Sagnfræði


Sagnfræði
BA gráða – 180 einingar
Sagnfræði er fræðigreinin um mannleg samfélög og einstaklinga, um stjórnkerfi þeirra og stjórnmál, frelsi og ófrelsi, atvinnuvegi og efnahagslíf, hvers konar lifnaðarhætti – menningu í víðasta skilningi – stöðu kynjanna og tilfinningalíf fólks. Í sagnfræði eru samfélög könnuð eins langt aftur í tíma og heimildir leyfa og oft skoðuð í löngum tímasniðum en einnig í smærri einingum og með áherslu á einhver ákveðin fyrirbæri mannslífsins.
Skipulag náms
- Haust
- Sagnfræðileg vinnubrögð
- Frá þjóðveldi til konungsvalds – Íslandssaga I
- Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I
- Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II
- Nývæðing á fyrri hluta nýaldar – Heimssaga II
- Vor
- Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III
- Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III
- Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV
- Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV
- Grískir og rómverskir sagnaritararB
- Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvaraB
- Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggjuB
- Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímansB
- Bretland á 20. öldB
- Skjalalestur 1550-1850B
- History of China I: From Mythological Origins to Late MingVE
- KynjafræðikenningarV
- ForsagaV
- Íslensk bókmenntasaga til 1900V
- BókmenntasagaV
- NýaldarheimspekiV
- KvikmyndasagaV
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagVE
- Íslensk myndlist í samtíðV
- Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960V
- Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminnV
- Norræn trúV
Sagnfræðileg vinnubrögð (SAG101G)
Fjallað er um sérstöðu og einkenni sagnfræði og hvernig sambandi hennar við aðrar fræðigreinar er háttað. Rannsóknatækni sagnfræðinga er kynnt sem og fræðileg vinnubrögð í sagnfræði, einkum heimildafræði, megindlegar aðferðir í sagnfræði og ritgerðasmíð. - Námskeiðið skal taka á fyrsta misseri í sagnfræðinámi (öðru misseri fyrir þá nemendur sem byrja um áramót).
Frá þjóðveldi til konungsvalds – Íslandssaga I (SAG113G)
Í námskeiðinu er fjallað um sögu Íslands frá landnámi til siðaskipta. Farið er yfir landnámið og uppruna Íslendinga, þjóðveldið, pólitísk innanlandsátök og kerfisbreytingu með Gamla sáttmála. Einnig er farið í samspil og átök veraldlegs valds og kirkjuvalds í mismunandi myndum yfir tímabilið. Þessi viðfangsefni verða sett í samhengi við almenna sagnaritun tímabilsins og er saga Íslands sett í samhengi við umheiminn. Áhersla er lögð á að nemendur kynni sér frumheimildir. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og í umræðutímum.
Dauði og endurfæðing - Inngangur að síðmiðöldum - Heimssaga I (SAG115G)
Síðmiðaldir (14.-15. öld) einkenndust af andstreymi á flestum sviðum evrópsks samfélags. Eftir mannfjölgun, þennslu og vöxt undangenginna þriggja alda sóttu drepsóttir nú fast að með mannfelli og hörmungum. Efnahagsþrengingar settu svip sinn á mannlíf hátt og lágt ― valdamenningu, félagsformgerðir og trúarlíf. Menntun, menning og listir héldu fyrra afli en dauði og forgengileiki mannlegs lífs var víða í forgrunni. Innri friður álfunnar átti einnig undir högg að sækja þegar konungsveldi efldust enn frekar, oft með íþyngjandi og ófriðlegum hætti fyrir vinnandi stéttir og almúga. Rómarkirkjan, sem risið hafði hátt undir páfavaldi á hámiðöldum, fór hins vegar halloka fyrir veraldarvaldhöfum eða staðbundnu kirkjuvaldi og dró úr völdum páfa innan kirkju og kristindóms. En hvert sem litið er á tímabilinu haldast dauði og endurfæðing í hendur, eftirvænting eftir því sem tekur við þessa heims og annars í skugga dauðans.
Dauði og endurfæðing er inngangsnámskeið sniðið að nýnemum í sagnfræði ― öðrum er velkomið að nýta það sem valnámskeið. Lesin verður grunnbók um tímabilið en sjónum einkum beint að eftirtöldum þemum í fyrirlestrum: (1) Hnignun páfavalds og efling kirkjuþinga; (2) trúarinnlifun, alþýðutrú og mystisismi; (3) efling ríkisvalds við þröngan kost, stríð og örðuga skattheimtu; (4) Svarti dauði og mannfækkun af hallærum ― langvinn áhrif á efnahag, verslun og félagsgerðir; (5) menntun, menning og listir í skugga mannfellis og drepsótta; (6) rætur siðaskipta og endurreisnar í miðaldamenningu.
Námsmat byggir á stuttri ritgerð og skriflegu lokaprófi.
Aftökur og upplýsing. Íslandssaga II (SAG112G)
Veitt verður yfirlit um valda þætti í sögu Íslands frá byrjun sextándu aldar til upphafs þeirrar nítjándu og fjallað sérstaklega um nokkur viðfangsefni tímabilsins, m.a. út frá frumheimildum. Greint verður frá viðhorfi fræðimanna og almennings til þessa hluta Íslandssögunnar, ástæður þess og breytingar á síðustu áratugum, fjallað um breytingar á íslensku þjóðlífi í kjölfar siðaskipta og um heilbrigðismál, menntun og menningu, galdra og trúarstefnur, dómsmál, þéttbýlismyndun, framfarahugmyndir og tengsl Íslands við umheiminn fram undir aldamótin 1800. Nemendur skrifa stutta ritgerð eða verkefni um afmarkað efni sem einkum byggir á frumheimildum.
Nývæðing á fyrri hluta nýaldar – Heimssaga II (SAG111G)
Námskeiðið er eitt af kjarnanámskeiðunum og áherslan verður á nývæðingu samfélagsins á fyrri hluta nýaldar. Markmiðið er að nemendur öðlist yfirsýn yfir tímabilið frá byrjun 16. aldar til loka 18. aldar. Hugað verður að viðfangsefnum á borð við heimsvaldastefnu og hnattrænum tengslum, þróun kapítalisma og þrælahalds, stríð og uppbyggingu ríkisvalds, áhrif frumbyggjasamfélaga í Norður-Ameríku, og upphaf byltingaraldar í Bandaríkjunum, Frakklandi og Haíti. Námskeiðið tekur með öðrum orðum á fjölmörgum þáttum sem tengjast mótun nútíma samfélagsins eins og við þekkjum það í dag.
Efnahagur og lífshættir - Íslandssaga III (SAG270G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum yfirsýn yfir meginþætti í félags- og hagsögu Íslands frá byrjun 19. aldar og fram til okkar tíma. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist gagnrýninn skilning á félagslegum og efnahagslegum aðstæðum Íslendinga og hvernig þær breytast. Jafnframt er leitast við að nemendur öðlist færni við að greina og miðla fræðilegri þekkingu og byggi þar á því sem þeir hafa lært í námskeiðinu Sagnfræðileg vinnubrögð. Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru efnahagsleg tengsl Íslands við umheiminn; vöxtur og hnignun landbúnaðarsamfélagsins, orsakir og afleiðingar atvinnubyltingarinnar um 1900, stéttaskipting og nýir lífshættir í iðnaðarsamfélagi; konur, karlar og atvinnulífið; fólksfjöldi og fjölskyldulíf; áhrif heimsstyrjaldanna; kreppan mikla og haftakerfið, hagvöxtur og hagsveiflur; Evrópusamvinna og alþjóðavæðing efnahagslífs; vöxtur velferðarsamfélagsins; atvinnuþróun á lýðveldistímanum; fjármálavæðing efnahagslífs og „Hrunið“.
Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)
Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.
Stjórnmál og menning — Íslandssaga IV (SAG273G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum gagnrýnin skilning á sagnaritun um þróun íslensks stjórnmála- og menningarlífs frá upphafi nítjándu aldar til samtímans. Sjónum er beint að eftirtöldum þáttum: (i) þjóðríki og sjálfstæðisbarátta, (ii) lýðræði, (iii) menning og menntun, (iv) kyn, kynverund og stéttir, (v) flokkar og hagsmunasamtök og (vi) tengsl við umheiminn. Áhersla er lögð á að setja sögu Íslands í norrænt, vestrænt og hnattrænt samhengi. Í námskeiðinu fá nemendur þjálfun í að lesa og ræða frum- og eftirheimildir sem og í að afla heimilda og skrifa fræðilegan texta um afmarkað viðfangsefni.
Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)
Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.
Grískir og rómverskir sagnaritarar (KLM204G)
Námskeiðið fjallar um sagnaritun Forngrikkja og Rómverja, rekur upphaf hennar og þróun og ræðir umfang hennar, eðli, aðferðir og tilgang. Fjallað verður um höfunda á borð við Heródótos, Þúkýdídes, Xenofon, Pólýbíos, Cato, Sallustius, Livius, Plútarkos, Suetonius, Tacitus, Ammianus Marcellinus auk annarra. Lesið verður m.a. úr frumtextum í þýðingum.
Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvara (SAG278G)
Þetta námskeið er ættlað til þess að kynna nemendur fyrir sögu Íslands frá landnámi á nýjundu öld fram á sextándu öld, séð í gegnum linsu hagkerfis og samfélagslegs afls sem mjólkurbúskapur og vefnaðarframleiðsla býr til. Pólitískir, samfélagslegir, hagfræðilegir og menningarlegir þættir verða skoðaðir í gegnum eftirfarandi: Landnám Íslands og vistfræði þess. Frum Íslenskt samfélag og landbúnaður. Virði svokallaðra kvenna starfa. Áhrif í Heiðni og uppgangur Kristni. Umhverfið og lýðfræðilegar krísur.
Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggju (SAG279G)
Hvað er ríki og ríkisvald? Hvenær varð nútímaríkið til og hvaða breytingum hefur það tekið í aldanna rás? Í hverju felst máttur þess og megin? Hvað greinir það frá öðrum félagslegum valdastofnunum? Deilur um hlutverk og eðli ríkisins skipa veigamikinn sess í nútímasögunni. Á námskeiðinu verður fjallað um tilurð og þróun nútímaríkisins frá endalokum sextándu aldar til upphafs hinnar tuttugustu og fyrstu. Sjónum verður beint að helstu kenningum, hugtökum og aðferðum sem liggja til grundvallar sagnfræðilegum og stjórnmálafræðilegum rannsóknum á ríkinu og valdi þess. Þróun nútímaríkisins verður metin út frá áhrifum hernaðar, stjórnmálabyltinga, vísinda- og tæknibreytinga, fjármálakerfa, heimsvaldastefnu, lýðræðis og breytinga á alþjóðakerfinu.
Fjallað verður um framlag áhrifamikilla kennismiða, á borð við Niccolo Machiavelli, Thomas Hobbes, Max Weber og Michel Foucault, auk þess sem áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál í tengslum við gagnrýni úr ranni repúblíkanisma, marxisma, fasisma, vísinda- og tæknifræða, eftirlendufræða og femínisma.
Megináhersla verður lögð á Bandaríkin og Evrópu, en ríkisþróun verður sett í vítt hnattrænt samhengi. Lesnar verða frumheimildir um efnið og stuðst við óhefðbundnar miðlunarleiðir eins og hlaðvörp.
Vika 1: Hvað er ríki og ríkisvald?
Vika 2: Byltingar í hernaði, tækni og fjármálum
Vika 3: „Farsældarríki“ og „ögunarbylting“.
Vika 4: Stríðskapítalismi, Evrópa og umheimurinn.
Vika 5: Lýðræðisbyltingar.
Vika 6: Alræði auðmagnsins.
Vika 7: Uppgangur stjórnsýslu- og velferðarríkja.
Vika 8: Forræði karla.
Vika 9: „Vinir“ og „óvinir“.
Vika 10: „Þjóðaröryggisríkið“.
Vika 11: Fullveldi, íhlutun og alþjóðasamvinna frá Þjóðabandalaginu til „Washington Consensus“.
Vika 12: Frjáls markaður og öflugt ríkisvald
Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímans (SAG275G)
Kennari: Amy Matthewson, SOAS Univeristy of London
Námskeiðið fjallar um sögu kínversku þjóðarinnar frá og með seinni hluta Qing-veldisins (1644-1912) og grennslast fyrir um þau innri og ytri öfl sem hafa haft veigamikil áhrif á stöðu Kína í alþjóðasamfélaginu. Tekin verða til rannsóknar þau sögulegu ferli í Kína sem leiddu til þróunar nútímaríkisins og hugað að gagnvirkum áhrifum þeirra á framvindu alþjóðamála. Í námskeiðinu er hafist handa við að veita stutt yfirlit yfir stofnun síðasta keisaraveldis Kína, Qing-veldisins. Síðan er vikið að veigamiklum breytum í sögu þjóðarinnar, t.d. heimsvaldastefnu, uppreisnum og byltingu í Kína, sem öll höfðu mikil áhrif á samskipti Kínverja við önnur ríki. Að því loknu verður fjallað um stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, flótta stjórnar Þjóðernissinna til Taívan, stefnumál Mao Zedong, menningarbyltinguna og opnunarstefnuna. Námskeiðið er kennt á ensku og í fjarfundarbúnaði.
Bretland á 20. öld (SAG108G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í fræðilega umræðu um breskt samfélag á 20. öld. Áherslan verður á menningar-, hugmynda- og félagssögu, en einnig verður litið til afmarkaðra þátta breskrar stjórnmálaþróunar. Verkafólk, aðall, menntamenn, millistéttir og konungsfjölskyldan munu koma við sögu en einnig örlög heimsveldisins og áhrif heimsstyrjaldanna, Bítlarnir og 68 kynslóðin sem og þjóðernisstefna Skota, Walesbúa og Íra.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG444G)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)
Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.
Kynjafræðikenningar (KYN202G)
Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.
Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Forsaga (FOR204G)
Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).
Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Nýaldarheimspeki (HSP203G)
Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.
Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.
Kvikmyndasaga (KVI201G)
Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Íslensk myndlist í samtíð (LIS201G)
Helstu sérkenni og söguleg þróun íslenskrar myndlistar síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug 21.aldar skoðuð í ljósi íslensks samfélags og samhengis við erlenda listþróun. Meðal viðfangsefna er arfleifð SÚM á áttunda áratugnum, stofnun Gallerís Suðurgötu 7 og Nýlistasafnsins, einkenni hins íslenska konsepts og annarra „nýlista“, svo sem ljósmynda, innsetninga og gjörninga, stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og uppgangur þrívíddarlistar, endurkoma olíumálverksins á níunda áratugnum, vídeólistar starfrænna miðla og í seinni tíð skörun myndlistar, kvikmyndamiðilsins og tónlistar. Hugað verður að afstöðu yngri kynslóðar myndlistarmanna til myndlistararfsins á hverjum tíma, m.a. til náttúruarfleifðar og að "þjóðlegri" birtingarmynd myndlistar. Þá er fjallað um einkenni gagnrýnnar umræðu um myndlist, listmenntun, þátttöku í Feneyjabíennal, rekstur gallería og stofnun sýningarhópa í samtímanum. Kennt í HÍ.
Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)
Farið verður í þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1970. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.
Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)
Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
- Haust
- Miðlun í sagnfræði
- Miðaldaferðalýsingar frá samanburðarsjónarhorniB
- Munnleg sagaB
- Heimur vistarbandsinsB
- Góss í geymslum. Söfn og safngripirB
- Sagnir, ævintýri og sagnamenn: ÞjóðsagnafræðiV
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarV
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagVE
- Inngangur að fornleifafræðiV
- Kennileg fornleifafræðiV
- Kirkjusaga EvrópuV
- Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I)V
- FornaldarheimspekiV
- Stjórnmál og samfélagV
- Hugmyndasaga 19. og 20. aldarV
- Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848V
- Íslensk myndlist 1870-1970V
- Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsöguV
- Saga Mið-Austurlanda IV
- Saga Rússlands, menning og bókmenntirV
- Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfiðV
- Alþjóðastjórnmál: InngangurV
- Þættir úr íslenskri stjórnmálasöguV
- Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsaVE
- Þjóðfræði tónlistar: Hefðir, andóf og iðnaðurVE
- Vor
- Sagnaritun og söguspeki
- Hugtök og kenningar
- Grískir og rómverskir sagnaritararB
- Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvaraB
- Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggjuB
- Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímansB
- Bretland á 20. öldB
- Skjalalestur 1550-1850B
- Brenndu bréfið. Skriftarkunnátta á 19. öld og sendibréf sem heimildB
- Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmdB
- Saga – kennsla og miðlunB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- History of China I: From Mythological Origins to Late MingVE
- KynjafræðikenningarV
- ForsagaV
- Íslensk bókmenntasaga til 1900V
- BókmenntasagaV
- NýaldarheimspekiV
- KvikmyndasagaV
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagVE
- Íslensk myndlist í samtíðV
- Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960V
- Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminnV
- Norræn trúV
- Íslensk fornleifafræðiV
- Fornleifafræði eftir 1500V
- Átthagar, fríhafnir og heiðardalir: Þjóðfræði staðarinsVE
- Óháð misseri
- Gagnrýnin hugsunV
Miðlun í sagnfræði (SAG354G)
Námskeiðinu er ætlað að auka færni nemenda við að rita um sagnfræðilegt efni og miðla sögulegri þekkingu og menningararfi með ólíkum miðlunarleiðum. Áhersla er lögð á að veita nemendum hagnýta þekkingu og þjálfun við að vinna með og setja fram sögulegt efni, t.d. með texta, ljósmyndum, hlaðvörpum/útvarpsþáttum og heimildamyndum. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum, vettvangsferðum og verkefnavinnu
Miðaldaferðalýsingar frá samanburðarsjónarhorni (SAG353G)
Pílagrímstextar og ferðadagbækur miðalda eru mikilvægar heimildir sem veita okkur innsýn inn í hvernig miðaldafólk hugsaði um að ferðast og flytja á milli mismunandi staða og milli menningarheima. Á námskeiðinu eru skoðuð dæmi um ferðaskrif frá ýmsum menningarheimum, þar sem fjallað er um frásagnir frá stóru svæði allt frá Skandinavíu til Miðausturlanda frá 9. til 14. aldar. Þessar sögur eru ekki aðeins fullar af stórkostlegum smáatriðum, áhugaverðu fólki og auðæfum, heldur munu nemendur einnig skoða ítarlegar leiðbeiningarbækur og dagbækur fullar af kvörtunum um erlend lög og mat. Námskeiðið er ferðalag í gegnum bókmenntatexta sem gera nemendum kleift að skoða pólitíska, félagslega, efnahagslega og menningarlega þætti um alla Evrópu og Miðausturlönd.
Munnleg saga (SAG352G)
Í námskeiðinu er fjallað um aðferðafræðina munnlega sögu (e. oral history) sem hefur notið vaxandi hylli í sagnfræðirannsóknum á alþjóðavísu á síðustu áratugum. Aðferðarfræðin munnleg saga felur í sér að skrá munnlegar frásagnir með sagnfræðiviðtali (e. oral history interviews), greina viðtalið og miðla því í rituðu máli. Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu nemenda á kenningum og framkvæmd munnlegrar sögu. Farið verður yfir þróun munnlegrar sögu með hliðsjón af veigamiklum breytingum á aðferðafræðinni allt frá upphafsdögum hennar á fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Skoðað verður hvernig sagnfræðingar hafa notast við munnlega sögu í rannsóknum sínum, sér í lagi í rannsóknum á sviði verkalýðssögu, kvenna- og kynjasögu og umhverfissögu. Farið er yfir verklega þætti er lúta að sagnfræðiviðtalinu, allt frá upptöku viðtalsins til úrvinnslu þess.
Heimur vistarbandsins (SAG351G)
Í námskeiðinu verður rýnt í heim vistarbandsins á Íslandi á 18. og 19. öld og félagsgerð gamla sveitasamfélagsins skoðuð í ljósi þess. Fjallað verður um hugmyndir um feðraveldi, húsbóndavald og hlutverk vinnu frá síðari hluta miðalda og fram á 19. öld á Íslandi og í Evrópu og þær settar í samhengi við almenna samfélagsþróun og hugmyndastefnur. Þá verður rýnt í þróun löggjafar um vistarskyldu og vinnuhjú hér á landi frá Bessastaðapóstum 1685 til laga um lausamenn árið 1907 og hún sett í samhengi við þjóðfélagsbreytingar og hliðstæður við þróun vistarskyldu í nágrannalöndunum. Rætt verður um ólíkan reynsluheim vinnumanna og vinnukvenna, um margslungið samband húsbænda og hjúa þeirra, um stöðu lausafólks og annarra sem höfðust við á jaðri félagsgerðar sveitasamfélagsins ásamt starfssérhæfingu og hversdagslífi til sveita á Íslandi á tímabilinu. Áhersla verður lögð á að staðsetja viðfangsefnið í samhengi við erlendar, einkum evrópskar, rannsóknir á vinnuhjúum og vistarskyldu. Loks verður fjallað um arfleifð vistarbandsins í söguskoðun og sjálfsvitund Íslendinga fram á okkar daga. Nemendur verða kynntir fyrir helstu hugtökum og kenningum sem varða efnið sem og umræðum fræðimanna um álitamál því tengdu. Nemendur munu jöfnum höndum lesa valdar frumheimildir, rannsóknir íslenskra fræðimanna og erlent samanburðarefni.
Góss í geymslum. Söfn og safngripir (SAG277G)
Söfn gegna mikilvægu hlutverki í að varðveita og miðla þekkingu um fortíðina í valdi þeirra safngripa sem þar eru geymdir. Gripirnir eru mikilvægar heimildir um liðna tíð og hafa verið uppspretta rannsókna í meðal annars fornleifafræði, sagnfræði og safnafræði. Hér í þessu námskeiði verður farið í saumana á hvernig fræðimenn hafa nýtt sér söfn og safngripi sem heimildir í rannsóknum sínum og hvernig má auka þekkingu á íslenskum safnkosti sem liggur meðal annars til miðlunar á Sarpi – gagnagrunni íslenskra safna. Sérstaklega verður rýnt í safnkost Þjóðminjasafn Íslands og hvað hann hefur fram að færa um sögu landsins. Tekist verður á við spurningar á borð við: Hvað er safn? Hvernig verður hlutur að safngrip og hvað er safngripur? Hverju er safnað á Þjóðminjasafni Íslands? Hverjir eru möguleikarnir í að nýta safnkost og gripi sem heimildir í sagnfræðilegum rannsóknum? Hver er fræðilegur grundvöllur söfnunarinnar?
Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)
Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.
Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Inngangur að fornleifafræði (FOR103G)
Yfirlitsnámskeið um viðfangsefni og aðferðir fornleifafræðinnar. Hvað er fornleifafræði? Saga fornleifafræðinnar, hugmyndafræðilegur grundvöllur og samband hennar við aðrar greinar fortíðarvísinda. Hvernig eru fornleifar notaðar til að varpa ljósi á samfélagsgerð, umhverfi, hagkerfi og viðskipti, trú og hugmyndafræði, þróun og breytileika?
Kennileg fornleifafræði (FOR408G)
Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum innsýn í kennilegan bakgrunn fornleifafræðinnar, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku. Farið verður yfir sögu kenninga og skýrt frá áhrifum þeirra á þróun fræðigreina almennt. Merking kennilegrar fornleifafræði verður reifuð, samhliða því sem farið verður ítarlega yfir helstu kenningar, strauma og stefnur, og áhrif þeirra á fræðigreinina. Kennt verður með fyrirlestrum, auk þess sem nemendur verða látnir taka þátt í umræðum og vinna að hópverkefnum (4-5 nemendur saman) um kenningar fornleifafræðinnar og kynna niðurstöður þess með framsögu.
Kirkjusaga Evrópu (GFR110G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að stúdentar öðlist skilning á hlutverki og vinnubrögðum kirkjusögunnar sem fræðigreinar sem og heildstætt yfirlit yfir þróun kristni og kirkju í vestanverðri Evrópu. Fjallað verður um viðfangsefni og rannsóknaraðferðir kirkjusögunnar. Yfirlit verður gefið yfir kirkjusögu Evrópu og fengist sérstaklega við valin viðfangsefni er lúta að uppruna, þróun og útbreiðslu kristni í Evrópu frá upphafi til síðari alda.
Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I) (HAG103G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í þjóðhagfræði, helztu kenningar hennar og hugtök, svo að þeir fái yfirsýn yfir helztu viðfangsefni þjóðhagfræðinnar og ýmis helztu lögmál efnahagslífsins, sem þjóðhagfræðin fjallar um. Áherzla er lögð bæði á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál, sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og erlendis. Staðgóð þekking á þjóðhagfræði býr nemendur undir ýmis önnur námskeið, og lífið.
Fornaldarheimspeki (HSP104G)
Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:
- Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
- Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
- Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.
Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum.
Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.
Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.
Stjórnmál og samfélag (HSP107G)
Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.
Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)
Fjallað verður um andóf nokkurra fremstu hugsuða á þessu tímabili gegn hefðbundnum hugmyndum um frelsið, mannlegt eðli, samfélag, siðferði, vísindi og trú.
Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848 (LIS004G)
Í námskeiðinu verða meginverk í listasögu Vesturlanda frá frum-endurreisn til fyrri hluta nítjándu aldar tekin til skoðunar. Landfræðilega er sjónum beint að listaverkum frá Ítalíu og Spáni, Frakklandi, Niðurlöndum, Þýskalandi og Englandi. Fjallað verður um helstu aðferðir og skóla, akademíur og birtingarform myndlistar í trúarlegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Fjallað verður um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, listiðnað og prentmyndir. Leitast verður við að skoða að hvaða leyti listin speglar samfélagið, hvernig myndmál speglar lífssýn og heimsmynd manna á ólíkum tímabilum. Fjallað er um breytilegt inntak tíma og rýmis á hverjum tíma, breytingar á táknrænni mynd líkama, um stöðu og samfélagshlutverk listamann og hvernig samspil listar og valdastofnana. Í tengslum við þessi viðfangsefni verða lykilverk hvers tíma tekin til ítarlegrar túlkunar og dreifingarsaga þeirra rædd.
Íslensk myndlist 1870-1970 (LIS102G)
Saga íslenskrar myndlistar frá 1870 til 1970. Fjallað er um upphaf íslenskrar nútímamyndlistar, einstaka myndlistarmenn og mótandi öfl í íslensku myndlistarlífi, áhrif erlendra listhugmynda og stefna, tilraunir til að skilgreina "þjóðlega" íslenska myndlist, stuðning og áhrif yfirvalda á myndlistarþróun, togstreitu milli málsvara þjóðlegrar listar og óþjóðlegrar listar, einnig milli "tilfinningatjáningar" annars vegar og "vitsmunalegrar" framsetningar hins vegar, innlenda listmenntun og megineinkenni myndlistarumfjöllunar eins og hún birtist á hverjum tíma í dagblöðum og tímaritum. Leitast verður við að meta sérkenni íslenskrar myndlistar í samhengi við erlenda listþróun, en einnig í ljósi íslenskrar samfélagsþróunar og sögu. Kennt í HÍ
Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu (LÖG103G)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um hina lagalegu aðferð, ýmis grunnhugtök lögfræðinnar sem henni tengjast og nemendum kynnt valin efni um sögulega þróun íslensks réttar. Meginefni námskeiðsins er tvískipt: Í fyrri hluta, réttarheimildafræði, er fjallað um réttarheimildirnar, rétthæð þeirra og innbyrðis samband og nemendum kynnt valdir þættir í réttarsögu Íslands. Einnig er fjallað um réttarkerfið, birtingu laga, skil eldri laga og yngri og afturvirkni laga. Í síðari hluta námskeiðsins, lögskýringarfræði, er fjallað um kenningar og hugmyndir um túlkun lagaákvæða og farið ítarlega yfir þær lögskýringaraðferðir sem eru almennt viðurkenndar í íslenskri réttarframkvæmd. Námskeiðinu ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvernig komist er að lagalegri niðurstöðu að íslenskum rétti. Sjúkra- og upptökupróf eru eingöngu haldin á vorpróftímabili en ekki á sumarpróftímabili.
Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir. Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.
Saga Rússlands, menning og bókmenntir (RÚS106G)
Um er að ræða yfirlitsnámskeið þar sem stiklað verður á stóru í sögu Rússlands frá upphafi Kænugarðs-Rússlands og fram að byltingunni 1917. Fjallað verður um hvernig t.d. landfræði- og náttúrfarslegar aðstæður, rétttrúnaðurinn, einvaldir keisarar og bændaánauðin höfðu áhrif á sögu og þróun landsins. Þá verður sjónum beint að stöðu samfélagsstofnana og ólíkra hópa í landinu, hugmyndasögu og hvað varð til þess að jarðvegur skapaðist fyrir byltingu bolshévíka árið 1917. Við kynnumst bókmenntum sem eru lýsandi fyrir hvern tíma og skoðum hvernig myndlistar- og kvikmyndagerðamenn hafa túlkað samtímann og sögu landsins í verkum sínum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)
Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.
Alþjóðastjórnmál: Inngangur (STJ102G)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendur fyrir ólíkum kenningum og viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið. Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu. Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra. Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.
Í námskeiðinu eru nemendur:
1) kynntir fyrir nokkrum helstu kenningum í alþjóðastjórnmálum, sem veit þeim grunn að skilningi á pólitískum viðburðum í samtímanum
2) þjálfaðir í að greina gagnrýnið hugmyndir og kenningar um hnattvæðingu/alþjóðavæðingu
3) kynntir fyrir samhengi milli viðburða í alþjóðastjórnmálum og kenningum á því sviði
Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu (STJ106G)
Í námskeiðinu er sjónum beint að aðstæðum og atburðum í íslenskri stjórnmálasögu sem hafa sett mark sitt á íslensk stjórnmál. Fjallað er m.a. um aðdragandann að sambandslögunum 1918, fullveldi, tilkomu flokkakerfisins og átök um breytingar á kjördæmaskipuninni, stofnun lýðveldis 1944, átök um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þorskastríðin, fiskveiðistjórnunarkerfið, átök um inngöngu Íslands í EES og afstöðuna til Evrópusambandsins. Einnig er farið stuttlega yfir þróun íslensks efnahagslífs og myndun og slit ríkisstjórn.
Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsa (ÞJÓ325G)
Í námskeiðinu er fjallað um mannslíkamann frá þjóðfræðilegu og menningarsögulegu sjónarhorni. Skoðuð eru mismunandi viðhorf til líkamans eins og þau birtast í hugmyndum um samband hugar og líkama, afstöðu til hreinlætis og líkamsumhirðu, líkamlegs útlits, siðlegrar hegðunar o.fl. Að hvaða leyti eru hugmyndir um líkamsfegurð og heilbrigði mótaðar af samfélaginu? Hvernig hefur breytt þekking og aðferðir í lífvísindum og heilsufræði mótað hvernig litið er á líkamann? Með hvaða hætti er líkamleg hegðun háð lögum og reglum samfélagsins og hvernig er skynjun okkar og sýn á líkamann háð viðmiðum samfélagsins? Sérstök áhersla er lögð á að kanna líkamann sem menningarlegt fyrirbæri í íslensku samfélagi frá nítjándu öld og til samtímans.
Spurt er hvernig stefnur og straumar í heilsurækt hafa áhrif á líkamlega upplifun fólks, hvernig merking er lesin í útlit og framkomu; hvernig sómatilfinning og siðir marka líkamlega hegðun og hvernig samband mannslíkama og menningar birtist t.d. í þjóðbúningum og sundfatatísku, megrunarkúrum og borðsiðum, heilbrigðisreglugerðum og baðsiðum, mannkynbótum og fegurðarsamkeppnum eða gangráðum og brjóstastækkunum.
Þjóðfræði tónlistar: Hefðir, andóf og iðnaður (ÞJÓ337G)
Í þessu námskeiði kynnast nemendur alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu.
Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.
Rímnakveðskapur, raftónlist, blús, rapp, grindcore, klassík, hip-hop, jazz, popp, pönk messur, breakbeat, ópera og dauðarokk.
Sagnaritun og söguspeki (SAG306G)
Námskeiðið skiptist í tvo þætti: a) Saga sagnaritunar. Gefið verður yfirlit yfir sögu sagnaritunar frá fornöld til samtímans. b) Söguspeki. Nokkur grundvallaratriði verða rædd, s.s. sannleikskrafa, hlutlægni og skýringar.
Athugið að kennsla í Sagnaritun og söguspeki hefst eftir verkefnaviku.
Hugtök og kenningar (SAG437G)
Námskeiðinu er ætlað að auka þekkingu og færni nemenda í skilningi og notkun á hugtökum og kenningum sem notuð eru í sagnfræði og fræðilegri umfjöllun um samfélög, menningu og stjórnmál. Meðal þeirra hugtaka sem fjallað verður um í námskeiðinu eru: þjóðerni, sjálfsmyndir, kyngervi, minni, stéttir og menning.
Grískir og rómverskir sagnaritarar (KLM204G)
Námskeiðið fjallar um sagnaritun Forngrikkja og Rómverja, rekur upphaf hennar og þróun og ræðir umfang hennar, eðli, aðferðir og tilgang. Fjallað verður um höfunda á borð við Heródótos, Þúkýdídes, Xenofon, Pólýbíos, Cato, Sallustius, Livius, Plútarkos, Suetonius, Tacitus, Ammianus Marcellinus auk annarra. Lesið verður m.a. úr frumtextum í þýðingum.
Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvara (SAG278G)
Þetta námskeið er ættlað til þess að kynna nemendur fyrir sögu Íslands frá landnámi á nýjundu öld fram á sextándu öld, séð í gegnum linsu hagkerfis og samfélagslegs afls sem mjólkurbúskapur og vefnaðarframleiðsla býr til. Pólitískir, samfélagslegir, hagfræðilegir og menningarlegir þættir verða skoðaðir í gegnum eftirfarandi: Landnám Íslands og vistfræði þess. Frum Íslenskt samfélag og landbúnaður. Virði svokallaðra kvenna starfa. Áhrif í Heiðni og uppgangur Kristni. Umhverfið og lýðfræðilegar krísur.
Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggju (SAG279G)
Hvað er ríki og ríkisvald? Hvenær varð nútímaríkið til og hvaða breytingum hefur það tekið í aldanna rás? Í hverju felst máttur þess og megin? Hvað greinir það frá öðrum félagslegum valdastofnunum? Deilur um hlutverk og eðli ríkisins skipa veigamikinn sess í nútímasögunni. Á námskeiðinu verður fjallað um tilurð og þróun nútímaríkisins frá endalokum sextándu aldar til upphafs hinnar tuttugustu og fyrstu. Sjónum verður beint að helstu kenningum, hugtökum og aðferðum sem liggja til grundvallar sagnfræðilegum og stjórnmálafræðilegum rannsóknum á ríkinu og valdi þess. Þróun nútímaríkisins verður metin út frá áhrifum hernaðar, stjórnmálabyltinga, vísinda- og tæknibreytinga, fjármálakerfa, heimsvaldastefnu, lýðræðis og breytinga á alþjóðakerfinu.
Fjallað verður um framlag áhrifamikilla kennismiða, á borð við Niccolo Machiavelli, Thomas Hobbes, Max Weber og Michel Foucault, auk þess sem áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál í tengslum við gagnrýni úr ranni repúblíkanisma, marxisma, fasisma, vísinda- og tæknifræða, eftirlendufræða og femínisma.
Megináhersla verður lögð á Bandaríkin og Evrópu, en ríkisþróun verður sett í vítt hnattrænt samhengi. Lesnar verða frumheimildir um efnið og stuðst við óhefðbundnar miðlunarleiðir eins og hlaðvörp.
Vika 1: Hvað er ríki og ríkisvald?
Vika 2: Byltingar í hernaði, tækni og fjármálum
Vika 3: „Farsældarríki“ og „ögunarbylting“.
Vika 4: Stríðskapítalismi, Evrópa og umheimurinn.
Vika 5: Lýðræðisbyltingar.
Vika 6: Alræði auðmagnsins.
Vika 7: Uppgangur stjórnsýslu- og velferðarríkja.
Vika 8: Forræði karla.
Vika 9: „Vinir“ og „óvinir“.
Vika 10: „Þjóðaröryggisríkið“.
Vika 11: Fullveldi, íhlutun og alþjóðasamvinna frá Þjóðabandalaginu til „Washington Consensus“.
Vika 12: Frjáls markaður og öflugt ríkisvald
Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímans (SAG275G)
Kennari: Amy Matthewson, SOAS Univeristy of London
Námskeiðið fjallar um sögu kínversku þjóðarinnar frá og með seinni hluta Qing-veldisins (1644-1912) og grennslast fyrir um þau innri og ytri öfl sem hafa haft veigamikil áhrif á stöðu Kína í alþjóðasamfélaginu. Tekin verða til rannsóknar þau sögulegu ferli í Kína sem leiddu til þróunar nútímaríkisins og hugað að gagnvirkum áhrifum þeirra á framvindu alþjóðamála. Í námskeiðinu er hafist handa við að veita stutt yfirlit yfir stofnun síðasta keisaraveldis Kína, Qing-veldisins. Síðan er vikið að veigamiklum breytum í sögu þjóðarinnar, t.d. heimsvaldastefnu, uppreisnum og byltingu í Kína, sem öll höfðu mikil áhrif á samskipti Kínverja við önnur ríki. Að því loknu verður fjallað um stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, flótta stjórnar Þjóðernissinna til Taívan, stefnumál Mao Zedong, menningarbyltinguna og opnunarstefnuna. Námskeiðið er kennt á ensku og í fjarfundarbúnaði.
Bretland á 20. öld (SAG108G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í fræðilega umræðu um breskt samfélag á 20. öld. Áherslan verður á menningar-, hugmynda- og félagssögu, en einnig verður litið til afmarkaðra þátta breskrar stjórnmálaþróunar. Verkafólk, aðall, menntamenn, millistéttir og konungsfjölskyldan munu koma við sögu en einnig örlög heimsveldisins og áhrif heimsstyrjaldanna, Bítlarnir og 68 kynslóðin sem og þjóðernisstefna Skota, Walesbúa og Íra.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG444G)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Brenndu bréfið. Skriftarkunnátta á 19. öld og sendibréf sem heimild (SAG410M)
Í námskeiðinu verður rætt um sendibréf frá lokum átjándu aldar til upphafs þeirrar tuttugustu. Fjallað er um sendibréf sem heimild en einnig sem vettvang tjáningar, sköpunar og sjálfsmótunar. Skoðað verður hverjir skrifuðust á og um hvað. Spurt verður um sannleika og lygi í bréfum. Og hvað segja bréf okkur um stétt, stöðu, kyn? Lesin verða innlend og erlend verk um rannsóknir á sendibréfum og skriftarkunnáttu og sérstök áhersla lögð á hið hversdagslega í bréfaskrifum. Loks verða lesin sendibréf frá þessu tímabili, einkum í útgefnum bréfasöfnum.
Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmd (SAG507M)
Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur ekki aðeins vakið áleitnar spurningar um framtíð frjálslynds lýðræðis (e. liberal democracy) heldur einnig um staðsetningu þessara afla á hinu pólitíska litrófi, hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Þjóðernisorðræða þeirra hefur einkum beinst gegn ráðandi öflum í stjórnmálum og efnahagsmálum, þótt þeir hafi einnig gert málamiðlanir við þau, sem og gegn fjölmenningu, minnihlutahópum og yfirþjóðlegu valdi. Á námskeiðinu verður fjallað um popúlisma í fortíð og samtíð. Megináhersla verður lögð á róttækar hægri hreyfingar – allt frá fasistum og nýfasistum til þjóðernisflokka samtímans – en einnig verður vikið að vinstri birtingarmyndum, eins Popúlistaflokknum í Bandaríkjunum í lok 19. aldar og vinstri leiðtogum og stjórnum í Rómönsku Ameríku, þar sem barátta gegn hefðbundnum valdahópum og ójöfnuði vegur þungt. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál um popúlisma sem lúta að lýðræðiskerfinu, valdboðshyggju, efnahagsmálum, þjóðernishyggju, kynjapólitík, menningu, velferðarhugmyndum og utanríkismálum. Kafað verður ofan í kenningar um popúlisma á sviði sagnfræði og stjórnmálafræði með vísan í orðræðu og baráttuaðferðir. Þá verður vikið að hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og tengsl og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl eins og íhaldsflokka eða „hitt hægrið“ (e. alt-right). Loks verður gerð tilraun til að skýra popúlisma eða „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd með því að beina sjónum að hlutverki karl- og kvenleiðtoga eins og Viktor Orbán í Ungverjalandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, Giorgiu Meloni á Ítalíu og Hugo Chávez í Venesúela.
Saga – kennsla og miðlun (SAG411M)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttri miðlun sögu og hæfni sína til að fjalla um hana með fræðilega viðurkenndum hætti. Í námskeiðinu er miðlun sögu í víðu samhengi skoðuð, hvort sem er í skóla, á safni eða annars staðar. Fjallað er um leiðir til að greina og miðla hvernig söguleg þekking verður til, hvernig ólíkum sjónarhornum er beitt þegar ákvarðað er hvað telst mikilvæg söguleg þekking og hvaða áhrif viðtakendur hafa á framsetningu sagnfræðilegs efnis. Þátttakendur rýna í svokölluð þröskuldshugtök sagnfræðinnar og leita leiða til að miðla þeim á fjölbreyttan hátt sem höfðað getur til ólíkra hópa. Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, samvinnunámi, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur tengi umfjöllunarefni fræða og rannsókna við raunverulegar aðstæður á margvíslegum vettvangi. Lokaverkefni námskeiðsins er samvinnuverkefni sem verður kynnt á málstofu í lokin.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)
Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.
Kynjafræðikenningar (KYN202G)
Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.
Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Forsaga (FOR204G)
Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).
Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Nýaldarheimspeki (HSP203G)
Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.
Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.
Kvikmyndasaga (KVI201G)
Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Íslensk myndlist í samtíð (LIS201G)
Helstu sérkenni og söguleg þróun íslenskrar myndlistar síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug 21.aldar skoðuð í ljósi íslensks samfélags og samhengis við erlenda listþróun. Meðal viðfangsefna er arfleifð SÚM á áttunda áratugnum, stofnun Gallerís Suðurgötu 7 og Nýlistasafnsins, einkenni hins íslenska konsepts og annarra „nýlista“, svo sem ljósmynda, innsetninga og gjörninga, stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og uppgangur þrívíddarlistar, endurkoma olíumálverksins á níunda áratugnum, vídeólistar starfrænna miðla og í seinni tíð skörun myndlistar, kvikmyndamiðilsins og tónlistar. Hugað verður að afstöðu yngri kynslóðar myndlistarmanna til myndlistararfsins á hverjum tíma, m.a. til náttúruarfleifðar og að "þjóðlegri" birtingarmynd myndlistar. Þá er fjallað um einkenni gagnrýnnar umræðu um myndlist, listmenntun, þátttöku í Feneyjabíennal, rekstur gallería og stofnun sýningarhópa í samtímanum. Kennt í HÍ.
Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)
Farið verður í þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1970. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.
Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)
Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Íslensk fornleifafræði (FOR201G)
Yfirlitsnámskeið um íslenska fornleifafræði, sögu hennar, viðfangsefni og stöðu þekkingar. Farið er yfir helstu strauma í íslenskri fornleifafræði og fjallað ítarlega um sex lykilstaði sem endurspegla áherslur og viðfangsefni íslenskrar fornleifafræði. Kynntar verða helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið og fjallað um áhrif þeirra á söguskynjun Íslendinga og fræðilega umræðu. Að námskeiði loknu eiga nemendur að kunna skil á einkennum íslenskra fornleifa og geta lýst helstu tegundum gripa, þeim efnum og þeirri tækni sem liggja til grundvallar íslenskri menningarsögu.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Átthagar, fríhafnir og heiðardalir: Þjóðfræði staðarins (ÞJÓ446M)
Markmið námskeiðsins er að skoða hvernig fólk tengist ólíkum stöðum með mismunandi hætti: Átthögum, ættaróðulum, heimilum, húsum, götum, hverfum, miðborgum, sveitum, torfbæjum, eyðibýlum, óbyggðum, sumarbústöðum, sólarströndum, sundlaugum, söfnum, skemmtigörðum, kirkjugörðum, þjóðgörðum, helgistöðum, verslunarmiðstöðvum og flugvöllum. Skoðað verður hvernig byggt og óbyggt umhverfi fær merkingu í gegnum það að dvelja á staðnum eða heimsækja. Hvað tengir fólk við tiltekna staði umfram aðra? Hver er munurinn á tengslum fólks við t.d. æskuslóðir og áfangastað? Hvernig máli skiptir munurinn á að vera aðfluttur og innfæddur? Hvað fellst í því að finnast maður tilheyra, eiga heima, á einhverjum stað? Hvernig tengjast flóttamenn, farandverkamenn og aðrir innflytjendur stöðum þeim þeir flytja til og hvernig halda þeir við eða rjúfa tengslin við staðinn og landið sem þeir koma frá? Hvernig tengsl skapar fólk sem er á tímabundnu eða sífelldu flakki tengsl við staði og landslag? Hvernig skapa þeir sem eru aðfluttir eða dvelja tímabundið á tilteknum stað sér heimili. Hvaða hlutverki gegnir reynsla, skynjun, minningar, fagurfræði, samsömun og söguskilningur í þeim tengslum og þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum fólks? Hugað verður að því hverjir geta gert tilkall til staða sem sinna eigin og hvernig búsetuþróun (s.s. brottflutningur og fjölmenning) og hugmyndafræði (t.d. á vettvangi tungumáls, þjóðernishyggju og kynþáttahugmyndir) áhrif á hver getur gert tilkall til staðarins og hvernig? Hvernig breytast merkingarvísanir staða frá einum tíma til annars? Hvernig stýra samfélagslegar formgerðir, pólítísk markmið og skilningur á staðarhugtakinu þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum einstaklinga og samfélagshópa?
Gagnrýnin hugsun (HSP105G)
Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.
- Haust
- Miðaldaferðalýsingar frá samanburðarsjónarhorniB
- Munnleg sagaB
- Heimur vistarbandsinsB
- Góss í geymslum. Söfn og safngripirB
- Hugmyndasaga mannréttinda: Hugsjónir, sigrar, þverstæður og átökB
- Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíðB
- Norðurheimur á miðöldumB
- „Söguleg áföll og fortíðarvandi þjóða“: Stjórnmál minninga og gleymsku á 20. og 21. öldB
- Einkaskjöl: Vitnisburður hinna valdalausu?B
- Sagnir, ævintýri og sagnamenn: ÞjóðsagnafræðiV
- Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndarV
- Heimur Forngrikkja: Saga og samfélagVE
- Inngangur að fornleifafræðiV
- Kennileg fornleifafræðiV
- Kirkjusaga EvrópuV
- Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I)V
- FornaldarheimspekiV
- Stjórnmál og samfélagV
- Hugmyndasaga 19. og 20. aldarV
- Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848V
- Íslensk myndlist 1870-1970V
- Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsöguV
- Saga Mið-Austurlanda IV
- Saga Rússlands, menning og bókmenntirV
- Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfiðV
- Alþjóðastjórnmál: InngangurV
- Þættir úr íslenskri stjórnmálasöguV
- Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsaVE
- Þjóðfræði tónlistar: Hefðir, andóf og iðnaðurVE
- Hnattrænar loftslagsbreytingarV
- Saga vísinda og tækni á ÍslandiVE
- VíkingaöldinV
- The Arctic CircleV
- Vor
- Grískir og rómverskir sagnaritararB
- Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvaraB
- Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggjuB
- Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímansB
- Bretland á 20. öldB
- Skjalalestur 1550-1850B
- Brenndu bréfið. Skriftarkunnátta á 19. öld og sendibréf sem heimildB
- Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmdB
- Saga – kennsla og miðlunB
- Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnumB
- History of China I: From Mythological Origins to Late MingVE
- KynjafræðikenningarV
- ForsagaV
- Íslensk bókmenntasaga til 1900V
- BókmenntasagaV
- NýaldarheimspekiV
- KvikmyndasagaV
- Heimur Rómverja: Saga og samfélagVE
- Íslensk myndlist í samtíðV
- Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960V
- Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminnV
- Norræn trúV
- Íslensk fornleifafræðiV
- Fornleifafræði eftir 1500V
- Átthagar, fríhafnir og heiðardalir: Þjóðfræði staðarinsVE
- Óháð misseri
- BA-ritgerð í sagnfræði
- BA-ritgerð í sagnfræði
- BA-ritgerð í sagnfræði
Miðaldaferðalýsingar frá samanburðarsjónarhorni (SAG353G)
Pílagrímstextar og ferðadagbækur miðalda eru mikilvægar heimildir sem veita okkur innsýn inn í hvernig miðaldafólk hugsaði um að ferðast og flytja á milli mismunandi staða og milli menningarheima. Á námskeiðinu eru skoðuð dæmi um ferðaskrif frá ýmsum menningarheimum, þar sem fjallað er um frásagnir frá stóru svæði allt frá Skandinavíu til Miðausturlanda frá 9. til 14. aldar. Þessar sögur eru ekki aðeins fullar af stórkostlegum smáatriðum, áhugaverðu fólki og auðæfum, heldur munu nemendur einnig skoða ítarlegar leiðbeiningarbækur og dagbækur fullar af kvörtunum um erlend lög og mat. Námskeiðið er ferðalag í gegnum bókmenntatexta sem gera nemendum kleift að skoða pólitíska, félagslega, efnahagslega og menningarlega þætti um alla Evrópu og Miðausturlönd.
Munnleg saga (SAG352G)
Í námskeiðinu er fjallað um aðferðafræðina munnlega sögu (e. oral history) sem hefur notið vaxandi hylli í sagnfræðirannsóknum á alþjóðavísu á síðustu áratugum. Aðferðarfræðin munnleg saga felur í sér að skrá munnlegar frásagnir með sagnfræðiviðtali (e. oral history interviews), greina viðtalið og miðla því í rituðu máli. Námskeiðið miðar að því að auka þekkingu nemenda á kenningum og framkvæmd munnlegrar sögu. Farið verður yfir þróun munnlegrar sögu með hliðsjón af veigamiklum breytingum á aðferðafræðinni allt frá upphafsdögum hennar á fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Skoðað verður hvernig sagnfræðingar hafa notast við munnlega sögu í rannsóknum sínum, sér í lagi í rannsóknum á sviði verkalýðssögu, kvenna- og kynjasögu og umhverfissögu. Farið er yfir verklega þætti er lúta að sagnfræðiviðtalinu, allt frá upptöku viðtalsins til úrvinnslu þess.
Heimur vistarbandsins (SAG351G)
Í námskeiðinu verður rýnt í heim vistarbandsins á Íslandi á 18. og 19. öld og félagsgerð gamla sveitasamfélagsins skoðuð í ljósi þess. Fjallað verður um hugmyndir um feðraveldi, húsbóndavald og hlutverk vinnu frá síðari hluta miðalda og fram á 19. öld á Íslandi og í Evrópu og þær settar í samhengi við almenna samfélagsþróun og hugmyndastefnur. Þá verður rýnt í þróun löggjafar um vistarskyldu og vinnuhjú hér á landi frá Bessastaðapóstum 1685 til laga um lausamenn árið 1907 og hún sett í samhengi við þjóðfélagsbreytingar og hliðstæður við þróun vistarskyldu í nágrannalöndunum. Rætt verður um ólíkan reynsluheim vinnumanna og vinnukvenna, um margslungið samband húsbænda og hjúa þeirra, um stöðu lausafólks og annarra sem höfðust við á jaðri félagsgerðar sveitasamfélagsins ásamt starfssérhæfingu og hversdagslífi til sveita á Íslandi á tímabilinu. Áhersla verður lögð á að staðsetja viðfangsefnið í samhengi við erlendar, einkum evrópskar, rannsóknir á vinnuhjúum og vistarskyldu. Loks verður fjallað um arfleifð vistarbandsins í söguskoðun og sjálfsvitund Íslendinga fram á okkar daga. Nemendur verða kynntir fyrir helstu hugtökum og kenningum sem varða efnið sem og umræðum fræðimanna um álitamál því tengdu. Nemendur munu jöfnum höndum lesa valdar frumheimildir, rannsóknir íslenskra fræðimanna og erlent samanburðarefni.
Góss í geymslum. Söfn og safngripir (SAG277G)
Söfn gegna mikilvægu hlutverki í að varðveita og miðla þekkingu um fortíðina í valdi þeirra safngripa sem þar eru geymdir. Gripirnir eru mikilvægar heimildir um liðna tíð og hafa verið uppspretta rannsókna í meðal annars fornleifafræði, sagnfræði og safnafræði. Hér í þessu námskeiði verður farið í saumana á hvernig fræðimenn hafa nýtt sér söfn og safngripi sem heimildir í rannsóknum sínum og hvernig má auka þekkingu á íslenskum safnkosti sem liggur meðal annars til miðlunar á Sarpi – gagnagrunni íslenskra safna. Sérstaklega verður rýnt í safnkost Þjóðminjasafn Íslands og hvað hann hefur fram að færa um sögu landsins. Tekist verður á við spurningar á borð við: Hvað er safn? Hvernig verður hlutur að safngrip og hvað er safngripur? Hverju er safnað á Þjóðminjasafni Íslands? Hverjir eru möguleikarnir í að nýta safnkost og gripi sem heimildir í sagnfræðilegum rannsóknum? Hver er fræðilegur grundvöllur söfnunarinnar?
Hugmyndasaga mannréttinda: Hugsjónir, sigrar, þverstæður og átök (SAG720M)
Hugmyndinni um almenn og algild mannréttindi er stundum lýst sem einkennismerki nútímanns og einu helsta framfaraskrefi stjórnmálasögunnar. Saga mannréttinda er þó um margt þversagnakennd og einkennist af djörfum aðgerðum, fjöldasamstöðu og sigrum en jafnframt blóðugum átökum og útilokun einstaklinga og hópa. Einhugur hefur hvorki ríkt um inntak né umfang mannréttinda – né heldur hvort „mannréttindaorðræðan“ sé nógu beitt vopn gegn misrétti og kúgun. Í námskeiðinu verður kafað ofan í sögulega þróun og heimspekilegar- og pólitískar undirstöður hugmynda um algild og almenn mannréttindi og þann mannskilning sem hefur legið til grundvallar þeim. Hugsjónir á borð við almennt jafnrétti og jöfnuður, einstaklingsfrelsi til athafna, tjáningar og menntunar og frelsi frá nauðung og fátækt verða settar í samhengi við valda sögulega atburði og aðstæður sem þær hafa komist í hámæli. Í námskeiðinu lesum við frumtexta frá mismunandi tímaskeiðum í bland við nýleg yfirlit og greiningar fræðafólks.
Opinber skjalavarsla og skjalastjórn í fortíð og nútíð (SAG103M)
Í þessu námskeiði er farið yfir hlutverk opinberra skjalasafna og skjalavörslu og skjalastjórn í fortíð og nútíð. Farið verður yfir upprunaregluna og þýðingu hennar fyrir sagnfræðirannsóknir og ágrip af stjórnsýslusögu. Þá verður fjallað um lagaumhverfi opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar á Íslandi og eftirlitshlutverk opinberra skjalasafna. Farið verður yfir skilgreiningu á afhendingarskyldum aðilum og skyldum þeirra samkvæmt lögum. Jafnframt verður fjallað um þróun skjalavörslu og skjalastjórnar á 20. og 21. öld og skjalasöfn og skráning þeirra skoðuð. Þá verður fjallað um uppbyggingu nútíma skjalasafna með tilliti til reglna sem um þau gilda. Helstu verkefni skjalastjóra verða skoðuð. Gestakennarar eru m.a. sérfræðingar í Þjóðskjalasafni Íslands og munu þeir fara yfir helstu verkþætti í skjalavörslu og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila.
Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)
Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.
„Söguleg áföll og fortíðarvandi þjóða“: Stjórnmál minninga og gleymsku á 20. og 21. öld (SAG815M)
Á námskeiðinu verður fjallað um „fortíðarvanda“ þjóða út frá hugmyndum um „minni“ og „gleymsku“ og leiðir til að takast á við söguleg áföll. Sjónum verður beint að viðbrögðum við „svörtum köflum“ í sögum ríkja á 20. og 21. öld eins og Þýskalandi (nasisminn og helförin), Rússlandi (stalínismi og Úkraínustríðið), Japan (síðari heimsstyrjöld og afleiðingar kjarnorkuárása), Spáni (borgarastríðið og valdatíð Francos), Bandaríkjunum (Víetnam), fyrrverandi Júgóslavíu (þjóðernishreinsanir og nauðganir í stríði), Rúanda (þjóðarmorð) Japan (hernám), Frakklandi (Vichy-stjórnin og nýlendustríð í Alsír) og Suður-Afríku (aðskilnaðarstefnan). Viðfangsefnið verður m.a. greint út frá kenningum um „minni“, „gleymsku“, goðsagnir og „staði minninga, „sekt“ samfélaga og einstaklinga“ og stjórnkerfisbreytingar á umbreytingatímum eins og eftir stríð eða borgarastyrjaldir (e. transitional justice). Fjallað verður um hvernig söguleg pólitísk átök, þar á meðal þjóðernisdeilur, hafa verið notuð til að skapa og endurskapa sjálfsmyndir þjóða og bæla niður eða takast á við „fortíðarvanda“. Í því skyni verður hugað sérstaklega að hlutverki goðsagna og táknmynda sem og að sannleiksskýrslum, sáttanefndum og stríðsglæparéttarhöldum. Stuðst verður við kenningar og aðferðir í stjórnmálasögu, menningarsögu, stjórnmálafræði og alþjóðalögum, þar sem áhersla verður lögð á samspil sögu, minnis, menningar, kyns og þjóðernishyggju.
Einkaskjöl: Vitnisburður hinna valdalausu? (SAG816M)
Einkaskjöl eru einn þýðingarmesti heimildaflokkur sem sagnfræðingar vinna með í rannsóknum sínum. Á tíunda áratug 20. aldar tóku sagnfræðingar bæði erlendis og á Íslandi að vinna markvisst með þessa tegund heimilda og finna áhugaverðar leiðir til að nýta þær við rannsóknir. Mikil grósaka hljóp í heimildaútgáfur þar sem þessi heimildaflokkur var unnin upp í hendurnar á leikum sem lærðum. Í þessu námskeiði verða ólíkar birtingarmyndir einkaskjala könnuð, eðli þeirra og notkunarmöguleikar rannsakaðir og spáð í tengsl einstaklingsins og fræðimannsins er við mismunandi tegundir þeirra eins og dagbækur, einkabréf, ljósmyndir, fræðilega spurningalista, munlegar heimildir, minningaskrif, rafræna miðlun sjálfsins, sjálfsævisögur, endurminningarrit, skáldævisögur og samtalsbækur svo eitthvað er nefnt. Nemendur munu meðal annars fá það hlutverk að kanna þau einkaskjöl sem þau sjálf hafa safnað að sér og mikilvægi þeirra fyrir þeirra eigin líf.
Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)
Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.
Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.
Íslenskar sagnir, þjóðtrú og samfélag: Sagnahefð, hulduverur og sköpun þjóðarímyndar (ÞJÓ340G)
Í námskeiðinu verður íslensk sagna og þjóðtrúarhefð rannsökuð í ljósi frumheimilda og fræðilegrar umræðu á síðustu árum. Meginviðfangsefnið verður hvernig íslenskar sagnir hafa orðið til, gengið frá manni til manns og lifað og þróast I munnlegri hefð. Rætt verður um samhengi íslenskrar þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld og skoðað hvernig Sagnagrunnurinn, kortlagður gagnagrunnur um sagnir þjóðsagnasafnanna, getur nýst sem rannsóknartæki. Þá verður sjónum beint að efnisflokkum íslenskra sagna og fjallað um það hvernig sagnir kortleggja landslag, menningu og náttúru og gefa innsýn inn í hugmynda- og reynsluheim fólksins sem deildi þeim. Jafnframt verður reynt að meta hvað sagnirnar geta sagt um þjóðtrú á Íslandi og hugað sérstaklega að reynslusögnum (memorat) og heimildagildi þeirra. Nemendur munu einnig kynnast helstu flökkusögnum á Íslandi og því hvernig mismunandi sagnahefðir og þjóðtrú nágrannalandanna setja mark sitt á þær.
Heimur Forngrikkja: Saga og samfélag (KLM115G)
Raktir verða þættir úr sögu Forngrikkja, með áherslu á menningu þeirra og hugmyndaheim frá upphafi til yfirráða Rómar. Lesnir verða valdir kaflar úr bókmenntaverkum þeirra í þýðingum.
Inngangur að fornleifafræði (FOR103G)
Yfirlitsnámskeið um viðfangsefni og aðferðir fornleifafræðinnar. Hvað er fornleifafræði? Saga fornleifafræðinnar, hugmyndafræðilegur grundvöllur og samband hennar við aðrar greinar fortíðarvísinda. Hvernig eru fornleifar notaðar til að varpa ljósi á samfélagsgerð, umhverfi, hagkerfi og viðskipti, trú og hugmyndafræði, þróun og breytileika?
Kennileg fornleifafræði (FOR408G)
Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum innsýn í kennilegan bakgrunn fornleifafræðinnar, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku. Farið verður yfir sögu kenninga og skýrt frá áhrifum þeirra á þróun fræðigreina almennt. Merking kennilegrar fornleifafræði verður reifuð, samhliða því sem farið verður ítarlega yfir helstu kenningar, strauma og stefnur, og áhrif þeirra á fræðigreinina. Kennt verður með fyrirlestrum, auk þess sem nemendur verða látnir taka þátt í umræðum og vinna að hópverkefnum (4-5 nemendur saman) um kenningar fornleifafræðinnar og kynna niðurstöður þess með framsögu.
Kirkjusaga Evrópu (GFR110G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að stúdentar öðlist skilning á hlutverki og vinnubrögðum kirkjusögunnar sem fræðigreinar sem og heildstætt yfirlit yfir þróun kristni og kirkju í vestanverðri Evrópu. Fjallað verður um viðfangsefni og rannsóknaraðferðir kirkjusögunnar. Yfirlit verður gefið yfir kirkjusögu Evrópu og fengist sérstaklega við valin viðfangsefni er lúta að uppruna, þróun og útbreiðslu kristni í Evrópu frá upphafi til síðari alda.
Heildahagfræði I (Þjóðhagfræði I) (HAG103G)
Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í þjóðhagfræði, helztu kenningar hennar og hugtök, svo að þeir fái yfirsýn yfir helztu viðfangsefni þjóðhagfræðinnar og ýmis helztu lögmál efnahagslífsins, sem þjóðhagfræðin fjallar um. Áherzla er lögð bæði á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins og tengsl þess við ýmis efnahagsmál, sem eru ofarlega á baugi á Íslandi og erlendis. Staðgóð þekking á þjóðhagfræði býr nemendur undir ýmis önnur námskeið, og lífið.
Fornaldarheimspeki (HSP104G)
Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:
- Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
- Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
- Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.
Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum.
Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.
Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.
Stjórnmál og samfélag (HSP107G)
Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.
Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)
Fjallað verður um andóf nokkurra fremstu hugsuða á þessu tímabili gegn hefðbundnum hugmyndum um frelsið, mannlegt eðli, samfélag, siðferði, vísindi og trú.
Myndlist á Vesturlöndum frá 1348–1848 (LIS004G)
Í námskeiðinu verða meginverk í listasögu Vesturlanda frá frum-endurreisn til fyrri hluta nítjándu aldar tekin til skoðunar. Landfræðilega er sjónum beint að listaverkum frá Ítalíu og Spáni, Frakklandi, Niðurlöndum, Þýskalandi og Englandi. Fjallað verður um helstu aðferðir og skóla, akademíur og birtingarform myndlistar í trúarlegu, pólitísku og samfélagslegu samhengi. Fjallað verður um málaralist, höggmyndalist, byggingarlist, listiðnað og prentmyndir. Leitast verður við að skoða að hvaða leyti listin speglar samfélagið, hvernig myndmál speglar lífssýn og heimsmynd manna á ólíkum tímabilum. Fjallað er um breytilegt inntak tíma og rýmis á hverjum tíma, breytingar á táknrænni mynd líkama, um stöðu og samfélagshlutverk listamann og hvernig samspil listar og valdastofnana. Í tengslum við þessi viðfangsefni verða lykilverk hvers tíma tekin til ítarlegrar túlkunar og dreifingarsaga þeirra rædd.
Íslensk myndlist 1870-1970 (LIS102G)
Saga íslenskrar myndlistar frá 1870 til 1970. Fjallað er um upphaf íslenskrar nútímamyndlistar, einstaka myndlistarmenn og mótandi öfl í íslensku myndlistarlífi, áhrif erlendra listhugmynda og stefna, tilraunir til að skilgreina "þjóðlega" íslenska myndlist, stuðning og áhrif yfirvalda á myndlistarþróun, togstreitu milli málsvara þjóðlegrar listar og óþjóðlegrar listar, einnig milli "tilfinningatjáningar" annars vegar og "vitsmunalegrar" framsetningar hins vegar, innlenda listmenntun og megineinkenni myndlistarumfjöllunar eins og hún birtist á hverjum tíma í dagblöðum og tímaritum. Leitast verður við að meta sérkenni íslenskrar myndlistar í samhengi við erlenda listþróun, en einnig í ljósi íslenskrar samfélagsþróunar og sögu. Kennt í HÍ
Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu (LÖG103G)
Í námskeiðinu er fjallað ítarlega um hina lagalegu aðferð, ýmis grunnhugtök lögfræðinnar sem henni tengjast og nemendum kynnt valin efni um sögulega þróun íslensks réttar. Meginefni námskeiðsins er tvískipt: Í fyrri hluta, réttarheimildafræði, er fjallað um réttarheimildirnar, rétthæð þeirra og innbyrðis samband og nemendum kynnt valdir þættir í réttarsögu Íslands. Einnig er fjallað um réttarkerfið, birtingu laga, skil eldri laga og yngri og afturvirkni laga. Í síðari hluta námskeiðsins, lögskýringarfræði, er fjallað um kenningar og hugmyndir um túlkun lagaákvæða og farið ítarlega yfir þær lögskýringaraðferðir sem eru almennt viðurkenndar í íslenskri réttarframkvæmd. Námskeiðinu ætlað að gefa heildstæða mynd af því hvernig komist er að lagalegri niðurstöðu að íslenskum rétti. Sjúkra- og upptökupróf eru eingöngu haldin á vorpróftímabili en ekki á sumarpróftímabili.
Saga Mið-Austurlanda I (MAF101G)
Í námskeiðinu verður farið yfir sögu þess svæðis sem telst til Mið-Austurlanda frá fornöld og fram á miðaldir. Fjallað verður um uppgang Egypta, Súmera og annarra þjóða í hinni svokölluðu 'vöggu siðmenningarinnar'. Sérstök áhersla verður lögð á uppgang íslam á 7. öld og það heimsveldi sem múslimar byggðu upp næstu aldir þar á eftir. Fjallað verður um Múhameð spámann og eftirmenn hans, tilurð Kóransins, kalífat Umayya, kalífat Abbasída og 'gullöld' íslam. Námskeiðið er kennt á íslensku en mest af lesefninu verður á ensku.
Saga Rússlands, menning og bókmenntir (RÚS106G)
Um er að ræða yfirlitsnámskeið þar sem stiklað verður á stóru í sögu Rússlands frá upphafi Kænugarðs-Rússlands og fram að byltingunni 1917. Fjallað verður um hvernig t.d. landfræði- og náttúrfarslegar aðstæður, rétttrúnaðurinn, einvaldir keisarar og bændaánauðin höfðu áhrif á sögu og þróun landsins. Þá verður sjónum beint að stöðu samfélagsstofnana og ólíkra hópa í landinu, hugmyndasögu og hvað varð til þess að jarðvegur skapaðist fyrir byltingu bolshévíka árið 1917. Við kynnumst bókmenntum sem eru lýsandi fyrir hvern tíma og skoðum hvernig myndlistar- og kvikmyndagerðamenn hafa túlkað samtímann og sögu landsins í verkum sínum.
Námskeiðið er kennt á íslensku.
Inngangur að stjórnmálafræði: Íslenska stjórnkerfið (STJ101G)
Fjallað er í víðu samhengi um helstu viðfangsefni stjórnmálafræðinnar, eins og vald, lýðræði, ríkið og stjórnmálastefnur. Lögð er sérstök áhersla á að tengja umfjöllun námskeiðsins við íslensk stjórnmál og stjórnmálaþróun. Fjallað er meðal annars um þróun íslenskrar stjórnskipunar, kosningar, stjórnmálaflokka, þingið, framkvæmdarvaldið, opinbera stefnumótun og sveitarstjórnir.
Alþjóðastjórnmál: Inngangur (STJ102G)
Námskeiðinu er ætlað að kynna nemendur fyrir ólíkum kenningum og viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, einkum út frá breyttri stöðu í alþjóðastjórnmálum eftir Kalda stríðið. Hnattvæðing er notuð sem ein grunnnálgun að viðfangsefninu. Byrjað er á því að fjalla um alþjóðakerfið, ríkið og stöðu þess í kerfinu. Þá er farið í grunnkenningar alþjóðastjórnmála og helstu greinar innan þess, s.s. stjórnmálahagfræði og öryggisfræði. Fjallað er um alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og hlutverk þeirra. Síðari hluti námskeiðsins er helgaður viðfangsefnum alþjóðastjórnmála, t.d. umhverfismálum, frjálsum félagasamtökum og mannréttindum.
Í námskeiðinu eru nemendur:
1) kynntir fyrir nokkrum helstu kenningum í alþjóðastjórnmálum, sem veit þeim grunn að skilningi á pólitískum viðburðum í samtímanum
2) þjálfaðir í að greina gagnrýnið hugmyndir og kenningar um hnattvæðingu/alþjóðavæðingu
3) kynntir fyrir samhengi milli viðburða í alþjóðastjórnmálum og kenningum á því sviði
Þættir úr íslenskri stjórnmálasögu (STJ106G)
Í námskeiðinu er sjónum beint að aðstæðum og atburðum í íslenskri stjórnmálasögu sem hafa sett mark sitt á íslensk stjórnmál. Fjallað er m.a. um aðdragandann að sambandslögunum 1918, fullveldi, tilkomu flokkakerfisins og átök um breytingar á kjördæmaskipuninni, stofnun lýðveldis 1944, átök um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, þorskastríðin, fiskveiðistjórnunarkerfið, átök um inngöngu Íslands í EES og afstöðuna til Evrópusambandsins. Einnig er farið stuttlega yfir þróun íslensks efnahagslífs og myndun og slit ríkisstjórn.
Líkamsmenning: Útlit, hegðun, heilsa (ÞJÓ325G)
Í námskeiðinu er fjallað um mannslíkamann frá þjóðfræðilegu og menningarsögulegu sjónarhorni. Skoðuð eru mismunandi viðhorf til líkamans eins og þau birtast í hugmyndum um samband hugar og líkama, afstöðu til hreinlætis og líkamsumhirðu, líkamlegs útlits, siðlegrar hegðunar o.fl. Að hvaða leyti eru hugmyndir um líkamsfegurð og heilbrigði mótaðar af samfélaginu? Hvernig hefur breytt þekking og aðferðir í lífvísindum og heilsufræði mótað hvernig litið er á líkamann? Með hvaða hætti er líkamleg hegðun háð lögum og reglum samfélagsins og hvernig er skynjun okkar og sýn á líkamann háð viðmiðum samfélagsins? Sérstök áhersla er lögð á að kanna líkamann sem menningarlegt fyrirbæri í íslensku samfélagi frá nítjándu öld og til samtímans.
Spurt er hvernig stefnur og straumar í heilsurækt hafa áhrif á líkamlega upplifun fólks, hvernig merking er lesin í útlit og framkomu; hvernig sómatilfinning og siðir marka líkamlega hegðun og hvernig samband mannslíkama og menningar birtist t.d. í þjóðbúningum og sundfatatísku, megrunarkúrum og borðsiðum, heilbrigðisreglugerðum og baðsiðum, mannkynbótum og fegurðarsamkeppnum eða gangráðum og brjóstastækkunum.
Þjóðfræði tónlistar: Hefðir, andóf og iðnaður (ÞJÓ337G)
Í þessu námskeiði kynnast nemendur alþýðutónlist í gegnum tíðina, skoða uppruna hennar og hlutverk í menningu, samfélagi og sjálfsmyndarsköpun; alþýðutónlist sem hefur orðið að æðri tónlist trúarbragða og efri stétta, og tónlist jaðarhópa og minnihlutahópa sem orðið hefur að meginstraumstónlist. Menningarlegt hlutverk tónlistar sem andóf, sameiningarafl, sjálfsmyndarsköpun, afþreying og iðnaður, verður rannsakað. Farið verður yfir sögu söfnunar tónlistar, úrvinnslu og útgáfu.
Skoðaðar verða þjóðsögur og arfsagnir tónlistarheimsins um tónlistarmenn og tónlistarstefnur, og efnismenning tónlistar verður rædd. Hugmyndir um sköpun og eðli tónsköpunar verða skoðaðar, m.a. í tengslum við höfundarrétt, almannarétt og endurnýtingu tónlistar, þ.e. sem efnivið nýsköpunar í tónlist.
Rímnakveðskapur, raftónlist, blús, rapp, grindcore, klassík, hip-hop, jazz, popp, pönk messur, breakbeat, ópera og dauðarokk.
Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)
Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.
Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.
Saga vísinda og tækni á Íslandi (EÐL524M)
Um málstofuna: Fjallað er um valda þætti úr sögu vísinda og tækni hér á landi og þeir settir í innlent og alþjóðlegt samhengi. Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar á sviði raunvísinda, verkfræði og heilbrigðisvísinda. Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu. Í lokin skila nemendur ritgerð um efni sem valið er í samvinnu við kennara.
Víkingaöldin (MIS704M)
Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.
The Arctic Circle (UAU018M)
Með loftslagsbreytingum er talið að mikilvægi norðurslóða muni aukast á næstu áratugum þar sem náttúruauðlindir verða aðgengilegri og nýjar samgönguleiðir opnast. Á sama tíma skapast ógnir við viðkvæm vistkerfi og samfélög en efnhagsleg tækifæri verða einnig til. Arctic Circle samtökin mynda viðamikið tengslanet sem byggir á alþjóðlegu samstarfi og umræðu um framtíð norðurskautsins. Arctic Circle samtökin eru opinn og lýðræðislegur vettvangur með þátttöku ríkisstjórna, stofnana, fyrirtækja, háskóla, fræðimannahópa, umhverfissamtaka, samfélaga frumbyggja, almennra borgara og annars áhugafólks um þróun norðurskautsins og afleiðinga þess á framtíð jarðar. Árlega Arctic Circle ráðstefnan er stærsta alþjóðlega samkoman með áherslu á norðurskautið. Árlega mæta yfir 2000 þátttakendur frá yfir 50 löndum.
Á Arctic Circle ráðstefnunni hefur meðal annars verið fjallað um eftirtalin málefni:
- Bráðnun íss og öfgakennd veður
- Hlutverk og réttur innfæddra
- Öryggismál á norðurslóðum
- Innviðir fjárfestinga á norðuslóðum
- Byggðaþróun
- Innviðir flutningakerfa
- Orkumál
- Hlutverk Evrópu- og Asíuþjóða
- Asía og Norðursjávarsiglingaleiðin
- Lýðheilsa og velferð á heimskautasvæðum
- Vísindi og þekking frumbyggja
- Ferðamennska og flugsamgöngur á norðurslóðum
- Vistkerfi og haffræði
- Sjálfbær þróun
- Þróun endurnýjanlegrar orku fyrir afskekkt samfélög
- Tækifæri og ógnir við borun eftir náttúruauðlindum
- Auðlindir á norðuslóðum
- Viðskiptasamstarf á norðurslóðum
- Úthöfin á norðurslóðum
- Sjávarútvegur og lífrænar auðlindir
- Jarðfræði og jöklafræði
- Heimskautaréttur: sáttmálar og samningar
- Heimur háður ís: norðurslóðir og Himalaya
Á námskeiðinu taka nemendur þátt í Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu. Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir, eina stuttu fyrir ráðstefnuna og aðra stuttu eftir ráðstefnuna.
Arctic Circle Assembly verður 13. - 16. október 2022 í Hörpu.
Grískir og rómverskir sagnaritarar (KLM204G)
Námskeiðið fjallar um sagnaritun Forngrikkja og Rómverja, rekur upphaf hennar og þróun og ræðir umfang hennar, eðli, aðferðir og tilgang. Fjallað verður um höfunda á borð við Heródótos, Þúkýdídes, Xenofon, Pólýbíos, Cato, Sallustius, Livius, Plútarkos, Suetonius, Tacitus, Ammianus Marcellinus auk annarra. Lesið verður m.a. úr frumtextum í þýðingum.
Störf kvenna á Íslandi: Frá vefnaði til mjólkurvara (SAG278G)
Þetta námskeið er ættlað til þess að kynna nemendur fyrir sögu Íslands frá landnámi á nýjundu öld fram á sextándu öld, séð í gegnum linsu hagkerfis og samfélagslegs afls sem mjólkurbúskapur og vefnaðarframleiðsla býr til. Pólitískir, samfélagslegir, hagfræðilegir og menningarlegir þættir verða skoðaðir í gegnum eftirfarandi: Landnám Íslands og vistfræði þess. Frum Íslenskt samfélag og landbúnaður. Virði svokallaðra kvenna starfa. Áhrif í Heiðni og uppgangur Kristni. Umhverfið og lýðfræðilegar krísur.
Nútímaríkið frá hernaðarbyltingu til nýfrjálshyggju (SAG279G)
Hvað er ríki og ríkisvald? Hvenær varð nútímaríkið til og hvaða breytingum hefur það tekið í aldanna rás? Í hverju felst máttur þess og megin? Hvað greinir það frá öðrum félagslegum valdastofnunum? Deilur um hlutverk og eðli ríkisins skipa veigamikinn sess í nútímasögunni. Á námskeiðinu verður fjallað um tilurð og þróun nútímaríkisins frá endalokum sextándu aldar til upphafs hinnar tuttugustu og fyrstu. Sjónum verður beint að helstu kenningum, hugtökum og aðferðum sem liggja til grundvallar sagnfræðilegum og stjórnmálafræðilegum rannsóknum á ríkinu og valdi þess. Þróun nútímaríkisins verður metin út frá áhrifum hernaðar, stjórnmálabyltinga, vísinda- og tæknibreytinga, fjármálakerfa, heimsvaldastefnu, lýðræðis og breytinga á alþjóðakerfinu.
Fjallað verður um framlag áhrifamikilla kennismiða, á borð við Niccolo Machiavelli, Thomas Hobbes, Max Weber og Michel Foucault, auk þess sem áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál í tengslum við gagnrýni úr ranni repúblíkanisma, marxisma, fasisma, vísinda- og tæknifræða, eftirlendufræða og femínisma.
Megináhersla verður lögð á Bandaríkin og Evrópu, en ríkisþróun verður sett í vítt hnattrænt samhengi. Lesnar verða frumheimildir um efnið og stuðst við óhefðbundnar miðlunarleiðir eins og hlaðvörp.
Vika 1: Hvað er ríki og ríkisvald?
Vika 2: Byltingar í hernaði, tækni og fjármálum
Vika 3: „Farsældarríki“ og „ögunarbylting“.
Vika 4: Stríðskapítalismi, Evrópa og umheimurinn.
Vika 5: Lýðræðisbyltingar.
Vika 6: Alræði auðmagnsins.
Vika 7: Uppgangur stjórnsýslu- og velferðarríkja.
Vika 8: Forræði karla.
Vika 9: „Vinir“ og „óvinir“.
Vika 10: „Þjóðaröryggisríkið“.
Vika 11: Fullveldi, íhlutun og alþjóðasamvinna frá Þjóðabandalaginu til „Washington Consensus“.
Vika 12: Frjáls markaður og öflugt ríkisvald
Saga Kína II: frá Qing-veldinu til nútímans (SAG275G)
Kennari: Amy Matthewson, SOAS Univeristy of London
Námskeiðið fjallar um sögu kínversku þjóðarinnar frá og með seinni hluta Qing-veldisins (1644-1912) og grennslast fyrir um þau innri og ytri öfl sem hafa haft veigamikil áhrif á stöðu Kína í alþjóðasamfélaginu. Tekin verða til rannsóknar þau sögulegu ferli í Kína sem leiddu til þróunar nútímaríkisins og hugað að gagnvirkum áhrifum þeirra á framvindu alþjóðamála. Í námskeiðinu er hafist handa við að veita stutt yfirlit yfir stofnun síðasta keisaraveldis Kína, Qing-veldisins. Síðan er vikið að veigamiklum breytum í sögu þjóðarinnar, t.d. heimsvaldastefnu, uppreisnum og byltingu í Kína, sem öll höfðu mikil áhrif á samskipti Kínverja við önnur ríki. Að því loknu verður fjallað um stofnun Alþýðulýðveldisins Kína, flótta stjórnar Þjóðernissinna til Taívan, stefnumál Mao Zedong, menningarbyltinguna og opnunarstefnuna. Námskeiðið er kennt á ensku og í fjarfundarbúnaði.
Bretland á 20. öld (SAG108G)
Námskeiðinu er ætlað að veita nemendum innsýn í fræðilega umræðu um breskt samfélag á 20. öld. Áherslan verður á menningar-, hugmynda- og félagssögu, en einnig verður litið til afmarkaðra þátta breskrar stjórnmálaþróunar. Verkafólk, aðall, menntamenn, millistéttir og konungsfjölskyldan munu koma við sögu en einnig örlög heimsveldisins og áhrif heimsstyrjaldanna, Bítlarnir og 68 kynslóðin sem og þjóðernisstefna Skota, Walesbúa og Íra.
Skjalalestur 1550-1850 (SAG444G)
Nemendur öðlast færni í að lesa íslenska skrift frá tímabilinu, einkum frá 17. og 18. öld. Farið verður í helstu atriði skriftarþróunar, rætt um varðveislu ritheimilda og kynntar aðferðir við útgáfu gamalla texta.
Brenndu bréfið. Skriftarkunnátta á 19. öld og sendibréf sem heimild (SAG410M)
Í námskeiðinu verður rætt um sendibréf frá lokum átjándu aldar til upphafs þeirrar tuttugustu. Fjallað er um sendibréf sem heimild en einnig sem vettvang tjáningar, sköpunar og sjálfsmótunar. Skoðað verður hverjir skrifuðust á og um hvað. Spurt verður um sannleika og lygi í bréfum. Og hvað segja bréf okkur um stétt, stöðu, kyn? Lesin verða innlend og erlend verk um rannsóknir á sendibréfum og skriftarkunnáttu og sérstök áhersla lögð á hið hversdagslega í bréfaskrifum. Loks verða lesin sendibréf frá þessu tímabili, einkum í útgefnum bréfasöfnum.
Popúlismi: Saga, hugmyndafræði og framkvæmd (SAG507M)
Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur ekki aðeins vakið áleitnar spurningar um framtíð frjálslynds lýðræðis (e. liberal democracy) heldur einnig um staðsetningu þessara afla á hinu pólitíska litrófi, hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Þjóðernisorðræða þeirra hefur einkum beinst gegn ráðandi öflum í stjórnmálum og efnahagsmálum, þótt þeir hafi einnig gert málamiðlanir við þau, sem og gegn fjölmenningu, minnihlutahópum og yfirþjóðlegu valdi. Á námskeiðinu verður fjallað um popúlisma í fortíð og samtíð. Megináhersla verður lögð á róttækar hægri hreyfingar – allt frá fasistum og nýfasistum til þjóðernisflokka samtímans – en einnig verður vikið að vinstri birtingarmyndum, eins Popúlistaflokknum í Bandaríkjunum í lok 19. aldar og vinstri leiðtogum og stjórnum í Rómönsku Ameríku, þar sem barátta gegn hefðbundnum valdahópum og ójöfnuði vegur þungt. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál um popúlisma sem lúta að lýðræðiskerfinu, valdboðshyggju, efnahagsmálum, þjóðernishyggju, kynjapólitík, menningu, velferðarhugmyndum og utanríkismálum. Kafað verður ofan í kenningar um popúlisma á sviði sagnfræði og stjórnmálafræði með vísan í orðræðu og baráttuaðferðir. Þá verður vikið að hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og tengsl og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl eins og íhaldsflokka eða „hitt hægrið“ (e. alt-right). Loks verður gerð tilraun til að skýra popúlisma eða „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd með því að beina sjónum að hlutverki karl- og kvenleiðtoga eins og Viktor Orbán í Ungverjalandi, Donald Trump í Bandaríkjunum, Giorgiu Meloni á Ítalíu og Hugo Chávez í Venesúela.
Saga – kennsla og miðlun (SAG411M)
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að þátttakendur efli þekkingu sína á fjölbreyttri miðlun sögu og hæfni sína til að fjalla um hana með fræðilega viðurkenndum hætti. Í námskeiðinu er miðlun sögu í víðu samhengi skoðuð, hvort sem er í skóla, á safni eða annars staðar. Fjallað er um leiðir til að greina og miðla hvernig söguleg þekking verður til, hvernig ólíkum sjónarhornum er beitt þegar ákvarðað er hvað telst mikilvæg söguleg þekking og hvaða áhrif viðtakendur hafa á framsetningu sagnfræðilegs efnis. Þátttakendur rýna í svokölluð þröskuldshugtök sagnfræðinnar og leita leiða til að miðla þeim á fjölbreyttan hátt sem höfðað getur til ólíkra hópa. Byggt er á fyrirlestrum, kynningum, umræðum, sjálfstæðri vinnu, samvinnunámi, lestri og upplýsingaleit. Lögð er áhersla á að þátttakendur tengi umfjöllunarefni fræða og rannsókna við raunverulegar aðstæður á margvíslegum vettvangi. Lokaverkefni námskeiðsins er samvinnuverkefni sem verður kynnt á málstofu í lokin.
Rannsóknir og heimildaleit í skjalasöfnum (SAG206M)
Nemendur læra og þjálfast í aðferðum skjalfræðilegra rannsókna, heimildaleit í skjalasöfnum og að meta heimildagildi skjala. Nemendur taka þátt í verklegum æfingum sem tengjast námsefni.
History of China I: From Mythological Origins to Late Ming (KÍN102G)
Þetta námskeið fjallar um sögu Kína frá goðsögulegum tíma Xia-veldisins á þriðja árþúsundi f.Kr. fram að upphafi nítjándu aldar. Varpað verður ljósi á jafnt þær breytur sem varðað hafa mestu um mótun kínverskrar menningar sem einstaka viðburði í pólítískri og samfélagslegri framvindu þjóðarinnar. Veitt verður yfirlit yfir tilkomu og þróun áhrifamestu kínversku trúarbragða- og heimspekikerfa, einkum konfúsíanisma, daoisma og búddisma. Áhrifamiklir einstaklingar verða kynntir til sögunnar og samskipti og gagnkvæm áhrif erlendra þjóðhópa og Kínverja fá umtalsvert vægi.
Kynjafræðikenningar (KYN202G)
Kynjafræði er þverfræðileg. Hér verður heimspekilegur og kenningalegur grundvöllur kynjafræða og gagnrýnið inntak þeirra skoðað.
Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði.
Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.
Forsaga (FOR204G)
Forsaga fjallar um menningarsögu mannkyns eins og hún birtist í efnismenningunni, frá upphafi verkmenningar fyrir rúmlega 2,5 milljónum ára til loka járnaldar (≈ 0-800 AD), þ.e. einkum þau tímabil sem aðeins takmarkaðar eða engar ritheimildir eru til um. Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði forsögu, svo sem tímatalsfræði og skilgreiningar forsögulegra menningarsamfélaga. Auk þess verður fjallað um ýmsar birtingarmyndir forsögulegra menningarsamfélaga, svo sem búsetumynstur, grafsiði, verkmenningu og verktækni, verslun og viðurværi. Áhersla verður lögð á þróun mannsins í hnattrænu samhengi og síðari forsögu Evrópu (≈ 10.000 BC-800 AD).
Í lok námskeiðsins er þess vænst að nemendur geti fótað sig í orðfæri forsögulegrar fornleifafræði og kunni skil á helstu vörðum forsögulegrar tímatalsfræði og evrópskrar forsögu.
Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)
Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.
Bókmenntasaga (ABF210G)
Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum.
Nýaldarheimspeki (HSP203G)
Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.
Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.
Kvikmyndasaga (KVI201G)
Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.
Heimur Rómverja: Saga og samfélag (KLM216G)
Námskeiðið kynnir nemendum menningu, sögu og samfélag Rómverja. Áhersla verður lögð á tímann frá 201 f.o.t. til 180 e.o.t. Fjallað verður um helstu atburði sögunnar, megin stofnanir samfélagsins, samfélagsgerð, fjölskyldu og kynjahlutverk, þrælahald, menntun, menningu, trú afþreyingu og hversdagslíf. Auk stoðrita verða lesnir fornir textar í þýðingu (enskri eða íslenskri) en ekki gert ráð fyrir latínukunnáttu.
Íslensk myndlist í samtíð (LIS201G)
Helstu sérkenni og söguleg þróun íslenskrar myndlistar síðustu áratugi 20. aldar og á fyrsta áratug 21.aldar skoðuð í ljósi íslensks samfélags og samhengis við erlenda listþróun. Meðal viðfangsefna er arfleifð SÚM á áttunda áratugnum, stofnun Gallerís Suðurgötu 7 og Nýlistasafnsins, einkenni hins íslenska konsepts og annarra „nýlista“, svo sem ljósmynda, innsetninga og gjörninga, stofnun Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík og uppgangur þrívíddarlistar, endurkoma olíumálverksins á níunda áratugnum, vídeólistar starfrænna miðla og í seinni tíð skörun myndlistar, kvikmyndamiðilsins og tónlistar. Hugað verður að afstöðu yngri kynslóðar myndlistarmanna til myndlistararfsins á hverjum tíma, m.a. til náttúruarfleifðar og að "þjóðlegri" birtingarmynd myndlistar. Þá er fjallað um einkenni gagnrýnnar umræðu um myndlist, listmenntun, þátttöku í Feneyjabíennal, rekstur gallería og stofnun sýningarhópa í samtímanum. Kennt í HÍ.
Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)
Farið verður í þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1970. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.
Efnismenning: Hlutirnir, heimilið, líkaminn (ÞJÓ205G)
Í námskeiðinu verður efnisleg hversdagsmenning tekin til gagngerrar umfjöllunar. Gefið verður yfirlit yfir þetta þverfaglega rannsóknarsvið og rýnt jöfnum höndum í dæmi úr samtímanum og frá fyrri tíð, íslensk og erlend. Meðal annars verður fjallað um föt og tísku, matarhætti, hlutina sem umkringja okkur í daglega lífinu, rusl og hreinlæti, handverk og neyslumenningu, hús og garða, heimilið, borgarlandslag, söfn og sýningar. Um leið kynnast nemendur ýmsum kenningum og sjónarhornum sem leggja t.a.m. áherslu á mannslíkamann, kyngervi, neyslu, rými og stað.
Norræn trú (ÞJÓ437G)
Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.
Íslensk fornleifafræði (FOR201G)
Yfirlitsnámskeið um íslenska fornleifafræði, sögu hennar, viðfangsefni og stöðu þekkingar. Farið er yfir helstu strauma í íslenskri fornleifafræði og fjallað ítarlega um sex lykilstaði sem endurspegla áherslur og viðfangsefni íslenskrar fornleifafræði. Kynntar verða helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið og fjallað um áhrif þeirra á söguskynjun Íslendinga og fræðilega umræðu. Að námskeiði loknu eiga nemendur að kunna skil á einkennum íslenskra fornleifa og geta lýst helstu tegundum gripa, þeim efnum og þeirri tækni sem liggja til grundvallar íslenskri menningarsögu.
Fornleifafræði eftir 1500 (FOR702M)
Í nútíma heimi er auðvelt að hugsa um fortíðina sem eitthvað sem er langt í burtu og hversdeginum óviðkomandi – hvort sem það er heimsókn á safn eða jafnvel fornleifafræðinám, sagan virðist alltaf vera aðskilin frá hversdagsleikanum. Hún er áhugamál okkar eða eitthvað sem við skoðum okkur til skemmtunar. Markmið þessa námskeiðs er að skoða samtímann frá sjónarhorni fornleifa- og sagnfræði: á hvaða hátt er líf okkar afleiðing atburða sem gerðust í fortíðinni? Námskeiðið mun sýna hvernig fortíðin lifir í nútímanum – ekki sem sögustaðir eða fornleifafræðibók heldur sem eitthvað sem hefur áhrif á skipulag hversdagsins og efnisveruleikan sem við búum í. Þótt rætur þessa ferla nái aftur til líffræðilegrar þróunar okkar þá má færa sterk rök fyrir því að flestir áhrifavaldarnir sem skapa umhverfi okkar eigi sér upphaf á síðustu 500 árum.
Átthagar, fríhafnir og heiðardalir: Þjóðfræði staðarins (ÞJÓ446M)
Markmið námskeiðsins er að skoða hvernig fólk tengist ólíkum stöðum með mismunandi hætti: Átthögum, ættaróðulum, heimilum, húsum, götum, hverfum, miðborgum, sveitum, torfbæjum, eyðibýlum, óbyggðum, sumarbústöðum, sólarströndum, sundlaugum, söfnum, skemmtigörðum, kirkjugörðum, þjóðgörðum, helgistöðum, verslunarmiðstöðvum og flugvöllum. Skoðað verður hvernig byggt og óbyggt umhverfi fær merkingu í gegnum það að dvelja á staðnum eða heimsækja. Hvað tengir fólk við tiltekna staði umfram aðra? Hver er munurinn á tengslum fólks við t.d. æskuslóðir og áfangastað? Hvernig máli skiptir munurinn á að vera aðfluttur og innfæddur? Hvað fellst í því að finnast maður tilheyra, eiga heima, á einhverjum stað? Hvernig tengjast flóttamenn, farandverkamenn og aðrir innflytjendur stöðum þeim þeir flytja til og hvernig halda þeir við eða rjúfa tengslin við staðinn og landið sem þeir koma frá? Hvernig tengsl skapar fólk sem er á tímabundnu eða sífelldu flakki tengsl við staði og landslag? Hvernig skapa þeir sem eru aðfluttir eða dvelja tímabundið á tilteknum stað sér heimili. Hvaða hlutverki gegnir reynsla, skynjun, minningar, fagurfræði, samsömun og söguskilningur í þeim tengslum og þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum fólks? Hugað verður að því hverjir geta gert tilkall til staða sem sinna eigin og hvernig búsetuþróun (s.s. brottflutningur og fjölmenning) og hugmyndafræði (t.d. á vettvangi tungumáls, þjóðernishyggju og kynþáttahugmyndir) áhrif á hver getur gert tilkall til staðarins og hvernig? Hvernig breytast merkingarvísanir staða frá einum tíma til annars? Hvernig stýra samfélagslegar formgerðir, pólítísk markmið og skilningur á staðarhugtakinu þeirri merkingu sem staðir hafa í hugum einstaklinga og samfélagshópa?
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
BA-ritgerð í sagnfræði (SAG261L, SAG261L, SAG261L)
Nemendur skrifa BA-ritgerð um rannsóknarefni að eigin vali í samráði við leiðbeinanda sinn. Lokaritgerð er ætlað að sýna hæfni nemenda til sjálfstæðra vinnubragða, til skipulegrar úrvinnslu efnis og heimilda, svo og til notkunar fræðilegra hjálpargagna. Sjá nánar: leiðbeiningar um ritgerðasmíð í sagnfræði
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.