Heimspeki | Háskóli Íslands Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

BA gráða – 180 ECTS einingar

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Skipulag náms

X

Inngangur að heimspeki (HSP103G)

Fjallað verður um spurninguna: „Hvað er heimspeki?“ og um tengsl heimspeki við vísindi, listir, trúarbrögð og stjórnmál. Lesnir verða textar eftir klassíska heimspekinga og samtímaheimspekinga í því augnamiði að skoða ólíkar aðferðir og vandamál heimspekinnar.

X

Fornaldarheimspeki (HSP104G)

Meginmarkmið námskeiðsins er þríþætt:

  • Í fyrsta lagi að nemendur öðlist skilning á viðfangsefnum vestrænnar heimspeki í fornöld, sögulegri þróun hennar og félagslegu umhverfi.
  • Í öðru lagi að þeir læri að lesa og greina heimspekilega texta úr fornöld og beita þeim til að svara brýnum spurningum samtímans.
  • Í þriðja lagi að þeir öðlist færni í að skrifa heimspekilega texta út frá lesefni í fornaldarheimspeki.

Við leggjum áherslu á að lesa heil verk í íslenskum þýðingum, með sérstakri áherslu á Ríkið eftir Platon, og í tímum munum við leitast við að greina helstu kenningar og rökfærslur í textunum. Nemendur vinna einir og í hópum að verkefnum undir leiðsögn kennara en stór þáttur námskeiðsins felst í gagnkvæmum stuðningi nemenda í verkefnum. 

Fyrsti tími verður haldinn þriðjudaginn 31. ágúst. Þá förum við saman yfir kennsluáætlun, hæfniviðmið og námsmat og nemendur fá fyrsta verkefni vetrarins. Þrisvar sinnum á önninni (eftir hádegi á föstudögum) verða jafningjamatsdagar þar sem nemendur lesa og meta verkefni hvers annars og er þátttaka í þeim mikilvægur hluti af námsmati.

Íslenskar þýðingar texta fást með 25% afslætti hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi (við Hagatorg) og skal tekið fram að sum verkin eru líka notuð í öðrum heimspekinámskeiðum. Eins er einfalt að nálgast þau á bókasöfnum.

X

Gagnrýnin hugsun (HSP105G)

Námskeiðinu er ætlað að gera nemendum grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar með því að kynna helstu hugtök og aðferðir og mismunandi skilning á eðli og hlutverki hennar. Nemendur verða þjálfaðir í gagnrýninni hugsun eins og hún kemur fyrir í heimspeki og í daglegu lífi og starfi. Lögð er áhersla á að greina röksemdafærslur. Helstu rökvillur og rökbrellur verða ræddar og nemendum kennt hvernig má greina þær og forðast. Ítarlega verður farið í samband gagnrýninnar hugsunar og siðfræði.

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Sérstök áhersla er lögð á umræður um raunhæf úrlausnarefni. Reynt verður að hafa verkefni eins hagnýt og kostur er og tengja þau sem flestum sviðum daglegrar reynslu.

X

Stjórnmál og samfélag (HSP107G)

Nemendur kynnast sígildum kenningum og álitamálum í samtímaumræðu á sviði stjórnspeki og félagslegrar heimspeki og öðlast færni í rökræðu um skipan lýðræðissamfélagsins. Nemendur læra að greina lykilhugtök í heimspekilegri orðræðu um ríki og réttlátt samfélag og tengja við viðfangsefni stjórnmála með sérstakri vísan í íslenskt samfélag.

X

Rökfræði (HSP201G)

Nemendur öðlast grunnþekkingu í heimspekilegri og formlegri rökfræði. Áhersla er lögð á setningarökfræði (e. propositional logic, truth-functional logic) annars vegar og umsagnarökfræði (e. quantified logic, first-order logic) hins vegar. Einnig er farið stuttlega í óformlega rökfræði í upphafi námskeiðs, auk þess ræddar verða heimspekilegar spurningar um eðli og stöðu rökfræðinnar í lok námskeiðsins.

X

Siðfræði (HSP202G)

Veitt verður yfirlit yfir þrjár af höfuðkenningum siðfræðinnar, reist á lestri frumtexta: kenningu Aristótelesar í Siðfræði hans, Johns Stuarts Mill í Nytjastefnunni og Immanuels Kant í Frumspeki siðlegrar breytni.

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í II. hluta heimspekináms. Ætlast er til að það sé tekið á öðru misseri fyrsta námsárs í heimspeki. Námskeiðið getur verið valnámskeið fyrir nemendur í ýmsum öðrum greinum.

Fluttir verða 2 x 12 fyrirlestrar. Lestur námsefnisins er nauðsynlegt skilyrði fyrir árangursríkri þátttöku í tímum. Hver fyrirlestur tekur fyrir afmarkað efni. Að loknum fyrirlestri verða glærur settar inn á heimasvæði námskeiðsins í Uglu.

X

Nýaldarheimspeki (HSP203G)

Viðfangsefni
Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í vestrænni heimspeki á 17. og 18. öld, kynna sérstaklega tiltekin viðfangsefni, kenningar og rökfærslur í þekkingarfræði og frumspeki þessa tímabils með nákvæmum lestri og samanburði valinna verka, einkum eftir Descartes, Hume og Kant, svo og að þjálfa nemendur í lestri, greiningu og túlkun heimspekirita.

Kennsla
Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja verkin í samhengi og greina mikilvægustu kafla ritanna. Í umræðutímum verður rætt nánar um tiltekin efnisatriði, bókarkafla, rökfærslur eða spurningar sem vakna við lesturinn.

X

Þekkingarfræði (HSP304G)

Í námskeiðinu munum við spyrja um eðli þekkingar og glíma við ýmsar gátur sem tengjast þekkingu. Af hverju skiptir þekking máli? Er skilningur mikilvægari en þekking? Hver er munurinn á þekkingu og sannri skoðun? Hvers konar rökstuðning þarf til að breyta sannri skoðun í þekkingu? Getum við rannsakað þekkingu eins og meltingu, þ.e. með náttúruvísindalegum aðferðum, eða getum við bara rannsakað hana innan frá, þ.e. með því að skoða okkar eigin vitund? Getum við treyst skoðunum annarra? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fólk njóti sannmælis, óháð kyni, kynþætti, aldri, kynhneigð o.s.frv.? Við lesum fyrst og fremst texta frá 20. og 21. öld og nemendur þjálfast í að beita aðferðafræði rökgreiningarheimspeki við að lesa og rýna heimspekilega texta.

X

Þættir úr hugmyndasögu fornaldar (KLM105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um valin stef úr hugmyndasögu fornaldar, svo sem ást og vináttu, frelsi og ánauð, hamingju, guðdóminn, réttlæti og samfélag, dauðann og handanlífið. Fjallað verður um hugmyndir bæði Grikkja og Rómverja á klassískum tíma. Lesið verður m.a. úr ritum fornmanna í þýðingu. Kunnátta í frummálunum er ekki áskilin.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)

Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.

X

Grísk leikritun (KLM107G)

Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.

Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.

Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.

X

Martialis (KLM108G)

Í námskeiðinu verða lesin í þýðingu valin kvæði eftir rómverska skáldið Marcus Valerius Martialis frá síðari hluta 1. aldar. Skoðað verður samband hans við forvera sína og samtímamenn.

Kunnáttu í latínu er ekki krafist en nemendur í latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka 2 ECTS eða 5 ECTS sérverkefni um latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið.

X

Sagnaritun og söguspeki (SAG306G)

Námskeiðið skiptist í tvo þætti: a) Saga sagnaritunar. Gefið verður yfirlit yfir sögu sagnaritunar frá fornöld til samtímans. b) Söguspeki. Nokkur grundvallaratriði verða rædd, s.s. sannleikskrafa, hlutlægni og skýringar.

Athugið að kennsla í Sagnaritun og söguspeki hefst eftir verkefnaviku.

X

Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (SFG302G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.Viðfangsefni:

Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:

1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.

2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meira maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndum Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.

X

Listheimspeki (HSP310G)

Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.

X

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)

Fjallað verður um andóf nokkurra fremstu hugsuða á þessu tímabili gegn hefðbundnum hugmyndum um frelsið, mannlegt eðli, samfélag, siðferði, vísindi og trú.

X

Feminísk heimspeki (HSP415G)

Femínísk heimspeki felur í sér gagnrýna sýn á hefð vestrænnar heimspeki. Hún varpar ljósi á stöðu kvenheimspekinga í hefðinni og hún greinir mannskilning sem dregur dám af ákveðnum hugmyndum um karlmennsku samfara gildislækkun kvenleika og þess sem er “annað” eða öðruvísi. Femínísk heimspeki og heimspeki mismunar fela í sér andóf gegn einsleitum, karlhverfum skilningi á grundvallarhugtökum heimspekihefðarinnar, eins hann birtist t.d. í hugmyndum um skynsemi og hlutlægni, og hefðbundnum en lífseigum hugmyndum um siðveruna, þekkingarveruna og sjálfið.

Femínísk heimspeki leikur mikilvægt hlutverk í endurmati á grundvallarhugtökum heimspekinnar í þeim tilgangi að auðga mannskilning hennar, m.a. með því að grafa undan tvíhyggju og stigskiptingu sálar og líkama, vitsmuna og tilfinninga, til að gera heimspekina betur færa um að endurspegla fjölbreytileika veruleikans sem hún á rætur í. (Lesnir verða textar á íslensku og ensku. Einnig verða rýndar fáeinar kvikmyndir með greiningaraðferðum femínskrar- og mismunarheimspeki.)

X

Frumspeki (HSP416G)

Fjallað er um nokkur af helstu viðfangsefnum nútímafrumspeki og sögu frumspekinnar á 20. og 21. öld. Meðal viðfangsefna má telja tilvist náttúrulegra tegunda og uppskáldaðra persóna, persónusamsemd, frjálsan vilja, hluthyggju, hughyggju og nafnhyggju, mögulega heima, tengsl tungumáls og heims og tengsl hugar og heila. Einnig er fjallað um félagslega verufræði, svo sem frumspeki kyns og kynþátta.

X

Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna (EÐL621M)

Markmið: Að kynna nemendum þróun vísinda og eðli með því að rekja dæmi úr vísindasögunni og nýleg viðhorf til vísinda og sögu þeirra. Að þjálfa nemendur í erindaflutningi og ritgerðasmíð um fræðileg efni á íslensku. -- Námsefni: Saga stjörnufræði og heimsmyndar fram yfir byltingu Kópernikusar og Newtons. Saga þróunarkenningarinnar. Nýleg viðhorf sem varða eðli, markmið og þróun vísinda, vísindi og samfélag. -- Hver nemandi flytur erindi á umræðufundi um efni, sem valið er í samráði við kennara, og skilar ritgerð í lok misseris. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að vinna með heimildir. Námsefni getur breyst með hliðsjón af nemendahópi, kennurum og öðrum aðstæðum.

Einstakir nemendur geta tekið þetta námskeið í stað VÍS405G, ef það hentar á viðkomandi námsbraut og hún samþykkir það. Eru þá gerðar kröfur um viðameiri ritgerð og meira lesefni með hliðsjón af fleiri einingum.

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska II (KLM202G)

Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.

Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).

Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Miðaldalatína (KLM203G)

Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.

X

Grískir og rómverskir sagnaritarar (KLM204G)

Námskeiðið fjallar um sagnaritun Forngrikkja og Rómverja, rekur upphaf hennar og þróun og ræðir umfang hennar, eðli, aðferðir og tilgang. Fjallað verður um höfunda á borð við Heródótos, Þúkýdídes, Xenofon, Pólýbíos, Cato, Sallustius, Livius, Plútarkos, Suetonius, Tacitus, Ammianus Marcellinus auk annarra. Lesið verður m.a. úr frumtextum í þýðingum.

X

Rómversku skáldin (KLM205G)

Námskeiðið fjallar um rómverskan kveðskap. Að þessu sinni verður lesið úr verkum skáldanna Virgils og Ovidiusar. Rætt verður um eðli kveðskapar þeirra og stöðu þeirra í bókmenntasögu Rómverja og ýmisleg tengsl við pólitík og málefni líðandi stundar.

Lesið verður í þýðingu en þó býðst nemendum sem geta lesið latínu að vinna verkefni sem tengist frummálinu.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Málstofa gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana (HSP427M, HSP428M)

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum mikilvæg siðferðileg álitaefni tengd ákvörðunum (bæði einka- og opinberra aðila) sem valda útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stuðla þar með að loftlagsbreytingum. Við munum til dæmis ræða hvort ákvarðanir einstaklinga um að borða kjöt og fljúga valdi óréttmætum loftlagsskaða. Einnig munum við velta fyrir okkur hvort fólk geti rækt skyldur sínar í loftlagsmálum með því að kolefnisjafna þann útblástur sem það stuðlar að. Þegar kemur að ákvörðunum opinberra aðila munum við til dæmis ræða hvort og þá hvernig hægt sé að meta heildar skaðann af loftlagsbreytingum og bera hann saman við heildar kostnaðinn við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á spurningar um hvaða vægi við eigum að gefa velferð og tilvist framtíðarkynslóða við slíkan samanburð.

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana (HSP427M, HSP428M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa gistikennara: Framkvæmdamiðuð vísindaheimspeki (HSP321M, HSP322M)

Kennari: Ave Mets, University of Tartu 
Kennslutímabil:  15. mars til 8. apríl

Viðfangsefni í námskeiðinu verða: Líkön í vísindum og tengsl þeirra við náttúrulögmál, hugmyndin um lögmálsvélina; mismunandi skilningur á (hug)smíðum í vísindum; (hug)smíðar sem meðvitaðar athafnir og aðferðir við slíkar smíðar: sértekning, ímyndargerð, innskot, útgiskun; mæling; aðferðafræðileg skipting vísindagreina (nákvæmnisvísindi, náttúruvísindi, félagsvísindi); vísindaleg heimsmynd og hlutverk hennar í mótun heimsins; hagnýt hluthyggja, náttúruhyggja, gagnsemishyggja; hlutverk samfélags og stjórnmála við sköpun vísindalegrar þekkingar. Höfundar: Ronald Giere, Nancy Cartwright, Hasok Chang, Rein Vihalemm, Vyacheslav Stiopin, Joseph Rouse, Sandra Harding, Sergio Sismondo, Eran Tal, Adrian Currie


X

Verkefni í málstofu gistikennara: Framkvæmdamiðuð vísindaheimspeki (HSP321M, HSP322M)

Verkefni í tengslum við málstofu.

X

Málstofa: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar (HSP431M, HSP432M)

Hagfræðikenningar eru fullar af heimspekilegum spurningum. Þessar spurningar varða mannlegt eðli, réttlæti, siðferði, skynsemi, þekkingu, vísindaheimspeki o.s.frv. Sum viðfangsefni hagfræðinnar falla líka undir umræður innan heimspeki; þegar velferð, vali og réttindum er stillt upp gagnvart afkastagetu má til dæmis finna hliðstæða umræðu innan siðfræði. En oft eru duldar heimspekilegar forsendur til staðar í hagfræðikenningum. Í þessu námskeiði verður reynt að finna þessar forsendur með því að lesa hagfræðitexta frá sjónarhorni heimspekinnar. Hver er þekkingarfræði Hayeks, kenning Friedmans um vísindi, stjórmálaheimspeki og siðfræði Adams Smith o.s.frv.? Einnig verður skoðað hvað heimspekin hafi til málanna að leggja um hagfræðileg hugtök: Eru peningar raunverulegir? Hvað er „hagkerfið“? Er ‚homo economicus‘ kynjuð vera? 

Um er að ræða heimspekinámskeið en nemendur úr hagfræði, félagsvísindum og öðrum greinum eru velkomnir.

Kennari mun útvega allt lesefni.

X

Verkefni í málstofu: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar (HSP431M, HSP432M)

Verkefni í málstofu: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa: Berskjöldun (HSP429M, HSP430M)

Í þessari málstofu verður fjallað um nýlega orðræðu berskjöldunar (vulnerability) og hún tekin til gagnrýnnar skoðunar. Hér verður einkum horft til þeirrar heimspeki sem birtist í femínískum fræðum og gagnrýnum fræðum en einnig horft til hugmynda um berskjöldun úr hinum ýmsu fræðigreinum (eins og lögfræði, stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum). Skoðað verður hvernig orðræðan birtist á mörkum siðfræði og verufræði og ennfremur hvernig hún kemur fram sem ákveðið andsvar við þá einstaklingshyggju sem finna má í nýfrjálshyggju. Í því samhengi verða náskyld hugtök við berskjöldun einnig til skoðunar.  

Leitað verður fanga bæði í evrópskum og engilsaxneskum hefðum, en í fyrirrúmi verða hugmyndir Judith Butler, Adriönu Cavarero, Erinn Gilson, Robert Castel og Alison Cole. Meginstraums- og sjálfshálparhugmyndir um berskjöldun á borð við hugmyndir Brené Brown verða ennfremur til umfjöllunar auk þess sem athugað verður hvernig nýlegar baráttuhreyfingar á borð við #MeToo nýta sér hugmyndir um berskjöldun. Einnig verða nýlegar hugmyndir um berskjöldun innan lífsiðfræði og læknahugvísinda skoðaðar. Möguleg framtíð berskjöldunarfræða verður skoðuð sem og hvaða hugmyndir gætu reynst gjöfular fyrir framtíð þessa orðræðu. 

X

Verkefni í málstofu: Berskjöldun (HSP429M, HSP430M)

Verkefni í málstofu: Berskjöldun.

Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Tilvistarstefna og fyrirbærafræði (HSP323G)

Mannleg tilvist í heiminum og skynjun mannverunnar á heiminum eru sígild viðfangsefni heimspekinnar. Á 20. öld komu fram á meginlandi Evrópu hugsuðir sem tókust af mikilli alvöru á við tilvist og skynjun og skiluðu af sér fjölmörgum sígildum verkum af ýmsum stærðum og gerðum. Í námskeiðinu er veitt innsýn í kenningar tilvistarstefnu og fyrirbærafræði með nákvæmum lestri frumtexta höfunda á borð við Edmund Husserl, Martin Heidegger, Edith Stein, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty og Albert Camus. Glímt verður við spurningar um tilgang og merkingu, vitundina og viðföng hennar, heimspeki og vísindi, kyn og kyngervi, og anda og líkama.

X

Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)

Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda, og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Þættir úr hugmyndasögu fornaldar (KLM105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um valin stef úr hugmyndasögu fornaldar, svo sem ást og vináttu, frelsi og ánauð, hamingju, guðdóminn, réttlæti og samfélag, dauðann og handanlífið. Fjallað verður um hugmyndir bæði Grikkja og Rómverja á klassískum tíma. Lesið verður m.a. úr ritum fornmanna í þýðingu. Kunnátta í frummálunum er ekki áskilin.

X

Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)

Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)

Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.

Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Uglu.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Inngangur að klassískum fræðum (KLM103G)

Námskeiðið er inngangur að klassískum fræðum eða fornfræði. Fjallað verður um sögu og þróun fræðigreinarinnar og helstu viðfangsefni hennar og aðferðir í nútímanum: Nemendum verður kynnt klassísk textafræði og hinar ýmsu greinar klassískra fræða og viðfangsefnum þeirra, svo sem sagnfræði, heimspeki og bókmenntir fornaldar. Auk þess verður fjallað um heimildavinnu og vinnulag í klassískum fræðum og þær venjur sem mótast hafa í greininni. Nemendum verða kynnt helstu stoðrit klassískra fræða og reynt verður að efla ratvísi þeirra um heim klassíkurinnar. Þekking á fornmálunum er ekki áskilin.

X

Grísk leikritun (KLM107G)

Óbilgirni, þrjóska, stolt og trúnaðarbrestur geta haft skelfilegar afleiðingar, svo ekki sé minnst á móðurmorð, föðurmorð og sifjaspell. En stundum er hreinlega eins og örlögin ráði ferðinni og kaldhæðni þeirra er oft mikil. Þetta eru kunnugleg stef úr grískum harmleikjum.

Námskeiði þessu er einmitt ætlað að kynna nemendum gríska harmleikinn sem bókmenntagrein. Nemendur lesa all nokkur leikrit í íslenskri þýðingu og kynnast þannig vel bæði formi og inntaki grískra harmleikja. Við munum leiða hugann að ýmsu í grískum harmleikjum, þ.á m. samskiptum manna og guða, valdi örlaganna og ábyrgð manna, stöðu kynjanna, sjálfsmynd Grikkja og birtingarmynd útlendinga.

Þekking á frummálinu er ekki nauðsynleg en þó vinni þeir nemendur þýðingarverkefni sem hafa forsendur til þess.

X

Martialis (KLM108G)

Í námskeiðinu verða lesin í þýðingu valin kvæði eftir rómverska skáldið Marcus Valerius Martialis frá síðari hluta 1. aldar. Skoðað verður samband hans við forvera sína og samtímamenn.

Kunnáttu í latínu er ekki krafist en nemendur í latínu eða klassískum fræðum geta valið að taka 2 ECTS eða 5 ECTS sérverkefni um latneskan frumtexta í tengslum við námskeiðið.

X

Sagnaritun og söguspeki (SAG306G)

Námskeiðið skiptist í tvo þætti: a) Saga sagnaritunar. Gefið verður yfirlit yfir sögu sagnaritunar frá fornöld til samtímans. b) Söguspeki. Nokkur grundvallaratriði verða rædd, s.s. sannleikskrafa, hlutlægni og skýringar.

Athugið að kennsla í Sagnaritun og söguspeki hefst eftir verkefnaviku.

X

Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (SFG302G)

Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.Viðfangsefni:

Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:

1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.

2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meira maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.

3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.

Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndum Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.

X

Snertifletir heimspeki og lista í samtíma (LIS317G)

Í námskeiðinu er gerð grein fyrir nokkrum kenningum í heimspeki sem hafa verið áhrifamiklar á sviði lista undanfarna áratugi, ásamt því að varpa ljósi á sögulegar forsendur þeirra innan listheimspeki og fagurfræði. Sjónum er einkum beint að hugtökum, hugmyndum, kenningum og listaverkum þar sem greina má frjóa snertifleti á milli hugsunar og verka heimspekinga og listamanna. Áhersla er lögð á greiningu og umræður um ný sjónarhorn og hræringar innan heimspekilegs samhengis listarinnar.

X

Listheimspeki (HSP310G)

Námskeiðinu er ætlað að veita stutt yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki listarinnar; að kynna sérstaklega tilteknar spurningar, kenningar og rökfærslur á sviði listheimspeki með lestri valinna texta, bæði sögulegra og samtímalegra; og að þjálfa nemendur í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni.

X

Hugmyndasaga 19. og 20. aldar (HSP321G)

Fjallað verður um andóf nokkurra fremstu hugsuða á þessu tímabili gegn hefðbundnum hugmyndum um frelsið, mannlegt eðli, samfélag, siðferði, vísindi og trú.

X

Feminísk heimspeki (HSP415G)

Femínísk heimspeki felur í sér gagnrýna sýn á hefð vestrænnar heimspeki. Hún varpar ljósi á stöðu kvenheimspekinga í hefðinni og hún greinir mannskilning sem dregur dám af ákveðnum hugmyndum um karlmennsku samfara gildislækkun kvenleika og þess sem er “annað” eða öðruvísi. Femínísk heimspeki og heimspeki mismunar fela í sér andóf gegn einsleitum, karlhverfum skilningi á grundvallarhugtökum heimspekihefðarinnar, eins hann birtist t.d. í hugmyndum um skynsemi og hlutlægni, og hefðbundnum en lífseigum hugmyndum um siðveruna, þekkingarveruna og sjálfið.

Femínísk heimspeki leikur mikilvægt hlutverk í endurmati á grundvallarhugtökum heimspekinnar í þeim tilgangi að auðga mannskilning hennar, m.a. með því að grafa undan tvíhyggju og stigskiptingu sálar og líkama, vitsmuna og tilfinninga, til að gera heimspekina betur færa um að endurspegla fjölbreytileika veruleikans sem hún á rætur í. (Lesnir verða textar á íslensku og ensku. Einnig verða rýndar fáeinar kvikmyndir með greiningaraðferðum femínskrar- og mismunarheimspeki.)

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Málstofa: Fyrirbærafræði og samfélag (HSP531M, HSP534M)

Fyrirbærafræðin er ein af höfuðstefnum heimspekinnar á 20. öld og hefur verið fyrirferðarmikil á þeirri 21. Þekktust er hún fyrir áherslu sína á fyrstu persónu sjónarhornið og greiningu sína á sjálfsveruleikanum, reynslu og tímavitundinni. En allt frá upphafi hefur fyrirbærafræði einnig fengist við félagslegan raunveruleika. Þessi áhugi birtist ekki síst í fjölbreyttum greiningum á samveruleikanum, samkennd og lífheiminum. 

Í þessari málstofu munum við fyrst kynnast fyrirbærafræðilegri aðferðafræði með sérstakri áherslu á fyrrnefnd lykilhugtök í fyrirbærafræðilegri greiningu. Síðan munum við sjá hvernig henni hefur verið beitt í nútímaheimspeki, t.d. á spurningar er varða eðli og mörk samkenndar; eðli fyrstu persónu fleirtölu (”við”) og sameiginlegrar breytni; kyn og kynþætti; eðlileika og óeðlileika, og hvernig beri að skilja tilfinningu okkar fyrir því að ólíkir þjóðfélagshópar lifi í ólíkum veruleikum. 

Í námskeiðinu munum við beina sjónum okkar að pólitískri og feminískri fyrirbærafræði og textum og greiningum eftir höfunda á borð við Edith Stein, Simone de Beauvoir, Hannah Arendt, Iris Marion Young, Linda Alcoff, Sara Heinäma, Gail Soffer og Sophie Loidolt.

X

Verkefni í málstofu: Fyrirbærafræði og samfélag (HSP531M, HSP534M)

Verkefni í málstofu: Fyrirbærafræði og samfélag
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa gistikennara: Leitin að merkingu í austri og vestri (HSP532M, HSP533M)

Kennari: Benjamin Olshin, University of the Arts, Philadelphia.

Í þessari málstofu eru kynnt lykilatriði heimspekilegrar hugsunar úr austri og vestri. Fengist er við mikilvægar spurningar um hlutverk mannverunnar í alheiminum, eðli þekkingar og hvaða umgjörð við setjum um verufræðilegar hugmyndir. Rannsóknir í samanburðarheimspeki er að finna í ýmsu námsefni en í þessari málstofu er lögð áhersla á að skoða bæði það sem er líkt og ólíkt í textum sem má ætla að höfði til nemenda og sem varpa best ljósi á þekkingar- og verufræðilegar áskoranir sem birtast í þessum spurningum. Meðal texta sem rýnt er í má nefna Hellislíkingu Platons og frásögn hans af hring Gýgesar, spakmæli frá Stóumönnum á borð við Markús Árelíus og Epíktetos, hina víðkunnu daóísku frásögn af Zhuang Zhou og fiðrildinu frá Zhuangzi og umfjöllun um mannleg samskipti frá Konfúsíusi. Í gegnum umfjöllun um þessa texta fá nemendur færi á að rökræða lykilhugmyndir sem verða austrænar og vestrænar túlkanir á eðli veruleikans og sambandi okkar við veruleikann, sem og mismunandi hugmyndir úr austri og vestri um hlutverkasiðfræði og yfirskilvitlegar fullkomnunarímyndir (eidoi hjá Platoni). Einnig verður tekist á við þrjár háfleygar heimspekilegar spurningar: Hvert er eðli alheimsins? Hvers vegna erum við hér? Að því gefnu að við erum hér, hvað eigum við að gera?

Námskeiðið er kennt frá 7. - 30. september

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Leitin að merkingu í austri og vestri (HSP532M, HSP533M)

Verkefni í málstofu gistikennara:
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa: Vísindalegar framfarir (HSP529M, HSP530M)

Vísindin virðast sífellt vera að taka framförum. En í hverju felast þá þessar framfarir? Í þessari málstofu kynnumst við ýmsum heimspekilegum kenningum um vísindalegar framfarir og veltum meðal annars fyrir okkur hvort og að hvaða marki vísindin færa okkur nær sannleikanum. Færa vísindin okkur þekkingu eða jafnvel skilning á heimunum í kringum okkur? Hvernig þá? Í lok námskeiðsins snúum við okkur svo að heimspekinni sjálfri og berum saman hugmyndir heimspekinga um framfarir í vísindum annars vegar og heimspeki hins vegar. Meðal höfunda sem lesnir verða eru Alexander Bird, Finnur Dellsén, Heather Douglas, Ilkka Niiniluoto og Mary Hesse.

X

Verkefni í málstofu: Vísindalegar framfarir (HSP529M, HSP530M)

Verkefni í tenglsum við málstofu. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)

BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Sagnfræði- og heimspekideildar um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Miðaldaheimspeki (HSP813M)

Í námskeiðinu verða kynntar þrjár meginhefðir heimspekinnar á miðöldum (arabísk heimspeki, heimspeki gyðinga og latnesk heimspeki), uppruni þeirra og bakgrunnur, tengsl þeirra og sérstaða hverrar um sig. Lesin og rædd sýnishorn heimspekitexta eftir nokkra fulltrúa þessara þriggja hefða. Rædd verða viðfangsefni á sviði frumspeki, siðfræði, málspeki og stjórnmálaheimspeki.

X

Þættir úr sögu og heimspeki vísindanna (EÐL621M)

Markmið: Að kynna nemendum þróun vísinda og eðli með því að rekja dæmi úr vísindasögunni og nýleg viðhorf til vísinda og sögu þeirra. Að þjálfa nemendur í erindaflutningi og ritgerðasmíð um fræðileg efni á íslensku. -- Námsefni: Saga stjörnufræði og heimsmyndar fram yfir byltingu Kópernikusar og Newtons. Saga þróunarkenningarinnar. Nýleg viðhorf sem varða eðli, markmið og þróun vísinda, vísindi og samfélag. -- Hver nemandi flytur erindi á umræðufundi um efni, sem valið er í samráði við kennara, og skilar ritgerð í lok misseris. Áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í að vinna með heimildir. Námsefni getur breyst með hliðsjón af nemendahópi, kennurum og öðrum aðstæðum.

Einstakir nemendur geta tekið þetta námskeið í stað VÍS405G, ef það hentar á viðkomandi námsbraut og hún samþykkir það. Eru þá gerðar kröfur um viðameiri ritgerð og meira lesefni með hliðsjón af fleiri einingum.

X

Latína II: Úrval latneskra texta (KLM201G)

Námskeiðið tekur við af KLM101G Latínu I. Í námskeiðinu verður lesið úrval latneskra texta eftir ýmsa höfunda.

Kennt er á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Forngríska II (KLM202G)

Námskeiðið tekur við af KLM102G Forngrísku I. Í fyrri hluta námskeiðsins er haldið áfram með málfræði og setningafræði forngrísku (attísku) þar sem yfirferð lauk í Forngrísku I. Í síðari hluta námskeiðsins lesa nemendur úrval forngrískra texta frá ýmsum tímum og eftir ýmsa höfunda.

Kennsla fer þannig fram að fyrir hvern tíma er settur ákveðinn texti. Ætlast er til að nemendur lesi textann heima. Í tímanum er textinn þýddur og skýrður málfræðilega (og efnislega eftir atvikum).

Nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.

X

Miðaldalatína (KLM203G)

Í námskeiðinu verða lesnir og þýddir valdir kaflar úr latneskum miðaldabókmenntum (allt frá lokum 4ðu aldar til upphafs þeirrar 16du) úr ýmsum áttum: fagurbókmenntum og sagnaritun, heimspeki og guðfræði. Textar verða skýrðir málfræðilega og ræddir efnislega eftir þörfum.

Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendum, sem hafa annað móðurmál en íslensku, stendur til boða að ljúka verkefnum og prófum á ensku.

X

Grískir og rómverskir sagnaritarar (KLM204G)

Námskeiðið fjallar um sagnaritun Forngrikkja og Rómverja, rekur upphaf hennar og þróun og ræðir umfang hennar, eðli, aðferðir og tilgang. Fjallað verður um höfunda á borð við Heródótos, Þúkýdídes, Xenofon, Pólýbíos, Cato, Sallustius, Livius, Plútarkos, Suetonius, Tacitus, Ammianus Marcellinus auk annarra. Lesið verður m.a. úr frumtextum í þýðingum.

X

Rómversku skáldin (KLM205G)

Námskeiðið fjallar um rómverskan kveðskap. Að þessu sinni verður lesið úr verkum skáldanna Virgils og Ovidiusar. Rætt verður um eðli kveðskapar þeirra og stöðu þeirra í bókmenntasögu Rómverja og ýmisleg tengsl við pólitík og málefni líðandi stundar.

Lesið verður í þýðingu en þó býðst nemendum sem geta lesið latínu að vinna verkefni sem tengist frummálinu.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Málstofa gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana (HSP427M, HSP428M)

Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum mikilvæg siðferðileg álitaefni tengd ákvörðunum (bæði einka- og opinberra aðila) sem valda útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stuðla þar með að loftlagsbreytingum. Við munum til dæmis ræða hvort ákvarðanir einstaklinga um að borða kjöt og fljúga valdi óréttmætum loftlagsskaða. Einnig munum við velta fyrir okkur hvort fólk geti rækt skyldur sínar í loftlagsmálum með því að kolefnisjafna þann útblástur sem það stuðlar að. Þegar kemur að ákvörðunum opinberra aðila munum við til dæmis ræða hvort og þá hvernig hægt sé að meta heildar skaðann af loftlagsbreytingum og bera hann saman við heildar kostnaðinn við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á spurningar um hvaða vægi við eigum að gefa velferð og tilvist framtíðarkynslóða við slíkan samanburð.

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana (HSP427M, HSP428M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Siðfræði loftlagsákvarðana. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa gistikennara: Framkvæmdamiðuð vísindaheimspeki (HSP321M, HSP322M)

Kennari: Ave Mets, University of Tartu 
Kennslutímabil:  15. mars til 8. apríl

Viðfangsefni í námskeiðinu verða: Líkön í vísindum og tengsl þeirra við náttúrulögmál, hugmyndin um lögmálsvélina; mismunandi skilningur á (hug)smíðum í vísindum; (hug)smíðar sem meðvitaðar athafnir og aðferðir við slíkar smíðar: sértekning, ímyndargerð, innskot, útgiskun; mæling; aðferðafræðileg skipting vísindagreina (nákvæmnisvísindi, náttúruvísindi, félagsvísindi); vísindaleg heimsmynd og hlutverk hennar í mótun heimsins; hagnýt hluthyggja, náttúruhyggja, gagnsemishyggja; hlutverk samfélags og stjórnmála við sköpun vísindalegrar þekkingar. Höfundar: Ronald Giere, Nancy Cartwright, Hasok Chang, Rein Vihalemm, Vyacheslav Stiopin, Joseph Rouse, Sandra Harding, Sergio Sismondo, Eran Tal, Adrian Currie


X

Verkefni í málstofu gistikennara: Framkvæmdamiðuð vísindaheimspeki (HSP321M, HSP322M)

Verkefni í tengslum við málstofu.

X

Málstofa: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar (HSP431M, HSP432M)

Hagfræðikenningar eru fullar af heimspekilegum spurningum. Þessar spurningar varða mannlegt eðli, réttlæti, siðferði, skynsemi, þekkingu, vísindaheimspeki o.s.frv. Sum viðfangsefni hagfræðinnar falla líka undir umræður innan heimspeki; þegar velferð, vali og réttindum er stillt upp gagnvart afkastagetu má til dæmis finna hliðstæða umræðu innan siðfræði. En oft eru duldar heimspekilegar forsendur til staðar í hagfræðikenningum. Í þessu námskeiði verður reynt að finna þessar forsendur með því að lesa hagfræðitexta frá sjónarhorni heimspekinnar. Hver er þekkingarfræði Hayeks, kenning Friedmans um vísindi, stjórmálaheimspeki og siðfræði Adams Smith o.s.frv.? Einnig verður skoðað hvað heimspekin hafi til málanna að leggja um hagfræðileg hugtök: Eru peningar raunverulegir? Hvað er „hagkerfið“? Er ‚homo economicus‘ kynjuð vera? 

Um er að ræða heimspekinámskeið en nemendur úr hagfræði, félagsvísindum og öðrum greinum eru velkomnir.

Kennari mun útvega allt lesefni.

X

Verkefni í málstofu: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar (HSP431M, HSP432M)

Verkefni í málstofu: Heimspekileg sýn á hagfræðikenningar
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa: Berskjöldun (HSP429M, HSP430M)

Í þessari málstofu verður fjallað um nýlega orðræðu berskjöldunar (vulnerability) og hún tekin til gagnrýnnar skoðunar. Hér verður einkum horft til þeirrar heimspeki sem birtist í femínískum fræðum og gagnrýnum fræðum en einnig horft til hugmynda um berskjöldun úr hinum ýmsu fræðigreinum (eins og lögfræði, stjórnmálafræði og alþjóðasamskiptum). Skoðað verður hvernig orðræðan birtist á mörkum siðfræði og verufræði og ennfremur hvernig hún kemur fram sem ákveðið andsvar við þá einstaklingshyggju sem finna má í nýfrjálshyggju. Í því samhengi verða náskyld hugtök við berskjöldun einnig til skoðunar.  

Leitað verður fanga bæði í evrópskum og engilsaxneskum hefðum, en í fyrirrúmi verða hugmyndir Judith Butler, Adriönu Cavarero, Erinn Gilson, Robert Castel og Alison Cole. Meginstraums- og sjálfshálparhugmyndir um berskjöldun á borð við hugmyndir Brené Brown verða ennfremur til umfjöllunar auk þess sem athugað verður hvernig nýlegar baráttuhreyfingar á borð við #MeToo nýta sér hugmyndir um berskjöldun. Einnig verða nýlegar hugmyndir um berskjöldun innan lífsiðfræði og læknahugvísinda skoðaðar. Möguleg framtíð berskjöldunarfræða verður skoðuð sem og hvaða hugmyndir gætu reynst gjöfular fyrir framtíð þessa orðræðu. 

X

Verkefni í málstofu: Berskjöldun (HSP429M, HSP430M)

Verkefni í málstofu: Berskjöldun.

Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Tilvistarstefna og fyrirbærafræði (HSP323G)

Mannleg tilvist í heiminum og skynjun mannverunnar á heiminum eru sígild viðfangsefni heimspekinnar. Á 20. öld komu fram á meginlandi Evrópu hugsuðir sem tókust af mikilli alvöru á við tilvist og skynjun og skiluðu af sér fjölmörgum sígildum verkum af ýmsum stærðum og gerðum. Í námskeiðinu er veitt innsýn í kenningar tilvistarstefnu og fyrirbærafræði með nákvæmum lestri frumtexta höfunda á borð við Edmund Husserl, Martin Heidegger, Edith Stein, Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir, Maurice Merleau-Ponty og Albert Camus. Glímt verður við spurningar um tilgang og merkingu, vitundina og viðföng hennar, heimspeki og vísindi, kyn og kyngervi, og anda og líkama.

X

Stjórnmálaheimspeki samtímans (HSP417G)

Í námskeiðin er fjallað um fáeinar meginhugmyndir í stjórnspeki samtímans. Sérstök áhersla verður lögð á frjálslynda jafnaðarstefnu Johns Rawls og gagnrýni á hana, þar á meðal frá sjónarhorni frjálshyggju, samfélagshyggju, femínisma, rökræðulýðræðis og valdgreiningar.

X

Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)

Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi. 
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda, og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

BA-ritgerð í heimspeki (HSP261L)

BA-ritgerð í heimspeki er einkum ætlað að þjálfa nemendur í að rannsaka valið heimspekilegt viðfangsefni eða verk heimspekings og að setja niðurstöður sínar fram í rituðu máli með fræðilega viðurkenndum hætti. Nemandi skrifar ritgerðina í samráði við einn leiðbeinanda úr hópi fastra kennara í heimspeki. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna á síðu Sagnfræði- og heimspekideildar um lokaverkefni og ritgerðir í Uglu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Vigdís Hafliðadóttir
Guðrún Eva Mínervudóttir
Berglind Häsler
Andrés Ingi Jónsson
Tinna Jóhannsdóttir
Vigdís Hafliðadóttir
BA - í heimspeki

Forréttindi er það orð sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um nám mitt í heimspeki við Háskóla Íslands. Greinin sjálf er í fyrsta lagi einstakega fjölbreytt og merkileg en þeir krefjandi og fallegu textar sem við lesum og kenningar sem við kynnumst öðlast aðra merkingu undir handleiðslu mjög hæfra kennara sem vinna við deildina.
Námið hefur haft mikil áhrif mig: tamið huga minn, gert mig víðsýnni, aukið umburðarlyndi mitt og gagnrýna hugsun svo fátt eitt sé nefnt sem hefur nýst mér vel við ýmis verkefni — hagnýt sem skapandi. Svo hefur það auðvitað líka bara verið skemmtilegt!

Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur
BA - í heimspeki

Nám í heimspeki við Háskóla Íslands er sönn menntun. Fullorðins. En sönn menntun veitir ekki einungis einhverja takmarkaða færni, heldur víkkar hugann og gerir okkur betur í stakk búin til að halda menntuninni áfram á eigin vegum eftir að formlegu námi er lokið. Ég fæ seint fullþakkað þeim kennurum og prófessorum sem gáfu af viskubrunnum sínum á þeim árum sem ég var nemandi við HÍ.

Berglind Häsler, frumkvöðull
BA - í heimspeki

Eftir að ég skráði mig í heimspeki árið 2003 var ég mikið spurð ,,og hvað ætlar þú að gera við þessa gráðu?” Ég hafði ekki svarið þá en ég var bara alveg heilluð af heimspeki eftir einn kúrs í MH og hef aldrei séð eftir að hafa látið hjartað ráða för. Námið reyndist svo skemmtilegra, gagnlegra og áhugaverðara en ég hafði gert mér vonir um. Kennararnir fylltu mig innblæstri daglega og smituðu ástríðu út frá fræðunum. Ég var samferða virkilega góðum hópi nemenda og á margar góðar minningar frá þessum tíma. Námið er mjög fjölbreytt og góð þjálfun í gagnrýnni hugsun og öguðum vinnubrögðum. Eftir útskrift vann ég í nokkur ár á fjölmiðlum, hef fengist við fjölbreytta verkefnastjórnun og hef í 10 ár rekið eigið fyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og tónlistar. BA-nám í heimspeki reyndist hinn besti grunnur að þeirri fjölbreyttu starfsreynslu sem ég bý að í dag.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður
BA - í heimspeki

Ég tók BA-próf í heimspeki við HÍ og hélt síðan náminu áfram í tvö ár við þýska háskóla. Eitt af því sem er rauður þráður í gegnum námið er æfing í að kynna sér ólíka afstöðu fólks til álitaefna, greina þá afstöðu með gagnrýnum hætti og mynda sér skoðun á þeim rökum sem liggja til grundvallar. Þetta einfalda verkfæri, kjarninn í gagnrýnni hugsun, hefur fylgt mér alla tíð síðan og hjálpað mér að skilja heiminn - hvort sem er í störfum mínum sem blaðamaður fljótlega eftir útskrift eða innan stjórnmálanna undanfarin ár. Svo er merkilegt hvernig sum verkefni fylgja manni árum saman, eins og t.d. að ég hafi greint orðræðu um aðskilnað ríkis og kirkju í BA-ritgerðinni minni fyrir 16 árum og sé í dag að sjálfur taka þátt í þeirri umræðu á vettvangi þingsins.

Tinna Jóhannsdóttir, framleiðandi
BA - í heimspeki

Ég hóf nám við lagadeild að loknu stúdentsprófi og stefndi að því að verða þjónn réttlætis og sanngirni. Það kom fljótt í ljós að lagadeildin var ekki vettvangurinn fyrir þær hugmyndir - að minnsta kosti ekki í mínu tilfelli - en fílan var eitthvað sem talaði beint inn í hjarta mitt. Um áramót söðlaði ég um, undir sterkum áhrifum Hjördísar Hákonardóttur og Eyjólfs Kjalars Emilssonar sem skiptu kennslunni í heimspekilegum forspjallsvísindum í lagadeild á milli sín haustið 1992, og hóf fullt nám í heimspeki.

Í heimspekinni lærði ég að hugsa. Með lestri, samtali, hlustun og leiðsögn frábærra heimspekinga við skólann lærði ég að efast og ég lærði að skilja og ég kynntist kjarnanum í sjálfri mér. Það hefur tekið mig áratugi að byggja upp stöðugt og áreiðanlegt samband við þennan sama kjarna og grunnur minn í heimspeki hefur gert mér kleift að þjóna honum af réttlæti og sanngirni, flesta daga. Heimspekileg nálgun á verkefnin sem á vegi mínum hafa orðið hefur jafnframt gert mig að betri samstarfs- og fagmanneskju, betri móður og félaga; leiðbeinanda og nemanda; betri einstaklingi, alla daga. Heimspekin er einfaldlega hagnýtasta nám sem ég hef stundað.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.