Skip to main content

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám

Heilbrigðisvísindasvið

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Undirbúningsnám –

Námsleið fyrir þau sem hyggjast sækja um hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (BS) eða ljósmóðurfræði til starfsréttinda (MS). Einnig fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám og eru með íslenskt hjúkrunarleyfi en hafa lokið erlendu háskólaprófi í hjúkrunarfræði sem ekki telst sambærilegt íslensku BS prófi og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.

Skipulag náms

X

Félags- og sálfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ121G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

X

Líkaminn – Bygging og þroskun (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ136G)

Markmið kennslu í líffæra- og fósturfræði er að veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallaratriðum í byggingu og þroskun líkamans. Í námskeiðinu er farið í fyrirlestrum yfir grundvallaratriði fósturfræði og gerð mannslíkamans skýrð með tilvísun til uppruna hans. Þannig þekki verðandi hjúkrunarfræðingar byggingu og innbyrðis afstöðu þátta stoðkerfisins, vöðva, líffæra og líffærakerfa. Þessi grunnur veitir grundvallarskilning á uppbyggingu líkamans, en gerir nemendum jafnframt kleyft að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði.

X

Frumulíffræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ137G)

Inngangur að frumulíffræði.

Að loknu námskeiðinu mun nemandinn hafa öðlast þekkingu til að geta lýst og gert í grundvallaratriðum grein  fyrir eftirfarandi þáttum og hugtökum.

Bygging og þróun heilkjörnunga. Efnafræði frumna og orkubúskapur, gerð og eiginleikar stórsameinda eins og próteina og kjarnsýra. Bygging og hlutverk frumuhluta sem dæmi frumuhimnu, kjarna, hvatbera, frumugrindar, golgíkerfis, leysikorna og oxunarkorna. Grunnatriði í erfðafræði og genastjórnun. Stjórnkerfi og boðleiðir innan frumu og samskipti milli fruma ásamt frumusérhæfingu og krabbameinum.

X

Örveru- og sýklafræði (LÍF111G)

Markmið námskeiðsins er að kynna mikilvægi sýkla og smitvarna við umönnun og meðferð sjúklinga og önnur störf á vettvangi hjúkrunar.  Lögð er áhersla á fræðilegan undirbúning nemenda til þess að þeir geti hámarkað öryggi sjúklinga og umönnunaraðila við störf sín.  Þannig geti þeir tekist á við þekkta og nýja sýkla, spítalasýkingar og útbreiðslu sýklalyfjaónæmis.  Mikilvægir orsakavaldar sýkinga og smitsjúkdóma eru kynntir, helstu eiginleikar þeirra, varnir gegn þeim og meðferð.

Námskeiðið er samkennt með LÍF110G.

X

Vöxtur og þroski barna og unglinga (forkröfu námsleið) (HJÚ014G)

Í námskeiðinu er farið í helstu kenningar um vitsmuna-, siðferðis- og sálfélagslegan þroska yfir æviskeiðið. Lögð er áhersla á heilbrigðan vöxt og þroska barna og unglinga. Farið er í líkamlegar breytingar en jafnframt í vitsmunalegan og sálfélagslegan þroska hjá börnum og unglingum og ýmsar aðferðir til að meta vöxt og þroska þeirrra.

X

Sálfræði (forkrafa fyrir námsleið HJÚ261) (HJÚ122G)

Í sálfræðihluta: Fjallað verður um hvernig skilja má hugarstarf og hegðun einstaklinga og hópa út frá sjónarhorni sálfræðinnar. Kynnt eru mikilvægt hugtök, helstu kenningar og niðurstöður rannsókna. Fjallað verður um sálfræði sem vísindagrein með áherslu á gagnrýna hugsun og fagleg vinnubrögð. Markmiðið er að nemendur öðlist þekkingu og skilning á mikilvægum undirstöðuatriðum sálfræðinnar og hagnýtum nálgunum innan hennar.

Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa lokið félagsfræðihluta námskeiðsins HJÚ121G Félags- og sálfræði.

X

Félagsfræði (forkrafa fyrir námsleið HJÚ261) (HJÚ123G)

Í félagsfræðihluta: Gerð er grein fyrir hugtökunum heilbrigði, sjúkdómur, veikindi og sjúklingur. Fjallað er um virkni-, álags- og lífsstílsskýringar á heilsuvandamálum. Gerð er grein fyrir tengslum viðhorfa og hegðunar og kynnt fræðileg líkön um þau tengsl. Langvinn heilsuvandamál eru skilgreind og rætt um sálrænar, félagslegar og efnahagslegar afleiðingar þeirra.

Námskeiðið er ætlað þeim sem þegar hafa lokið sálfræðihluta HJÚ121G Félags- og sálfræði.

X

Lífeðlisfræði I (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ244G)

Markmið kennslu í lífeðlisfræði er veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallaratriðum í starfsemi mannslíkamans. Þannig öðlist verðandi hjúkrunarfræðingar grundvallarskilning á líffræðilegum forsendum heilbrigðis og orsökum sjúkdóma og geti betur metið ástand og þarfir sjúklinga. Jafnframt eigi nemendur auðveldara með að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði í framtíðinni. Þannig er staðgóð þekking í þessum greinum nauðsynleg undirstaða fyrir nám í almennum og sérhæfðum hjúkrunargreinum.
Viðfangsefni: Vöðvar, taugakerfi, stjórn hreyfinga. Innkirtlar og hormónar. Hjarta og æðakerfið. Öndun

X

Lífeðlisfræði II (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ245G)

Markmið kennslu í lífeðlisfræði er að veita nemendum almenna og víðtæka þekkingu á grundvallarstarfssemi mannslíkamans. Þannig öðlist verðandi hjúkrunarfræðingar grundvallarskilning á líffræðilegum forsendum heilbrigðis og orsökum sjúkdóma og geti metið ástand og þarfir skjólstæðinga sinna. Jafnframt eiga nemendur auðveldara með að afla sér viðbótarþekkingar á þessu sviði í framtíðinni. Þannig reynist staðgóð þekking í lífeðlisfræði nauðsynleg undirstaða fyrir nám í almennum og sérhæfðum hjúkrunargreinum.

Viðfangsefni: nýrnastarfsemi, bygging og starfsemi meltingarfæra, stjórn efnaskipta, orkujafnvægi, stjórn líkamshita, lífeðlisfræði vaxtar, skynjun, meðvitund, atferli, æxlunarlífeðlisfræði og fósturþroskun.

X

Tölfræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ246G)

Í námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði hagnýtrar tölfræði. Að megin efni er fjallað um tölfræðilega úrvinnslu, túlkun á niðurstöðum og framsetningu. Helstu efnisþættir eru: Mælingar á miðlægni og dreifingu í talnasöfnum, stöðlun, normaldreifing, öryggismörk, marktækni (z-, t- og x2-próf) og fylgni (líkindahlutfall, fí, Spearman's r og Pearson's r.

X

Aðferðafræði (forkrafa fyrir námsleið 261) (HJÚ247G)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum skilning á helstu hugtökum í aðferðafræði sem og þekkingu á algengustu rannsóknaaðferðum sem beitt er í hjúkrunarrannsóknum.

X

Nútímakenningar í félagsfræði (FÉL404G)

Fjallað verður um nokkrar helstu kenningar í félagsfræði á 20. öld, m.a. vísindaheimspekilegar forsendur kenninga í þjóðfélagsfræðum, samskiptakenningar, átakakenningar og verkhyggju. Nemendur velja nýjar fræðibækur og tengja efni þeirra við þær kenningar sem fjallað er um í námskeiðinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Klínísk færni í fjölskylduhjúkrun (forkrafa A & B) (HJÚ139G)

Í námskeiðinu verður lögð áherslu á að nemendur kynnist hlutverki hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar s.s. ung- og smábarnavernd og almennri móttöku. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um umönnun og eftirlit nýbura, sængurkvenna og fjölskyldna, hjúkrun ungu fjölskyldunnar og um hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar og sú hugmyndafræði útfærð fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar.

Í námskeiðinu kynnast nemendur aðlögun foreldra að nýjum hlutverkum og er meðal annars farið í tengslamyndun í fjölskyldum. Jafnframt er farið í ýmis frávik svo sem áhrif meðgöngu- og fæðingarreynslu á heilsu móður og barns og þunglyndi mæðra eftir fæðingu. Nemendur öðlast grunnþekkingu og þjálfun í því að meta sérþarfir og heilsufarsástand mæðra, nýbura og fjölskyldna eftir fæðingu, bæði með klínískri starfsþjálfun og einnig með gerð lausnaleitarverkefna. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í samskiptum við skjólstæðinga og fyrirbyggjandi og heilbrigðishvetjandi hjúkrun. 

Megin markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem innt er af hendi innan heilsugæslunnar og um leið að auka skilning þeirra á hlutverki hjúkrunarfræðinga í almennri og sérhæfðri móttöku á heilsugæslustöðvum. Megin áhersla er lögð á heilsuvernd og fræðslu- og stuðning við fjölskyldur sem eru skjólstæðingar heilsugæslunnar. Fjallað verður um hugtök og kenningar tengdar hjúkrun fjölskyldna,  heilsuvernd ogaðferðir við þróun fjölskylduviðtala og  fræðslu- og stuðningsmeðferða. Auk þess verður fjallað um það hvernig hjúkrunarfærðingar geta nýtt gagnreynda starfshætti á klínískum vettvangi og hugmyndafræði heilsugæsluhjúkrunar í starfi og til rannsókna. Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum verður höfð að leiðarljósi.  Námskeiðinu er þannig ætlað að gefa nemendum tækifæri til að þróa eigin færni í að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í eigin heilsurækt. Þannig gefur námskeiðið nemendum tækifæri til að  kynnast ákveðnum sérsviðum innan hjúkrunar. 

X

Langveikir og heilbrigðisþjónustan (forkrafa A & B) (HJÚ141G)

Námskeiðið er  ætlað 4. árs BS nemendum og MS nemendum í hjúkrunarfræði. Það er fræðilegt (4 ECTS) og klínískt (1 ECTS) og skiptist í tvo þætti:

Þjónustunotkun og íslensk heilbrigðisþjónusta í alþjóðlegu samhengi.
Fjallað er um veikindahegðun og þjónustunotkun, skýringar á þjónustunotkun, einkenni þeirra sem nota heilbrigðisþjónustu, skipulag á og aðgengi að þjónustu, árangur og árangursmælingar í heilbrigðisþjónustu. Umsjón með þessum þætti námskeiðsins hefur Rúnar Vilhjálmsson, prófessor.

Meðferð/þjónusta hjúkrunarfræðinga fyrir langveika og fjölskyldur þeirra.
Fjallað er um hugtök, einkenni og fyrirbæri sem tengjast langveikum og fjölskyldum þeirra og hjúkrunarmeðferðir  sérsniðnar að þörfum langveikra og fjölskyldna þeirra. Einnig er fjallað um siðferðileg álitamál í þjónustu við langveika og fjölskyldur þeirra og úrvinnsla álitamála þjálfuð. Nemendur kynnast starfsemi stofnana sem þjónusta langveika, verða í klínísku námi á göngudeildum fyrir langveika og kynnast starfsemi sjúklingasamtaka.

X

Heimahjúkrun (forkrafa A & B) (HJÚ140G)

Í námskeiðinu verður fjallað um heimilið sem vettvang heilbrigðisþjónustu. Rætt verður um gildi heimilisins fyrir fólk og áhrif tæknivæðingar á heimilismenn. Leitast verður við að skoða samspil umhverfis á heimilum og heilsu og lífsgæða. Samstarf við aðstandendur og aðstæður þeirra verða ræddar með hliðsjón af innlendum og erlendum rannsóknum. Gerð verður grein fyrir uppbyggingu og skipulagi heilbrigðis- og félagsþjónustu til þeirra sem dvelja heima og þarfnast aðstoðar vegna veikinda eða skerðingar á færni. Í fyrirlestrum og klínísku námi kynnist nemandi störfum í heimahjúkrun sem miða að því að viðhalda og efla vellíðan fólks með langvinn heilsufarsvandamál sem býr á eigin heimili.

X

Aðferðafræði (forkrafa A & B) (HJÚ265G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum í aðferðafræði sem og þekkingu á algengustu rannsóknaaðferðum sem beitt er í hjúkrunarrannsóknum.

X

Lokaverkefni (forkrafa A & B) (HJÚ244L)

Lokaverkefni í hjúkrunarfræði er 10 eininga námskeið sem undirbýr nemendur fyrir að beita fræðilegum vinnubrögðum og aðferðafræðilegri þekkingu í þeim tilgangi að setja fram nýja þekkingu með hagnýtt gildi. Nemendur vinna verkefni að jafnaði tveir saman undir leiðsögn bæði fastráðinna kennara við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og hjúkrunarfræðinga á klínískum vettvangi með a.m.k. meistarapróf. Verkefnin verða byggð á fræðilegum heimildum og tengjast klínískri vinnu hjúkrunarfræðinga.

X

Tölfræði (forkrafa A & B) (HJÚ267G)

Í námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði hagnýtrar tölfræði. Að megin efni er fjallað um tölfræðilega úrvinnslu, túlkun á niðurstöðum og framsetningu. Helstu efnisþættir eru: Mælingar á miðlægni og dreifingu í talnasöfnum, stöðlun, normaldreifing, öryggismörk, marktækni (z-, t- og x2-próf) og fylgni (líkindahlutfall, fí, Spearman's r og Pearson's r.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Klínísk færni í fjölskylduhjúkrun (forkrafa A & B) (HJÚ139G)

Í námskeiðinu verður lögð áherslu á að nemendur kynnist hlutverki hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar s.s. ung- og smábarnavernd og almennri móttöku. Sérstök áhersla verður lögð á umfjöllun um umönnun og eftirlit nýbura, sængurkvenna og fjölskyldna, hjúkrun ungu fjölskyldunnar og um hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar og sú hugmyndafræði útfærð fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar.

Í námskeiðinu kynnast nemendur aðlögun foreldra að nýjum hlutverkum og er meðal annars farið í tengslamyndun í fjölskyldum. Jafnframt er farið í ýmis frávik svo sem áhrif meðgöngu- og fæðingarreynslu á heilsu móður og barns og þunglyndi mæðra eftir fæðingu. Nemendur öðlast grunnþekkingu og þjálfun í því að meta sérþarfir og heilsufarsástand mæðra, nýbura og fjölskyldna eftir fæðingu, bæði með klínískri starfsþjálfun og einnig með gerð lausnaleitarverkefna. Áhersla verður lögð á að þjálfa nemendur í samskiptum við skjólstæðinga og fyrirbyggjandi og heilbrigðishvetjandi hjúkrun. 

Megin markmið námskeiðsins er að dýpka skilning nemenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem innt er af hendi innan heilsugæslunnar og um leið að auka skilning þeirra á hlutverki hjúkrunarfræðinga í almennri og sérhæfðri móttöku á heilsugæslustöðvum. Megin áhersla er lögð á heilsuvernd og fræðslu- og stuðning við fjölskyldur sem eru skjólstæðingar heilsugæslunnar. Fjallað verður um hugtök og kenningar tengdar hjúkrun fjölskyldna,  heilsuvernd ogaðferðir við þróun fjölskylduviðtala og  fræðslu- og stuðningsmeðferða. Auk þess verður fjallað um það hvernig hjúkrunarfærðingar geta nýtt gagnreynda starfshætti á klínískum vettvangi og hugmyndafræði heilsugæsluhjúkrunar í starfi og til rannsókna. Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum verður höfð að leiðarljósi.  Námskeiðinu er þannig ætlað að gefa nemendum tækifæri til að þróa eigin færni í að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur í eigin heilsurækt. Þannig gefur námskeiðið nemendum tækifæri til að  kynnast ákveðnum sérsviðum innan hjúkrunar. 

X

Samskipti og fræðsla (forkrafa B) (HJÚ013G)

Námskeiðið er kennt á 2. ári í grunnnámiíhjúkrunarfræðiog er í námskeiðinu byggt ofan á þá þekkingu sem nemendur hafa öðlast í námskeiðum um siðfræði og hjúkrunarfræði. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að færni nemenda til 1) samskipta sem einkennast af gæðum, 2) að mynda árangursríkt meðferðarsamband, 3) að veita notendum heilbrigðisþjónustunnar fræðslu með gagnreyndum aðferðum 4) að skilja hvernig ofangreind færni tengist öryggi notenda heilbrigðisþjónustunnar. Á námskeiðinu verður fjallað um samskipti frá ýmsum hliðum og fá nemendur fjölmörg tækifæri til æfingaí kennslustundum og utan þeirra. Þar verður lögð áhersla á að skoða og þjálfa virka hlustun, viðbrögð í erfiðum samskiptum og uppbyggjandi leiðir til samskipta við notendur heilbrigðisþjónustunnar. Fjallað verður um hugtakið virðingu, ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks og fagmennsku. Hugtakið meðferðarsambandverður sérstaklega tekið fyrir og „erfiðir sjúklingar“ræddir út frá tilkalli allra til heilbrigðisþjónustu. 

Á námskeiðinu er ennfremur er fjallað um tilgang heilbrigðisfræðslu/sjúklingafræðslu og tengsl fræðslu við útkomu og árangur meðferðar. Helstu kenningar er tengjast heilbrigðisfræðslu og námi fullorðinna verða kynntar svo og hugtakið heilsulæsi. Farið verður í fræðsluferlið í ljósi mismunandi þarfa skjólstæðinga og nemendur æfa sig í skipuleggja og veita fræðslu. Skoðaðar verða mismunandi kennsluaðferðir og kennslumiðlar og hvernig þekking, færni og viðhorf hjúkrunarfræðinga geta haft áhrif á árangur fræðslu til skjólstæðinga.

X

Heimahjúkrun (forkrafa A & B) (HJÚ140G)

Í námskeiðinu verður fjallað um heimilið sem vettvang heilbrigðisþjónustu. Rætt verður um gildi heimilisins fyrir fólk og áhrif tæknivæðingar á heimilismenn. Leitast verður við að skoða samspil umhverfis á heimilum og heilsu og lífsgæða. Samstarf við aðstandendur og aðstæður þeirra verða ræddar með hliðsjón af innlendum og erlendum rannsóknum. Gerð verður grein fyrir uppbyggingu og skipulagi heilbrigðis- og félagsþjónustu til þeirra sem dvelja heima og þarfnast aðstoðar vegna veikinda eða skerðingar á færni. Í fyrirlestrum og klínísku námi kynnist nemandi störfum í heimahjúkrun sem miða að því að viðhalda og efla vellíðan fólks með langvinn heilsufarsvandamál sem býr á eigin heimili.

X

Langveikir og heilbrigðisþjónustan (forkrafa A & B) (HJÚ141G)

Námskeiðið er  ætlað 4. árs BS nemendum og MS nemendum í hjúkrunarfræði. Það er fræðilegt (4 ECTS) og klínískt (1 ECTS) og skiptist í tvo þætti:

Þjónustunotkun og íslensk heilbrigðisþjónusta í alþjóðlegu samhengi.
Fjallað er um veikindahegðun og þjónustunotkun, skýringar á þjónustunotkun, einkenni þeirra sem nota heilbrigðisþjónustu, skipulag á og aðgengi að þjónustu, árangur og árangursmælingar í heilbrigðisþjónustu. Umsjón með þessum þætti námskeiðsins hefur Rúnar Vilhjálmsson, prófessor.

Meðferð/þjónusta hjúkrunarfræðinga fyrir langveika og fjölskyldur þeirra.
Fjallað er um hugtök, einkenni og fyrirbæri sem tengjast langveikum og fjölskyldum þeirra og hjúkrunarmeðferðir  sérsniðnar að þörfum langveikra og fjölskyldna þeirra. Einnig er fjallað um siðferðileg álitamál í þjónustu við langveika og fjölskyldur þeirra og úrvinnsla álitamála þjálfuð. Nemendur kynnast starfsemi stofnana sem þjónusta langveika, verða í klínísku námi á göngudeildum fyrir langveika og kynnast starfsemi sjúklingasamtaka.

X

Tölfræði (forkrafa A & B) (HJÚ267G)

Í námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði hagnýtrar tölfræði. Að megin efni er fjallað um tölfræðilega úrvinnslu, túlkun á niðurstöðum og framsetningu. Helstu efnisþættir eru: Mælingar á miðlægni og dreifingu í talnasöfnum, stöðlun, normaldreifing, öryggismörk, marktækni (z-, t- og x2-próf) og fylgni (líkindahlutfall, fí, Spearman's r og Pearson's r.

X

Aðferðafræði (forkrafa A & B) (HJÚ265G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum í aðferðafræði sem og þekkingu á algengustu rannsóknaaðferðum sem beitt er í hjúkrunarrannsóknum.

X

Lokaverkefni (forkrafa A & B) (HJÚ244L)

Lokaverkefni í hjúkrunarfræði er 10 eininga námskeið sem undirbýr nemendur fyrir að beita fræðilegum vinnubrögðum og aðferðafræðilegri þekkingu í þeim tilgangi að setja fram nýja þekkingu með hagnýtt gildi. Nemendur vinna verkefni að jafnaði tveir saman undir leiðsögn bæði fastráðinna kennara við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og hjúkrunarfræðinga á klínískum vettvangi með a.m.k. meistarapróf. Verkefnin verða byggð á fræðilegum heimildum og tengjast klínískri vinnu hjúkrunarfræðinga.

X

Valnámskeið í klínískri hjúkrun (forkrafa B) (HJÚ268G)

Lýsing á námskeiðinu á íslensku:
Nemendur velja sér sjálfir klínískan vettvang eftir áhugasviði. Klínískur vettvangur er þar sem sjúklingum/einstaklingum er veitt hjúkrun og þar sem nemandi getur aukið klíníska færni sína og þekkingu. Skilyrði er að nemandi hafi ekki verið né verði þar í klínísku námi í öðrum námskeiðum og að hjúkrunarfræðingur sé þar starfandi. Gert er ráð fyrir að nemandi dvelji á vettvangi í eina vinnuviku (40 stundir). Frávik geta verið frá því t.d. ef nemandi fer erlendis.

Nemandi hefur samband við vettvang og semur munnlega við hjúkrunarfræðing um að fá að koma í klínískt nám sem samsvarar 40 klukkustundum. Skilyrði er að nemandi hafi ekki verið né verði þar í klínísku námi í öðrum námskeiðum og að hjúkrunarfræðingur sé þar starfandi. 

Nemandi sendir formlega umsókn með starfsferilskrá til umsjónarkennara námskeiðs (á Canvas vef námskeiðsins) og hjúkrunarfræðings á vettvangi. Í umsókn á að koma fram:

    1. Nafn og netfang nemanda.
    2. Nafn og netfang umsjónarkennara.
    3. Hvaða vettvang valdi nemandi og hver hefur umsjón með dvöl hans þar (nafn og netfang hjúkrunarfræðings).
    4. Hvers vegna varð þessi vettvangur fyrir valinu/rök fyrir vali.
    5. Hver eru markmið nemandans með klíníska náminu á þessum stað.
    6. Áhersluatriði sem nemandi mun sérstaklega kynna sér. Hvaða gagnreyndu þekkingu ætlar nemandi að skoða og skrifa um sem tengist þessum vettvangi.

 Umsjónarkennari sendir hjúkrunarfræðingi á vettvangi upplýsingar um námskeiðið.

Þegar ljóst er hvenær nemandi mun fara á vettvang hefur hann samband við hjúkrunarfræðing á vettvangi. Nemandi staðfestir síðan við umsjónarkennara tímabil klíníska námsins. Mismunandi er eftir stundatöflu hvers nemanda hvenær hann getur farið á vettvang

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Kynheilbrigði (HJÚ825G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur hugmyndafræði  kynheilbrigðis og skoða mikilvæga þætti er varða kynheilbrigði einstaklingsins, parsins og hvernig samfélagið getur haft mótandi áhrif á kynheilbrigði fólks. Jafnframt skyggnast nemendur inn í margvíslega áhrifaþætti á kynheilbrigði eins og barneign, ófrjósemi, sjúkdóma og meðferð þeirra sem geta raskað eðlilegri starfsemi líkamansog haft áhrif á líðan. Námskeiðinu er ætlað að efla nemendur i að sinna kynheilbrigðismálum með því að gefa þeim góðan þekkingarlegan grunn, gefa þeim tækifæri til að æfa sig að ræða um kynheilbrigðismál og æfa sig í að fræða aðra um kynheilbrigði.

X

Konur, heilsa og samfélag (HJÚ828G)

Námskeiðið fjallar um konur heilsu og samfélag. Fjallað er um líffræðilega, sál-/félags- og umhverfislega þætti sem hafa áhrif á heilbrigði kvenna. Pólitísk stefnumótun og hugmyndir um heilbrigði og skoðaðar í kynjafræðilegu samhengi. Unnið er út frá heildrænu sjónarmiði um æviskeiðin og fjallað um áhrif lífsviðburða, sjúkdóma og lyfja. Í námskeiðinu er einnig fjallað um sérhæfða líffæra- og lífeðlisfræði kvenna og barneignarferli, algenga kvensjúkdóma og helstu hugtök í erfðafræði og litningarannsóknum í tengslum við meðgöngu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þórunn Friðriksdóttir
Rakel Haraldsdóttir
Þórunn Friðriksdóttir
Hjúkrunarfræði, BS

Það hefur lengi blundað í mér að fara í hjúkrunarfræði og þegar ég heyrði af þessari námsleið vissi ég að hún væri fullkomin fyrir mig. Ég sem þroskaþjálfi sé ótal mörg tækifæri í því að tvinna þessar tvær starfstéttir, sem hafa oft ekki sömu sýn á hlutina, saman. Það eru afar spennandi tímar framundan og ég hlakka til að sjá hvaða dyr þessi námsleið mun opna fyrir mig. Námið er krefjandi en um leið mjög skemmtilegt. Þessi gráða er ótrúlega góð viðbót við hvaða menntun sem er og nánast tryggir starfsöryggi enda er alltaf þörf á góðum hjúkrunarfræðingum. Um leið er starfið svo fjölbreytt að allir ættu að finna sér starfsvettvang við hæfi.

Rakel Haraldsdóttir
Hjúkrunarfræði, BS

Ég íhugaði það að fara í hjúkrunarfræði beint eftir menntaskóla en ákvað að fara aðra leið. Seinna fór ég að vinna á Landspítalanum og kynntist starfi hjúkrunarfræðinga betur og hugsaði oft með mér að ég hefði átt að læra þetta en fannst 4 ára námið aðeins of langt til að ég gæti skráð mig í það. Ég var svo ekki lengi að hugsa mig um þegar ég sá tækifæri til þess að taka sama námið á fljótari yfirferð. Það hefur komið mér á óvart hvað námið er fjölbreytt, en það endurspeglar auðvitað bara hve fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga eru. Ég er mjög ánægð með að boðið sé uppá þessa leið og vona að þessi valkostur sé kominn til að vera, enda góður hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem stundar námið.

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Við erum á Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.