Skip to main content

Íslenska

Íslenska

Hugvísindasvið

Íslenska

BA – 180 einingar

Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi. 

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Oddur Snorrason
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Gunnlaugur Bjarnason
Elínrós Þorkelsdóttir
Oddur Snorrason
BA í íslensku

Þrátt fyrir að íslenskunemendur séu hver öðrum ólíkari er þetta náinn hópur. Það er dæmalaust að jafn ólíkt fólk geti blaðrað jafn mikið, dag eftir dag, um landsbyggðarmállýskur og eddukvæðin. Það er ekki hægt að ganga inn í Árnagarð án þess að lenda á spjalli. Nemendurnir hafa allir brennandi áhuga á faginu. Þeir eru annaðhvort helteknir af hljóðkerfisfræði eða ástríðufullir bókmenntafræðingar. Ég valdi íslenskuna af bókmenntaáhuga en nú er ég jafn hugfanginn af málfræðinni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.