Kvikmyndafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

BA gráða

. . .

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Um námið

Kvikmyndafræði er sjálfstæð námsgrein innan Íslensku- og menningardeildar. Hún er kennd sem aðalgrein til 120 eininga og sem aukagrein til 60 eininga.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Heiðar Bernharðsson
Rósa Ásgeirsdóttir
Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Félagslíf

Félag nemenda í kvikmyndafræði, Rýnirinn, stendur fyrir margvíslegum uppákomum.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.