Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA gráða – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Kvikmyndarýni (KVI101G)

Hér er um að ræða grunnfag námsgreinarinnar kvikmyndafræði þar sem kynnt eru til sögunnar lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Farið verður ítarlega í frásagnaruppbyggingu og sviðsmynd kvikmynda, sem og kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og tónlist. Ræddar verða ólíkar gerðir kvikmynda og sýnd dæmi um heimilda- og tilraunamyndir auk hefðbundinna leikinna kvikmynda. Í framhaldi munu nemendur kynnast fræðilegri kvikmyndarýni þar sem lögð er áhersla á kvikmyndagreinar, -höfunda og -stjörnur. Á kvikmyndasýningunum verða dregin fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku enda er námskeiðið að stórum hlut hugsað sem inngangur og æfing í kvikmyndarýni.

X

Stríðsmyndir (KVI321G)

Ógrynni stríðsmynda hefur verið gerður víða um heim í gegnum alla kvikmyndasöguna og hafa margar sett mark sitt á samtímann. Valdhafar fjölmargra landa og aðrir hagsmunaaðilar hafa á ýmsum tímum beitt sér fyrir framleiðslu slíkra mynda í þágu eigin málstaðar og er svo enn í dag í m.a. vestrænum ríkjum eins og Bandaríkjunum og austur-evrópskum eins og Rússlandi og Úkraínu. Í kjölfar stórstyrjalda eins og heimsstyrjaldanna tveggja komu þó fram ýmsar áhugaverðar gagnrýnar kvikmyndir sem gerðu upp við grunnforsendur hernaðarhyggjunnar og drógu fram hrylling hildarleiksins með raunsæjum hætti. Slík gagnrýnin nálgun varð algengari í stríðsmyndum á árum Víetnamstríðsins með auknu frelsi kvikmyndagerðarmanna í efnisvali og vaxandi gagnrýni meðal menntamanna og almennings á ríkjandi valdhafa, tilkomu gereyðingarvopna og vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna. Í námskeiðinu er áherslan á bíómyndir, sjónvarpsmyndir og heimildamyndir sem varða fyrri og síðari heimsstyrjöld en einnig verður vikið að kvikmyndum um Kóreustríðið, Víetnamstríðið, styrjaldirnar í Írak og Sýrlandi og stríðið sem háð er í Úkraínu um þessar mundir. Allar þær kvikmyndir sem teknar verða til umfjöllunar verða greindar með gagnrýnum hætti með hliðsjón af félagssögulegum bakgrunni þeirra, þeirri sögutúlkun sem þær endurspegla, þeim hagsmunum sem kunna að liggja að baki þeirra, siðfræðilegum álitamálum sem koma við sögu í þeim og þeirri persónusköpun sem þær birta. Leitast verður við að draga fram margvíslegar gerðir stríðsmynda víðsvegar að úr heiminum og greina meginstef þeirra.

X

Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)

Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til dagsins í dag með aðaláherslu á „klassíska tímabilið“ 1950-70 og leikstjóra á borð við Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Fjallað verður um bakgrunn þekktra kvikmynda og efni þeirra greint til sjá hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða valdar myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Íslensk kvikmyndasaga (KVI311G)

Yfirlit yfir íslenska kvikmyndasögu frá upphafi til samtímans. Skoðað verður hvernig kvikmyndamiðillinn nam land á Íslandi, fyrst með kvikmyndasýningum og svo kvikmyndagerð. Rætt verður um „Íslandsmyndirnar“ svokölluðu, og frumkvöðla kvikmyndagerðar hér á landi á borð við Loft Guðmundsson og Óskar Gíslason. Nemendur kynnast aðferðum, efnistökum og stílbrögðum fyrstu íslensku kvikmyndagerðarmannanna og sérstaklega verður staldrað við „kvikmyndaþíðuna“, það er að segja árin eftir seinna stríð og lýðveldisstofnunina þegar fyrstu frásagnarmyndirnar litu dagsins ljós. Þá verður kvikmyndavorið og stofnun Kvikmyndasjóðs skoðuð sérstaklega og sett í samhengi jafnt við strauma erlendis og menningarumræðuna á Íslandi. Í síðari hluta námskeiðsins verður uppgangur íslenskrar kvikmyndagerðar á nýju árþúsundi skoðaður og forsendur gaumgæfðar. Leitast verður við að skýra sérstöðu og áskoranir íslenskrar kvikmyndagerðar, helstu stefnur og einkenni. Þá verða lykilleikstjórar íslenskrar kvikmyndasögu skoðaðir í samhengi við höfundarkenninguna og m.a. verður spurt hvernig íslenskar kvikmyndir falla að hefðbundnum greinaskilgreiningum. Togstreitan milli vinsælda og listabíósins er mikilvæg í samtímakvikmyndagerð og grennslast verður fyrir um áhrif Hollywood, hlutverk kvikmyndahátíða og styrkjakerfa.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Kvikmyndasaga (KVI201G)

Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.

X

Kvikmyndakenningar (KVI401G)

Námskeiðið er hugsað sem ítarlegt sögulegt yfirlit yfir helstu kenningar kvikmyndafræðinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Lesnar verða kenningar frumherja á borð við Sergei Eisenstein, Rudolf Arnheim, Siegfried Kracauer og André Bazin. Tekin verða fyrir margvísleg og róttæk umskipti í nálgun kvikmynda á seinni hluta tuttugustu aldar, líkt og formgerðargreining, marxísk efnistúlkun, sálgreining og femínismi. Loks verða áhrif menningarfræðinnar rædd með áherslu á kynþætti og skoðuð staða kvikmyndarinnar á tímum hnattvæðingar. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla margbreytileika lesefnisins enda er þeim ætlað að draga fram sérstöðu ólíkra kenninga.

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Víkingar á skjánum: 100 ára framsetningarsaga (KVI423G)

Víkingaöldin hefur frá árdögum Hollywood til samtímans þótt afskaplega spennandi tímabil til að gera skil á hvítja tjaldinu og í sjónvarpi. En í tímans rás og samhliða því að menningarviðmið og gildi breytast, og kvikmyndatækninni sjálfri hefur fleytt fram, þá hafa aðferðir kvikmyndagerðarmanna við að framsetja víkinga og víkingaöldina sömuleiðis tekið miklum breytingum. Þessi áfangi skoðar aldarsögu víkinga á skjánum – og beinir þá sjónum að jafn ólíku efni og blóði drifnum stórsmellum og teiknimyndum, þögla bíóinu og sjónvarpsefni tuttugustu og fyrstu aldar – og verður þar sögulegur trúverðugleiki myndanna skoðaður, aðlögunarfræðum verður beitt, hlutverk tónlistar verður gaumgæft, hugað verður að kynþætti, kyni, ofbeldi og öðrum þáttum. Áfanginn mun skila heildstæðri þekkingu og skilningi á því hvernig ímynd víkinga hefur þróast í gegnum dægurmenningu og hvernig sú ímynd hefur sjálf verið breytingarferlum undirorpin. Hvaða sameiginlegu einkenni má rekja milli fjölbreytts úrvals kvikmynda? Hvað segir þessi mismunur okkur um þá menningarheima sem myndirnar spretta úr? Nemendur munu kynnast frumheimildum um víkingaöld, lesa kvikmyndafræðitexta og aðrar heimildir um viðtökur hins norræna menningararfs og Vínland. Kennsla fer fram í fyrirlestrarformi og með umræðum í kennslustund, og í gegnum kvikmyndasýningar. Meðal þess efnis sem sýnt verður er: The Viking (1928) Zvengoria (1928) Prince Valiant (1954) The Vikings (1958) The Longships (1964) The Norseman (1978) Hrafninn Flýgur (1984) Erik the Viking (1989) The 13th Warrior (1998) Pathfinder (2007) Valhalla Rising (2008) How to Train Your Dragon (2010) The Vikings (2013 – 2020) The Last Kingdom (2015 – 2022) The Northman (2022)  

X

Heimspeki og kvikmyndir (HSP410G)

Á námskeiðinu munum við bæði skoða heimspekilegar spurningar um bíómyndir (Hvað er bíómynd? Eru til hlutlægir mælikvarðar á ágæti bíómynda?) og einnig skoða heimspekilegar spurningar sem velt er upp í bíómyndum (Hvað er raunverulegt? Hvað er hjónaband?).

Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Leikjafræði: Tölvuleikir og leikjamenning (JAP502G)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum grunnskilning á leikjafræðum (e. game studies). Um er að ræða nýtt fræðasvið sem hefur rutt sér til rúms á þeim forsendum að leikir, og þá sértaklega tölvuleikir, séu orðnir órjúfanlegur hluti af miðlamenningu samtímans. Í námskeiðinu munu nemendur kynnast lykiltextum og fást við grundvallarspurningar lækjafræðanna. Nemendur munu einnig kynnast fjölda raundæma úr leikjaheiminum þar sem kenningar verða ræddar í samhengi við ýmsa tölvuleiki og þeir skoðaðir frá ólíkum sjónarhornum – bæði út frá kenningum lækjafræðinnar og sem margþætt og vaxandi atvinnugrein. Veitt verður almennt yfirlit yfir þróun tölvuleikjasögunnar, en þó mun hluti námskeiðisins fjalla sérstaklega um japanska tölvuleiki. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa öðlast almennan skilning á kenningum leikjafræðinnar og vera færir um að ræða leikjatengd álitamál á uppbyggilegan hátt.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Váhrif: Öfgabíóið (KVI310G)

Í bókinni Extreme Cinema: The Transgressive Rhetoric of Today’s Art Film Culture, skilgreinir Mattias Frey öfgabíóið sem „alþjóðlega hneigð í framleiðslu kynferðislega bersýnna eða ofbeldisfullra „gæðamynda“ sem gjarnan vekja deilur“. Í þessu námskeiði verða nokkrar alræmdustu myndir kvikmyndasögunnar skoðaðar, frá Salò til A Serbian Film, í samhengi við kenningar um öfgabíóið. Kvikmyndirnar sem fjallað verður um eru eldfimar og viðfangsefnin tengjast trámatískum hliðum sögunnar og samfélagsgerðar nútímans, en má þar nefna stríð, kynferðisofbeldi og í víðu samhengi þá ómennsku sem við sýnum gjarnan hvort öðru. Leitast verður við að komast handan „hneykslisins“ sem í öfgabíóinu óhjákvæmilega felst og kanna félagslegt, sögulegt, pólitískt og kvikmyndafræðilegt samhengi mynda sem viljandi lenda í árekstri við siðferðisviðmið og má þannig jafnframt kenna við árásarkennda fagurfræði.

 

Algengt er að nota viðvörunina/merkinguna „váhrif“ (e. trigger warning) þegar um efni er að ræða sem truflað getur viðtakanda, eða líklegt getur talist að komi illa við fólk er gengið hefur í gegnum erfiða lífsreynslu áþekka þeirri sem fjallað er um í viðkomandi texta. Námskeiðsheitið er að þessu leyti lýsandi fyrir efnistök þess. Kvikmyndirnar sem sýndar verða og gaumgæfðar eru bersýnar þegar að ofbeldi og kynlífi kemur, geta verið mjög truflandi og þær verður að nálgast með þroskuðu viðhorfi og ábyrgð, en samhliða því verða mörk nemenda virt og ráðstafanir gerðar til að nemendur geti, sé ástæða til, vikið sér undan ákveðnu og afmörkuðu kennsluefni á kennsluáætlun námskeiðsins. En meðal þeirra mynda sem kenndar verða eru Salò: 120 Days of Sodom (Pier Paolo Pasolini, 1975), Cannibal Holocaust (Ruggero Deodato, 1980), Funny Games (Michael Haneke, 1997/2007), Antichrist (Lars Von Trier, 2009) og A Serbian Film (Srđan Spasojević, 2010).

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Stríðsmyndir (KVI321G)

Ógrynni stríðsmynda hefur verið gerður víða um heim í gegnum alla kvikmyndasöguna og hafa margar sett mark sitt á samtímann. Valdhafar fjölmargra landa og aðrir hagsmunaaðilar hafa á ýmsum tímum beitt sér fyrir framleiðslu slíkra mynda í þágu eigin málstaðar og er svo enn í dag í m.a. vestrænum ríkjum eins og Bandaríkjunum og austur-evrópskum eins og Rússlandi og Úkraínu. Í kjölfar stórstyrjalda eins og heimsstyrjaldanna tveggja komu þó fram ýmsar áhugaverðar gagnrýnar kvikmyndir sem gerðu upp við grunnforsendur hernaðarhyggjunnar og drógu fram hrylling hildarleiksins með raunsæjum hætti. Slík gagnrýnin nálgun varð algengari í stríðsmyndum á árum Víetnamstríðsins með auknu frelsi kvikmyndagerðarmanna í efnisvali og vaxandi gagnrýni meðal menntamanna og almennings á ríkjandi valdhafa, tilkomu gereyðingarvopna og vígbúnaðarkapphlaup risaveldanna. Í námskeiðinu er áherslan á bíómyndir, sjónvarpsmyndir og heimildamyndir sem varða fyrri og síðari heimsstyrjöld en einnig verður vikið að kvikmyndum um Kóreustríðið, Víetnamstríðið, styrjaldirnar í Írak og Sýrlandi og stríðið sem háð er í Úkraínu um þessar mundir. Allar þær kvikmyndir sem teknar verða til umfjöllunar verða greindar með gagnrýnum hætti með hliðsjón af félagssögulegum bakgrunni þeirra, þeirri sögutúlkun sem þær endurspegla, þeim hagsmunum sem kunna að liggja að baki þeirra, siðfræðilegum álitamálum sem koma við sögu í þeim og þeirri persónusköpun sem þær birta. Leitast verður við að draga fram margvíslegar gerðir stríðsmynda víðsvegar að úr heiminum og greina meginstef þeirra.

X

Ævintýri og samfélag: Hjálparhellur, hetjur og vondar stjúpur (ÞJÓ334G)

Ævintýri verða lesin og skoðuð í ljósi samfélagslegra gilda. Lögð verður áhersla á sagnahefðina, flutning sagnafólks, sísköpun þess og meðferð á sagnaminnum. Ævintýrin verða skoðuð m.t.t. hins breytilega efniviðar og hin ýmsu afbrigði einstakra gerða og minna borin saman. Leitast verður við að ráða í merkingu ævintýra, m.a. með táknrýni, auk þess sem þau verða skoðuð í félagslegu ljósi og sett í samhengi við það samfélag sem mótaði þau. Þá verður skoðað hvernig ævintýri eru nýtt og sífellt endursköpuð í nýrri miðlun.

Vinnulag

Kennsla fer einkum fram með fyrirlestrum, en einnig með umræðum svo sem kostur er.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til dagsins í dag með aðaláherslu á „klassíska tímabilið“ 1950-70 og leikstjóra á borð við Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Fjallað verður um bakgrunn þekktra kvikmynda og efni þeirra greint til sjá hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða valdar myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Íslensk kvikmyndasaga (KVI311G)

Yfirlit yfir íslenska kvikmyndasögu frá upphafi til samtímans. Skoðað verður hvernig kvikmyndamiðillinn nam land á Íslandi, fyrst með kvikmyndasýningum og svo kvikmyndagerð. Rætt verður um „Íslandsmyndirnar“ svokölluðu, og frumkvöðla kvikmyndagerðar hér á landi á borð við Loft Guðmundsson og Óskar Gíslason. Nemendur kynnast aðferðum, efnistökum og stílbrögðum fyrstu íslensku kvikmyndagerðarmannanna og sérstaklega verður staldrað við „kvikmyndaþíðuna“, það er að segja árin eftir seinna stríð og lýðveldisstofnunina þegar fyrstu frásagnarmyndirnar litu dagsins ljós. Þá verður kvikmyndavorið og stofnun Kvikmyndasjóðs skoðuð sérstaklega og sett í samhengi jafnt við strauma erlendis og menningarumræðuna á Íslandi. Í síðari hluta námskeiðsins verður uppgangur íslenskrar kvikmyndagerðar á nýju árþúsundi skoðaður og forsendur gaumgæfðar. Leitast verður við að skýra sérstöðu og áskoranir íslenskrar kvikmyndagerðar, helstu stefnur og einkenni. Þá verða lykilleikstjórar íslenskrar kvikmyndasögu skoðaðir í samhengi við höfundarkenninguna og m.a. verður spurt hvernig íslenskar kvikmyndir falla að hefðbundnum greinaskilgreiningum. Togstreitan milli vinsælda og listabíósins er mikilvæg í samtímakvikmyndagerð og grennslast verður fyrir um áhrif Hollywood, hlutverk kvikmyndahátíða og styrkjakerfa.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Víkingar á skjánum: 100 ára framsetningarsaga (KVI423G)

Víkingaöldin hefur frá árdögum Hollywood til samtímans þótt afskaplega spennandi tímabil til að gera skil á hvítja tjaldinu og í sjónvarpi. En í tímans rás og samhliða því að menningarviðmið og gildi breytast, og kvikmyndatækninni sjálfri hefur fleytt fram, þá hafa aðferðir kvikmyndagerðarmanna við að framsetja víkinga og víkingaöldina sömuleiðis tekið miklum breytingum. Þessi áfangi skoðar aldarsögu víkinga á skjánum – og beinir þá sjónum að jafn ólíku efni og blóði drifnum stórsmellum og teiknimyndum, þögla bíóinu og sjónvarpsefni tuttugustu og fyrstu aldar – og verður þar sögulegur trúverðugleiki myndanna skoðaður, aðlögunarfræðum verður beitt, hlutverk tónlistar verður gaumgæft, hugað verður að kynþætti, kyni, ofbeldi og öðrum þáttum. Áfanginn mun skila heildstæðri þekkingu og skilningi á því hvernig ímynd víkinga hefur þróast í gegnum dægurmenningu og hvernig sú ímynd hefur sjálf verið breytingarferlum undirorpin. Hvaða sameiginlegu einkenni má rekja milli fjölbreytts úrvals kvikmynda? Hvað segir þessi mismunur okkur um þá menningarheima sem myndirnar spretta úr? Nemendur munu kynnast frumheimildum um víkingaöld, lesa kvikmyndafræðitexta og aðrar heimildir um viðtökur hins norræna menningararfs og Vínland. Kennsla fer fram í fyrirlestrarformi og með umræðum í kennslustund, og í gegnum kvikmyndasýningar. Meðal þess efnis sem sýnt verður er: The Viking (1928) Zvengoria (1928) Prince Valiant (1954) The Vikings (1958) The Longships (1964) The Norseman (1978) Hrafninn Flýgur (1984) Erik the Viking (1989) The 13th Warrior (1998) Pathfinder (2007) Valhalla Rising (2008) How to Train Your Dragon (2010) The Vikings (2013 – 2020) The Last Kingdom (2015 – 2022) The Northman (2022)  

X

Heimspeki og kvikmyndir (HSP410G)

Á námskeiðinu munum við bæði skoða heimspekilegar spurningar um bíómyndir (Hvað er bíómynd? Eru til hlutlægir mælikvarðar á ágæti bíómynda?) og einnig skoða heimspekilegar spurningar sem velt er upp í bíómyndum (Hvað er raunverulegt? Hvað er hjónaband?).

Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Leikjafræði: Tölvuleikir og leikjamenning (JAP502G)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum grunnskilning á leikjafræðum (e. game studies). Um er að ræða nýtt fræðasvið sem hefur rutt sér til rúms á þeim forsendum að leikir, og þá sértaklega tölvuleikir, séu orðnir órjúfanlegur hluti af miðlamenningu samtímans. Í námskeiðinu munu nemendur kynnast lykiltextum og fást við grundvallarspurningar lækjafræðanna. Nemendur munu einnig kynnast fjölda raundæma úr leikjaheiminum þar sem kenningar verða ræddar í samhengi við ýmsa tölvuleiki og þeir skoðaðir frá ólíkum sjónarhornum – bæði út frá kenningum lækjafræðinnar og sem margþætt og vaxandi atvinnugrein. Veitt verður almennt yfirlit yfir þróun tölvuleikjasögunnar, en þó mun hluti námskeiðisins fjalla sérstaklega um japanska tölvuleiki. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa öðlast almennan skilning á kenningum leikjafræðinnar og vera færir um að ræða leikjatengd álitamál á uppbyggilegan hátt.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Váhrif: Öfgabíóið (KVI310G)

Í bókinni Extreme Cinema: The Transgressive Rhetoric of Today’s Art Film Culture, skilgreinir Mattias Frey öfgabíóið sem „alþjóðlega hneigð í framleiðslu kynferðislega bersýnna eða ofbeldisfullra „gæðamynda“ sem gjarnan vekja deilur“. Í þessu námskeiði verða nokkrar alræmdustu myndir kvikmyndasögunnar skoðaðar, frá Salò til A Serbian Film, í samhengi við kenningar um öfgabíóið. Kvikmyndirnar sem fjallað verður um eru eldfimar og viðfangsefnin tengjast trámatískum hliðum sögunnar og samfélagsgerðar nútímans, en má þar nefna stríð, kynferðisofbeldi og í víðu samhengi þá ómennsku sem við sýnum gjarnan hvort öðru. Leitast verður við að komast handan „hneykslisins“ sem í öfgabíóinu óhjákvæmilega felst og kanna félagslegt, sögulegt, pólitískt og kvikmyndafræðilegt samhengi mynda sem viljandi lenda í árekstri við siðferðisviðmið og má þannig jafnframt kenna við árásarkennda fagurfræði.

 

Algengt er að nota viðvörunina/merkinguna „váhrif“ (e. trigger warning) þegar um efni er að ræða sem truflað getur viðtakanda, eða líklegt getur talist að komi illa við fólk er gengið hefur í gegnum erfiða lífsreynslu áþekka þeirri sem fjallað er um í viðkomandi texta. Námskeiðsheitið er að þessu leyti lýsandi fyrir efnistök þess. Kvikmyndirnar sem sýndar verða og gaumgæfðar eru bersýnar þegar að ofbeldi og kynlífi kemur, geta verið mjög truflandi og þær verður að nálgast með þroskuðu viðhorfi og ábyrgð, en samhliða því verða mörk nemenda virt og ráðstafanir gerðar til að nemendur geti, sé ástæða til, vikið sér undan ákveðnu og afmörkuðu kennsluefni á kennsluáætlun námskeiðsins. En meðal þeirra mynda sem kenndar verða eru Salò: 120 Days of Sodom (Pier Paolo Pasolini, 1975), Cannibal Holocaust (Ruggero Deodato, 1980), Funny Games (Michael Haneke, 1997/2007), Antichrist (Lars Von Trier, 2009) og A Serbian Film (Srđan Spasojević, 2010).

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rósa Ásgeirsdóttir
Sólveig Johnsen
Lísa M. Kristjánsdóttir
Baldur Logi Björnsson
Brautskráður

Kvikmyndafræði í HÍ kom mér alveg á óvart. Það er svo miklu meira en mann grunar á bakvið hverja einustu kvikmynd sem við sjáum í okkar daglega lífi: kvikmyndasagan, listasagan, menningarpólitík, hugmyndafræði, listræn sýn og þekking, og kennararnir eru einstaklega færir í að sýna okkur hvernig hægt er koma auga á þessa hluti og nota til að gera kvikmyndaáhorfið ríkara. Einnig er námskeiðaúrvalið afskaplega gott og maður lærir að nálgast kvikmyndamenningu heimsins frá óteljandi hliðum, þekkja strauma og stefnur sem skipta máli og kynnist nýjum þjóðarbíóum. Allir sem ég hef talað við hafa fengið eitthvað öðruvísi, einstakt og áhugavert út úr náminu. Í náminu fékk ég einnig tækifæri til að aðstoða við uppbyggingu stafræns gagnagrunns um íslenska kvikmyndasögu sem nefnist Myndvísir, raunar var það vinnan mín eitt sumar. Þar naut ég þess að leysa margvísleg verkefni í samstarfi við annað ástríðufólk. Það er svo gefandi að finna samfélag sem hefur svona mikla ástríðu fyrir því sama og maður gerir sjálfur. Félagslega eru nemendur í kvikmyndafræðinni langsterkasti hópur sem ég hef kynnst í námi.

Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Hrannar Már Ólínuson
Brautskráður

Kvikmyndafræðin veitti mér aðgengi að kvikmyndagersemum á hvíta tjaldinu. Meðan á náminu stendur er maður umkringdur einstaklingum sem deila með manni ást og áhuga fyrir kvikmyndum og er það einstaklega gefandi reynsla. Raunar á ég ótrúlega sterkar minningar um félagslífið og félagslegu hliðina í kvikmyndafræðinni. Þarna eignaðist ég vini fyrir lífstíð og tengi ég einvörðungu jákvæða, gefandi og ánægjulega hluti við námið.

Sólveig Johnsen
Brautskráð

Námið í Kvikmyndafræði við HÍ var virkilega jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig. Fyrst og fremst þótti mér frábært að mæta í skólann á morgnana, fá mér kaffi og horfa síðan á bíómyndir. Ræða þær í þaula með öðru áhugafólki og læra um allt það sem býr að baki. Ég öðlaðist skilning á hvernig listir tengjast sögu og samfélagi, hvernig kvikmyndir geta gefið innsýn í mannlegt eðli, sálarlíf og skáldaða heima, og það sem meira er, ég lærði að tjá mig um þetta allt. Námið í Kvikmyndafræði víkkaði sjóndeildarhringinn minn gríðarlega og færði mér ýmis skemmtileg tækifæri, meðal annars að skrifa kvikmyndagagnrýni með góðum hópi fólks og komast af stað í kvikmyndagerð. Kennararnir eru fróðir, áhugasamir og afar hjálplegir, mikið frelsi er í námsvali innan brautarinnar og auðvelt að finna áfanga sem henta ólíkum áhugasviðum. 

Lísa M. Kristjánsdóttir
Kvikmyndafræðingur

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun, að tala um kvikmynd er enn betri skemmtun. Það er það sem kvikmyndafræðin snýst um, að skapa lifandi og gagnrýna umræðu um kvikmyndir og hlutverk þeirra frá fyrstu dögum kvikmyndanna til dagsins í dag. Námið er skemmtilega uppbyggt þar sem kvikmyndasaga og kvikmyndafræði fléttast saman í áhugaverðum kúrsum um einstaka leikstjóra, ákveðin tímabil kvikmyndasögunnar og ólíkar kvikmyndagreinar. Nemendur eru hvattir til þess að rýna í texta og myndir með gagnrýnum augum og það er lögð áhersla á að þeir mæti undirbúnir og taki þátt í umræðum í tímum. Ég mæli eindregið með náminu, enda er það fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og það líður varla sá dagur að ég noti ekki eitthvað af því sem ég lærði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.