Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði

Íþrótta- og heilsufræði

. . .

Hreyfing er órjúfanlegur hluti heilbrigðra lífshátta og skilningur á áhrifaþáttum heilbrigðis er veigamikill þáttur í uppbyggingu nútímavelferðarsamfélags. MA/M.Ed.-nám í íþrótta- og heilsufræði veitir faglegan grunn til að starfa á vettvangi íþrótta og heilsuræktar, útivistar og lífsstíls. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast þróunarstarfi og rannsóknum.

Um námið

M.Ed./MS-nám í íþrótta- og heilsufræði er tveggja ára starfstengt meistaranám og lýkur með 30–60 eininga lokaverkefni. Markmið námsins er að dýpka þekkingu á fræðasviðum í íþrótta- og heilsufræði, næringarfræði, heilsuvernd og líkamsþjálfun og að sérhæfa sig í rannsóknum á því sviði. Lögð er áhersla á að auka þekkingu og færni nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast rannsóknum.

Frábær aðstaða

Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins er til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Sjá nánar.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Fjölbreytt nám á breiðum grunni gerir íþróttafræðinga eftirsótta í atvinnulífinu og þeirra bíða spennandi atvinnutækifæri að námi loknu. Íþrótta- og heilsufræðingar starfa víða en algengast er að þeir starfi sem íþróttakennarar, íþróttaþjálfarar, heilsuþjálfarar, einkaþjálfarar, útivistarfrömuðir og við margs konar ráðgjöf.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Grunn- og framhaldsskólakennsla
  • Leiðtogastörf hjá íþróttahreyfingum
  • Rannsóknartengd störf
  • Stjórnunarstörf innan íþróttahreyfingarinnar
  • Störf með sjúkraþjálfurum við endurhæfingu
  • Þjálfun fólks á öllum aldri
  • Æskulýðs- og félagsmálastörf 

Félagslíf

Nemendafélagið Vatnið er nýtt félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Vatnið heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuni nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem haldnir eru á hverju skólaári. 

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Elínar Jónu Þórsdóttur, deildarstjóra Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar

Sími 525-5912
elinjona@hi.is

Netspjall