Skip to main content

Iðnaðarverkfræði

Iðnaðarverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Iðnaðarverkfræði er kerfisbundin nálgun við að leysa vandamál í víðasta samhengi. Námið byggir upp hæfni til að gera þetta með aðstoð vísindalegra aðferða.

Mikið er lagt upp úr stjórnun, svo sem á framleiðslu, gæðum, verkefnum, ferlum og fólki. Námið hentar þeim sem finnst gaman að starfa með fólki og hafa einnig gott vald á tækni og raungreinum. 

Grunnnám

Námið samanstendur af skyldunámskeiðum og valnámskeiðum. Á fyrstu misserunum eru aðallega skyldunámskeið, í raunvísindum og verkfræði.

Vægi valnámskeiða eykst eftir því sem á námið líður og á síðari stigum þess gefst nemendum kostur á að færa sig nær sínu áhugasviði með fjölbreyttu úrvali valnámskeiða.

Meðal viðfangsefna

 • Hermilíkön og ákvörðunarfræði
 • Tölfræði og greining gagna
 • Gæða- og vörustjórnun
 • Framleiðsluferlar og framleiðslustjórnun
 • Tækninýsköpun og vöruþróun
 • Rekstur og stjórnun fyrirtækja
 • Lausn hagnýtra verkefna
 • Forritun og notkun hugbúnaðar
 • Bestun aðgerða, ferla og auðlinda
 • Stjórnun verkefna

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði og 30 einingum (50 fein) í náttúrufræðigreinum þar af minnst 6 einingum (10 fein) í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Iðnaðarverkfræðingar eru afar eftirsóttir starfskraftar. Þeir geta oftast valið sér starfsvettvang og veljast gjarnan til ábyrgðarstarfa hér á landi sem erlendis.

Iðnaðarverkfræðingar starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur til dæmis í fjármálafyrirtækjum, í iðnfyrirtækjum eða í ráðgjafarfyrirtækjum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á meistaranám og doktorsnám í iðnaðarverkfræði. Meistaraverkefnin geta verið fræðileg eða hagnýt og þá gjarnan í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.

Félagslíf

 • VÉLIN er nemendafélag iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og efnaverkfræðinema
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall