
Ferðamálafræði
180 einingar - BS gráða
. . .
Í ferðamálafræði er leitað svara við því af hverju fólk ferðast, hvað skapar aðdráttarafl, hvernig aðdráttaraflinu er viðhaldið og hvernig hægt er að byggja upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu.
Námið
Fyrir nemendur

Grunnnám
Mikilvægur hluti námsins snýr að áhrifum ferðamennsku á umhverfi, menningu og hagkerfi og samspilinu þar á milli með tengingu við atvinnugreinina.
Nemendur fá margvíslega innsýn í starfsemi fyrirtækja og stofnana, t.d. með því að vinna að raunverkefnum í samstarfi við fyrirtæki.
Námið er þverfaglegt og tengir saman ýmis fræðasvið, þar á meðal náttúru- og umhverfisfræði, menningarfræði, viðskiptafræði og skipulagsfræði.
Námið byggist að mestu á skyldunámskeiðum, en einnig er boðið upp á valnámskeið.

Meðal viðfangsefna
- Menningartengd ferðaþjónusta
- Náttúruferðamennska
- Skipulag ferðamannastaða
- Umhverfisáhrif ferðamennsku
- Landupplýsingar um ferðamál
- Stefnumótun ferðamála
- Byggða- og atvinnuþróun
- Nýsköpun í ferðaþjónustu
- Ferðamynstur á heimsvísu
- Ferðaþjónusta sem atvinnugrein
- Ólíkar tegundir ferðamennsku