Stærðfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Stærðfræði

Stærðfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Nám í stærðfræði snýst fyrst og fremst um skilning á hugtökum, samband hugtaka og hvernig þau mynda heildstætt kerfi.

Áhersla er lögð á fræðilegan grunn og gagnrýna agaða hugsun sem nýtist nemandanum vel í glímu við verkefni á öðrum sviðum.

Námið þroskar hæfileikann til að finna og setja fram skothelda röksemdafærslu.

Grunnnám

Í grunnnáminu er hægt að velja milli 7 kjörsviða sem eru:

Ákveðinn kjarni er sameiginlegur öllum kjörsviðum. 

Flestir nota kjörsvið sem viðmið til að sníða námið að áhugasviði og framtíðaráformum.

Nemendur í tölvustofu

Meðal viðfangsefna

 • Talnakerfi
 • Línulegar varpanir
 • Hreyfikerfi
 • Frumsendukerfi
 • Afleiðujöfnur
 • Rúmfræði
 • Fletir í hærri víddum
 • Samhverfur
 • Slembiferli
 • Netafræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 fein (21 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 ein) í efnafræði og 10 fein (6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Stærðfræðingar eru eftirsóttir á vinnumarkaði. Þeir starfa hjá fjármálafyrirtækjum, líftæknifyrirtækjum, hugbúnaðarfyrirtækjum, verkfræðistofum og tryggingafélögum svo nokkur dæmi séu nefnd.

Störf stærðfræðinga eru fjölbreytt, svo sem líkanagerð, tölfræðileg úrvinnsla og forritun.

Spennandi og gefandi störf bjóðast á öllum stigum skólakerfisins en mikil þörf er fyrir menntaða stærðfræðinga í kennslu og rannsóknum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Að loknu BS-námi í stærðfræði stendur til boða margs konar framhaldsnám, bæði við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. Margir nemendur hafa stundað frekara nám í hreinni og hagnýttri stærðfræði og tölfræði. Aðrir hafa lagt stund á tengdar greinar svo sem hagfræði og tölvunarfræði.

Félagslíf

 • Nemendafélag stærðfræðinema heitir Stigull
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið stendur fyrir vísindaferðum, bjórkvöldum, árshátíðum og skemmtiferðum
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Skrifstofa 
s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

 Instagram  Twitter  Youtube

 Facebook  Flickr