
Íþrótta- og heilsufræði
180 einingar - BS gráða
Hefur þú áhuga á íþróttum, góðri heilsu, útiveru og vilt starfa á þeim vettvangi? Þá er nám í íþrótta- og heilsufræði eitthvað fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á að auka þekkingu þína á íþróttaiðkun, heilsu, vexti, þroska og lífsstíl fólks á öllum aldri. Brautskráðir nemendur starfa á fjölbreyttum vettvangi en flestir starfa sem íþróttakennarar eða þjálfarar.

Um námið
Íþrótta- og heilsufræði er þriggja ára 180 eininga nám til BS-gráðu. Meðal kennslugreina eru líffæra- og lífeðlisfræði, heilsuræktar- og íþróttaþjálfun, næringarfræði, félagsfræði, kennslufræði, sálfræði, útivist og ýmsar íþróttagreinar. Verkleg kennsla fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum.
Nemendur velja milli tveggja kjörsviða:

Frábær aðstaða
Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins er til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Sjá nánar.