Skip to main content

Líffræðileg mannfræði

Líffræðileg mannfræði

Félagsvísindasvið

Líffræðileg mannfræði

Aukagrein – 60 einingar

Líffræðileg mannfræði hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði, prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði, lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Rík áhersla er lögð á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.

Skipulag náms

X

Erfðafræði (LÍF109G)

Fyrirlestrar: Lögmál Mendels. Erfðamynstur. Kynlitningar, mannerfðafræði, umfrymiserfðir. Litningar, bygging litninga. Frumuskipting (mítósa og meiósa), lífsferlarTengsl, endurröðun og kortlagning gena í heilkjörnungum. Bakteríuerfðafræði. Kortlagning gena í heilkjörnungum, fernugreining. Arfgerð og svipgerð. Litningabreytingar. Erfðaefnið DNA. Eftirmyndun. Umritun. Próteinmyndun. Stjórn genastarfs. Erfðatækni. Erfðamengjafræði. Stökklar. Stökkbreytingar. Viðgerðir og endurröðun. Greiningartækni erfðavísinda. Tilraunalífverur.

Verklegar æfingar: I. Ávaxtaflugan Drosophila melanogaster. II. Mítósa í laukfrumum. III. Plasmíð og skerðiensím. IV.DNA mögnun. V. Grósekkir Sordaria fimicola.

Próf: Verklegt og dæmatímar 25%, skriflegt 75%. Lágmarkseinkunnar er krafist í báðum prófhlutum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Hrafnhildur Erla Eiríksdóttir
Sara Diljá Sigurðardóttir
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
Mannfræði - BA nám

Ég valdi mannfræði fyrst og fremst vegna þess hve fjölbreyttar námsleiðir er hægt að velja innan hennar en mannfræðin fjallar um alla mögulega kima mannlegs lífs. Þetta hentar mér afar vel þar sem ég er með breitt áhugasvið og langaði því ekki að takmarka mig við eitt viðfangsefni þegar ég hóf háskólanám. BA gráða úr mannfræði getur því leitt mann hvert sem er og heldur mörgum möguleikum opnum. Auk þess er mannfræðideildin ekki mjög stór svo samskipti við kennara eru afar persónuleg og það skapast mikil bekkjarstemning meðal nemanda sem er mikill kostur að mínu mati.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Mannfræði á samfélegsmiðlum

 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.