Landfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Landfræði

Landfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Í landfræðinni færðu innsýn í margvíslegar rannsóknir á sviði umhverfismála í sinni víðustu mynd.

Landfræðin fjallar bæði um náttúruna og samfélagið, en þó umfram allt um sambúð fólks og náttúru.

Í náminu er skoðað hvernig náttúra, samfélagsgerð og menning koma saman í einni heild.

Heildarsýn er forsenda þess að hægt sé að taka ábyrgar ákvarðanir um framtíðina.

Grunnnám

Rúmlega þrír fjórðu hlutar BS-námsins eru skyldunámskeið, sem veita traustan grunn á helstu undirsviðum landfræðinnar. Hægt er að taka valnámskeið á seinni árum námsins.

Nemendur geta þar með leitað dýpri þekkingar á sviðum sem þeir hafa sérstakan áhuga á, jafnvel í öðrum deildum og sviðum Háskóla Íslands. 

Námið veitir góða undirstöðu fyrir frekara nám, bæði á einhverju sérsviði landfræðinnar sem og í skyldum fræðigreinum.

Meðal viðfangsefna

 •     Landupplýsingar
 •     Kortagerð
 •     Náttúruvá 
 •     Loftslagsbreytingar 
 •     Fjarkönnun 
 •     Fólksfjöldaþróun 
 •     Veður- og veðurfarsfræði 
 •     Jarðvegsfræði 
 •     Borgarumhverfið 
 •     Landslag 
 •     Byggðaþróun og atvinnulíf 
 •     Hnattræn þróun 
 •     Umhverfisbreytingar og gróðurframvinda

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentsprófi eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Eftirspurn eftir fólki með landfræðimenntun fer vaxandi. 

Landfræðinga er að finna bæði í opinbera geiranum og hjá einkafyrirtækjum. 

Landfræðingar starfa meðal annars að skipulagsmálum, við náttúru- og umhverfisrannsóknir, náttúruvernd, mat á umhverfisáhrifum, kortagerð og meðferð landupplýsinga, byggða- og atvinnuþróun og þróunarsamvinnu, svo fátt eitt sé talið.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Boðið er upp á framhaldsnám til meistaraprófs og doktorsprófs í landfræði. Í framhaldsnáminu gefst nemendum tækifæri til að vinna að sjálfstæðu rannsóknarverkefni á áhugasviði sínu innan greinarinnar.

Í meistaranámi í landfræði er ennfremur í boði sérstakt kjörsvið, Náttúruvá. Í þessu þverfræðilega námi er fjallað bæði um náttúrufarslegar og samfélagslegar hliðar á ýmsum tegundum náttúruvár. 

Inntökuskilyrði fyrir meistaranám er BS-próf í landfræði með tilskilinni lágmarkseinkunn, eða sambærilegt próf í annarri fræðigrein.

Félagslíf

 • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði. 
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

 Fjallið Facebook

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr