Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

BA gráða – 120 einingar

Í kvikmyndafræði er lögð áhersla á að skoða kvikmyndamiðilinn í sem víðustu samhengi og teknar eru til sýninga tilrauna- og heimildamyndir, ekki síður en leiknar frásagnarmyndir, og þær greindar í ljósi fjölbreyttra fræðikenninga.

Skipulag náms

X

Bókmenntaritgerðir (ABF103G)

Fjallað verður um ýmsar gerðir bókmennta- og kvikmyndaritgerða (allt frá fræðilegum ritgerðum til ritdóma, ádeilugreina og pistla). Nemendur hljóta þjálfun í hinum ýmsu þáttum ritgerðasmíðar: afmörkun viðfangsefnis, hugmyndaúrvinnslu, byggingu, röksemdafærslu, tilvísunum, heimildanotkun og frágangi. Kannað verður hvers konar orðræða liggur til grundvallar mismunandi ritgerðum, hver hinn innbyggði lesandi er og hvers konar almennri eða fræðilegri umræðu ritgerðin tengist. Nemendur eru hvattir til að taka námskeiðið á fyrsta námsári.

X

Kvikmyndarýni (KVI101G)

Hér er um að ræða grunnfag námsgreinarinnar kvikmyndafræði þar sem kynnt eru til sögunnar lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda. Farið verður ítarlega í frásagnaruppbyggingu og sviðsmynd kvikmynda, sem og kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu og tónlist. Ræddar verða ólíkar gerðir kvikmynda og sýnd dæmi um heimilda- og tilraunamyndir auk hefðbundinna leikinna kvikmynda. Í framhaldi munu nemendur kynnast fræðilegri kvikmyndarýni þar sem lögð er áhersla á kvikmyndagreinar, -höfunda og -stjörnur. Á kvikmyndasýningunum verða dregin fram þau sérkenni sem einkenna lesefni hverrar viku enda er námskeiðið að stórum hlut hugsað sem inngangur og æfing í kvikmyndarýni.

X

Íslenskir kvikmyndahöfundar og greinahefðir (KVI317G)

Í námskeiðinu verða íslenskar kvikmyndir skoðaðar með hliðsjón af kenningum um kvikmyndagreinar og kvikmyndahöfunda. Víða verður ferðast um kvikmyndasöguna, eða allt frá þjóðlegum efnistökum frumherjanna til harðsoðinna glæpamynda samtímans. Rýnt verður í hugtakið „kvikmyndahöfundur“ og tilraun gerð til að máta það upp á íslenska kvikmyndasögu og tiltekna leikstjóra. Þá verður litið til þess hvernig ákveðnar kvikmyndagreinar virðast henta til útflutnings meðan aðrar hafa reynst heimakærari. Rýnt verður í greinar sem hafa fest sig í sessi, eins og listamyndina, og aðrar sem ekki hefur tekist það, líkt og dans- og söngvamyndina.Skoðað verður hvernig íslenskar kvikmyndir falla undir alþjóðlegar meginstraumsgreinahefðir líkt og glæpamyndina og hrollvekjuna, en umbreyta þeim um leið með „þjóðlegum“ áherslum. Lesnir verða nokkrir mikilvægustu textar greinafræðanna og höfundarkenningarinnar og þeir skoðaðir í samhengi við íslenska kvikmyndasögu.

X

Melódramað (KVI319G)

Fræðimönnum hefur reynst erfitt að sammælast um skilgreiningu á melódramanu, hvort það sé kvikmyndagrein, frásagnaraðferð, fagurfræði eða stíll, eða sérlegt einkenni bandarísks sjónvarpsefnis og meginstraumskvikmynda. Eins og orðið sjálft—sem er samsetning á gríska orðinu fyrir tónlist (melos) og leikrit (drama)—gefur vísbendingu um, er tónlist mikilvægur þáttur í melódrömum, ekki síst til til að vekja tilfinningar áhorfenda. Hið sama á við um myndheild og leiktjáningu í melódramatískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum; allt í sjónrænni framsetningu melódramans er virkjað til að hafa sem mest tilfinningaleg áhrif. Í námskeiðinu skoðum við ólíkar skilgreiningar á melódramanu og notum þær við greiningu á kvikmyndamelódrömum frá klassíska skeiði Hollywood eftir leikstjóra á borð við George Cukor, Dorothy Arzner, King Vidor og Douglas Sirk, áður en við beinum sjónum að því hvernig leikstjórar á borð við Rainer Werner Fassbinder, Todd Haynes, John Waters, Pedro Almodóvar og Bong Joon-ho hafa unnið úr hefðum þess. Að auki verður melódramað skoðað í samhengi við sápuóperur og poppmenningu í víðari skilningi.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Endalokanámskeiðið (KVI320G)

Mannkyn hefur ávallt haft áhuga á endalokum sínum, en á undanförnum áratugum hafa endalokafrásagnir orðið sífellt þýðingarmeiri í samtímaumræðunni. Skýringanna er ekki síst að leita í því að skilningur mannsins á stöðu sinni í veröldinni hefur dýpkað, hann sér lengra aftur í tímann og hefur fundið ýmis merki um hamfaraskeið í sögu jarðar. Á sama tíma hefur maðurinn öðlast næga þekkingu til að tortíma sjálfum sér á ótal vegu. Þetta endurspeglast í hinum mikla fjölda ólandsfrásagna sem gefinn hefur verið út á síðustu áratugum þar sem stórum hluta mannkyns er ógnað af loftsteinum, kjarnorkustríðum, efnavopna- og sýklahernaði, ýmis konar farsóttum, notkun eiturefna, hormóna og erfðatækni í landbúnaði, af líftækni-iðnaðinum og byltingum í framþróun gervigreindar, svo ekki sé minnst á hrun vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga.
Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun. Meðal höfunda og verka sem lesin verða eru: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; Albert Camus: Plágan; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998), Armageddon (1998), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011), Contagion (2011), World War Z (2013) og Blood Glacier (2013). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Kvikmyndasaga (KVI201G)

Yfirlit yfir sögu kvikmyndalistarinnar frá upphafi hennar undir lok 19. aldar til okkar daga. Áhrifaríkustu stefnur hvers tíma verða skoðaðar og lykilmyndir sýndar. Nemendur kynnast sovéska myndfléttuskólanum (montage), franska impressjónismanum, þýska expressjónismanum, stúdíókerfinu bandaríska, ítalska nýraunsæinu, japanska mínímalismanum, frönsku nýbylgjunni, þýska nýbíóinu, suður-ameríska byltingabíóinu og Hong Kong-hasarmyndinni svo eitthvað sé nefnt, og reynt verður að bera þessar ólíku stefnur saman. Lögð verður áhersla á að skoða fagurfræðilega þróun kvikmyndarinnar sem og samtímaleg áhrif á útlit og inntak hennar. Námsmat byggist á tveimur prófum.

X

Kvikmyndakenningar (KVI401G)

Námskeiðið er hugsað sem ítarlegt sögulegt yfirlit yfir helstu kenningar kvikmyndafræðinnar allt frá upphafi til dagsins í dag. Lesnar verða kenningar frumherja á borð við Sergei Eisenstein, Rudolf Arnheim, Siegfried Kracauer og André Bazin. Tekin verða fyrir margvísleg og róttæk umskipti í nálgun kvikmynda á seinni hluta tuttugustu aldar, líkt og formgerðargreining, marxísk efnistúlkun, sálgreining og femínismi. Loks verða áhrif menningarfræðinnar rædd með áherslu á kynþætti og skoðuð staða kvikmyndarinnar á tímum hnattvæðingar. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla margbreytileika lesefnisins enda er þeim ætlað að draga fram sérstöðu ólíkra kenninga.

X

Menningarheimar (TÁK204G)

Þverfaglegt inngangsnámskeið þar sem efnt er til samræðu milli fræðasviða námsbrautarinnar, þ.e. bókmenntafræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, listfræði, málvísinda, menningarfræði, táknmálsfræði og þýðingafræði. Birtu verður brugðið á alþjóðlegar hræringar í hugvísindum á liðnum áratugum en jafnframt rýnt í tengsl fræða og heimsmyndar. Fjallað verður um táknfræði tungumálsins og m.a. spurt hvort það geti talist grundvöllur annarra táknkerfa. Spurst verður fyrir um tengsl og "sambúð" mismunandi tungumála og málheima. Er hægt að þýða á milli allra mál- og menningarheima? Hvað geta aðstæður heyrnarlausra sagt okkur um tengsl málheima? Hvað er fjölmenning? Hvernig tengjast talað mál, lesmál og sjónmenning í samfélaginu? Í hverju felst menningarlæsi? Hugað verður að bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðru myndefni í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi og kannað hvernig þessi táknkerfi vinna með mörkin milli kynja, kynþátta, stétta, menningarhópa, þjóða og heimshluta. Lesið verður ýmiskonar fræðilegt efni og skáldverk, könnuð myndverk og kvikmyndir, en viðfangsefnin verða einnig sótt í fjölmiðla og það sem er á seyði í samtímanum. Námsmat felst í fjórum verkefnum á misserinu og skriflegu lokaprófi.

X

Norræna bíóið (KVI318G)

Á síðustu áratugum hefur mikill uppgangur verið í norrænni kvikmyndagerð, em nú til dags vekur fjöldi norrænna kvikmynda athygli á alþjóðavettvangi á ári hverju og eru sýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum um heim allan. Saga kvikmyndagerðar á Norðurlöndum nær þó til baka til upphafsára 20. aldarinnar, þegar leikstjórar eins og Carl Th. Dreyer og Victor Sjöström skipuðu sér í fremstu röð. Í námskeiðinu er veitt innsýn í sögu norrænar kvikmyndagerðar á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag og rýnt í verk eftir kvikmyndagerðarmanna eins og Ingmar Bergman, Lars von Trier og Aki Kaurismäki. Sérstök áhersla verður þó á uppgang norrænar kvikmyndagerðar síðustu áratugi og skoðað hvaða áhrif breytt framleiðslutækni, fjármögnun og neyslumynstur hefur haft á norræna bíóið.

X

Frægðarfræði (ABF437G)

Hvernig verða stjörnur til, hvernig myndast þær og af hverju þurfum við eins mikið á þeim að halda dæmin sanna? Í námskeiðinu verða allskyns stjörnur skoðaðar, kvikmyndastjörnur sem og rithöfundar, ljóðskáld, tónlistarmenn og stjórnmálamenn. Glímt verður við spurningar eins og hvort stjörnur eða frægt fólk sé framleitt, við hvernig samfélagsleg skilyrði stjarnan þrífst og hvernig félagslegt vald eða vægi þær hafa. Farið verður í að skoða stjörnur með hliðsjón af kyni, kynferði, kynþætti, ævisögu, stétt, hugmyndafræði og þeirri merkingu sem við leggjum i líf þeirra og dauða. Ýmsir þættir eru skoðaðir sérstaklega eins og persónutöfrar, smekkur, félagslegur hreyfanleiki, einstaklingshyggja og kyntöfrar og þeir settir í samhengi við ímyndasköpun stjörnunnar. Auk þess verða nokkrir rithöfundar greindir og skoðaðir með hliðsjón af áhrifum ævisagna á helgimynd þeirra. opinbera ímynd

Í námskeiðinu verða meðal annars stjörnurnar Bette Davis, Joan Crawford, Marlon Brando, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Elvis Presley og Jim Morrison skoðaðar. Á meðal rithöfunda og ljóðskálda má nefna skáldin Sylviu Plath, Ted Hughes og Virginiu Woolf. Auk þess verður stjórnmálamaðurinn Donald Trump skoðaður með hliðsjón af ímynd, samfélagi og stéttarhugtakinu.
Á meðal kvikmynda og annarra verka má nefna Sunset Boulevard (1950), All About Eve (1950), Mildred Pierce (1945), What Ever Happened To Baby Jane (1962), The Godfather I (1972), Blonde (Oates), Ariel (Plath), The Birthday Letters (Hughes), The Hours (Cunningham) og Herra alheimur (Hallgrímur Helgason). Auk þess má nefna kennslubókina Kvikmyndastjörnur (Alda Björk Valdimarsdóttir).

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Vísindaskáldskaparmyndin (KVI209G)

Allt frá því að Georges Méliès gerði Le voyage dans la Lune (Ferðin til tunglsins) árið 1902 hefur vísindaskáldskaparmyndin verið samofin sögu kvikmyndalistarinnar. Með þeim furðuheimi sem Méliès bar á borð fyrir áhorfendur má segja að fram hafi komið kvikmyndagrein sem allar götur síðan hefur verið í framvarðasveit í tæknilegri framþróun miðilsins. Þá hefur vísindaskáldskaparmyndin ávallt leitast við að nýta möguleika kvikmyndatækninnar til að spyrjast fyrir um þá framtíð sem tækni og vísindi gætu skapað jarðarbúum. Þeirri framtíðarsýn hefur þó ekki síður verið ætlað að glíma við samtímann enda býður sögusvið vísindaskáldskaparmynda upp á opið rými til að fjalla um pólitísk, samfélagsleg og siðferðileg spursmál. Í námskeiðinu verður saga vísindaskáldskaparmynda skoðuð og rýnt verður í samfélagslega virkni þeirra í gegnum hugtök á borð við útópíur, eftirlitssamfélagið og gervigreind. Horft verður á myndir frá ólíkum tímum og þjóðlöndum en þeirra á meðal verða Paris qui dort (René Clair, 1922), Metropolis (Fritz Lang, 1927), 2001: A Space Odyssey (Stanley Kubrick, 1968), World on a Wire (Rainer Werner Fassbinder, 1973), There Will Come Soft Rains (Nozim To’laho’jayev, 1984) og Ex Machina (Alex Garland, 2014). Þá verða fræðirit og greinar um vísindaskáldskaparmyndina lesin, auk valins vísindaskáldskapar.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Íslenskir kvikmyndahöfundar og greinahefðir (KVI317G)

Í námskeiðinu verða íslenskar kvikmyndir skoðaðar með hliðsjón af kenningum um kvikmyndagreinar og kvikmyndahöfunda. Víða verður ferðast um kvikmyndasöguna, eða allt frá þjóðlegum efnistökum frumherjanna til harðsoðinna glæpamynda samtímans. Rýnt verður í hugtakið „kvikmyndahöfundur“ og tilraun gerð til að máta það upp á íslenska kvikmyndasögu og tiltekna leikstjóra. Þá verður litið til þess hvernig ákveðnar kvikmyndagreinar virðast henta til útflutnings meðan aðrar hafa reynst heimakærari. Rýnt verður í greinar sem hafa fest sig í sessi, eins og listamyndina, og aðrar sem ekki hefur tekist það, líkt og dans- og söngvamyndina.Skoðað verður hvernig íslenskar kvikmyndir falla undir alþjóðlegar meginstraumsgreinahefðir líkt og glæpamyndina og hrollvekjuna, en umbreyta þeim um leið með „þjóðlegum“ áherslum. Lesnir verða nokkrir mikilvægustu textar greinafræðanna og höfundarkenningarinnar og þeir skoðaðir í samhengi við íslenska kvikmyndasögu.

X

Melódramað (KVI319G)

Fræðimönnum hefur reynst erfitt að sammælast um skilgreiningu á melódramanu, hvort það sé kvikmyndagrein, frásagnaraðferð, fagurfræði eða stíll, eða sérlegt einkenni bandarísks sjónvarpsefnis og meginstraumskvikmynda. Eins og orðið sjálft—sem er samsetning á gríska orðinu fyrir tónlist (melos) og leikrit (drama)—gefur vísbendingu um, er tónlist mikilvægur þáttur í melódrömum, ekki síst til til að vekja tilfinningar áhorfenda. Hið sama á við um myndheild og leiktjáningu í melódramatískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum; allt í sjónrænni framsetningu melódramans er virkjað til að hafa sem mest tilfinningaleg áhrif. Í námskeiðinu skoðum við ólíkar skilgreiningar á melódramanu og notum þær við greiningu á kvikmyndamelódrömum frá klassíska skeiði Hollywood eftir leikstjóra á borð við George Cukor, Dorothy Arzner, King Vidor og Douglas Sirk, áður en við beinum sjónum að því hvernig leikstjórar á borð við Rainer Werner Fassbinder, Todd Haynes, John Waters, Pedro Almodóvar og Bong Joon-ho hafa unnið úr hefðum þess. Að auki verður melódramað skoðað í samhengi við sápuóperur og poppmenningu í víðari skilningi.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Japanskar kvikmyndir (JAP107G)

Fjallað er um japanskar kvikmyndir frá upphafi til þessa dags með aðaláherslu á klassíska tímabilið 1950-70 og höfundum eins og Kurosawa, Ozu, Mizoguchi og fleiri. Myndirnar eru rannsakaðar og greindar og athugað hvernig japönsk menning, saga og þjóðfélag endurspeglast í þeim.

Skoðaðar verða myndir eftir fyrrnefndra leikstjóra og einnig nýrri verk.

Kennt er á ensku.

X

Endalokanámskeiðið (KVI320G)

Mannkyn hefur ávallt haft áhuga á endalokum sínum, en á undanförnum áratugum hafa endalokafrásagnir orðið sífellt þýðingarmeiri í samtímaumræðunni. Skýringanna er ekki síst að leita í því að skilningur mannsins á stöðu sinni í veröldinni hefur dýpkað, hann sér lengra aftur í tímann og hefur fundið ýmis merki um hamfaraskeið í sögu jarðar. Á sama tíma hefur maðurinn öðlast næga þekkingu til að tortíma sjálfum sér á ótal vegu. Þetta endurspeglast í hinum mikla fjölda ólandsfrásagna sem gefinn hefur verið út á síðustu áratugum þar sem stórum hluta mannkyns er ógnað af loftsteinum, kjarnorkustríðum, efnavopna- og sýklahernaði, ýmis konar farsóttum, notkun eiturefna, hormóna og erfðatækni í landbúnaði, af líftækni-iðnaðinum og byltingum í framþróun gervigreindar, svo ekki sé minnst á hrun vistkerfa af völdum loftslagsbreytinga.
Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun. Meðal höfunda og verka sem lesin verða eru: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; Albert Camus: Plágan; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Invasion of the Body Snatchers (1958), Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), Deep Impact (1998), Armageddon (1998), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011), Contagion (2011), World War Z (2013) og Blood Glacier (2013). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Ingmar Bergman - uppreisn gegn föðurímynd (SÆN105G)

Í námskeiðinu verður fjallað um kvikmyndir Ingmars Bergman, fyrst og fremst fyrstu kvikmyndir frá tímabilinu 1950-60, þar sem uppreisn gegn föðurvaldinu myndar eins konar sálrænan kjarna. Áhersla verður lögð á þróun þemans um þörf hins trúaða manns fyrir einhvers konar tákn frá Guði í Sjunde inseglet (1956) til þess að hann samþykki að trúa á hinn grimma Guð í Jungfrukällan (1960) og áfram til uppgjörs við hina neikvæðu guðsmynd í Såsom i spegel (1961), Nattvardsgästerna (1962) og Tystnaden (1963). Nemendur horfa á fimm myndir og þær ræddar og greindar í tímum.

X

Sviðslistafræði (Performance Studies): Frá sagnaflutningi til uppistands, kjötkveðjuhátíða og stjórnmálamanna (ÞJÓ506G)

Sviðslistafræði (Performance Studies) fjallar um það hvernig fólk í öllum samfélögum, bæði fyrr og nú, tekur þátt í ymis konar sviðslist (performances) í daglegu lífi, á mismunandi "leiksviðum", allt frá helgisiðum til kirkjupredikana, leiksýninga, kvikmyndasýninga, útvarpsþátta, uppistands, sagnaflutnings, gjörningalistar, hátíða, útskriftasiða, matarboða, dulbúningasiða og málflutnings stjórnmálamanna heima og erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast þeim margslungnu táknmálsformum sem beitt er í mismunandi tegundum sviðslista, frá talmáli til búninga, útlits, svipbrigða, kyns, samhengis, hljóðs, "timing" og nytsemi rýmis og viðtöku áhorfenda.

Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, umræðum um fyrirlestra og farið í heimsóknir.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

BA-ritgerð í kvikmyndafræði (KVI241L)

BA-ritgerð í kvikmyndafræði

X

Norræna bíóið (KVI318G)

Á síðustu áratugum hefur mikill uppgangur verið í norrænni kvikmyndagerð, em nú til dags vekur fjöldi norrænna kvikmynda athygli á alþjóðavettvangi á ári hverju og eru sýndar í kvikmyndahúsum og á streymisveitum um heim allan. Saga kvikmyndagerðar á Norðurlöndum nær þó til baka til upphafsára 20. aldarinnar, þegar leikstjórar eins og Carl Th. Dreyer og Victor Sjöström skipuðu sér í fremstu röð. Í námskeiðinu er veitt innsýn í sögu norrænar kvikmyndagerðar á tuttugustu öld og fram til dagsins í dag og rýnt í verk eftir kvikmyndagerðarmanna eins og Ingmar Bergman, Lars von Trier og Aki Kaurismäki. Sérstök áhersla verður þó á uppgang norrænar kvikmyndagerðar síðustu áratugi og skoðað hvaða áhrif breytt framleiðslutækni, fjármögnun og neyslumynstur hefur haft á norræna bíóið.

X

Frægðarfræði (ABF437G)

Hvernig verða stjörnur til, hvernig myndast þær og af hverju þurfum við eins mikið á þeim að halda dæmin sanna? Í námskeiðinu verða allskyns stjörnur skoðaðar, kvikmyndastjörnur sem og rithöfundar, ljóðskáld, tónlistarmenn og stjórnmálamenn. Glímt verður við spurningar eins og hvort stjörnur eða frægt fólk sé framleitt, við hvernig samfélagsleg skilyrði stjarnan þrífst og hvernig félagslegt vald eða vægi þær hafa. Farið verður í að skoða stjörnur með hliðsjón af kyni, kynferði, kynþætti, ævisögu, stétt, hugmyndafræði og þeirri merkingu sem við leggjum i líf þeirra og dauða. Ýmsir þættir eru skoðaðir sérstaklega eins og persónutöfrar, smekkur, félagslegur hreyfanleiki, einstaklingshyggja og kyntöfrar og þeir settir í samhengi við ímyndasköpun stjörnunnar. Auk þess verða nokkrir rithöfundar greindir og skoðaðir með hliðsjón af áhrifum ævisagna á helgimynd þeirra. opinbera ímynd

Í námskeiðinu verða meðal annars stjörnurnar Bette Davis, Joan Crawford, Marlon Brando, Tom Cruise, Marilyn Monroe, Elvis Presley og Jim Morrison skoðaðar. Á meðal rithöfunda og ljóðskálda má nefna skáldin Sylviu Plath, Ted Hughes og Virginiu Woolf. Auk þess verður stjórnmálamaðurinn Donald Trump skoðaður með hliðsjón af ímynd, samfélagi og stéttarhugtakinu.
Á meðal kvikmynda og annarra verka má nefna Sunset Boulevard (1950), All About Eve (1950), Mildred Pierce (1945), What Ever Happened To Baby Jane (1962), The Godfather I (1972), Blonde (Oates), Ariel (Plath), The Birthday Letters (Hughes), The Hours (Cunningham) og Herra alheimur (Hallgrímur Helgason). Auk þess má nefna kennslubókina Kvikmyndastjörnur (Alda Björk Valdimarsdóttir).

X

Ítalskar kvikmyndir (ÍTA403G)

Í námskeiðinu Ítalskar kvikmyndir er nemendum veitt innsýn í sögu kvikmyndagerðar á ítalíu á tuttugustu öld. Raktir verða helstu þættir sem hafa haft áhrif á ítalska kvikmyndagerð og reynt að greina hvað það er sem helst einkennir ítalskar kvikmyndir. Einnig verður farið í nokkur grunnatriði í kvikmyndagreiningu til að auðvelda nemendum rannsóknir sínar. Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara og umræðum í tíma. Ætlast er til þess að nemendur taki virkan þátt í umræðum.

X

Vísindaskáldskaparmyndin (KVI209G)

Allt frá því að Georges Méliès gerði Le voyage dans la Lune (Ferðin til tunglsins) árið 1902 hefur vísindaskáldskaparmyndin verið samofin sögu kvikmyndalistarinnar. Með þeim furðuheimi sem Méliès bar á borð fyrir áhorfendur má segja að fram hafi komið kvikmyndagrein sem allar götur síðan hefur verið í framvarðasveit í tæknilegri framþróun miðilsins. Þá hefur vísindaskáldskaparmyndin ávallt leitast við að nýta möguleika kvikmyndatækninnar til að spyrjast fyrir um þá framtíð sem tækni og vísindi gætu skapað jarðarbúum. Þeirri framtíðarsýn hefur þó ekki síður verið ætlað að glíma við samtímann enda býður sögusvið vísindaskáldskaparmynda upp á opið rými til að fjalla um pólitísk, samfélagsleg og siðferðileg spursmál. Í námskeiðinu verður saga vísindaskáldskaparmynda skoðuð og rýnt verður í samfélagslega virkni þeirra í gegnum hugtök á borð við útópíur, eftirlitssamfélagið og gervigreind. Horft verður á myndir frá ólíkum tímum og þjóðlöndum en þeirra á meðal verða Paris qui dort (René Clair, 1922), Metropolis (Fritz Lang, 1927), 2001: A Space Odyssey (Stanley Kubrick, 1968), World on a Wire (Rainer Werner Fassbinder, 1973), There Will Come Soft Rains (Nozim To’laho’jayev, 1984) og Ex Machina (Alex Garland, 2014). Þá verða fræðirit og greinar um vísindaskáldskaparmyndina lesin, auk valins vísindaskáldskapar.

X

Alþjóðleg nútímalistasaga frá 1850-1960 (LIS243G)

Fjallað verður um þróun myndlistar frá umbrotatímum módernismans á síðustu áratugum 19. aldar, í gegnum helstu framúrstefnuhreyfingar eða -isma 20.aldar fram til ársins 1960. Gerð verður grein fyrir helstu stefnum módernískrar myndlistar, forsendum þeirra, sérkennum og mikilvægi fyrir síðari tíma. Fjallað verður um tengsl listar við pólitík, heimspeki og þjóðfélagsþróun og hugað að róttæku endurmati á fegurðarhugtakinu í listum á 20. öld. Hvernig skila breyttar hugmyndir um tíma og rými sér í listinni? Hvernig raska ofangreindar listastefnur venjubundinni skynjun manna á umhverfinu og raunveruleikanum. Hvað er "innri veruleiki"? Þarf myndlist að vera sýnileg? Hver er munur á myndmáli og tungumáli og annars konar táknmáli? Reynt verður að fella alþjóðlegar sýningar sem hingað koma að námskeiðinu og verða þær sóttar heim í tengslum við það.

X

Valdastjórnmál, hugmyndabarátta og andspyrna á 20. öld: Heimssaga IV (SAG269G)

Á námskeiðinu verður fjallað um alþjóðasögu á 20. öld með áherslu á þær breytingar sem orðið hafa á alþjóðakerfinu og –stjórnmálum. Í fyrsta lagi verður sjónum beint að nýrri ríkjaskipan í Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöld og áhrifum nýrra stjórnmálastefna eins og kommúnisma og nasisma/fasisma. Í annan stað verður gerð grein fyrir aðdraganda og þróun síðari heimsstyrjaldar og afleiðingum hennar, einkum afnám nýlendustefnunnar og þjóðernisbaráttu í Afríku og Asíu. Í þriðja lagi verður fjallað um birtingarmyndir þess valdakerfis sem lá kalda stríðinu til grundvallar og forræðisstöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Loks verður vikið breyttri heimsskipan og nýjum valdahlutföllum í samtímanum, þar sem rætt verður um uppgang Kína og samkeppni við Bandaríkin.    

X

Lýðræðisþróun, iðnbylting, nýlendukapphlaup - Heimssaga III (SAG272G)

Í námskeiðinu er fjallað um sögu tímabilsins frá 1815 og fram í fyrri heimsstyrjöld. Meginumfjöllunarefnið er lýðræðisþróun 19. aldar. Þrír þræðir verða dregnir í gegnum þá frásögn: 1) Fjallað verður um hugmyndir um kvenréttindi og kvennahreyfingar 19. aldar í samhengi við almenna þróun kosningaréttar, afnám þrælahalds og velferðarmál. 2) Sú umfjöllun er svo tengd við þjóðernishugmyndir og mótun þjóðríkja á tímabilinu og þá um leið hver uppfylli skilyrðin um þegn/borgara. 3) Þriðji þráðurinn tengist hinum tveimur – nýlendukapphlaup Evrópuríkja, Bandaríkjanna og Japans og áhrif þess á samfélög í Afríku og Asíu.  

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sólveig Johnsen
Lísa M. Kristjánsdóttir
Heiðar Bernharðsson
Sólveig Johnsen
Brautskráð

Námið í Kvikmyndafræði við HÍ var virkilega jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig. Fyrst og fremst þótti mér frábært að mæta í skólann á morgnana, fá mér kaffi og horfa síðan á bíómyndir. Ræða þær í þaula með öðru áhugafólki og læra um allt það sem býr að baki. Ég öðlaðist skilning á hvernig listir tengjast sögu og samfélagi, hvernig kvikmyndir geta gefið innsýn í mannlegt eðli, sálarlíf og skáldaða heima, og það sem meira er, ég lærði að tjá mig um þetta allt. Námið í Kvikmyndafræði víkkaði sjóndeildarhringinn minn gríðarlega og færði mér ýmis skemmtileg tækifæri, meðal annars að skrifa kvikmyndagagnrýni með góðum hópi fólks og komast af stað í kvikmyndagerð. Kennararnir eru fróðir, áhugasamir og afar hjálplegir, mikið frelsi er í námsvali innan brautarinnar og auðvelt að finna áfanga sem henta ólíkum áhugasviðum. 

Hrannar Már Ólínuson
Brautskráður

Kvikmyndafræðin veitti mér aðgengi að kvikmyndagersemum á hvíta tjaldinu. Meðan á náminu stendur er maður umkringdur einstaklingum sem deila með manni ást og áhuga fyrir kvikmyndum og er það einstaklega gefandi reynsla. Raunar á ég ótrúlega sterkar minningar um félagslífið og félagslegu hliðina í kvikmyndafræðinni. Þarna eignaðist ég vini fyrir lífstíð og tengi ég einvörðungu jákvæða, gefandi og ánægjulega hluti við námið.

Baldur Logi Björnsson
Brautskráður

Kvikmyndafræði í HÍ kom mér alveg á óvart. Það er svo miklu meira en mann grunar á bakvið hverja einustu kvikmynd sem við sjáum í okkar daglega lífi: kvikmyndasagan, listasagan, menningarpólitík, hugmyndafræði, listræn sýn og þekking, og kennararnir eru einstaklega færir í að sýna okkur hvernig hægt er koma auga á þessa hluti og nota til að gera kvikmyndaáhorfið ríkara. Einnig er námskeiðaúrvalið afskaplega gott og maður lærir að nálgast kvikmyndamenningu heimsins frá óteljandi hliðum, þekkja strauma og stefnur sem skipta máli og kynnist nýjum þjóðarbíóum. Allir sem ég hef talað við hafa fengið eitthvað öðruvísi, einstakt og áhugavert út úr náminu. Í náminu fékk ég einnig tækifæri til að aðstoða við uppbyggingu stafræns gagnagrunns um íslenska kvikmyndasögu sem nefnist Myndvísir, raunar var það vinnan mín eitt sumar. Þar naut ég þess að leysa margvísleg verkefni í samstarfi við annað ástríðufólk. Það er svo gefandi að finna samfélag sem hefur svona mikla ástríðu fyrir því sama og maður gerir sjálfur. Félagslega eru nemendur í kvikmyndafræðinni langsterkasti hópur sem ég hef kynnst í námi.

Lísa M. Kristjánsdóttir
Kvikmyndafræðingur

Að horfa á kvikmynd er góð skemmtun, að tala um kvikmynd er enn betri skemmtun. Það er það sem kvikmyndafræðin snýst um, að skapa lifandi og gagnrýna umræðu um kvikmyndir og hlutverk þeirra frá fyrstu dögum kvikmyndanna til dagsins í dag. Námið er skemmtilega uppbyggt þar sem kvikmyndasaga og kvikmyndafræði fléttast saman í áhugaverðum kúrsum um einstaka leikstjóra, ákveðin tímabil kvikmyndasögunnar og ólíkar kvikmyndagreinar. Nemendur eru hvattir til þess að rýna í texta og myndir með gagnrýnum augum og það er lögð áhersla á að þeir mæti undirbúnir og taki þátt í umræðum í tímum. Ég mæli eindregið með náminu, enda er það fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og það líður varla sá dagur að ég noti ekki eitthvað af því sem ég lærði.

Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.