Skip to main content

Jarðfræði

Jarðfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Jarðfræðin leggur mikið til okkar skilnings á leit og nýtingu orkuauðlinda og málmvinnslu, hvort tveggja hornsteinar nútíma samfélags.

Mannvirkjagerð krefst þekkingar á nýtanlegum jarðefnum og uppbyggingu og hreyfingum jarðskorpunnar.

Fiskistofnar og nýting þeirra er háð frjósemi hafsins, hafstraumum, lögun hafsbotnsins og veðurfari við landið.

Grunnnám

Í jarðfræðinámsbrautinni er lögð áhersla á grunnhugtök jarðfræðinnar og undirstöðugreinar. 

Umsvif mannsins hafa margþætt áhrif, jákvæð og neikvæð. Skynsamleg meðferð og nýting náttúrunnar á sér ekki stað nema fyrir hendi sé skilningur á flóknu samspili þeirra náttúrulegra ferla sem móta og mynda lífumhverfi okkar.

Meðal viðfangsefna

  • Jarðlagafræði
  • Eldfjallafræði
  • Bergfræði
  • Jöklafræði
  • Haffræði

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.  Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðfræði: 35 fein (21 gamlar ein) í stærðfræði og 50 fein (30 gamlar ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6 gamlar ein) í eðlisfræði, 10 fein (6 gamlar ein) í efnafræði og 10 fein (6 gamlar ein) í jarðfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Þekking jarðvísindafólks er verðmæt á mörgum sviðum og á mismunandi starfsvettvangi enda er það eftirsótt víða í atvinnulífinu.

Jarðvísindafólk beitir einnig þekkingu sinni til að leysa hagnýt verkefni, svo sem neysluvatnsleit, nýtingu jarðhita, orkuöflun, undirbúning mannvirkjagerðar, leit að byggingarefnum, málmleit og eftirlit með umbrotum í jarðskorpunni.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Í jarðfræði eru fimm kjörsvið í boði í meistaranámi. Auk jarðfræði er einnig boðið upp á framhaldsnám í jarðvísindum við deildina.

Félagslíf

  • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði. 
  • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
  • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
  • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

Fjallið Facebook

Hafðu samband

Skrifstofa 
s. 525 4700 
Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 8:30-16:00

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall