Skip to main content

Landfræði

Landfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Umhverfið í allri sinni fjölbreytni er vettvangur landfræðingsins. Landfræðinám er bæði lifandi og hagnýtt og gefur nýja sýn á ýmis brýnustu viðfangsefni samfélaga um víða veröld.

_____________________________________________________

Nánari upplýsingar

Grunnnám

Landfræðin fjallar bæði um náttúruna og samfélagið, en þó umfram allt um sambúð fólks og náttúru.

Leitað er skilnings á breytingum á umhverfi okkar, þar sem náttúra, samfélagsgerð og menning koma saman. Þannig heildarsýn er nauðsynleg til að taka megi ábyrgar ákvarðanir um framtíðina.

Meðal viðfangsefna

 • Landupplýsingar
 • Loftslagsbreytingar
 • Jarðvegsfræði
 • Veður- og veðurfarsfræði
 • Umhverfisbreytingar og gróðurframvinda
   

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Landfræðinga er að finna bæði í opinbera geiranum og hjá einkafyrirtækjum. 

Landfræðingar starfa meðal annars að skipulagsmálum, við náttúru- og umhverfisrannsóknir, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og meðferð landupplýsinga, byggða- og atvinnuþróun og þróunarsamvinnu, svo fátt eitt sé talið.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í framhaldsnáminu gefst nemendum tækifæri til að vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni á áhugasviði sínu innan greinarinnar.

Inntökuskilyrði fyrir meistaranám er BS-próf í landfræði með tilskilinni lágmarkseinkunn, eða sambærilegt próf í annarri fræðigrein.

Félagslíf

 • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði. 
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

 Fjallið Facebook

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall