Heimspeki | Háskóli Íslands Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

BA gráða

. . .

Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.

Um námið

Nám til BA-prófs tekur þrjú ár og er samtals 180 einingar. Hægt að taka heimspeki sem aðalgrein til 180 eininga, sem aðalgrein til 120 eininga (og þá með annarri grein sem aukagrein) eða sem aukagrein til 60 eininga (með annarri grein sem aðalgrein).

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Menntun í heimspekin eflir greinandi og skapandi hugsun, veitir þjálfun í að ræða og skýra hugmyndir og skrifa ritgerðir. Heimspekin er líka að mörgu leyti persónulegri en aðrar fræðigreinar. Nemendur sem lagt hafa stund á heimspeki við Háskóla Íslands hafa haslað sér völl á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins. Heimspekinámið hefur meðal annars reynst ágætt veganesti fyrir ritstörf, blaðamennsku, störf í mennta- og menningarstofnunum, fyrirtækjum og stjórnmálum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Ritstörf.
  • Fjölmiðlar.
  • Mennta- og menningarstofnanir.

Félagslíf

Nemendafélag heimspekinema heitir Soffía – Félag heimspekinema og hefur haft aðstöðu í Aðalbyggingu.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.