunarfræði og setningarfræði í þeim tilgangi að gera nemendum kleift að lesa og skilja hinn hebreska texta G.t. með hjálp viðeigandi hjálpargagna, málfræðirita og orðabóka. Grundvallarþekking á biblíuhebresku eykur skilning á textum Gamla testamentisins og er nauðsynleg forsenda sjálfstæðra rannsókna (ritskýringar) á þeim.
Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR329G)
Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.
Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes (GFR413G)
Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum hjálpargögnum. Lesturinn felur jafnframt í sér vísi að ritskýringu á textum Nýja testamentisins.
Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ206G)
Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins.
Námsmat: blog og fjölmiðlarýni (25%), þátttáka og framsögn (20%), lokaritgerð 8-10 blaðsíður (55%)
Forspjall trúfræðinnar (GFR303G)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)
Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.
Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.
Lífsskoðanir og menntun (SFG201G)
Viðfangsefni: Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsskoðun fólks og verði betur í stakk búnir að kenna samfélagsgreinar. Þrjú sjónarhorn verða til umfjöllunar. Fyrst hið persónulega og einstaklingsbundna, svo hið almenna, samfélagslega og formgerða. Síðan verða ræddir tengifletir hins persónulega og hins almenna við alþjóðlegar samþykktir eins og heimsmarkmið SÞ. Í lokin verður spurt hvernig ofangreind viðfangsefni birtast í uppbyggingu og inntaki skólastarfs, t.d. með hliðsjón af aðalnámskrá.
Í námskeiðsinu verður unnið með meginþætti lífsskoðana sem birtast meðal annars í spurningum um siðferði, trú, samfélagssýn og stjórnarfar, fjölskyldur og persónulegt nærumhverfi fólks, og hvernig réttindi og skyldur móta framtíðarsýn einstaklinga.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Form verkefna og hlutaprófa verður ákveðið í samráði við þátttakendur. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum. Fjarnemum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.
Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.
- Haust
- Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall
- Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði
- KristsfræðiB
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiB
- Trúarlífsfélagsfræði og djáknafræðiB
- Vor
- Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn
- Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes
- BA ritgerð í guðfræði
- Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin
- Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga ÍranB
- Forspjall trúfræðinnarB
- Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagiV
- Lífsskoðanir og menntunV
- Trúarbragðafræðsla og margbreytileikiV
Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR504G)
Í námskeiðinu verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Pálsbréfum og Lúkasarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Fjallað verður almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Jafnframt verður túlkunarsagan könnuð í því sambandi og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar.
Kirkjulegir starfshættir, leiðtogahæfni og kennslufræði (GFR058M)
Í námskeiðinu er fjallað um starfshætti og starfsumhverfi vígðrar þjónustu og kristilegs fræðslustarfs. Lögð er áhersla á köllun, leiðtogahæfni, samstarf og fagmennskukenningar.
Starfssiðfræði á grundvelli siðareglna verður til umræðu. Námskeiðið hjálpar nemendum að þroska með sér fagleg og andleg bjargræði í þjónustu og í tengslum við aðrar fagstéttir, markasetningu, forvörnum gegn útbruna, árangursríkum samskiptum og leiðum til að leysa úr ágreiningi. Fjallað verður um forystuhlutverk vígðrar þjónustu, sjálfboðaliðastarf og kenningar sem varpa ljósi á ólík hlutverk og ábyrgð. Gert verður grein fyrir kennslufræði sem nýtist í fræðslustarfi, námsefni og kennsluaðferðum í samhengi fræðslustarfs og fermingarstarfa. Auk fyrirlestra byggir námskeiðið að drjúgum hluta á vinnu nemenda, vettvangsferðum, málstofum, fundum með væntanlegum samstarfsaðilum, verklegum æfingum.
Kristsfræði (GFR223G)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR306G)
Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.
Trúarlífsfélagsfræði og djáknafræði (GFR518M)
Hvers konar fyrirbæri er trú og hvernig tengjast breytingar á samfélagsþróun trúarbrögðum? Hvert er samhengi díakoníu? Hvernig tengjast verkefni díakoníunnar breytingum á samfélagsgerð og menningarháttum? Á námskeiðinu kynna nemendur sér hlutverk átrúnaðar í fjölmenningarsamfélaginu og hvernig beita megi aðferðum trúarlífsfélagsfræðinnar við að greina samfélagslegar áskoranir díakoníunnar sem kristnar hreyfingar og stofnanir standa frammi fyrir. Gerð er grein fyrir helstu kenningum, hugtökum og aðferðum innan trúarlífsfélagsfræði og djáknafræða og þeim mismunandi þverfaglegu forsendum sem greinarnar byggja á.
Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR329G)
Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.
Gríska II og ritskýring Nt: Markús og Jóhannes (GFR413G)
Í þessu námskeiði verður byggt á kunnáttu nemenda í forngrísku og færni þeirra aukin til að lesa texta Nýja testamentisins á grísku. Lesnir verða valdir kaflar úr Markúsarguðspjalli og Jóhannesarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá málfræðiritum, orðabókum og öðrum hjálpargögnum. Lesturinn felur jafnframt í sér vísi að ritskýringu á textum Nýja testamentisins.
BA ritgerð í guðfræði (GFR26AL)
.
Lokaritgerð til 10 eininga skal vera um 8.000-10.000 orð. BA ritgerð í guðfræði er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið guðfræðilegt viðfangsefni eða verk guðfræðings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti á þessu stigi háskólanáms. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í guðfræði. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin (GFR613G)
Gefið er yfirlit yfir hefðir Fimmbókaritsins út frá stíl, málfari ognsögulegu baksviði og þær kannaðar nánar í tveimur ritanna. Ritskýrðir erunum 20 valdir kapítular úr Genesis og Exodus. Áhersla er lögð á áhrifntextanna hér á landi og á túlkun í ljósi samtíðarinnar. Hliðsjón höfð af hebreska textanum.
Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ206G)
Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins.
Námsmat: blog og fjölmiðlarýni (25%), þátttáka og framsögn (20%), lokaritgerð 8-10 blaðsíður (55%)
Forspjall trúfræðinnar (GFR303G)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
Trúarbrögð og lífsgildi í fjölmenningarsamfélagi (KME003M)
Námskeiðið miðar að því að nemendur dýpki þekkingu sína á stöðu og áhrifum trúarbragða í fjölmenningarsamfélagi. Fjallað verður um ýmsar kenningar er snerta trúarþörf og trúarreynslu mannsins, trúarlega sjálfsmynd og valda þætti nokkurra helstu trúarbragða heims. Einnig siði og venjur tengdar trúariðkun, einkum er haft geta áhrif á skólastarf. Þá verður fjallað um trúarbrögð og siðfræði, sameiginleg gildi ólíkra trúarbragða, stöðu trúarbragða, menningarleg og trúarleg átök sem eiga sér stað í dag og fordóma og misskilning tengdan trúarbrögðum. Nemendur velja sér trúarbrögð sem þeir dýpka þekkingu sína á, einkum með tilliti til þess að þau endurspegli vaxandi menningarlegan og trúarlegan fjölbreytileika hér á landi og vinna jafnframt vettvangstengd verkefni.
Vinnulag
Fyrirlestrar, samræður, mat og beiting fræða á tiltekin viðfangsefni, samstarf í hópum. Verkefni, m.a. vettvangstengt rannsóknarverkefni, og kynning í málstofum.
Lífsskoðanir og menntun (SFG201G)
Viðfangsefni: Markmiðið er að þátttakendur verði meðvitaðir um ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsskoðun fólks og verði betur í stakk búnir að kenna samfélagsgreinar. Þrjú sjónarhorn verða til umfjöllunar. Fyrst hið persónulega og einstaklingsbundna, svo hið almenna, samfélagslega og formgerða. Síðan verða ræddir tengifletir hins persónulega og hins almenna við alþjóðlegar samþykktir eins og heimsmarkmið SÞ. Í lokin verður spurt hvernig ofangreind viðfangsefni birtast í uppbyggingu og inntaki skólastarfs, t.d. með hliðsjón af aðalnámskrá.
Í námskeiðsinu verður unnið með meginþætti lífsskoðana sem birtast meðal annars í spurningum um siðferði, trú, samfélagssýn og stjórnarfar, fjölskyldur og persónulegt nærumhverfi fólks, og hvernig réttindi og skyldur móta framtíðarsýn einstaklinga.
Vinnulag: Námskeiðinu er að mestu skipt í tveggja vikna lotur þar sem fengist er við eitt þema í hverri lotu. Fyrirlestrar verða á neti og lesefni verður aðgengilegt á Canvas í skjölum eða á nettenglum. Lokapróf gildir 40%, en verkefni og hlutapróf 60%. Form verkefna og hlutaprófa verður ákveðið í samráði við þátttakendur. Námskeiðið er kennt í vikulegum kennslustundum. Fjarnemum er skylt að mæta í tiltekna tíma samkvæmt kennsluáætlun, enda hafa þeir þar ákveðið hlutverk sem ekki verður sinnt nema með þátttöku í tíma.
Trúarbragðafræðsla og margbreytileiki (SFG003G)
Viðfangsefni: Á námskeiðinu er fengist við trúarbrögð og trúarbragðafræðslu í fjölmenningarlegu samfélagi. Fjallað verður um trúarþörf og trúarreynslu mannsins, tilvistarspurningar og leit eftir tilgangi og merkingu. Kynnt verða helstu greiningarhugtök, kenningar og rannsóknir á sviði trúarbragðafræði og trúaruppeldisfræði. Rætt verður um gildi trúarbragða fyrir einstaklinga og samfélög og áhrif þeirra á mótun sjálfsmyndar, gildismats og lífsskilnings. Þá verða helstu trúarbrögð heims skoðuð, þ.e. gyðingdómur, kristni, islam, hindúasiður og búddatrú, auk nokkurra annarra trúarbragða. Einnig verður fjallað um trúlaus og trúarlega hlutlaus lífsviðhorf. Þá verður vikið að stöðu trúarbragða og trúarhreyfinga á tímum fjölmenningar og margbreytileika og rætt um fjölhyggju og samskipti einstaklinga og hópa með ólíkan menningarlegan og trúarlegan bakgrunn, umburðarlyndi og fordóma.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á stuttum fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.