Skip to main content

Matvælafræði

Matvælafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Matvælafræði byggir á grunni raunvísinda, verk- og tæknifræði, og veitir góða innsýn inn í heilbrigðisvísindagreinar.
Matvælafræðin fjallar meðal annars um lausnir fyrir framleiðslu, vinnslu og þróun matvæla, líftækni, öryggi og nýtingu matvæla með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.
Náið samstarf er um kennslu í matvælafræði við Matís ohf sem er opinbert rannsókna- og þróunarfyrirtæki í matvælafræði.

Um námið

BS-próf er 180 eininga nám sem samsvarar þriggja ára fullu námi. Megin áhersla er lögð á nýsköpun, vinnslu og verkfræði, tækni þ.m.t. líftækni, rekstur, lífefni, gæði og öryggi. Nemendur fá tækifæri til að tengjast atvinnulífi og öðlast reynslu í samskiptum við innlenda og erlenda aðila í námi sínu.

Hvað er matvælafræði?

Viltu taka þátt í þróun og framleiðslu á heilsuvörum? Viltu lærar um örverur sem notaðar eru til bjórgerðar?  Viltu læra um verkfræðina að baki tækninni í matvælaframleiðslu? Viltu vita hvaða áhrif maturinn og næringarefnin sem þú borðar hafa á líkamann? Viltu þekkja efnasamsetningu matar, t.d. af hverju matur myglar? Viltu eiga möguleika á góðu starfi að loknu námi?

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf af bóknámsbraut(eftir 4 ár í framhaldsskóla) eða sambærilegt próf. Æskilegt er að hafa lokið stúdentsprófi af náttúrufræðibraut eða eðlisfræðibraut.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Snorri Karl Birgisson
matvælafræðinemi

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég hef unnið í nokkrum störfum sem tengjast sjávarútvegi og hef áhuga á að vita hvernig þetta allt virkaði. Í matvælafræði sá ég möguleika á að öðlast meiri þekkingu í nýsköpun, stjórnun og gæðaeftirliti.  Einnig hef ég oft heyrt að það vanti matvælafræðinga á atvinnumarkaðinn.

Páll Arnar Hauksson
matvælafræðinemi

Ég valdi matvælafræði vegna þess að ég vildi öðlast yfirgripsmikla þekkingu á matvælum, efnasamsetningu þeirra og vinnsluaðferðum. Ég hef sérstakan áhuga á vöruþróun og rannsóknum og sé fram á að starfa á þeim vettvangi að námi loknu.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Útskrifaðir matvælafræðingar vinna við fjölbreytt áhugaverð störf á sviðum stjórnunar, stefnumörkunar og ákvarðana um matvælafræðileg málefni. Flestir matvælafræðingar starfa hjá einkafyrirtækjum, rannsóknastofnunum, háskólum og öðrum menntastofnunum og heilbrigðisstofnunum. Matvælafræðingar starfa m.a. við stjórnun fyrirtækja, vöruþróun, markaðsmál, eftirlitsstörf, ráðgjöf, rannsóknir og kennslu. 

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

MS nám í matvælafræði er 120 e. og  doktorsnám 180 e.  hagnýtt, alþjóðlegt nám sem kennt er á ensku, með rannsóknarverkefni unnið í samstarfi við kennara og samstarfsfólk  HÍ og Matís. Rík áhersla er lögð á að rannsóknaniðurstöður séu birtar á ritrýndum alþjóðlega viðurkenndum vettvangi. Um er að ræða hagnýtt nám sem hentar þeim sem lokið hafa grunnnámi í matvælafræði eða öðrum raunvísindagreinum, eins og efnafræði, líffræði og verkfræði.

Félagslíf

Hnallþóra er félag matvæla- og næringarfræðinema við HÍ. Megin markmið félagsins er að gæta hagsmuna nemenda og efla samstöðu meðal þeirra. Hnallþóra sér um að halda uppi öflugu félagslífi fyrir nemendur deildarinnar m.a. með nýnemaferðum, árshátíð og vísindaferðum með heimsóknum til fyrirtækja og stofnana sem tengjast náminu

Hafðu samband

Skrifstofa Matvæla- og næringarfræðideildar
Læknagarði, stofu 310
Vatnsmýrarvegi 16
101 Reykjavík
Sími: 525 4867
mn@hi.is

Opið alla daga frá 09:00 - 12:00

Auður Ingólfsdóttir, deildarstjóri
Guðrún Kr. Sigurgeirsdóttir

Netspjall