Félagsráðgjöf | Háskóli Íslands Skip to main content

Félagsráðgjöf

Nemendur

Félagsráðgjöf

180 einingar - BA gráða

. . .

BA nám í félagsráðgjöf er þriggja ára nám. Í náminu er lögð áhersla á kenningar, siðareglur og starfsaðferðir, t.d. í námskeiðum um áfengis og vímuefnamál, áföll, sorg og sálræna skyndihjálp, ofbeldi og vanrækslu í fjölskyldum, auk námskeiða um úrræði velferðarkerfisins og aðferðafræði félagsvísinda. BA námið er góður undirbúningur fyrir framhaldsnám, störf við velferðarþjónustu og með fólki.

Um námið

BA námið hefur notið vaxandi vinsælda. Flestir sem velja það stefna á MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf en námið er einnig góður undirbúningur fyrir annað framhaldsnám. Þá er BA nám í félagsráðgjöf hagnýtt fyrir þá sem hyggja á störf við velferðarþjónustu og með fólki. 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Flestir sem lokið hafa BA námi í félagsráðgjöf velja að sækja um MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf en námið er einnig góður undirbúningur fyrir annað framhaldsnám. Til að sækja um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf þurfa nemar að ljúka MA námi til starfsréttinda (120e).

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang:

Félagsráðgjafar starfa í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum. Þeir starfa einnig innan fyrirtækja, í stjórnsýslu og reka eigin meðferðarstofur og fyrirtæki. Þá vinna félagsráðgjafar við rannsóknir og sinna ýmiss konar fræðslu- og forvarnarstarfi.

Félagslíf

Félag nemenda í félagsráðgjöf nefnist Faró

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook