Líffræðileg mannfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Líffræðileg mannfræði

Líffræðileg mannfræði

60 einingar - Aukagrein

. . .

Líffræðileg mannfræði hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði, prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði, lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Rík áhersla er lögð á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.

Um námið

Líffræðileg mannfræði er fræðigrein sem hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er.

Mannfræði er kennd sem 180 eininga aðalgrein, 120 eininga aðalgrein eða 60 eininga aukagrein. Einnig er boðið upp á 60 eininga aukagrein í líffræðilegri mannfræði.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Nám í mannfræði kemur að góðum notum þar sem þörf er á haldgóðum skilningi á menningarlegri fjölbreytni, eðli og merkingu mannlegra samskipta og athafna, og líffræðilegum sérkennum og samkennum tegundarinnar. Mannfræðingar starfa m.a. við fjölmiðlun, minjasöfn, innflytjendamál, kennslu, þróunarsamvinnu, friðargæslu og erfðarannsóknir.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Fjölmiðlar
  • Minjasöfn
  • Innflytjendamál
  • Kennsla
  • Þróunarsamvinna
  • Friðargæsla
  • Erfðarannsóknir

Félagslíf

Félag nemenda í mannfræði nefnist Homo.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Umsjón með náminu hefur Agnar Sturla Helgason (agnarh@hi.is), rannsóknaprófessor

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500