Landfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Landfræði

Landfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Landfræðinám er bæði lifandi og hagnýtt og gefur nýja sýn á ýmis brýnustu viðfangsefni samfélaga um víða veröld.

Landfræðin fjallar bæði um náttúruna og samfélagið, en þó umfram allt um sambúð fólks og náttúru. Leitað er skilnings á breytingum á umhverfi okkar, þar sem náttúra, samfélagsgerð og menning koma saman. Þannig heildarsýn er nauðsynleg til að taka megi ábyrgar ákvarðanir um framtíðina. 

Grunnnám

Rúmlega þrír fjórðu hlutar BS-námsins eru skyldunámskeið, sem veita traustan grunn á helstu undirsviðum landfræðinnar. Hægt er að taka valnámskeið á seinni árum námsins.

Nemendur geta þar með leitað dýpri þekkingar á sviðum sem þeir hafa sérstakan áhuga á, jafnvel í öðrum deildum og sviðum Háskóla Íslands. 

Námið veitir góða undirstöðu fyrir frekara nám, bæði á einhverju sérsviði landfræðinnar sem og í skyldum fræðigreinum.

Meðal viðfangsefna

 • Landupplýsingar
 • Kortagerð
 • Loftslagsbreytingar
 • Fjarkönnun
 • Fólksfjöldaþróun
 • Veður- og veðurfarsfræði
 • Jarðvegsfræði
 • Borgarumhverfið
 • Landslag
 • Byggðaþróun og atvinnulíf
 • Hnattræn þróun
 • Umhverfisbreytingar og gróðurframvinda

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentsprófi eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Landfræðinga er að finna bæði í opinbera geiranum og hjá einkafyrirtækjum. 

Landfræðingar starfa meðal annars að skipulagsmálum, við náttúru- og umhverfisrannsóknir, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og meðferð landupplýsinga, byggða- og atvinnuþróun og þróunarsamvinnu, svo fátt eitt sé talið.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í framhaldsnáminu gefst nemendum tækifæri til að vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni á áhugasviði sínu innan greinarinnar.

Inntökuskilyrði fyrir meistaranám er BS-próf í landfræði með tilskilinni lágmarkseinkunn, eða sambærilegt próf í annarri fræðigrein.

Félagslíf

 • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði. 
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

 Fjallið Facebook

Þú gætir líka haft áhuga á:
FerðamálafræðiJarðfræðiLíffræði
Umhverfis- og byggingarverkfræðiMannfræðiFélagsfræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
FerðamálafræðiJarðfræði
LíffræðiUmhverfis- og byggingarverkfræði
MannfræðiFélagsfræði

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr