
Heimspeki
180 einingar - BA gráða
. . .
Heimspekin leitar skilnings á samhengi hlutanna í víðustu merkingu. Hún leitast við að greina hugtök og rök, túlka og skýra margvísleg álitamál, grundvallarspurningar og forsendur. Hún beitir fyrst og fremst rökræðunni til að varpa ljósi á þau vandamál sem tekist er á um.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Nám til BA-prófs tekur þrjú ár og er samtals 180 einingar. Hægt að taka heimspeki sem aðalgrein til 180 eininga, sem aðalgrein til 120 eininga (og þá með annarri grein sem aukagrein) eða sem aukagrein til 60 eininga (með annarri grein sem aðalgrein).
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.