Skip to main content

Íslenska

Íslenska

Hugvísindasvið

Íslenska

BA gráða – 180 einingar

Í námsgreininni íslensku er fjallað um mál og bókmenntir frá elstu tímum til okkar samtíma. Bókmenntirnar spanna allt frá fornaldarsögum og Eddukvæðum til glæpasagna og hinsegin bókmennta en í málfræðinni er meðal annars fengist við máltöku barna, setningafræði, hljóðkerfisfræði og félagsleg málvísindi. Námið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að starfa á sviði menningar og miðlunar af ýmsu tagi. 

Skipulag náms

X

Aðferðir og vinnubrögð (ÍSL109G)

Námskeiðið er sameiginlegt nemendum í íslensku, almennum málvísindum og táknmálsfræði. Það skiptist í tvennt. Í öðrum helmingi námskeiðsins (kennt á fimmtudögum) er fjallað um gagnrýna hugsun og ritgerðasmíð frá ýmsum hliðum: uppbyggingu ritgerða, efnisafmörkun, mál og stíl, heimildanotkun og heimildamat, tilvísanir, heimildaskrá, frágang o.fl.
Í hinum helmingi námskeiðsins (kennt á þriðjudögum) munu fræðimenn á áðurnefndum sviðum kynna viðfangsefni sín og gestir utan háskólans kynna starfsvettvang íslenskufræðinga, málvísindamanna og táknmálsfræðinga.

X

Inngangur að málfræði (ÍSL110G)

Kynnt verða helstu viðfangsefni málvísinda og undirstöðuatriði í íslenskri málfræði. Fjallað verður um valin atriði innan höfuðgreina málvísinda og helstu hliðargreinar þeirra auk þess sem gefið verður yfirlit yfir þróun málvísinda í gegnum aldirnar. Meginmarkmið námskeiðsins er að efla skilning nemenda á eðli tungumála og kynna þeim helstu grundvallarhugtök og aðferðir málvísinda. Kennsla felst í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið. Nemendur vinna heimaverkefni reglulega yfir misserið, taka tvö heimakrossapróf og ljúka námskeiðinu með lokaprófi í stofu á háskólasvæðinu.

 

X

Bókmenntafræði (ÍSL111G)

Vilt þú læra nýjar leiðir til að lesa og skilja bókmenntir, kafa undir yfirborð texta og ræða um skáldverk á faglegan hátt? Í þessu námskeiði kynnast nemendur undirstöðuhugtökum í bókmenntafræði, textagreiningu og ritun bókmenntaritgerða. Nemendur læra um ólíkar nálganir í bókmenntagreiningu og fá þjálfun í að beita hugtökum við greiningu á skáldtextum af ýmsu tagi, bæði munnlega og í rituðu máli. Námskeiðið skiptist í fjóra hluta: Inngang að bókmenntafræði, ljóð, frásagnir (sögur og leikrit) og loks bókmenntaritgerðaskrif. 

X

Íslensk bókmenntasaga til 1900 (ÍSL205G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu frá öndverðu til loka 19. aldar. Lögð verður áhersla á að setja hræringar og nýjungar í íslenskar bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum álfunnar.

X

Miðaldabókmenntir (ÍSL206G)

Fjallað verður um mismunandi leiðir til þess að nálgast miðaldatexta, hvort sem er eftir hefðbundnum leiðum bókmenntafræði miðalda eða nútímabókmenntarannsókna. Þá verður lesið og rætt um viðhorf miðaldamanna til bókmenningar, sagnaskemmtunar og skáldskapar. Helstu greinar íslenskra miðaldabókmennta verða lesnar.

X

Málkerfið – hljóð og orð (ÍSL209G)

Þetta er grundvallarnámskeið í íslenskri hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, beygingarfræði og orðmyndunarfræði. Farið verður í grundvallaratriði hljóðeðlisfræði og íslenskrar hljóðmyndunar og nemendur þjálfaðir í hljóðritun. Helstu hugtök í hljóðkerfisfræði verða kynnt og gefið yfirlit yfir hljóðferli í íslensku og skilyrðingu þeirra. Einnig verða grundvallarhugtök orðhlutafræðinnar kynnt og farið yfir helstu orðmyndunarferli í íslensku og virkni þeirra. Málfræðilegar formdeildir verða skoðaðar, beygingu helstu orðflokka lýst og gerð grein fyrir beygingarflokkum og tilbrigðum.

X

Straumar og stefnur í bókmenntafræði (ÍSL301G)

Sögulegt yfirlit yfir þróun bókmenntafræði á 20. og 21. öld. Auk fyrirlestra þar sem fjallað er um valdar lykilkenningar er gert ráð fyrir umræðutímum þar sem nemendur æfast í að beita ólíkum nálgunarleiðum á bókmenntatexta.

X

Breytingar og tilbrigði (ÍSL320G)

Markmið þessa námskeiðs er að skýra þau tengsl sem eru á milli málbreytinga í sögu tungumáls og samtímalegra tilbrigða í máli. Meginhugmyndin er sú að málbreytingar leiði að jafnaði til samtímalegra tilbrigða á einhverju tímabili og að öll samtímaleg tilbrigði stafi af einhvers konar málbreytingu eða vísi að breytingu. Í námskeiðinu verða annars vegar kynntar helstu hugmyndir um eðli og tegundir málbreytinga, hvernig breytingar kvikna og hvernig þær breiðast út, og hins vegar hugmyndir um samtímaleg tilbrigði og eðli þeirra. Athyglinni verður fyrst og fremst beint að þróun íslensku, og því verða dæmi einkum tekin úr íslenskri málsögu og íslensku nútímamáli en jafnframt verður bent á hliðstæður í öðrum tungumálum.

X

Setningar og samhengi (ÍSL321G)

Í þessu námskeiði verður fjallað um grundvallaratriði í íslenskri setningafræði, meðal annars orðflokkagreiningu, setningaliði, flokkun sagna, færslur af ýmsu tagi og málfræðihlutverk. Einnig verður fjallað um málnotkun, merkingu og samhengi og tengsl þessara atriða við setningafræði.

X

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.

X

Líf og list Ástu Sigurðardóttur (ÍSL341G)

Rithöfundurinn og myndlistarkonan Ásta Sigurðardóttir var í hópi fyrstu íslensku módernísku höfundanna en hún er þekkt fyrir að hafa skrifað smásögur um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og legið höfðu í þagnarhjúpi, svo sem kynferðislegt ofbeldi, fátækt, fordóma og drykkju kvenna. Í námskeiðinu verður sjónum beint að lífi og list Ástu; jafnt frásögnum, ljóðum og myndlist. Með hliðsjón af verkum skáldkonunnar verður fjallað um höfundarímynd hennar, samspil veruleika og skáldskapar, jaðarsetningu, hernámið og ástandið, kvengotnesku söguna, tálkvendið, samskynjun, ofbeldi og vald og valdaleysi. Þá verður list Ástu sett í samhengi við erlenda bókmennta- og listastrauma og kannað hvaða áhrif hún hefur haft á seinnitímahöfunda.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Íslensk málsaga (ÍSL334G)

Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.

X

Snorri Sturluson: Edda, konungasögur og dróttkvæði (ÍSL464G)

Snorri Sturluson er ein þekktasta persóna Norðurlanda á miðöldum og talinn vera höfundur Eddu og Heimskringlu, en ef til vill jafnvel Egils sögu. Norræn miðaldafræði í dag eru háð Snorra á ýmsan hátt og mikilvægt er því að þekkja bæði höfundinn og verk sitt vel til þess að kunna að setja íslenskar miðaldabókmenntir í stærri samhengi. Í námskeiðinu verður litið m.a. á Gylfaginningu, Skáldskaðarmál og þannig dróttkvæði, konungasögur í Heimskringlu, Fagrskinnu og Morkinskinnu, en ekki síst á Egils sögu. Textar úr þessum verkum verða lesnir og megináherslu verður á greiningu þeirra og túlkun í samhengi miðaldasamfélags, bókmenntasögu og nútímavísinda.

X

Máltaka barna (ÍSL508G)

Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku, m.a. málstöðvar í mannsheilanum og markaldur í máli, og áhrif málumhverfisins á máltöku barna. Rætt verður um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin bæði almennt og hér heima. Þá verður fjallað um hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði auk þess sem gerð verður grein fyrir þróun orðaforða. Einnig verður fjallað um áhrif stafræns málsambýlis við ensku á málfærni íslenskra barna og um þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni. Að lokum verða frávik í málþroska rædd, m.a. stam, lesblinda og málþroskaröskun, og fjallað um tvítyngi og máltöku annars og erlendra mála. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra tungumál og á þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið og ýmsar greinar um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir. Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið.

X

Færeyska og íslenska (ÍSL515M)

Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál. 

Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum). 

X

Ritfærni 1: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni 1: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

Fornmálið (ÍSL211G)

Markmið þessa námskeiðs er að gefa haldgott yfirlit um íslenskt fornmál, einkum hljóðkerfi og beygingarkerfi. Fjallað verður um hljóðkerfi íslensks fornmáls og forsögu þess. Fyrsta málfræðiritgerðin verður lesin og grein gerð fyrir mikilvægi hennar bæði fyrir íslenska og norræna málfræði og sögu málvísinda. Loks verður fjallað rækilega um beygingarkerfi fornmáls.

Kennsla felst að mestu leyti í fyrirlestrum. Auk þess verða allmörg heimaverkefni lögð fyrir nemendur og um þau fjallað í sérstökum æfingatímum.

X

Íslenskar samtímabókmenntir (ÍSL213G)

Yfirlit yfir íslenska bókmenntasögu 20. og 21. aldar. Lögð verður áhersla á að setja strauma og stefnur í íslenskum bókmenntum í samhengi við alþjóðlega strauma í bókmenntum og listum.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Þróun málvísinda (AMV205G)

Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.

X

Hasar og hámenning: Íslenskur menningarvettvangur um miðja 20. öld (ÍSL468G)

Hvað var að gerast í íslensku bókmennta- og menningarlífi í kringum miðja síðustu öld? Hvað var fólk að lesa og hvers konar efni voru höfundar að skrifa? Hvaða hlutverki gegndu kvikmyndahúsin, leikhúsin og kaffihúsin, bókasöfnin, bókabúðirnar og útgefendurnir? Hvað með bakhjarla sem fjármögnuðu menningarstarfsemi? Hvernig var skrifað um menningarmál í tímarit og dagblöð? Hvernig textar voru þýddir? Hvers konar erlend menning knúði hér á dyr, hvaðan kom hún og hvaða áhrif hafði hún?
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenskan menningarvettvang um miðja 20. öld í víðum skilningi og frá ólíkum sjónarhornum. Sjónum er beint að ýmsum miðlum og bókmenntum öðrum en íslensku skáldsögunni, sem oft er í brennidepli þegar bókmenntasaga 20. aldar er annars vegar, og megináhersla lögð á lestur ljóða og smásagna, frumsaminna jafnt sem þýddra. Nemendur lesa einnig menningarumræðu og skáldskap sem birtist í tímaritum og valdar kenningar og fræðilegt efni.

X

Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagi (AMV416G)

Þetta námskeið fjallar um tjákn (e. emojis). Ef tjákn væru tungumál væri ekkert annað mannlegt mál með fleiri málhafa. Vistkerfi tjákna virðist enn fremur hafa þversagnakennd áhrif á tungumál. Að sumu leyti bjóða tjákn upp á fjölbreyttari leiðir til að tjá sig í ritmáli en nokkru sinni fyrr – en þau hafa þó einnig verið borin saman við nýlenskuna í dystópíu Orwell, 1984, vegna þess hvernig þau takmarka möguleika á tjáskiptum.

Þó að tjákn eigi sér fremur stutta sögu þá hefur mikið verið um þau fjallað, bæði í akademísku samhengi og utan þess. Í þessu námskeiði munum við kanna hvaðan tjákn koma, hvernig tæknin sem liggur þeim að baki virkar og hvernig hægt er að nota máltækni til að greina og móta mannlega hegðun og upplifun með tjáknum og hugbúnaði sem vinnur með þau. Við munum sjá hvernig djúp tauganet hafa verið notuð við greiningu á viðhorfum í ritmáli og náð betri árangri en fólk í að greina kaldhæðni eftir að hafa verið þjálfuð á milljónum tjákna. Við munum fjalla um hvernig fólk með jaðarsettar sjálfsmyndir hefur barist fyrir inngildingu í samfélagi tjákna þannig að tíst geti tjáð það að vera trans, klæðast andlitsslæðu, vera á blæðingum eða sýnt húðlit þess sem skrifar. Við lærum um hvernig sumar svona tilraunir eru árangursríkar en aðrar ekki og ræðum hvers vegna svo sé. Námskeiðið mun kafa ofan í hvernig við skiljum og misskiljum tjákn og hvernig þau þýðast á milli mála, menningarheima, aldurshópa og ólíkrar tækniumgjarðar, svo sem á milli iPhone og Android-síma.

Námskeiðið mun setja tjákn í samhengi við kenningar í málvísindum, þar á meðal hvernig tjákn hafa verið greind sem skriflegt látbragð (e. gestures) og hvernig rétt sé að fjalla um orðhlutafræði þeirra og merkingarfræði. Málvísindi eru vísindagrein sem hjálpar okkur að uppgötva og skilja kunnáttu sem við búum þegar yfir og þess vegna er vel hugsanlegt að í námskeiðinu munir þú kynnast eigin ómeðvitaðri þekkingu á tjáknum. Námskeiðið hentar nemendum með alls konar bakgrunn.

X

Náttúra, maður og tækni: Saga hrifningar og ótta frá 19. öld til nútímans (ÍSL508M)

Í námskeiðinu verður hugað að hlutverki náttúru og tækni í skáldskap. Oft er litið á tæknina sem eins konar andstæðu náttúrunnar eða leið mannsins til að umbreyta náttúrunni í eitthvað annað en hún er (t.d. orku eða hráefni til úrvinnslu). Í skáldskap nútímans hefur tæknin þó að vissu leyti tekið við hlutverki náttúrunnar sem uppspretta ægifegurðar og heillandi framandleika. Auk þess hefur hið mannlega og hið vélræna runnið saman á ýmsan hátt.

Meðal kenninga sem lagðar verða til grundvallar í námskeiðinu eru hugmyndir fræðimanna um hið ókennilega (das Unheimliche) og skilgreiningar Martins Heidegger á sambandi tækni og náttúru. Leitað verður svara við spurningum á borð við þessar: Hver eru tengsl vísindahyggju og skáldlegrar sköpunar á 19. öld? Hvaða hlutverki gegnir eðlisfræði fyrir skáld eins og Einar Benediktsson? Hvernig yrkja skáld á atómöld? Hvernig birtist líftækni í skáldsögum okkar daga?

X

Framúrstefna (ABF427G)

Í námskeiðinu verður fjallað um þær framúrstefnuhreyfingar sem komu fram í Evrópu (og að hluta til utan Evrópu) á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í brennidepli verða þekktustu hreyfingar tímabilsins (expressjónismi, ítalskur og rússneskur fútúrismi, dada, konstrúktívismi og súrrealismi) en sjónum verður einnig beint að smærri og minna þekktum hópum, auk þess sem hugað verður að framhaldslífi framúrstefnunnar í starfsemi hópa og hreyfinga frá eftirstríðsárunum til samtímans. Fengist verður við hugmyndir framúrstefnunnar um sköpun nýrrar fagurfræðilegrar menningar og hugveru sem og hugmyndir hennar um endurnýjun ólíkra listgreina og bókmenntagreina (s.s. kvikmyndarinnar, leikhússins, ljóðsins, skáldsögunnar og stefnuyfirlýsingarinnar ). Samhliða lestri og túlkun á textum og verkum framúrstefnunnar verða lesnir valdir fræðitextar um viðfangsefnið.

X

Tal- og málmein (AMV415G)

Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Ást og ofbeldi í íslenskum miðaldabókmenntum (ÍSL327G)

Í námskeiðinu verða valdir miðaldatextar, einkum íslenskir, lesnir og skoðaðir út frá mismunandi hugmyndum og orðræðu um ást og ofbeldi. Helstu bókmenntagreinar sem teknar verða fyrir eru eddukvæði, Íslendingasögur, fornaldarsögur, riddarasögur, mansöngvar og sagnadansar. Áhersla verður lögð á að kanna ólíkar frásagnir af samskiptum karla og kvenna með tilliti til stéttar, kynferðis og tilfinninga, og leitast verður við að greina hvað megi teljast til norrænna einkenna annars vegar og hvað rekja megi til suðrænna áhrifa hins vegar.

X

Setningafræði (ÍSL440G)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.

Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.

Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)

Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.

X

Ritfærni 2: Miðlun fræðanna (ÍSR401G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, ferilmöppu, sjálfsmati og mætingu.

Fjarnám:

Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.

Athugið:

Námskeiðið er sjálfstætt framhald Ritfærni 1: Fræðileg skrif. Ekki er skylda að hafa lokið Ritfærni 1 til að taka Ritfærni 2 en einhver grunnur, t.d. sambærileg aðferðafræðinámskeið, eru þó mikill kostur. Vel ritfærum nemendum sem ekki hafa lokið sambærilegum námskeiðum er einnig heimilt að taka námskeiði. Vakin er athygli á að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)

Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Hljóðfræði og hljóðkerfisfræði (ÍSL340G)

Í námskeiðinu er fjallað um undirstöðuatriði hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Fyrri hluti námskeiðsins er tileinkaður hljóðfræði. Fjallað er um gerð talfæra og hljóðmyndun. Nemendur fá þjálfun í hljóðritun. Kynntar verðu helstu aðferðir á sviði hljóðeðlisfræði og fjallað um tengsl hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Í seinni hluta námskeiðsins verða kynnt hugtök og aðferðir við greiningu hljóðkerfa og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Ólíkar kenningar í hljóðkerfisfræði verða skoðaðar í tengslum við tungumál almennt og íslenskt hljóðkerfi sérstaklega.

X

Líf og list Ástu Sigurðardóttur (ÍSL341G)

Rithöfundurinn og myndlistarkonan Ásta Sigurðardóttir var í hópi fyrstu íslensku módernísku höfundanna en hún er þekkt fyrir að hafa skrifað smásögur um ýmis málefni sem tengjast reynsluheimi kvenna og legið höfðu í þagnarhjúpi, svo sem kynferðislegt ofbeldi, fátækt, fordóma og drykkju kvenna. Í námskeiðinu verður sjónum beint að lífi og list Ástu; jafnt frásögnum, ljóðum og myndlist. Með hliðsjón af verkum skáldkonunnar verður fjallað um höfundarímynd hennar, samspil veruleika og skáldskapar, jaðarsetningu, hernámið og ástandið, kvengotnesku söguna, tálkvendið, samskynjun, ofbeldi og vald og valdaleysi. Þá verður list Ástu sett í samhengi við erlenda bókmennta- og listastrauma og kannað hvaða áhrif hún hefur haft á seinnitímahöfunda.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Forritun fyrir hugvísindafólk (ÍSL333G)

Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað nemendum í grunnnámi í hugvísindum við HÍ sem vilja geta notað forritun í sínum störfum. Áhersla er lögð á greiningu textagagna og námskeiðið hentar fyrir þau sem vilja kynnast máltækni í BA-námi, ekki síst þeim sem stefna á MA-nám í máltækni. Námskeiðið er að hluta til kennt með MLT701F Forritun í máltækni á MA-stigi. Við textagreiningu í námskeiðinu skiptir máli að nemendur hafi grunnþekkingu á helstu hugtökum í málfræði en ef nemandi er í vafa um hvort hún, hann eða hán hefur viðeigandi bakgrunn til að taka námskeiðið er sjálfsagt að hafa samband við kennara fyrir frekari upplýsingar.
Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við nemendur á fyrstu stigum forritunar, aðstoða þá við að ná tökum á grunnþáttum hennar og veita þeim þjálfun í að leysa einföld en fjölbreytt máltækniverkefni í forritunarmálinu Python. Að auki kynnast nemendur málvinnslutólinu NLTK (Natural Language Toolkit). Nemendur sem síðar halda áfram í MA-nám í máltækni munu nota grunninn úr þessu námskeiði í öðrum námskeiðum um málvinnslu.

X

Íslensk málsaga (ÍSL334G)

Farið verður yfir sögu íslensks máls frá elstu heimildum til okkar daga. Fjallað verður um tímabilaskiptingu og ytri aðstæður íslenskrar málþróunar. Helstu hugtök sem notuð eru í umræðu um málbreytingar verða skýrð. Til að nemendur átti sig betur á muninum á fornvesturnorrænu (forníslensku og fornnorsku) og fornausturnorrænu (fornsænsku og forndönsku) verður litið á valda fornsænska og forndanska texta. Í námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á þróun íslensks hljóðkerfis og beygingarkerfis en einnig verður fjallað um setningafræðilegar breytingar og breytingar á orðaforða. Þá verða textar frá ýmsum skeiðum íslenskrar málsögu athugaðir.

X

Snorri Sturluson: Edda, konungasögur og dróttkvæði (ÍSL464G)

Snorri Sturluson er ein þekktasta persóna Norðurlanda á miðöldum og talinn vera höfundur Eddu og Heimskringlu, en ef til vill jafnvel Egils sögu. Norræn miðaldafræði í dag eru háð Snorra á ýmsan hátt og mikilvægt er því að þekkja bæði höfundinn og verk sitt vel til þess að kunna að setja íslenskar miðaldabókmenntir í stærri samhengi. Í námskeiðinu verður litið m.a. á Gylfaginningu, Skáldskaðarmál og þannig dróttkvæði, konungasögur í Heimskringlu, Fagrskinnu og Morkinskinnu, en ekki síst á Egils sögu. Textar úr þessum verkum verða lesnir og megináherslu verður á greiningu þeirra og túlkun í samhengi miðaldasamfélags, bókmenntasögu og nútímavísinda.

X

Máltaka barna (ÍSL508G)

Gefið verður yfirlit yfir málfræðilegar rannsóknir á máltöku barna. Byrjað verður á að kynna líffræðilegar forsendur máltöku, m.a. málstöðvar í mannsheilanum og markaldur í máli, og áhrif málumhverfisins á máltöku barna. Rætt verður um kenningar um máltöku og saga barnamálsrannsókna rakin bæði almennt og hér heima. Þá verður fjallað um hvernig börn ná valdi á höfuðþáttum móðurmáls síns, þ.e. hljóð- og hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði, setningafræði og merkingarfræði auk þess sem gerð verður grein fyrir þróun orðaforða. Einnig verður fjallað um áhrif stafræns málsambýlis við ensku á málfærni íslenskra barna og um þróun læsis og tengsl málþroska við lestrarfærni. Að lokum verða frávik í málþroska rædd, m.a. stam, lesblinda og málþroskaröskun, og fjallað um tvítyngi og máltöku annars og erlendra mála. Markmið námskeiðsins er að varpa ljósi á hvernig börn læra tungumál og á þau stig sem þau ganga í gegnum í málþroska. Í þessum tilgangi verður lesin yfirlitsbók um efnið og ýmsar greinar um íslenskar og erlendar barnamálsrannsóknir. Kennsla fer fram í fyrirlestrum kennara og umræðum nemenda og kennara um efnið.

X

Færeyska og íslenska (ÍSL515M)

Færeyska er það tungumál sem líkist mest íslensku en hefur þó breyst meira en íslenska að því er varðar hljóðkerfi, beygingar og setningagerð. Segja má að færeyska standi mitt á milli íslensku annars vegar og norrænu meginlandsmálanna hins vegar og þetta hefur vakið athygli málfræðinga um allan heim, ekki síst íslenskra málfræðinga. Rannsóknir á færeysku skipta líka miklu máli í íslensku samhengi því færeyska veitir einstaka innsýn í það hvernig íslenska hefði getað þróast eða á hugsanlega eftir að þróast næstu aldirnar. Hvernig stendur t.d. á því að færeyska hefur alhæft -ur í sterku karlkyni (sbr. fugl-ur, ís-ur og her-ur) og tapað eignarfalli á andlögum sagna (sbr. Eg sakni teg vs. Ég sakna þín) en varðveitt stýfðan boðhátt mun betur en íslenska (sbr. Gloym tað vs. Gleymdu því)?

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir færeyska málfræði (hljóðkerfi, beygingar, orðmyndun og setningagerð) með samanburði við íslensku og önnur norræn mál. Einnig verður rætt um málbreytingar, mállýskur og erlend áhrif og nemendur fá þar að auki þjálfun í að hlusta á talað mál. 

Ef áhugi er fyrir hendi verður farin 4 daga ferð (frá mánudegi til föstudags) til Færeyja í tengslum við námskeiðið, líklega í annarri vikunni eftir kennsluhlé (16.-20. október), þar sem við munum meðal annars heimsækja Fróðskaparsetur Færeyja (háskólann í Færeyjum). 

X

Ritfærni 1: Fræðileg skrif (ÍSR301G)

Ritfærni 1: Fræðileg skrif er grunnnámskeið í meðferð ritaðs máls. Nemendur hljóta þjálfun í ritun með vikulegum heimaverkefnum, fyrirlestrum, umræðum og smiðjuvinnu. Fjallað verður um vinnulag við ritun fræðilegra texta, svo sem val og afmörkun viðfangsefnis, byggingu, heimildanotkun og frágang. Einnig verður lögð áhersla á að þjálfa nemendur í málnotkun í fræðilegum textum og fjallað meðal annars um málsnið, stíl, stafsetningu, greinarmerkjasetningu og hjálpargögn málnotenda. Nemendur skrifa fræðilega ritgerð í leiðsagnarmati og fá reglulega endurgjöf kennara sem og samnemenda. Námsmat byggist á vikulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, lokaverkefni og virkri þátttöku í ritsmiðjum. Vakin er athygli á því að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Sagnir, ævintýri og sagnamenn: Þjóðsagnafræði (ÞJÓ104G)

Í námskeiðinu verður þjóðsagnafræði kynnt sem sérstök grein innan þjóðfræðinnar. Fjallað verður um helstu kenningar um uppruna, einkenni og útbreiðslu þjóðsagna, hlutverk þeirra í samfélögum, söfnun, skráningaraðferðir og varðveislu. Meðal fræðimanna sem hér koma við sögu eru Antti Aarne, Inger M. Boberg, Bruno Bettelheim, Linda Dégh, Stith Thompson, Timothy Tangherlini og Alan Dundes. Þá verður gerð grein fyrir helstu flokkum munnmæla og fjallað sérstaklega um formgerð og greiningu þjóðsagna og ævintýra í ljósi helstu kenninga þar um, þ.á m. Algirdas Greimas, Bengts Holbek, Max Lüthis, Axels Olriks og Vladimirs Propps.

Vinnulag
Námið fer einkum fram með lestri nemenda og fyrirlestrum kennara, en einnig með umræðum svo sem kostur er. Hver nemandi heldur auk þess stutta, munnlega framsögn í kennslustund, tekur þátt í umræðuhópi, vinnur verkefni með gerða- eða minnaskrár og skrifar stutta ritgerð um kjörbók.

X

BA-ritgerð í íslensku (ÍSL261L)

Nemandi sem hyggst skrifa BA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Bókmenntasaga (ABF210G)

Í þessu námskeiði er veitt yfirsýn yfir bókmenntasögu síðustu 4000 ára með lestri valinna meistaraverka frá Afríku, Asíu og Evrópu. Verkin verða lesin í íslenskum þýðingum. 

X

Þróun málvísinda (AMV205G)

Í námskeiðinu er saga málvísinda og málspeki rakin í megindráttum frá fornöld til nútímans. Áhersla er lögð á þær kenningar og uppgötvanir sem afdrifaríkastar hafa orðið fyrir hugmyndir og aðferðafræði málvísinda. Meðal annars er fjallað um málvísindi fornaldar, íslenska miðaldamálfræði og sögu málvísindanna á 19. og 20. öld. Að lokum verður rætt um strauma og stefnur í málvísindum nútímans.

X

Hasar og hámenning: Íslenskur menningarvettvangur um miðja 20. öld (ÍSL468G)

Hvað var að gerast í íslensku bókmennta- og menningarlífi í kringum miðja síðustu öld? Hvað var fólk að lesa og hvers konar efni voru höfundar að skrifa? Hvaða hlutverki gegndu kvikmyndahúsin, leikhúsin og kaffihúsin, bókasöfnin, bókabúðirnar og útgefendurnir? Hvað með bakhjarla sem fjármögnuðu menningarstarfsemi? Hvernig var skrifað um menningarmál í tímarit og dagblöð? Hvernig textar voru þýddir? Hvers konar erlend menning knúði hér á dyr, hvaðan kom hún og hvaða áhrif hafði hún?
Í þessu námskeiði verður fjallað um íslenskan menningarvettvang um miðja 20. öld í víðum skilningi og frá ólíkum sjónarhornum. Sjónum er beint að ýmsum miðlum og bókmenntum öðrum en íslensku skáldsögunni, sem oft er í brennidepli þegar bókmenntasaga 20. aldar er annars vegar, og megináhersla lögð á lestur ljóða og smásagna, frumsaminna jafnt sem þýddra. Nemendur lesa einnig menningarumræðu og skáldskap sem birtist í tímaritum og valdar kenningar og fræðilegt efni.

X

Tjákn (e. emojis) í máli, tækni og samfélagi (AMV416G)

Þetta námskeið fjallar um tjákn (e. emojis). Ef tjákn væru tungumál væri ekkert annað mannlegt mál með fleiri málhafa. Vistkerfi tjákna virðist enn fremur hafa þversagnakennd áhrif á tungumál. Að sumu leyti bjóða tjákn upp á fjölbreyttari leiðir til að tjá sig í ritmáli en nokkru sinni fyrr – en þau hafa þó einnig verið borin saman við nýlenskuna í dystópíu Orwell, 1984, vegna þess hvernig þau takmarka möguleika á tjáskiptum.

Þó að tjákn eigi sér fremur stutta sögu þá hefur mikið verið um þau fjallað, bæði í akademísku samhengi og utan þess. Í þessu námskeiði munum við kanna hvaðan tjákn koma, hvernig tæknin sem liggur þeim að baki virkar og hvernig hægt er að nota máltækni til að greina og móta mannlega hegðun og upplifun með tjáknum og hugbúnaði sem vinnur með þau. Við munum sjá hvernig djúp tauganet hafa verið notuð við greiningu á viðhorfum í ritmáli og náð betri árangri en fólk í að greina kaldhæðni eftir að hafa verið þjálfuð á milljónum tjákna. Við munum fjalla um hvernig fólk með jaðarsettar sjálfsmyndir hefur barist fyrir inngildingu í samfélagi tjákna þannig að tíst geti tjáð það að vera trans, klæðast andlitsslæðu, vera á blæðingum eða sýnt húðlit þess sem skrifar. Við lærum um hvernig sumar svona tilraunir eru árangursríkar en aðrar ekki og ræðum hvers vegna svo sé. Námskeiðið mun kafa ofan í hvernig við skiljum og misskiljum tjákn og hvernig þau þýðast á milli mála, menningarheima, aldurshópa og ólíkrar tækniumgjarðar, svo sem á milli iPhone og Android-síma.

Námskeiðið mun setja tjákn í samhengi við kenningar í málvísindum, þar á meðal hvernig tjákn hafa verið greind sem skriflegt látbragð (e. gestures) og hvernig rétt sé að fjalla um orðhlutafræði þeirra og merkingarfræði. Málvísindi eru vísindagrein sem hjálpar okkur að uppgötva og skilja kunnáttu sem við búum þegar yfir og þess vegna er vel hugsanlegt að í námskeiðinu munir þú kynnast eigin ómeðvitaðri þekkingu á tjáknum. Námskeiðið hentar nemendum með alls konar bakgrunn.

X

Náttúra, maður og tækni: Saga hrifningar og ótta frá 19. öld til nútímans (ÍSL508M)

Í námskeiðinu verður hugað að hlutverki náttúru og tækni í skáldskap. Oft er litið á tæknina sem eins konar andstæðu náttúrunnar eða leið mannsins til að umbreyta náttúrunni í eitthvað annað en hún er (t.d. orku eða hráefni til úrvinnslu). Í skáldskap nútímans hefur tæknin þó að vissu leyti tekið við hlutverki náttúrunnar sem uppspretta ægifegurðar og heillandi framandleika. Auk þess hefur hið mannlega og hið vélræna runnið saman á ýmsan hátt.

Meðal kenninga sem lagðar verða til grundvallar í námskeiðinu eru hugmyndir fræðimanna um hið ókennilega (das Unheimliche) og skilgreiningar Martins Heidegger á sambandi tækni og náttúru. Leitað verður svara við spurningum á borð við þessar: Hver eru tengsl vísindahyggju og skáldlegrar sköpunar á 19. öld? Hvaða hlutverki gegnir eðlisfræði fyrir skáld eins og Einar Benediktsson? Hvernig yrkja skáld á atómöld? Hvernig birtist líftækni í skáldsögum okkar daga?

X

Framúrstefna (ABF427G)

Í námskeiðinu verður fjallað um þær framúrstefnuhreyfingar sem komu fram í Evrópu (og að hluta til utan Evrópu) á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í brennidepli verða þekktustu hreyfingar tímabilsins (expressjónismi, ítalskur og rússneskur fútúrismi, dada, konstrúktívismi og súrrealismi) en sjónum verður einnig beint að smærri og minna þekktum hópum, auk þess sem hugað verður að framhaldslífi framúrstefnunnar í starfsemi hópa og hreyfinga frá eftirstríðsárunum til samtímans. Fengist verður við hugmyndir framúrstefnunnar um sköpun nýrrar fagurfræðilegrar menningar og hugveru sem og hugmyndir hennar um endurnýjun ólíkra listgreina og bókmenntagreina (s.s. kvikmyndarinnar, leikhússins, ljóðsins, skáldsögunnar og stefnuyfirlýsingarinnar ). Samhliða lestri og túlkun á textum og verkum framúrstefnunnar verða lesnir valdir fræðitextar um viðfangsefnið.

X

Tal- og málmein (AMV415G)

Í námskeiðinu fá nemendur yfirlit yfir helstu viðfangsefni talmeinafræðinga á Íslandi. Um er að ræða fjölbreytt efni, allt frá greiningu og meðferð málstols og kyngingartregðu hjá fullorðnum einstaklingum yfir í málþroskaröskun og framburðarfrávik barna á leikskólaaldri. Unnið er út frá nauðsynlegri grunnþekkingu og yfir í hagnýtari nálganir á viðfangsefnið. Einnig verður lögð áhersla á að nemendur geti kynnt sér fræðilega umræðu og ritrýndar greinar á sviði talmeinafræði.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Ást og ofbeldi í íslenskum miðaldabókmenntum (ÍSL327G)

Í námskeiðinu verða valdir miðaldatextar, einkum íslenskir, lesnir og skoðaðir út frá mismunandi hugmyndum og orðræðu um ást og ofbeldi. Helstu bókmenntagreinar sem teknar verða fyrir eru eddukvæði, Íslendingasögur, fornaldarsögur, riddarasögur, mansöngvar og sagnadansar. Áhersla verður lögð á að kanna ólíkar frásagnir af samskiptum karla og kvenna með tilliti til stéttar, kynferðis og tilfinninga, og leitast verður við að greina hvað megi teljast til norrænna einkenna annars vegar og hvað rekja megi til suðrænna áhrifa hins vegar.

X

Setningafræði (ÍSL440G)

Markmið
Að nemendur öðlist þekkingu á ýmsum mikilvægum hugtökum og fræðilegum hugmyndum í setningafræði og geti notað þessa þekkingu til að takast á við ný viðfangsefni á þessu sviði.

Viðfangsefni
Kynntar verða helstu aðferðir og hugtök setningafræðinnar. Af einstökum viðfangsefnum má nefna setningaliði, liðgerðakenninguna, hlutverksvarpanir, sagnfærslu, rökformgerð, fallmörkun, bindilögmál og hömlur á færslum. Umfjöllunin verður byggð á dæmum úr íslensku, ensku og ýmsum öðrum tungumálum.

Vinnulag
Kennsla í námskeiðinu er einkum í formi fyrirlestra en nemendur eru hvattir til virkrar þátttöku með spurningum og athugasemdum.

X

Beygingar- og orðmyndunarfræði (ÍSL447G)

Þetta er framhaldsnámskeið í beygingar- og orðmyndunarfræði og það er kennt annað hvert ár. Fjallað verður um helstu hugtök og aðferðir í beygingar- og orðmyndunarfræði, morfemgreiningu, orðmyndunarferli, beygingarreglur og tengsl orðmyndunar og beygingar við hljóðkerfisfræði og setningafræði. Umfjöllunin verður studd dæmum úr íslensku og ýmsum öðrum tungumálum.

X

Hverfult tungutak í deiglu samtímans (ÍSL458M)

Fræðasvið eins og samanburðarmálfræði, félagsmálfræði og söguleg setningafræði hafa um langt skeið rannsakað tilbrigði í máli og málbreytingar. Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á sérstöðu nútímans þegar kemur að tilbrigðum í mannlegu máli. Þessi sérstaða felst bæði í nýjum málfræðilegum viðfangsefnum og nýjum rannsóknaraðferðum. Fjallað verður um samspil málkunnáttu og málbeitingar við tækninýjungar og samfélagsmiðla. Nemendur munu öðlast hæfni í hefðbundnum aðferðum í megindlegum tilbrigðamálvísindum sem verða svo settar í samhengi við nýstárlega aðferðafræðilega sprota á borð við lýðvistun (e. crowdsourcing) og leikjavæðingu (e. gamification). Megináhersla verður lögð á að nemendur fái hagnýta þjálfun í að taka virkan þátt í raunverulegri rannsóknarvinnu á sviði námskeiðsins. Námskeiðið hentar stúdentum sem vilja læra um félagsmálfræði, annaðhvort í fyrsta skipti eða til að kynnast nýjum aðferðum og þeim sem vilja fá innsýn í megindlega strauma í hugvísindum.

X

Ritfærni 2: Miðlun fræðanna (ÍSR401G)

Tilgangur þessa námskeiðs er að þjálfa nemendur í ritfærni. Áhersla verður lögð á þjálfun í meðferð texta af ýmsu tagi. Regluleg ritunarverkefni munu þjálfa ólíkar leiðir til að miðla fræðilegum textum á skapandi hátt, t.a.m. í formi pistla og sannsagna (e. creative nonfiction). Nemendum mun gefast tækifæri til að notast við efnivið úr sínum aðalgreinum en þurfa einnig að takast á við nýjar áskoranir. Kennsla byggir á fyrirlestrum, umræðum, verkefnum í tíma og ritsmiðjum. Námsmat byggist á reglulegum heimaverkefnum, miðmisserisverkefni, ferilmöppu, sjálfsmati og mætingu.

Fjarnám:

Námskeiðið er kennt í staðnámi en allir fyrirlestrar kennara verða teknir upp. Þetta er gert til að auka aðgengi að námskeiðinu. Ekki er hægt að tryggja upptökur á umræðum eða framsögum nemenda ef á við. Mæting og þátttaka gildir 15% af einkunn og verður að hluta til skyldumæting. Þeir nemendur sem ekki mæta í tíma skulu hlusta á fyrirlestra og skila skýrslu um efni þeirra með hliðsjón af lesefni. Þá skulu þeir vinna sjálfir að þeim ritsmiðjuverkefnum sem lögð eru fyrir í tíma og skila inn til kennara. Sú vinna er þá jafngildi mætingar.

Athugið:

Námskeiðið er sjálfstætt framhald Ritfærni 1: Fræðileg skrif. Ekki er skylda að hafa lokið Ritfærni 1 til að taka Ritfærni 2 en einhver grunnur, t.d. sambærileg aðferðafræðinámskeið, eru þó mikill kostur. Vel ritfærum nemendum sem ekki hafa lokið sambærilegum námskeiðum er einnig heimilt að taka námskeiði. Vakin er athygli á að aðeins er hægt að ljúka námskeiðinu sé öllum verkefnum skilað.

X

Norræn trú (ÞJÓ437G)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, og umræðum um fyrirlestra.

X

Náttúrusögur: (yfir)náttúra í þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda (ÞJÓ614M)

Með hliðsjón af þjóðsögum, bókmenntatextum og öðrum heimildum fjallar námskeiðið um birtingarmyndir náttúru og yfirnáttúru í frásagnarmenningu á Íslandi í gegnum aldirnar. Nemendur læra um þýðingu, snertifleti og óljós mörk þessara fyrirbæra og hvernig þau hafa mótað samfélag og umhverfi. Nemendur kynnast þannig ólíkum hugmyndum um stöðu fólks og (annarra) dýra innan, yfir eða utan við náttúruna. Í fjölbreyttum fyrirlestrum og verkefnavinnu verður fjallað með gagnrýnum hætti um mennsku og dýrsleika, lífheima og handanheima, efnisleika og hið yfirskilvitlega. Kannað verður hvaða hlutverk og form landslag, lífverur, líkamar, veður og náttúrufyrirbrigði taka í frásögnunum. Kynntar verða nýjustu rannsóknir á þessu breiða sviði, svo sem á framsetningu jarðhræringa og himingeima, bjarndýra, hvala, sela og húsdýra, og á náttúrvættum og öðrum þjóðsagnaverum á borð við álfa, drauga, tröll og berserki. Nemendur læra hvernig sagnaheimar og þjóðtrú hafa sett mark sitt á náttúruskynjun, alþýðuhefðir, þjóðhætti og samfélagsleg rými svo sem álagabletti, helga staði og staði sem eru þekktir fyrir reimleika. Einnig spyrjum við hvernig þessar frásagnir birtast í alþýðulist og myndlist, allt frá fyrri öldum til nútímans. Að lokum munum við kanna hvaða þýðingu frásagnir af náttúru og yfirnáttúru hafa í samhengi mannaldar, mannmiðaðra sjónarhorna, loftslagsbreytinga og ólíkrar stöðu samfélagshópa og tegunda

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gunnlaugur Bjarnason
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Elínrós Þorkelsdóttir
Oddur Snorrason
Gunnlaugur Bjarnason
BA í íslensku

Ég hafði ákveðna hugmynd um námið þegar ég skráði mig en strax á fyrsta skóladegi sá ég að hugmyndir mínar um íslensku náðu bara til lítils hluta námsins enda möguleikarnir sem manni bjóðast í náminu gífurlega margir. Eftir það var ekki aftur snúið og ekki skemmdi það fyrir hvað skemmtanalífið er frábært og kennararnir sömuleiðis.

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Elínrós Þorkelsdóttir
Íslenska - BA nám

Eftir mikla umhugsun ákvað ég að fara í íslensku við HÍ og hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun. Íslenskan hefur kennt mér svo margt, til dæmis hef ég fengið að skyggnast inn í fornar og nýjar bókmenntir og lært hvernig tungumálið okkar virkar. Fyrst og fremst hefur íslenskan þó opnað huga minn og aukið víðsýni mína. Ég mæli því hiklaust með íslenskunni – svo spillir heldur ekki fyrir að félagslífið er alveg frábært.

Oddur Snorrason
BA í íslensku

Þrátt fyrir að íslenskunemendur séu hver öðrum ólíkari er þetta náinn hópur. Það er dæmalaust að jafn ólíkt fólk geti blaðrað jafn mikið, dag eftir dag, um landsbyggðarmállýskur og eddukvæðin. Það er ekki hægt að ganga inn í Árnagarð án þess að lenda á spjalli. Nemendurnir hafa allir brennandi áhuga á faginu. Þeir eru annaðhvort helteknir af hljóðkerfisfræði eða ástríðufullir bókmenntafræðingar. Ég valdi íslenskuna af bókmenntaáhuga en nú er ég jafn hugfanginn af málfræðinni.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.