
Stærðfræði og stærðfræðimenntun
180 einingar - BS gráða
Námið er sérstaklega ætlað þeim er hyggja á kennslustörf í framhaldsskólum og er í samstarfi við Menntavísindasvið.
Byggður er traustur og breiður grunnur í stærðfræði og áhersla lögð á að nemendur kynnist sem flestum hliðum stærðfræðinnar.
Námið gefur góðan grunn fyrir meistaranám í Menntun framhaldsskólakennara, en opnar einnig fleiri möguleika á framhaldsnámi, svo sem í stærðfræði og tölfræði.

Grunnnám
Stærstur hluti námskeiða á námsleiðinni eru stærðfræðinámskeið.
Samhliða stærðfræðináminu taka nemendur námskeið um stærðfræðimenntun og almenna menntunarfræði.
Meðal viðfangsefna
- Miðlun hugtaka
- Þjálfun í rökhugsun
- Rúmfræði
- Uppbygging frumsendukerfa
- Netafræði
- Notkun hugbúnaðar í kennslu
- Straumar og stefnur í kennslufræði
- Uppbygging talnakerfa
- Tilgátuprófanir
- Línulegar varpanir
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 21 eining (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.