Íþrótta- og heilsufræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði

Íþrótta- og heilsufræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Hefur þú áhuga á íþróttum, góðri heilsu, útiveru og vilt starfa á þeim vettvangi? Þá er nám í íþrótta- og heilsufræði eitthvað fyrir þig. Í náminu er lögð áhersla á að auka þekkingu þína á íþróttaiðkun, heilsu, vexti, þroska og lífsstíl fólks á öllum aldri. Brautskráðir nemendur starfa á fjölbreyttum vettvangi en flestir starfa sem íþróttakennarar eða þjálfarar.

Um námið

Íþrótta- og heilsufræði er þriggja ára 180 eininga nám til BS-gráðu. Meðal kennslugreina eru líffæra- og lífeðlisfræði, heilsuræktar- og íþróttaþjálfun, næringarfræði, félagsfræði, kennslufræði, sálfræði, útivist og ýmsar íþróttagreinar. Verkleg kennsla fer fram í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. 

Nemendur velja milli tveggja kjörsviða: 

Frábær aðstaða

Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins er til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Sjá nánar.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf eða annað sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Bjarki Gíslason
Hrund Thorlacius
Bjarki Gíslason
Íþrótta- og heilsufræði

Námið er gífurlega þroskandi og krefjandi og lærdómsríkt og maður verður samkeppnishæfur eftir að hafa gengið í gegnum það. Ég mæli hiklaust með því.

Hrund Thorlacius
BS í Íþrótta- og heilsufræði

Kostirnir við að hafa aðstöðuna í Laugardal eru að hér er skautasvell, frjálsíþróttasalir, sundlaug og líkamsræktarsalir. Þetta er allt á sama stað og það er stutt í Stakkahlíð þar sem bóklegu tímarnir eru.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir íþróttafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Íþrótta- og heilsufræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi sem íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar, heilsuþjálfarar, einkaþjálfarar, útivistarfrömuðir og við margs konar ráðgjöf.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Grunn- og framhaldsskólakennsla
  • Leiðtogastörf hjá íþróttahreyfingum
  • Rannsóknartengd störf
  • Stjórnunarstörf innan íþróttahreyfingarinnar
  • Störf með sjúkraþjálfurum við endurhæfingu
  • Þjálfun fólks á öllum aldri
  • Æskulýðs- og félagsmálastörf 

Félagslíf

Nemendafélagið Vatnið er nýtt félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Vatnið heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuni nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem haldnir eru á hverju skólaári. 

Þú gætir líka haft áhuga á:
Heilsuefling og heimilisfræðiNæringarfræðiTómstunda- og félagsmálafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
Heilsuefling og heimilisfræðiNæringarfræði
Tómstunda- og félagsmálafræði

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
menntavisindasvid[hja]hi.is

Almennum fyrirspurnum skal beint til kennsluskrifstofu.

Fyrirspurnum til deildarinnar og um námið í deildinni skal beint til deildarstjóra, Sigurlaugar Maríu Hreinsdóttur (525 5981, sigurlaug[hja]hi.is).