Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði

Íþrótta- og heilsufræði

120 einingar - M.Ed./MS-gráða

. . .

Hreyfing er órjúfanlegur hluti heilbrigðra lífshátta og skilningur á áhrifaþáttum heilbrigðis er veigamikill þáttur í uppbyggingu nútímavelferðarsamfélags. Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði veitir faglegan grunn til að starfa á vettvangi íþrótta og heilsuræktar, útivistar og lífsstíls. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast þróunarstarfi og rannsóknum.

Um námið

Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði er tveggja ára nám ætlað þeim sem stefna að því að starfa við íþróttakennslu, íþróttaþjálfun, heilsuþjálfun eða rannsóknir. Lögð er áhersla á að auka þekkingu á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á heilsufar og líkamsgetu fólks og auka skilning á tengslum mataræðis, hreyfingar og heilsu.

Námsleiðir:

Frábær aðstaða

Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins er til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Sjá nánar.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Alda Ólína Arnarsdóttir
Alda Ólína Arnarsdóttir
Íþrótta- og heilsufræðinám

Ég valdi að fara í framhaldsnám í íþrótta- og heilsufræðum við HÍ til að auka vitneskju mína í fræðunum og styrkja stöðu mína á vinnumarkaði í störfum tengdu faginu. Mér líkar námið vel og er það góð viðbót við grunnámið. Það kom á óvart hversu gott samstarf leiðbeinenda og nemenda er og tel ég það mikilvægan þátt þegar nemendur eru að vinna sýnar fyrstu rannsóknir í fræðunum. Ég tel námið henta þeim sem vilja styrkjar sína stöðu í fræðunum og hafa áhuga á að kafa betur í efni tengd íþróttum- og heilsufræðum leiðbeinendur deildarinnar eru frábærir að vinna með við lokaverkefni til meistaragráðu og er námið heilt yfir mjög skemmtilegt og fræðandi. 

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir íþróttafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Íþrótta- og heilsufræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi sem íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar, heilsuþjálfarar, einkaþjálfarar, útivistarfrömuðir og við margs konar ráðgjöf.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Grunn- og framhaldsskólakennsla
  • Leiðtogastörf hjá íþróttahreyfingum
  • Rannsóknartengd störf
  • Stjórnunarstörf innan íþróttahreyfingarinnar
  • Störf með sjúkraþjálfurum við endurhæfingu
  • Þjálfun fólks á öllum aldri
  • Æskulýðs- og félagsmálastörf 

Félagslíf

Nemendafélagið Vatnið er nýtt félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Vatnið heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuni nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem haldnir eru á hverju skólaári. 

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is