Ferðamálafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Ferðamálafræði

Ferðamálafræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Í ferðamálafræði er leitað svara við því af hverju fólk ferðast, hvað skapar aðdráttarafl, hvernig aðdráttaraflinu er viðhaldið og hvernig hægt er að byggja upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu.

""

Grunnnám

Mikilvægur hluti námsins snýr að áhrifum ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspilinu þar á milli með tengingu við atvinnugreinina. 

Nemendur fá margvíslega innsýn í starfsemi fyrirtækja og stofnana, t.d. með því að vinna að raunverkefnum í samstarfi við fyrirtæki.

Námið er þverfaglegt og tengir saman ýmis fræðasvið, þar á meðal náttúru- og umhverfisfræði, menningarfræði, viðskiptafræði og skipulagsfræði. 

Námið byggist að mestu á skyldunámskeiðum, en einnig er boðið upp á valnámskeið.

""

Meðal viðfangsefna

 • Menningartengd ferðaþjónusta
 • Náttúruferðamennska
 • Skipulag ferðamannastaða
 • Umhverfisáhrif ferðamennsku
 • Landupplýsingar um ferðamál
 • Stefnumótun ferðamála
 • Byggða- og atvinnuþróun
 • Nýsköpun í ferðaþjónustu
 • Ferðamynstur á heimsvísu
 • Ferðaþjónusta sem atvinnugrein
 • Ólíkar tegundir ferðamennsku

  Inntökuskilyrði

  Grunnnám

  Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Ferðaþjónustan er víðfeðm atvinnugrein sem gerir störf ferðamálafræðinga afar fjölbreytt.
  Ferðamálafræðingar starfa víða, bæði í einkafyrirtækjum og innan opinberrar stjórnsýslu.

  Til dæmis við:

  • Stjórnun og skipulagningu
  • Markaðs- og kynningarmál
  • Skipulags- og umhverfismál
  • Ráðgjöf
  • Alþjóðamál
  • Safnvörslu
  • Leiðsögn ferðamanna og landvörslu
  • Fjölmiðla
  • Kennslu og rannsóknir
  Texti hægra megin 

  Framhaldsnám

  Boðið er upp á rannsóknatengt framhaldsnám til meistaraprófs og doktorsprófs í ferðamálafræði, og  jafnframt í umhverfis- og auðlindafræði þar sem áhersla er lögð á ferðamál. 

   Hægt er að velja milli eftirfarandi kjörsviða í meistaranámi:  ferðamálafræðiferðamál norðurslóðaviðskipti og efnismenning

   Áherslusvið í rannsóknum í ferðamálafræði:     

   •     Ferðamennska á Norðurslóðum
   •     Umhverfismál og náttúruvernd 
   •     Skipulag ferðamannastaða 
   •     Menningartengd ferðaþjónusta 
   •     Ferðaþjónusta til eflingar byggðar og atvinnulífs 
   •     Útivist, skynjun og landslag

   Félagslíf

   • Fjallið er félag nema í grunnnámi í jarðvísindum, landfræði og ferðamálafræði
   • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
   • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
   • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, t.d. vísindaferðum, keppnum og árshátíð

    Fjallið Facebook

   Hafðu samband

   Skrifstofa 
   s. 525 4700 
   Nemendaþjónusta VoN
   s. 525 4466  - ​nemvon@hi.is
   Opið virka daga frá 8:30-16:00

   Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
   Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

   Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

     Instagram  Twitter   Youtube

   Facebook   Flickr