Stærðfræði og stærðfræðimenntun | Háskóli Íslands Skip to main content

Stærðfræði og stærðfræðimenntun

Nemendur

Stærðfræði og stærðfræðimenntun

180 einingar - BS gráða

. . .

Námið er sérstaklega ætlað þeim er hyggja á kennslustörf í framhaldsskólum og er í samstarfi við Menntavísindasvið.

Byggður er traustur og breiður grunnur í stærðfræði og áhersla lögð á að nemendur kynnist sem flestum hliðum stærðfræðinnar.

Námið gefur góðan grunn fyrir meistaranám í Menntun framhaldsskólakennara, en opnar einnig fleiri möguleika á framhaldsnámi, svo sem í stærðfræði og tölfræði.

""

Grunnnám

Stærstur hluti námskeiða á námsleiðinni eru stærðfræðinámskeið.

Samhliða stærðfræðináminu taka nemendur námskeið um stærðfræðimenntun og almenna menntunarfræði.

Meðal viðfangsefna

 • Miðlun hugtaka
 • Þjálfun í rökhugsun
 • Rúmfræði
 • Uppbygging frumsendukerfa
 • Netafræði
 • Notkun hugbúnaðar í kennslu
 • Straumar og stefnur í kennslufræði
 • Uppbygging talnakerfa
 • Tilgátuprófanir
 • Línulegar varpanir

  Inntökuskilyrði

  Grunnnám

  Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 21 eining (35 fein) í stærðfræði og 30 einingar (50 fein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 6 einingar (10 fein) í eðlisfræði, 6 einingar (10 fein) í efnafræði og 6 einingar (10 fein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 24 einingum (40 fein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Stærðfræðingum bjóðast spennandi og gefandi störf á öllum stigum skólakerfisins en mikil þörf er fyrir menntaða stærðfræðinga í kennslu og rannsóknum.

  Stærðfræðingar eru eftirsóttir á vinnumarkaði. Þeir starfa hjá fjármálafyrirtækjum, líftæknifyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, verkfræðistofum og tryggingafélögum svo nokkur dæmi séu nefnd.

  Störf stærðfræðinga eru fjölbreytt, svo sem líkanagerð, tölfræðileg úrvinnsla og forritun.

  Texti hægra megin 

  Framhaldsnám

  Námið veitir aðgang að meistaranámi á námsleiðinni Menntun framhaldsskólakennara. Námið opnar einnig á fleiri möguleika á framhaldsnámi, svo sem í stærðfræði og tölfræði.

  Menntun framhaldsskólakennara, MS, 120 einingar

  Félagslíf

  • Nemendafélag efnafræðinema heitir Stigull
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

  Hafðu samband

  Nemendaþjónusta VoN
  s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
  Opið virka daga frá 8:30-16:00

  Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
  Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

  Skrifstofa 
  s. 525 4700 

  Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

   Instagram  Twitter  Youtube

   Facebook  Flickr