Efnaverkfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Efnaverkfræði

Efnaverkfræði

180 einingar - BS gráða

. . .

Efnaverkfræði veitir haldgóða þekkingu í raunvísindum og ákveðnum verkfræðigreinum. 

Nemendur læra meðal annars að byggja upp og skipuleggja efnaferla á iðnaðarskala.

Námið er veitir traustan almennan grunn í raungreinum og verkfræðigreinum og góða starfsþjálfun í verklagi á rannsóknarstofu.

Grunnnám

Námið er byggt upp á svipaðan hátt og annað verkfræðinám. Fyrst er lagður traustur raungreinagrunnur með áherslu á efnafræði en verkfræði og hönnunargreinar fylgja í kjölfarið.

Nemendur læra hvernig verkfræðingar nota þekkingu á raunvísindum til að finna upp, hanna og bæta ferla sem notaðir eru til að framleiða orku, matvæli, lyf og efni sem nýtast í nánast öllum vörum sem notaðar eru í samfélaginu.

Mörg námskeið byggja að miklu leyti á verkefnavinnu og er leitast við að nota raunhæf verkefni úr atvinnulífinu.

Verklegur timi

Meðal viðfangsefna

 • Efnahvörf, efnajafnvægi og hraðafræði
 • Hönnun hvarfklefa
 • Hönnun efnaferla
 • Tölvuhermun framleiðslukerfa
 • Lífræn efnafræði og efnagreining
 • Tilraunastofur í efnaverkfræði
 • Straum- og varmaflutningsfræði
 • Eðlisefnafræði
 • Hagverkfræði
 • Verkefnastjórnun
 • Gæðastjórnun

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf. Sterklega er mælt með að minnsta kosti 40 ein í stærðfræði og 50 ein í náttúrufræðigreinum þar af minnst 10 ein í eðlisfræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsvettvangur

Starfsmöguleikar efnaverkfræðinga eru mjög fjölbreyttir, bæði varðandi tegund starfsemi og störfin sjálf. Margir efnaverkfræðingar vinna sem verkefnastjórar og fara fyrir hönnunarhópum, eða taka að sér stjórnun í iðnaði þar sem efnaverkfræði spilar stórt hlutverk.

Efnaverkfræðingar starfa víða svo sem:

 • Í líftæknifyrirtækjum og lyfjaiðnaði
 • Í snyrtivöruiðnaði
 • Á verkfræðistofum og í ráðgjafarfyrirtækjum
 • Í framleiðslu- og nýsköpunarfyrirtækjum
 • Hjá umhverfismálastofnunum og -fyrirtækjum,
 • Í hráefnaiðnaði, olíuiðnaði o.s.frv.
 • Hjá borgar- og bæjaryfirvöldum
 • Hjá eftirlitsstofnunum
Texti hægra megin 

Framhaldsnám

Ekki er boðið upp á meistaranám í efnaverkfræði við Háskóla Íslands, en að loknu BS prófi í efnaverkfræði geta nemendur sótt um meistaranám í verkfræði eða öðrum raunvísindagreinum við Háskóla Íslands. 
Meistaranám í Iðnaðarlíftækni hentar einnig þeim sem eru með BS próf í efnaverkfræði.

Brautskrifaðir nemendur geta einnig sótt um framhaldsnám í efnaverkfræði og skyldum greinum við helstu háskóla erlendis.

Boðið er upp á doktorsnám í efnaverkfræði við Háskóla Íslands. 

Nemendaþjónusta VoN veitir nánari upplýsingar um framhaldsnám.

Félagslíf

 • HVARF er félag efnafræði- og efnaverkfræðifræðinema
 • Félagið stuðlar að virku félagslífi og gætir hagsmuna sinna félagsmanna
 • Félagið á fulltrúa í nefndum og á námsbrautar- og deildarfundum
 • Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, til dæmis vísindaferðum, keppnum og árshátíð

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs 
Opið virka daga frá 8:30-16 

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík
s. 525 4466  - nemvon@hi.is

Skrifstofa Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
 s. 525 4700 

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

  Instagram  Twitter   Youtube

Facebook   Flickr