Líffræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Líffræði

Líffræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna.

Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið.

Líffræði er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, fyrir náttúruvernd, heilsu og líftækni.

Grunnnám

Á fyrstu tveimur árum námsins er byggð upp almenn grunnþekking með námskeiðum t.d. í frumulíffræði, dýrafræði og grasafræði.

Á þriðja ári eru í boði ýmis valnámskeið, t.d. í fuglafræði, umhverfisfræði, fiskavistfræði og mannerfðafræði.

Áhersla er lögð á að nemendur læri hvernig aðferðir raunvísinda leiða til nýrrar þekkingar í líffræði.

Meðal viðfangsefna

 • Erfðafræði
 • Lífeðlisfræði
 • Frumulíffræði
 • Örverufræði
 • Dýrafræði
 • Fiskifræði
 • Grasafræði
 • Umhverfisfræði
 • Þróunarfræði 
 • Lífupplýsingafræði
 • Vistfræði 
 • Sameindalíffræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám í líffræði skal umsækjandi hafa lokið íslensku stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.

Æskilegur undirbúningur fyrir nám í líffræði: 35 fein (21e)  í stærðfræði og 50 fein (30e) í náttúrufræðigreinum, þar af a.m.k. 10 fein (6e) í eðlisfræði, 10 fein (6e) í efnafræði og 10 fein (6e) í líffræði).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Líffræðingar vinna við fjölbreytt störf í flestum geirum samfélagsins, þ.á.m. við rannsóknir úti í náttúrunni og á rannsóknarstofum, hjá einkafyrirtækjum í líftækni, við umhverfismat vegna virkjana, við nýsköpun, við ráðgjöf og kennslu á öllum skólastigum.

Dæmi um starfsvettvang líffræðinga eru störf hjá:

 • Hafrannsóknarstofnun
 • Náttúrufræðistofnun
 • Landgræðslu Ríkisins
 • Umhverfisstofnun
 • Á rannsóknarstofum Landspítalans
 • Matís
 • Íslenskri erfðagreiningu
 • Verkfræðifyrirtækjum
 • Eldisfyrirtækjum
 • Bæjarfélögum
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í MS-námi taka nemendur bæði námskeið og vinna að rannsóknarverkefni, en doktorsnám byggir fyrst og fremst á rannsóknarverkefni.
Nemendur í framhaldsnámi hafa einnig unnið rannsóknarverkefni á rannsóknastofnunum utan Háskóla Íslands, t.d. á Hafrannsóknastofnun, Landspítala eða hjá Matís.

Meðal áherslusviða í rannsóknum í líffræði við Háskóla Íslands má nefna rannsóknir á ónæmiskerfi manna, þróun og atferli bleikjuafbrigða, landnámi plantna, fuglaflensu, örverum í hverum, viðbrögðum vistkerfa við loftslagsbreytingum og á erfðamengjum flétta og lífskurnar.

Framhaldsnám í líffræði og skyldum greinum er oft styrkt eða launað.

Félagslíf

 • Haxi er félag grunnnema í líffræði
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum og árshátíð

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr