Lyfjafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Lyfjafræði

Lyfjafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Lyfjafræði er fræðigrein sem fjallar um lyf frá öllum hugsanlegum sjónarhornum, allt frá þróun nýrra lyfjaefna og lyfjaforma, að framleiðslu, notkun og verkun lyfjanna. Lyfjafræðinámið er fjölbreytt nám, samsett af bóklegri og verklegri kennslu í hinum ýmsu greinum líf- og raunvísinda, auk greina úr félagsvísindum. 

Um námið

Í BS-námi í lyfjafræði (180e) er lögð áhersla á undirstöðugreinar lyfjafræðinnar, s.s. efnafræði, líffræði, stærðfræði auk ýmissa sérgreina í lyfjafræði. 

Fullt nám tekur þrjú ár. 

BS-námið er nauðsynlegur undirbúningur fyrir MS-nám í lyfjafræði. Að loknu MS-námi í lyfjafræði er hægt að sækja um starfsleyfi lyfjafræðings hjá Embætti Landlæknis.

Námið er byggt á fjölbreyttum kennsluháttum, fyrirlestrum, umræðutímum, verklegum æfingum, einstaklingsbundnum verkefnum, hópverkefnum og dæmatímum.

Lyfjafræðideild hefur aðsetur í byggingunni Haga við Hofsvallagötu. Þar fer kennslan að mestu fram og nemendur hafa aðstöðu og aðgang að lesrými og tölvuveri.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Skilyrði til inntöku í Lyfjafræðideild er stúdentspróf af bóknámsbraut. Æskilegt er að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut með efnafræði sem kjörsvið. Auk þess er mælt með því að taka áfanga af kjörsviðum stærðfræði, líffræði og eðlisfræði. Ef nám er stundað á öðrum bóknámsbrautum þ.e. félagsfræða- eða málabraut er æskilegt að bæta við sig áföngum sem veita sambærilegan undirbúning í efnafræði og stærðfræði, auk eðlisfræði og líffræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

BS-nám í lyfjafræði er nauðsynlegur undirbúningur fyrir MS-nám í lyfjafræði. Að loknu MS-námi í lyfjafræði er hægt að sækja um starfsleyfi lyfjafræðings hjá Embætti Landlæknis.

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir lyfjafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Lyfjafræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi í lyfjaiðnaði, í apótekum, við markaðsmál eða á sjúkrahúsum.

Texti hægra megin 

Starfsmöguleikar

  • Framleiðsla og hönnun lyfja
  • Gæðaeftirlit og skráning
  • Inn- og útflutningur lyfja og markaðsmál
  • Ráðgjöf, eftirlit, stjórnun og afgreiðsla lyfja í apótekum
  • Ráðgjöf til annarra heilbrigðisstarfsmanna
  • Skipulag og eftirlit með lyfjameðferð
  • Framleiðsla lyfja- og næringablanda

Félagslíf

Nemendafélagið Tinktúra heldur uppi félagslífi og stendur vörð um hagsmuni lyfjafræðinema. 

Tinktúra er aðili að alþjóðlegum samtökum lyfjafræðinema, IPSF og EPSA sem miðla upplýsingum milli nemenda um þróun og nýjungar í náminu og störfum lyfjafræðinga. Tinktúra er aðili að IAESTE, alþjóðlegum samtökum nema í raun- og heilbrigðisvísindum.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15