Sagnfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Sagnfræði

Sagnfræði

BA gráða

. . .

Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti og menningu í víðasta skilningi. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum.

Um námið

Nám til BA-prófs tekur þrjú ár og er samtals 180 einingar. Hægt að taka sagnfræði sem aðalgrein til 180 eininga, sem aðalgrein til 120 eininga (og þá með annarri grein sem aukagrein) eða sem aukagrein til 60 eininga (með annarri grein sem aðalgrein).

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að námi loknu

Sagnfræðinám hefur bæði almennt menntunargildi og nýtist fólki í fjölbreytilegum störfum. Gagnsemi sagnfræði er m.a. fólgin í því að hún veitir okkur yfirsýn og skilning á því hvernig samfélög starfa og breytast og sýnir okkur jafnframt hvar rætur okkar liggja. Í sagnfræði er lögð áhersla á gagnrýnið mat á upplýsingum og hún örvar sjálfstæð vinnubrögð.

Sagnfræðingar vinna við ýmiss konar störf, enda hefur starfsvettvangur þeirra víkkað út á síðustu áratugum. Sagnfræði nýtist vel sem undirstöðumenntun undir stjórnunarstörf í einkafyrirtækjum og hjá hinu opinbera, við kennslustörf og útgáfu- og fjölmiðlastarfsemi. Sagnfræðingar fást t.d. við kennslu og rannsóknir á öllum skólastigum, stjórnsýslustörf, söguritun á vegum sveitarfélaga, samtaka og fyrirtækja, fréttamennsku, sögusýningar og bóka- og skjalavörslu.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Stjórnunarstörf í fyrirtækjum og hjá hinu opinbera.
  • Kennslustörf.
  • Útgáfu- og fjölmiðlastarfsemi.
  • Stjórnsýsla.

Félagslíf

Nemendafélag sagnfræðinema heitir Fróði. Félag sagnfræðinema. Félagið á sér langa sögu og er á vegum þess rekið tímaritið Sagnir auk þess sem það sér um skemmtanir sagnfræðinema. Heimasíða félagsins.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.