Kvikmyndafræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA gráða – 120 ECTS einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Kvikmyndarýni (KVI101G)

Hér er um að ræða grunnfag námsgreinarinnar kvikmyndafræði þar sem kynnt eru til sögunnar lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Farið verður ítarlega í frásagnaruppbyggingu og sviðsmynd kvikmynda, sem og kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og tónlist. Ræddar verða ólíkar gerðir kvikmynda og sýnd dæmi um heimilda- og tilraunamyndir auk hefðbundinna leikinna kvikmynda. Í framhaldi munu nemendur kynnast fræðilegri kvikmyndarýni þar sem lögð er áhersla á kvikmyndagreinar, -höfunda og -stjörnur. Á kvikmyndasýningunum verða dregin fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku enda er námskeiðið að stórum hlut hugsað sem inngangur og æfing í kvikmyndarýni.

X

Klassískar bókmenntir og samtímakvikmyndir (ABF330G)

Lesnar verða valdar klassískar skáldsögur frá 19. og 20. öld eftir höfunda á borð við Jane Austen, Charlotte Brontë, Henry James, E.M. Forster og Evelyn Waugh og þær bornar saman við kvikmyndanir á sögunum. Sérstök áhersla verður á greiningu á ástarsögum og búningamyndum um leið og skoðað verður hvernig verk sprettur úr öðru verki, endurritanir og muninn á miðlunum tveimur. Verkin verða sérstaklega greind út frá ástarsögunni, samskiptum kynjanna, peningum og fortíðarþrá. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er samfélag kvenna og þrá þeirra fær útrás. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir.

X

Hrollvekjur (ABF113G)

Fjallað verður um hrollvekjuna sem bókmennta- og kvikmyndagrein með sérstakri áherslu á þróun hennar síðustu áratugina. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni, helstu samtímastraumum og fræðiritum á sviðinu.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS348G)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Dragademían: Húmor, reiði og hinsegin kvenleiki frá Mae West til RuPaul (KVI312G)

Í námskeiðinu verður fjallað um drag sem listform og sérstök áhersla lögð á kvenleika í hinsegin menningu. Í hverri viku verða bæði fyrirlestrar og kvikmyndasýningar sem ætlað er að vekja umræður um ólíkar birtingarmyndir hinsegin kvenleika. Kvikmyndirnar og lesefni námskeiðsins munu bregða birtu á fjölbreytileika kvenímynda í dragi, áhrifin sem drag getur haft og þær konur sem hafa mótað það hvernig dragdrottningar skapa persónur sínar. Nemendur munu halda „dragbók“ um kvikmyndirnar, sem verða bæði leiknar frásagnarmyndir og heimildarmyndir, og sjónvarpsþætti sem eru hluti heimanámsins, þar sem þeir setja efnið í samhengi við lesefni og fyrirlestra. Að auki verður eitt verkefna námskeiðsins helgað íslensku dragi og í því samhengi munu nemendur bregða sér á eina af sýningum Drag-Súgs. Dragademían nálgast drag með opnum huga og gerir tjáningu listafólks sem er sís, trans og kynsegin að viðfangsefni sínu, með það markmið að greina virkni hefðbundins og óhefðbundins kvenleika í list sem tjáir og vekur margvíslegar, en oft flóknar, tilfinningar.

X

Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinu (KVI313G)

Súrrealismi kom fram í tilvistarkreppu millistríðsáranna sem viðbragð við því að Evrópa hafði í fyrri heimsstyrjöldinni lagt sjálfa sig í rúst á máta sem átti sér enga sögulega forvera. Rökvísi og hugmyndin um „skynsamlegt þjóðskipulag“ hafði leitt til gjöreyðingar og súrrelistarnir af þessum sökum höfnuðu fyrrir viðmiðum um hið röklega og héldu þess í stað á mið dulvitundarinnar og drauma. Súrrealísk list kannar öðru fremur mörkin milli vitundarinnar og dulvitundarinnar, drauma og veruleika.

Á grundvelli Freuds og annarra aðferða í sálgreiningu, dulspeki og hugmynda um hvernig losna skuli undan oki siðmenningarinnar hefur súrrealisminn, eins og hann kom fram á tíma sögulegu framúrstefnunnar, þróast áfram og í kvikmyndum allt fram til Hollywood samtímans. Þessi áfangi mun gaumgæfa þessa söguþróun, allt frá André Breton og Salvador Dalí til David Lynch og Lady Gaga, og rekja áhrif liststefnunnar á frásagnarbíóið. Meðal leikstjóra og listamanna sem fjallað verður um í áfanganum má nefna: Luis Buñuel, Jean Cocteau, Maya Derren, Federico Felini, Jan Svankmajer, the Quay Brothers, Alejandro Jodorowsy, David Lynch, Michel Gondry, og Charlie Kaufman.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Sýndar verða sex myndir sem heild og haldnir stuttir fyrirlestrar með umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Kvikmyndasaga (KVI201G)

Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.

X

Kvikmyndakenningar (KVI401G)

Námskeiðið er hugsað sem ítarlegt sögulegt yfirlit yfir helstu kenningar kvikmyndafræðinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Lesnar verða kenningar frumherja á borð við Sergei Eisenstein, Rudolf Arnheim, Siegfried Kracauer og André Bazin. Tekin verða fyrir margvísleg og róttæk umskipti í nálgun kvikmynda á seinni hluta tuttugustu aldar, líkt og formgerðargreining, marxísk efnistúlkun, sálgreining og femínismi. Loks verða áhrif menningarfræðinnar rædd með áherslu á kynþætti og skoðuð staða kvikmyndarinnar á tímum hnattvæðingar. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla margbreytileika lesefnisins enda er þeim ætlað að draga fram sérstöðu ólíkra kenninga.

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Frá 101 til Hollywood: Baltasar Kormákur og íslensk kvikmyndamenning (KVI305G)

Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska kvikmyndamenningu samtímans í alþjóðlegu samhengi og verða þar verk og ferill leikstjórans og leikarans Baltasars Kormáks í brennidepli. Ferill hans spannar leiksviðið jafnt og hvíta tjaldið (og nú síðast sjónvarpið), verk hans tengjast þjóðlegri menningu og íslenskum bókmenntum en Baltasar hefur einnig haslað sér völl í miðju heimsbíósins, Hollywood, og nýtur þar velgengni sem ekki á sér fordæmi meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

Spurt verður um mikilvægi og hlutverk hins þjóðlega í þverþjóðlegum og hnattvæddum heimi þar sem þjóðlönd á jaðrinum líkt og Ísland eiga gjarnan erfitt uppdráttar en geta einnig notið góðs af meintri sérstöðu og framandleika, en þessi einkenni hafa löngum verið íslenskum leikstjórum hugleikin, Baltasari þar á meðal eins og 101 Reykjavík og Djúpið eru dæmi um.

Hugmyndin um jaðar og miðju kallast á við stöðu listabíósins andspænis „afþreyingarafurðum“ Hollywood og ferðalagi Baltasars milli þessara tveggja póla alþjóðlegrar bíómenningar verður gefinn sérstakur gaumur. Verk hans verða skoðuð í margvíslegu samhengi, menningarsögulegu, kvikmyndalegu og pólitísku, og það á einnig við um virkni hans í íslenskri menningu,

Baltasar er rithöfundur, leikstjóri, leikari, framleiðandi, fyrirtækjaeigandi, stjarna og hugsanlega fyrsti íslenski „kvikmyndamógúllinn“. Skoðun á ferli leikstjórans opnar frjóar og spennandi túlkunarleiðir að íslenskri samtímamenningu og alþjóðlegri kvikmyndamenningu.

X

Kvikmyndir og feminismi (ENS462G)

Í þessu námskeiði skoðum við nokkra af þeim lykiltextum og málefnum sem varða

Aðlögunarkenningar og gagnrýni og lesum úr kvikmyndum og þeim bókum sem þær byggja á. Flestar þeirra kvikmynda sem við munum skoða koma frá Bandaríkjunum, en þó verða inná milli sýndar myndir frá Evrópu. Spurningar hvernig innrömmun líkama kynjanna tveggja er háttað útfrá vægi, veldi eða veikleika þeirra verða gaumgæfðar ítarlega, hvernig erótísk spenna er byggð upp í myndfléttum og hvernig helsi og eða frelsi persónanna er aukið, viðhaldið ellegar brotið á bak aftur í atburðarásinni. Jafnframt verður lögð áhersla á þær spurningar er varða persónur og leikendur bíómyndanna sem hægt er að skoða sem persónugerfinga ákveðinnar hugmyndafræði eða mýta og spurt hvort hið persónulega sé jafnan speglun á hið pólitíska.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Konur, minnihlutahópar og þjóðfélagsgagnrýni: Kvikmyndir frá menningarsvæðum múslima (KVI410G)

Múslimar eru um fjórðungur mannkyns og í verulegum meirihluta í fjölda ríkja Norður-Afríku, Mið-Austurlanda og Suður-Asíu. Fjölbreytt kvikmyndagerð hefur verið í miklum blóma í mörgum þessarra landa til fjölda ára en er ný af nálinni í ýmsum öðrum. Rakin verður saga kvikmyndagerðar í þessum löndum og helstu þemu og stef greind með hliðsjón af menningarsögulegum bakgrunni þeirra, trúarbrögðum, bókmenntum, stjórnmálum og fræðilegum kenningum og flokkunarkerfum innan m.a. kvikmyndafræði og trúarbragðafræði. Sérlega athyglisverðar eru kvikmyndir frá löndum þar sem kvikmyndagerðarmönnum er sniðinn þröngur stakkur með strangri ritskoðun en þeir leita samt margvíslegra táknrænna leiða til að miðla þjóðfélagsgagnrýni sinni og taka á viðkvæmum álitamálum eins og félagslegu taumhaldi, minnihlutahópum, stöðu kvenna, kynferði, samkynhneigð, barnabrúðum, fjölkvæni, vændi, sjálfsvígum, heiðursmorðum, dauðarefsingum og mismunandi sharíatúlkunum innan íslam. Meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna í ýmsum þessarra landa eru konur og hafa þær jafnvel verið brautryðjendur í sumum þeirra eins og t.d. Forugh Farrokhzad í Íran og Haifaa al-Mansour í Saudi-Arabíu. Sjónum verður sérstaklega beint að kvikmyndagerðarmönnum í þremur löndum, Tyrklandi, Egyptalandi og Íran, en einnig staldrað við ýmsa aðra í löndum eins og Malasíu, Indónesíu, Pakistan, Afganistan, Azerbaijan, Líbanon, Írak, Sýrlandi, Saudi-Arabíu, Túnis, Alsír, Marokkó og Mauritaníu. Áherslan er á leiknar kvikmyndir á borð við spennumyndir, hryllingsmyndir, gamanmyndir, íslamskar biblíumyndir, rómantík og raunsæisdrama en einnig verður vísað til heimildarmynda og tónlistarmyndbanda (svo sem með Haifu Wehbe og Shams al-Aslami). Þá verða áhrif vestrænna og asískra kvikmynda á kvikmyndagerðarmenn af menningarsvæðum múslima rakin og sömuleiðis áhrif þeirra sjálfra á kvikmyndagerðarmenn víða um heim. Loks verður fjallað um að hve miklu marki megi finna samhljóm milli ímyndar múslima í vestrænum kvikmyndum og kvikmyndum þeirra sjálfra.Þeir kvikmyndagerðarmenn sem helst verða teknir fyrir eru Metin Erksam, Yilmaz Güney, Reha Erdem og Nuri Bilge Ceylan frá Tyrklandi, Henry Barakat og Youssef Chahine frá Egyptalandi og Masud Kimiai, Jafar Panahi, Abbas Kiarostami, Dariush Mehrjui, Asghar Farhadi, Tahmineh Milani og Makhmalbaf-fjölskyldan frá Íran.

X

Franska nýbylgjan (KVI418G)

Fjallað verður um aðdraganda og eftirköst frönsku nýbylgjunnar, áhrifamestu listastefnu í kvikmyndum á tuttugustu öld, en sjónum verður einkum beint að stefnunni sjálfri og þeim sem að henni stóðu: Jean-Luc Godard, Francois Truffaut, Éric Rohmer, Jacques Rivette og Claude Chabrol. Mikilvæg mótunaráhrif lærimeistara karlleikstjóranna, Andre Bazin, verða einnig skoðuð sem og tengsl aðliggjandi leikstjóra á borð við Agnès Varda og Alain Resnais. Fagurfræðipólitík Cahiers du Cinéma verður skoðuð og samtímagreinar úr tímaritinu lesnar, fjallað verður um hlutverk yfirlýsingarinnar (e. manifesto) og í brennidepli verður virkni frönsku nýbylgjunnar sem róttækrar listhreyfingar sem hafði hnattræn áhrif – áhrif sem enn er verið að takast á við. Lesnir verða textar eftir Truffaut, Godard og aðra sem í Cahiers du Cinéma skrifuðu, farið verður rækilega í skrif Andre Bazin og yfirsýn verður náð þegar að fræðilegu umræðuhefðinni kemur. Horft verður á lykilmyndir bylgjunnar, auk þess sem mikilvægum forverum á borð við Jean Renoir og ítalska nýraunsæið verður gaumur gefinn.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Farið verður í þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1970. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

X

Hugarflug norðursins (ÞJÓ211G)

(Kennt á ensku, en nemendur sem þess óska geta skilað verkefnum á íslensku)

Both fixed and relative, lived and imagined, the North has been a reservoir of imaginary potential. In this potentiality, modern subjects -- local and distant -- might regenerate and reinvigorate. The North contains apparent contradictions: beautiful and terrifying, invigorating and deadly. The imagery of such an imagined and real north, read through history, folklore, literature, film, is the subject of this course. Comparative, interdisciplinary, and multi-sited, our investigations focus on the ways in which the construction of the North has been a contested field representing different agendas and offering divergent outcomes.

Teacher of the course: JoAnn Conrad

X

Þýskar kvikmyndir (ÞÝS425G)

Þýsk kvikmyndasaga er gríðarlega rík og spannar þrjár aldir, þar á meðal einhver erfiðustu tímabil í sögu þjóðarinnar. Í námskeiðinu verður farið skilmerkilega yfir þýska kvikmyndasögu og mikilvægustu áföngum kvikmyndagerðar Þýskalands gerð skil. Sérstök áhersla verður lögð á samfélagsleg málefni kvikmyndanna, en kvikmyndin hefur fylgt hinum miklu umbrotum þýskrar sögu 20. aldarinnar vel eftir og hafa Þjóðverjar verið óhræddir við að takast á við erfið málefni í gegnum kvikmyndamiðilinn. Farið verður í saumana á því hvernig kvikmyndamiðlinum hefur verið beitt, bæði í áróðursskyni sem og til beittrar gagnrýni, hvernig kvikmyndir endurspegla tíðaranda og hafa áhrif á sýn Þjóðverja á eigin sögu.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum í bland við kvikmyndasýningar, en sýndar verða meðal annars: Das Kabinett des Dr. Caligari, Triumph des Willens, Alice in den Städten, Sophie Scholl og Sonnenallee.

Námskeiðið verður kennt á íslensku en ritgerðum má skila á íslensku, þýsku og ensku. Nemendur í þýsku skrifi ritgerðir sínar á þýsku.

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Klassískar bókmenntir og samtímakvikmyndir (ABF330G)

Lesnar verða valdar klassískar skáldsögur frá 19. og 20. öld eftir höfunda á borð við Jane Austen, Charlotte Brontë, Henry James, E.M. Forster og Evelyn Waugh og þær bornar saman við kvikmyndanir á sögunum. Sérstök áhersla verður á greiningu á ástarsögum og búningamyndum um leið og skoðað verður hvernig verk sprettur úr öðru verki, endurritanir og muninn á miðlunum tveimur. Verkin verða sérstaklega greind út frá ástarsögunni, samskiptum kynjanna, peningum og fortíðarþrá. Í myndunum fær hin kvenlega rödd gjarnan hljómgrunn, skapað er samfélag kvenna og þrá þeirra fær útrás. Þetta eru sögur um innra líf persónunnar, fantasíur og ástir.

X

Hrollvekjur (ABF113G)

Fjallað verður um hrollvekjuna sem bókmennta- og kvikmyndagrein með sérstakri áherslu á þróun hennar síðustu áratugina. Verkin verða greind með hliðsjón af hefðinni, helstu samtímastraumum og fræðiritum á sviðinu.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS348G)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Dragademían: Húmor, reiði og hinsegin kvenleiki frá Mae West til RuPaul (KVI312G)

Í námskeiðinu verður fjallað um drag sem listform og sérstök áhersla lögð á kvenleika í hinsegin menningu. Í hverri viku verða bæði fyrirlestrar og kvikmyndasýningar sem ætlað er að vekja umræður um ólíkar birtingarmyndir hinsegin kvenleika. Kvikmyndirnar og lesefni námskeiðsins munu bregða birtu á fjölbreytileika kvenímynda í dragi, áhrifin sem drag getur haft og þær konur sem hafa mótað það hvernig dragdrottningar skapa persónur sínar. Nemendur munu halda „dragbók“ um kvikmyndirnar, sem verða bæði leiknar frásagnarmyndir og heimildarmyndir, og sjónvarpsþætti sem eru hluti heimanámsins, þar sem þeir setja efnið í samhengi við lesefni og fyrirlestra. Að auki verður eitt verkefna námskeiðsins helgað íslensku dragi og í því samhengi munu nemendur bregða sér á eina af sýningum Drag-Súgs. Dragademían nálgast drag með opnum huga og gerir tjáningu listafólks sem er sís, trans og kynsegin að viðfangsefni sínu, með það markmið að greina virkni hefðbundins og óhefðbundins kvenleika í list sem tjáir og vekur margvíslegar, en oft flóknar, tilfinningar.

X

Bráðnandi klukkur og filmur: Súrrealismi í frásagnarbíóinu (KVI313G)

Súrrealismi kom fram í tilvistarkreppu millistríðsáranna sem viðbragð við því að Evrópa hafði í fyrri heimsstyrjöldinni lagt sjálfa sig í rúst á máta sem átti sér enga sögulega forvera. Rökvísi og hugmyndin um „skynsamlegt þjóðskipulag“ hafði leitt til gjöreyðingar og súrrelistarnir af þessum sökum höfnuðu fyrrir viðmiðum um hið röklega og héldu þess í stað á mið dulvitundarinnar og drauma. Súrrealísk list kannar öðru fremur mörkin milli vitundarinnar og dulvitundarinnar, drauma og veruleika.

Á grundvelli Freuds og annarra aðferða í sálgreiningu, dulspeki og hugmynda um hvernig losna skuli undan oki siðmenningarinnar hefur súrrealisminn, eins og hann kom fram á tíma sögulegu framúrstefnunnar, þróast áfram og í kvikmyndum allt fram til Hollywood samtímans. Þessi áfangi mun gaumgæfa þessa söguþróun, allt frá André Breton og Salvador Dalí til David Lynch og Lady Gaga, og rekja áhrif liststefnunnar á frásagnarbíóið. Meðal leikstjóra og listamanna sem fjallað verður um í áfanganum má nefna: Luis Buñuel, Jean Cocteau, Maya Derren, Federico Felini, Jan Svankmajer, the Quay Brothers, Alejandro Jodorowsy, David Lynch, Michel Gondry, og Charlie Kaufman.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Sýndar verða sex myndir sem heild og haldnir stuttir fyrirlestrar með umræðum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Frá 101 til Hollywood: Baltasar Kormákur og íslensk kvikmyndamenning (KVI305G)

Í námskeiðinu verður fjallað um íslenska kvikmyndamenningu samtímans í alþjóðlegu samhengi og verða þar verk og ferill leikstjórans og leikarans Baltasars Kormáks í brennidepli. Ferill hans spannar leiksviðið jafnt og hvíta tjaldið (og nú síðast sjónvarpið), verk hans tengjast þjóðlegri menningu og íslenskum bókmenntum en Baltasar hefur einnig haslað sér völl í miðju heimsbíósins, Hollywood, og nýtur þar velgengni sem ekki á sér fordæmi meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

Spurt verður um mikilvægi og hlutverk hins þjóðlega í þverþjóðlegum og hnattvæddum heimi þar sem þjóðlönd á jaðrinum líkt og Ísland eiga gjarnan erfitt uppdráttar en geta einnig notið góðs af meintri sérstöðu og framandleika, en þessi einkenni hafa löngum verið íslenskum leikstjórum hugleikin, Baltasari þar á meðal eins og 101 Reykjavík og Djúpið eru dæmi um.

Hugmyndin um jaðar og miðju kallast á við stöðu listabíósins andspænis „afþreyingarafurðum“ Hollywood og ferðalagi Baltasars milli þessara tveggja póla alþjóðlegrar bíómenningar verður gefinn sérstakur gaumur. Verk hans verða skoðuð í margvíslegu samhengi, menningarsögulegu, kvikmyndalegu og pólitísku, og það á einnig við um virkni hans í íslenskri menningu,

Baltasar er rithöfundur, leikstjóri, leikari, framleiðandi, fyrirtækjaeigandi, stjarna og hugsanlega fyrsti íslenski „kvikmyndamógúllinn“. Skoðun á ferli leikstjórans opnar frjóar og spennandi túlkunarleiðir að íslenskri samtímamenningu og alþjóðlegri kvikmyndamenningu.

X

Kvikmyndir og feminismi (ENS462G)

Í þessu námskeiði skoðum við nokkra af þeim lykiltextum og málefnum sem varða

Aðlögunarkenningar og gagnrýni og lesum úr kvikmyndum og þeim bókum sem þær byggja á. Flestar þeirra kvikmynda sem við munum skoða koma frá Bandaríkjunum, en þó verða inná milli sýndar myndir frá Evrópu. Spurningar hvernig innrömmun líkama kynjanna tveggja er háttað útfrá vægi, veldi eða veikleika þeirra verða gaumgæfðar ítarlega, hvernig erótísk spenna er byggð upp í myndfléttum og hvernig helsi og eða frelsi persónanna er aukið, viðhaldið ellegar brotið á bak aftur í atburðarásinni. Jafnframt verður lögð áhersla á þær spurningar er varða persónur og leikendur bíómyndanna sem hægt er að skoða sem persónugerfinga ákveðinnar hugmyndafræði eða mýta og spurt hvort hið persónulega sé jafnan speglun á hið pólitíska.

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Konur, minnihlutahópar og þjóðfélagsgagnrýni: Kvikmyndir frá menningarsvæðum múslima (KVI410G)

Múslimar eru um fjórðungur mannkyns og í verulegum meirihluta í fjölda ríkja Norður-Afríku, Mið-Austurlanda og Suður-Asíu. Fjölbreytt kvikmyndagerð hefur verið í miklum blóma í mörgum þessarra landa til fjölda ára en er ný af nálinni í ýmsum öðrum. Rakin verður saga kvikmyndagerðar í þessum löndum og helstu þemu og stef greind með hliðsjón af menningarsögulegum bakgrunni þeirra, trúarbrögðum, bókmenntum, stjórnmálum og fræðilegum kenningum og flokkunarkerfum innan m.a. kvikmyndafræði og trúarbragðafræði. Sérlega athyglisverðar eru kvikmyndir frá löndum þar sem kvikmyndagerðarmönnum er sniðinn þröngur stakkur með strangri ritskoðun en þeir leita samt margvíslegra táknrænna leiða til að miðla þjóðfélagsgagnrýni sinni og taka á viðkvæmum álitamálum eins og félagslegu taumhaldi, minnihlutahópum, stöðu kvenna, kynferði, samkynhneigð, barnabrúðum, fjölkvæni, vændi, sjálfsvígum, heiðursmorðum, dauðarefsingum og mismunandi sharíatúlkunum innan íslam. Meðal virtustu kvikmyndagerðarmanna í ýmsum þessarra landa eru konur og hafa þær jafnvel verið brautryðjendur í sumum þeirra eins og t.d. Forugh Farrokhzad í Íran og Haifaa al-Mansour í Saudi-Arabíu. Sjónum verður sérstaklega beint að kvikmyndagerðarmönnum í þremur löndum, Tyrklandi, Egyptalandi og Íran, en einnig staldrað við ýmsa aðra í löndum eins og Malasíu, Indónesíu, Pakistan, Afganistan, Azerbaijan, Líbanon, Írak, Sýrlandi, Saudi-Arabíu, Túnis, Alsír, Marokkó og Mauritaníu. Áherslan er á leiknar kvikmyndir á borð við spennumyndir, hryllingsmyndir, gamanmyndir, íslamskar biblíumyndir, rómantík og raunsæisdrama en einnig verður vísað til heimildarmynda og tónlistarmyndbanda (svo sem með Haifu Wehbe og Shams al-Aslami). Þá verða áhrif vestrænna og asískra kvikmynda á kvikmyndagerðarmenn af menningarsvæðum múslima rakin og sömuleiðis áhrif þeirra sjálfra á kvikmyndagerðarmenn víða um heim. Loks verður fjallað um að hve miklu marki megi finna samhljóm milli ímyndar múslima í vestrænum kvikmyndum og kvikmyndum þeirra sjálfra.Þeir kvikmyndagerðarmenn sem helst verða teknir fyrir eru Metin Erksam, Yilmaz Güney, Reha Erdem og Nuri Bilge Ceylan frá Tyrklandi, Henry Barakat og Youssef Chahine frá Egyptalandi og Masud Kimiai, Jafar Panahi, Abbas Kiarostami, Dariush Mehrjui, Asghar Farhadi, Tahmineh Milani og Makhmalbaf-fjölskyldan frá Íran.

X

Franska nýbylgjan (KVI418G)

Fjallað verður um aðdraganda og eftirköst frönsku nýbylgjunnar, áhrifamestu listastefnu í kvikmyndum á tuttugustu öld, en sjónum verður einkum beint að stefnunni sjálfri og þeim sem að henni stóðu: Jean-Luc Godard, Francois Truffaut, Éric Rohmer, Jacques Rivette og Claude Chabrol. Mikilvæg mótunaráhrif lærimeistara karlleikstjóranna, Andre Bazin, verða einnig skoðuð sem og tengsl aðliggjandi leikstjóra á borð við Agnès Varda og Alain Resnais. Fagurfræðipólitík Cahiers du Cinéma verður skoðuð og samtímagreinar úr tímaritinu lesnar, fjallað verður um hlutverk yfirlýsingarinnar (e. manifesto) og í brennidepli verður virkni frönsku nýbylgjunnar sem róttækrar listhreyfingar sem hafði hnattræn áhrif – áhrif sem enn er verið að takast á við. Lesnir verða textar eftir Truffaut, Godard og aðra sem í Cahiers du Cinéma skrifuðu, farið verður rækilega í skrif Andre Bazin og yfirsýn verður náð þegar að fræðilegu umræðuhefðinni kemur. Horft verður á lykilmyndir bylgjunnar, auk þess sem mikilvægum forverum á borð við Jean Renoir og ítalska nýraunsæið verður gaumur gefinn.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Farið verður í þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1970. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

X

Hugarflug norðursins (ÞJÓ211G)

(Kennt á ensku, en nemendur sem þess óska geta skilað verkefnum á íslensku)

Both fixed and relative, lived and imagined, the North has been a reservoir of imaginary potential. In this potentiality, modern subjects -- local and distant -- might regenerate and reinvigorate. The North contains apparent contradictions: beautiful and terrifying, invigorating and deadly. The imagery of such an imagined and real north, read through history, folklore, literature, film, is the subject of this course. Comparative, interdisciplinary, and multi-sited, our investigations focus on the ways in which the construction of the North has been a contested field representing different agendas and offering divergent outcomes.

Teacher of the course: JoAnn Conrad

X

Þýskar kvikmyndir (ÞÝS425G)

Þýsk kvikmyndasaga er gríðarlega rík og spannar þrjár aldir, þar á meðal einhver erfiðustu tímabil í sögu þjóðarinnar. Í námskeiðinu verður farið skilmerkilega yfir þýska kvikmyndasögu og mikilvægustu áföngum kvikmyndagerðar Þýskalands gerð skil. Sérstök áhersla verður lögð á samfélagsleg málefni kvikmyndanna, en kvikmyndin hefur fylgt hinum miklu umbrotum þýskrar sögu 20. aldarinnar vel eftir og hafa Þjóðverjar verið óhræddir við að takast á við erfið málefni í gegnum kvikmyndamiðilinn. Farið verður í saumana á því hvernig kvikmyndamiðlinum hefur verið beitt, bæði í áróðursskyni sem og til beittrar gagnrýni, hvernig kvikmyndir endurspegla tíðaranda og hafa áhrif á sýn Þjóðverja á eigin sögu.

Námskeiðið byggir á fyrirlestrum og umræðum í bland við kvikmyndasýningar, en sýndar verða meðal annars: Das Kabinett des Dr. Caligari, Triumph des Willens, Alice in den Städten, Sophie Scholl og Sonnenallee.

Námskeiðið verður kennt á íslensku en ritgerðum má skila á íslensku, þýsku og ensku. Nemendur í þýsku skrifi ritgerðir sínar á þýsku.

X

Systralag? Þverþjóðleg kvennahreyfing á millistríðsárunum (SAG404M)

Í námskeiðinu er fjallað um þverþjóðlegt samstarf íslenskrar kvennahreyfingar á millistríðsárunum, 1918-1939. Hin alþjóðlega kvennahreyfing hafði starfað að jafnrétti kvenna og karla frá lokum 19. aldar. Þar var kosningaréttur til þjóðþinga aðalbaráttumálið en þegar sigur vannst í sífellt fleiri löndum víkkaði starfssvið hreyfingarinnar. Íslenskar konur tóku þátt í alþjóðlegu samstarfi frá lokum 19. aldar og á árunum milli stríða sóttu allmargar konur ráðstefnur og þing hinna ýmsu kvennahreyfinga, einkum í Evrópu. Í námskeiðinu verður þetta samstarf skoðað og hvernig hugmyndin um sérstakt þverþjóðlegt (femínískt) samfélag kvenna hafi verið túlkuð og rædd, þvert á landamæri þjóðríkja.

X

Frá fasisma til popúlisma: Lýðræðiskreppa, róttæk þjóðernishyggja og valdboðshyggja á 20 og 21. öld (SAG604M)

Uppgangur hægri popúlistaflokka og valdboðsstjórna á undanförnum árum hefur beinst gegn frjálslyndu lýðræði (liberal democracy) og vakið áleitnar spurningar um hvar staðsetja eigi þessi öfl á hinu pólitíska litrófi og hvernig skilgreina eigi hugmyndafræði þeirra og sögulegar rætur. Á námskeiðinu verður fjallað um lýðræðiskreppur með því að beina sjónum að fasisma og nasisma á fyrri hluta síðustu aldar og popúlisma og valdboðshyggju í samtímanum. Þótt megináherslan verði á Evrópu verða birtingarmyndir róttækrar þjóðernishyggju og hugmyndafræði pólitískra afla sem berjast gegn frjálslyndu lýðræði skoðaðar í öðrum heimshlutum. Áhersla verður lögð á að kryfja ýmis álitamál sem tengjast fasisma/nasisma, valdboðshyggju og popúlisma. Tengsl stjórnmála- og efnahagskreppu við uppgang róttækra þjóðernisafla og valdboðsstjórna verða greind með skírskotun til þátta eins og kynþáttastefnu, kyngervis, nútímavæðingar, menningar, velferðarhugmynda og utanríkismála. Hugað verður sérstaklega að stjórnmála- og samfélagsþróun í Þýskalandi og Ítalíu, þar sem nasistar/fasistar komust til valda og höfðu mest áhrif, en einnig verður fjallað um fasistahreyfingar og valdboðsstjórnir öðrum löndum. Loks verður að fjallað um rætur, hugmyndafræði og stefnu popúlistaflokka í samtímanum sem og bandalög þeirra við önnur stjórnmálaöfl og gerð tilraun til að skýra „popúlíska valdboðshyggju“ í framkvæmd.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum Námsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sólveig Johnsen
Lísa M. Kristjánsdóttir
Baldur Logi Björnsson
Brautskráður

Kvikmyndafræði í HÍ kom mér alveg á óvart. Það er svo miklu meira en mann grunar á bakvið hverja einustu kvikmynd sem við sjáum í okkar daglega lífi: kvikmyndasagan, listasagan, menningarpólitík, hugmyndafræði, listræn sýn og þekking, og kennararnir eru einstaklega færir í að sýna okkur hvernig hægt er koma auga á þessa hluti og nota til að gera kvikmyndaáhorfið ríkara. Einnig er námskeiðaúrvalið afskaplega gott og maður lærir að nálgast kvikmyndamenningu heimsins frá óteljandi hliðum, þekkja strauma og stefnur sem skipta máli og kynnist nýjum þjóðarbíóum. Allir sem ég hef talað við hafa fengið eitthvað öðruvísi, einstakt og áhugavert út úr náminu. Í náminu fékk ég einnig tækifæri til að aðstoða við uppbyggingu stafræns gagnagrunns um íslenska kvikmyndasögu sem nefnist Myndvísir, raunar var það vinnan mín eitt sumar. Þar naut ég þess að leysa margvísleg verkefni í samstarfi við annað ástríðufólk. Það er svo gefandi að finna samfélag sem hefur svona mikla ástríðu fyrir því sama og maður gerir sjálfur. Félagslega eru nemendur í kvikmyndafræðinni langsterkasti hópur sem ég hef kynnst í námi.

Sólveig Johnsen
Brautskráð

Námið í Kvikmyndafræði við HÍ var virkilega jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig. Fyrst og fremst þótti mér frábært að mæta í skólann á morgnana, fá mér kaffi og horfa síðan á bíómyndir. Ræða þær í þaula með öðru áhugafólki og læra um allt það sem býr að baki. Ég öðlaðist skilning á hvernig listir tengjast sögu og samfélagi, hvernig kvikmyndir geta gefið innsýn í mannlegt eðli, sálarlíf og skáldaða heima, og það sem meira er, ég lærði að tjá mig um þetta allt. Námið í Kvikmyndafræði víkkaði sjóndeildarhringinn minn gríðarlega og færði mér ýmis skemmtileg tækifæri, meðal annars að skrifa kvikmyndagagnrýni með góðum hópi fólks og komast af stað í kvikmyndagerð. Kennararnir eru fróðir, áhugasamir og afar hjálplegir, mikið frelsi er í námsvali innan brautarinnar og auðvelt að finna áfanga sem henta ólíkum áhugasviðum. 

Hrannar Már Ólínuson
Brautskráður

Kvikmyndafræðin veitti mér aðgengi að kvikmyndagersemum á hvíta tjaldinu. Meðan á náminu stendur er maður umkringdur einstaklingum sem deila með manni ást og áhuga fyrir kvikmyndum og er það einstaklega gefandi reynsla. Raunar á ég ótrúlega sterkar minningar um félagslífið og félagslegu hliðina í kvikmyndafræðinni. Þarna eignaðist ég vini fyrir lífstíð og tengi ég einvörðungu jákvæða, gefandi og ánægjulega hluti við námið.

Katla Magnúsdóttir
BA

Að mínu mati er kvikmyndafræðin algjört möst fyrir upprennandi leikstjóra, handritshöfunda og framleiðendur. Planið mitt var að taka einungis eitt ár í kvikmyndafræði svo ég gæti farið í skiptinám í kvikmyndagerð. Það tók mig samt ekki langan tíma að átta mig á mikilvægi kvikmyndafræðanna og hvernig þau gera mig að betri kvikmyndagerðarmanni. Í skiptináminu gat ég fært margvísleg rök fyrir öllum mínum ákvörðunum á meðan hinir kvikmyndagerðarnemendurnir gátu það ekki. Kvikmyndafræðin dýpkaði skilning minn á kvikmyndum, Hollywood og sögunni sem skilar sér í því að verkefnin sem ég hef unnið i framhaldinu hafa fyrir vikið verið stórum betri. Þess vegna taldi ég mikilvægt að fara rakleiðis aftur í kvikmyndafræðina eftir skiptinámið til að klára. Kennararnir eru frábærir og skemmtilegar umræður skapast í tímum. Kvikmyndafræðin fær mann til að kafa dýpra. 

Lísa M. Kristjánsdóttir
Kvikmyndafræðingur

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun, að tala um kvikmynd er enn betri skemmtun. Það er það sem kvikmyndafræðin snýst um, að skapa lifandi og gagnrýna umræðu um kvikmyndir og hlutverk þeirra frá fyrstu dögum kvikmyndanna til dagsins í dag. Námið er skemmtilega uppbyggt þar sem kvikmyndasaga og kvikmyndafræði fléttast saman í áhugaverðum kúrsum um einstaka leikstjóra, ákveðin tímabil kvikmyndasögunnar og ólíkar kvikmyndagreinar. Nemendur eru hvattir til þess að rýna í texta og myndir með gagnrýnum augum og það er lögð áhersla á að þeir mæti undirbúnir og taki þátt í umræðum í tímum. Ég mæli eindregið með náminu, enda er það fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og það líður varla sá dagur að ég noti ekki eitthvað af því sem ég lærði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.