Efnaverkfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Efnaverkfræði

Efnaverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Efnaverkfræði veitir haldgóða þekkingu í raunvísindum og ákveðnum verkfræðigreinum. 

Nemendur læra meðal annars að byggja upp og skipuleggja efnaferla á iðnaðarskala.

Námið er veitir traustan almennan grunn í raungreinum og verkfræðigreinum og góða starfsþjálfun í verklagi á rannsóknarstofu.

Grunnnám

Námið er byggt upp á svipaðan hátt og annað verkfræðinám.
Fyrst er lagður traustur raungreinagrunnur áherslu á efnafræði en verkfræði og hönnunargreinar fylgja í kjölfarið.
Nemendur læra hvernig verkfræðingar nota raunvísindaþekkingu til að finna upp, hanna og bæta ferla sem notaðir eru til að framleiða orku, matvæli, lyf og efni sem nýtast í nánast öllum vörum sem samfélag okkar notar.

Meðal viðfangsefna

 • Efnahvörf, efnajafnvægi og hraðafræði
 • Hönnun hvarfklefa
 • Hönnun efnaferla
 • Tölvuhermun framleiðslukerfa
 • Lífræn efnafræði og efnagreining
 • Tilraunastofur í efnafræði
 • Straum- og varmaflutningsfræði
 • Eðlisefnafræði
 • Hagverkfræði, verkefnastjórnun og gæðastjórnun

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 fein (24 ein) í stærðfræði og 50 fein (30 ein) í náttúrufræðigreinum þar af minnst 10 fein (6 ein) í eðlisfræði.

Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsmöguleikar efnaverkfræðinga eru mjög fjölbreyttir, bæði varðandi tegund starfsemi og störfin sjálf. Margir efnaverkfræðingar vinna sem verkefnastjórar og fara fyrir hönnunarhópum, eða taka að sér stjórnun í iðnaði þar sem efnaverkfræði spilar stórt hlutverk.

Efnaverkfræðingar starfa víða svo sem:

 • Í líftæknifyrirtækjum og lyfjaiðnaði
 • Í snyrtivöruiðnaði
 • Á verkfræðistofum og í ráðgjafarfyrirtækjum
 • Í framleiðslu- og nýsköpunarfyrirtækjum
 • Hjá umhverfismálastofnunum og -fyrirtækjum,
 • Í hráefnaiðnaði, olíuiðnaði o.s.frv.
 • Hjá borgar- og bæjaryfirvöldum
 • Hjá eftirlitsstofnunum
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Félagslíf

 • Vélin er nemendafélag iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og efnaverkfræðinema
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, til dæmis vísindaferðum, keppnum og árshátíð
Þú gætir líka haft áhuga á:
IðnaðarverkfræðiEfnafræðiLífefna- og sameindalíffræði
TölvunarfræðiLyfjafræðiLífeindafræði
Þú gætir líka haft áhuga á:
IðnaðarverkfræðiEfnafræði
Lífefna- og sameindalíffræðiTölvunarfræði
LyfjafræðiLífeindafræði

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 101 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is

Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
 s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr

Netspjall