Iðnaðarverkfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Iðnaðarverkfræði

Nemendur heimsækja Marel

Iðnaðarverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða.

Lögð er áhersla á nýsköpun og eru nemendur hvattir til að huga að samhengi verkfræði og tölvutækni við umhverfi, markað og samfélag.
Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum. 

""

Grunnnám

Iðnaðarverkfræðingar vinna við að bæta verklag. Með sterkan grunn í stærðfræði og náttúruvísindum og með áherslu á samspil tæknilegra, mannlegra og efnahagslegra þátta nota þeir verkfræðilegar aðferðir til að minnka sóun, minnka kostnað og auka skilvirkni. 

Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum. Á fyrstu misserunum er áhersla á stærðfræði, náttúruvísindi og almennar undirstöður verkfræðinnar. Þrátt fyrir það er strax á fyrsta misseri byrjað að kynna viðfangsefni og aðferðir iðnaðarverkfræðinnar og aukast þær áherslur þegar líða tekur á námið. Á síðasta ári velja nemendur fjögur valnámskeið til að breikka sjóndeildarhringinn eða undirbúa sig undir framhaldsnám.

Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

   Meðal viðfangsefna

   • Hermilíkön og ákvörðunarfræði
   • Tölfræði og greining gagna
   • Framleiðslu- og vörustjórnun
   • Gæðastjórnun
   • Greining ferla og aðgerða
   • Tækninýsköpun og vöruþróun
   • Rekstur og stjórnun fyrirtækja
   • Lausn hagnýtra verkefna
   • Forritun og þróun hugbúnaðar
   • Bestun aðgerða, ferla og auðlinda
   • Verkefnastjórnun

   Sjá nánar um iðnaðarverkfræði

   Inntökuskilyrði

   Grunnnám

   Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 ein í stærðfræði og 50 ein í náttúrufræðigreinum þar af minnst 10 ein í eðlisfræði.

   Sjáðu um hvað námið snýst

   Umsagnir nemenda

   Jessý Rún Jónsdóttir
   Jessý Rún Jónsdóttir
   BS í iðnaðarverkfræði

   Ég fór í iðnaðarverkfræði af því að námið er praktískt og gefur opna möguleika, bæði á atvinnumarkaði og í áframhaldandi námi. Mér finnst námið áhugavert og fjölbreytt. Það tekur á raunverulegum vandamálum sem ég sé fyrir mér að nýta mér í starfi í framtíðinni.

   Ég hef tekið virkan þátt í félagslífinu og finnst það ekki síður mikilvægt en námið.

   Ég hvet þig eindregið að kynna þér nám í iðnaðarverkfræði!

   Mynd að ofan 
   Texti vinstra megin 

   Starfsvettvangur

   Iðnaðarverkfræðingar eru afar eftirsóttir starfskraftar. Þeir geta oftast valið sér starfsvettvang og veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis. Þeir vinna við framleiðslu, þjónustu, fjármál, nýsköpun og stjórnun við margskonar aðstæður. Allstaðar er þörf á að setja upp nýtt verklag eða bæta það verklag sem fyrir er.

   Texti hægra megin 

   Framhaldsnám

   Boðið er upp á meistaranám og doktorsnám í iðnaðarverkfræði.
   Meistaraverkefnin geta verið fræðileg eða hagnýt og þá gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.  Þeir sem hafa MS-próf í verkfræði frá deildinni geta sótt um leyfi til þess að nota starfsheitið verkfræðingur. 

   Félagslíf

   • VÉLIN er nemendafélag iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og efnaverkfræðinema
   • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
   • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
   • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

   Hafðu samband

   Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
   Opið virka daga frá 8:30-16 

   Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
   Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
   s. 525 4466  - nemvon@hi.is

   Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
    s. 525 4700 

   Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

     Instagram  Twitter   Youtube

   Facebook   Flickr