
Líffræði
180 einingar - BS gráða
Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna.
Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið.
Líffræði er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, fyrir náttúruvernd, heilsu og líftækni.

Grunnnám
Á fyrstu tveimur árum námsins er byggð upp almenn grunnþekking með námskeiðum t.d. í frumulíffræði, dýrafræði og grasafræði.
Á þriðja ári eru í boði ýmis valnámskeið, t.d. í fuglafræði, umhverfisfræði, fiskavistfræði og mannerfðafræði.
Áhersla er lögð á að nemendur læri hvernig aðferðir raunvísinda leiða til nýrrar þekkingar í líffræði.

Meðal viðfangsefna
- Erfðafræði
- Lífeðlisfræði
- Frumulíffræði
- Örverufræði
- Dýrafræði
- Fiskifræði
- Grasafræði
- Umhverfisfræði
- Þróunarfræði
- Lífupplýsingafræði
- Vistfræði
- Sameindalíffræði
Til að hefja nám í líffræði skal umsækjandi hafa lokið íslensku stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.
Æskilegur undirbúningur fyrir nám í líffræði: 35 fein (21e) í stærðfræði og 50 fein (30e) í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 10 fein (6e) í eðlisfræði, 10 fein (6e) í efnafræði og 10 fein (6e) í líffræði).