Skip to main content

Guðfræði

Guðfræði

Hugvísindasvið

Guðfræði

BA – 180 einingar

Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst. Á síðari árum hefur námið við deildina orðið æ fjölbreyttara. Hinar hefðbundnu greinar guðfræðinnar gegna enn sem fyrr stærstu hlutverki en nýjar áherslur hafa hins vegar komið inn í þessar greinar, til dæmis með tilkomu kvennaguðfræði, áherslu á áhrifasögu Biblíunnar og menningarfræði og þá ekki síst rannsóknum á trúarlegum stefjum í kvikmyndum. 

Skipulag náms

X

Inngangur að trúfræði (GFR204G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa sögulegan ramma, þar sem farið er yfir helstu atriði kenningasögunnar frá upphafi og fram á okkar daga. Sérstök áhersla verður lögð á játningamyndun og mótun og einkenni helstu kirkjudeilda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hilmir Kolbeins
Benjamín Hrafn Böðvarsson
Þorgeir A. Elíesersson
Pétur G. Markan
Hafdís Davíðsdóttir
Hilmir Kolbeins
BA í guðfræði

Ég var búin að vera tæp 20 ár í sama starfinu og fann að ég var algerlega staðnaður í starfi þegar ég ákvað að sækja um í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ og sagði starfi mínu lausu. Þarna var stór vinkilbeygja tekin á miðjum aldri. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið en í deildinni er breiður hópur nemenda og fjöldinn allur af áhugaverðum námskeiðum í boði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.isSkrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.