Kvikmyndafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

BA gráða

. . .

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Um námið

Kvikmyndafræði er sjálfstæð námsgrein innan Íslensku- og menningardeildar. Hún er kennd sem aðalgrein til 120 eininga og sem aukagrein til 60 eininga.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Félagslíf

Félag nemenda í kvikmyndafræði, Rýnirinn, stendur fyrir margvíslegum uppákomum.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.