
Efnaverkfræði
180 einingar - BS gráða
Efnaverkfræði veitir haldgóða þekkingu í raunvísindum og ákveðnum verkfræðigreinum.
Nemendur læra meðal annars að byggja upp og skipuleggja efnaferla á iðnaðarskala.
Námið er veitir traustan almennan grunn í raungreinum og verkfræðigreinum og góða starfsþjálfun í verklagi á rannsóknarstofu.

Grunnnám
Námið er byggt upp á svipaðan hátt og annað verkfræðinám. Fyrst er lagður traustur raungreinagrunnur með áherslu á efnafræði en verkfræði og hönnunargreinar fylgja í kjölfarið.
Nemendur læra hvernig verkfræðingar nota þekkingu á raunvísindum til að finna upp, hanna og bæta ferla sem notaðir eru til að framleiða orku, matvæli, lyf og efni sem nýtast í nánast öllum vörum sem notaðar eru í samfélaginu.
Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Meðal viðfangsefna
- Efnahvörf, efnajafnvægi og hraðafræði
- Hönnun hvarfklefa
- Hönnun efnaferla
- Tölvuhermun framleiðslukerfa
- Lífræn efnafræði og efnagreining
- Tilraunastofur í efnaverkfræði
- Straum- og varmaflutningsfræði
- Eðlisefnafræði
- Hagverkfræði
- Verkefnastjórnun
- Gæðastjórnun
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 ein í stærðfræði og 50 ein í náttúrufræðigreinum þar af minnst 10 ein í eðlisfræði.