
Jarðfræði
180 einingar - BS gráða
Jarðfræðin leggur mikið til okkar skilnings á leit og nýtingu orkuauðlinda og málmvinnslu, hvort tveggja hornsteinar nútíma samfélags.
Mannvirkjagerð krefst þekkingar á nýtanlegum jarðefnum og uppbyggingu og hreyfingum jarðskorpunnar.
Fiskistofnar og nýting þeirra er háð frjósemi hafsins, hafstraumum, lögun hafsbotnsins og veðurfari við landið.

Grunnnám
Lögð er áhersla á grunnhugtök jarðfræðinnar og undirstöðugreinar. Námið samanstendur aðallega af skyldunámskeiðum en boðið er upp á valgreinar á þriðja ári.
Í grunnnáminu er lögð áhersla á að nemendur fái gott yfirlit yfir jarðvísindin og traustan fræðilegan grunn í undirstöðugreinum svo sem eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.

Meðal viðfangsefna
- Jarðlagafræði
- Steinda- og bergfræði
- Jarðefnafræði bergs og vatns
- Eldfjallafræði
- Fornloftlagsfræði
- Þróun jarðar
- Fjarkönnun (tækni nýtt til upplýsingaöflunar)
- Jöklafræði
Til að hefja nám við deildina skal umsækjandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi. Nauðsynlegur undirbúningur fyrir nám í jarðfræði: 35 fein (21e) í stærðfræði og 50 fein (30e) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 fein (6e) í eðlisfræði, 10 fein (6e) í efnafræði og 10 fein (6e) í jarðfræði.