Tannsmíði | Háskóli Íslands Skip to main content

Tannsmíði

Tannsmíði

180 einingar - BS gráða

. . .

Nám í tannsmíði er krefjandi, fræðilegt og verklegt þriggja ára nám, þar sem nemendur kynnast viðurkenndum aðferðum í tann- og munngervasmíði og raunverulegum verkefnum.

BS gráða veitir rétt til að starfa sjálfstætt við tannsmíðar á Íslandi.

Um námið

BS nám í tannsmíði er þriggja ára 180e nám.

Grunnfög námsleiðarinnar eru bit- og formfræði, efnafræði, efnisfræði, líffærafræði, frumulíffræði, heilgóma- og partagerð, krónu- og brúargerð og tannréttingasmíði. Auk námskeiða sem búa nemendur undir rannsóknarvinnu og þátttöku í atvinnulífinu.

Meira um námið

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf veitir aðgang að námi, nánari upplýsingar eru í inntökuskilyrðum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Alexander Nökkvi Baldursson
Snædís Ómarsdóttir
Alexander Nökkvi Baldursson
tannsmíðanemi

Það sem hefur komið mér á óvart í náminu er hve mikilvægur þátttakandi tannsmiðurinn er í tannheilsuteyminu, þó lítið beri á þeim fyrir augum sjúklingsins. Mér hefur fundist Vettvangsnámið áhugaverðast en þar hef ég fengið að kynnast því að vinna raunhæf verkefni fyrir sjúklinga

Snædís Ómarsdóttir
tannsmíðanemi

Ég fór á Háskóladaginn og heillaðist af tannsmiðakynningunni! Kostirnir við tannsmiðanámið er að eftir 3 ára nám til BS gráðu fær maður réttindi til að starfa sem tannsmiður. Einnig er í boði fjölbreytt framhaldsnám í útlöndum sem mér finnst mjög spennandi. Ég hef áhuga á efnafræði, en það er eina raungreinin í tannsmíði

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

BS próf í tannsmíði frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands veitir rétt til að starfa sjálfstætt sem tannsmiður við smíði tann- og munngerva á Íslandi. Að útskrift lokinni sækir nemandi um starfsleyfi sem tannsmiður til Embættis landlæknis. 

Boðið er upp á framhaldsnám til meistara- og doktorsprófs í tannlæknavísindum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Víða erlendis er einnig boðið upp á framhaldsnám í tannsmíði til meistara- og doktorsprófs auk sérmenntunar í ýmsum greinum tannsmíði.

Texti hægra megin 

Hvað gera tannsmiðir?

Tannsmíði er krefjandi og skemmtilegt starf. Í stað skemmdra og brottnuminna tanna eru settir gervigómar, lausir tannhlutar, postulínsbrýr, stakar krónur og implönt. Að baki þessara hluta liggur nákvæmnisvinna. Tannsmiðir þurfa að hafa næmt auga fyrir litum og litbrigðum og einnig útsjónarsemi og tilfinningu fyrir heildarsvip.

Tannsmiðir eru hluti af tannheilsuteyminu og starfa ýmist á tannsmíðastofum og tannlæknastofum eða sem einyrkjar.

Félagslíf

Tannlæknadeild er meðal fámennustu deilda Háskóla Íslands. Engu að síður er félagslíf nemenda öflugt. Nemendafélagið nefnist Félag íslenskra tannlæknanema (FÍT) og stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum. Viðburðir eru einnig haldnir með nemendafélögum annarra deilda Heilbrigðisvísindasviðs. 

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrautar í tannsmíði
Læknagarði, 3. hæð - L-317
Sími 525 4892
tannsmidi@hi.is
Viðtalstími samkvæmt samkomulagi

Skrifstofa Tannlæknadeildar
Læknagarði, 2. hæð
Sími 525 4871
givars@hi.is
Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12 og 13-15.

Tannlæknaþjónusta fyrir almenning - Klíník Tannlæknadeildar
Sjá nánari upplýsingar hér.