
Líffræðileg mannfræði
60 einingar - Aukagrein
. . .
Líffræðileg mannfræði hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði, prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði, lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Rík áhersla er lögð á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Líffræðileg mannfræði er fræðigrein sem hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er.
Mannfræði er kennd sem 180 eininga aðalgrein, 120 eininga aðalgrein eða 60 eininga aukagrein. Einnig er boðið upp á 60 eininga aukagrein í líffræðilegri mannfræði.
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.