
Íþrótta- og heilsufræði
120 einingar - M.Ed./MS-gráða
Hreyfing er órjúfanlegur hluti heilbrigðra lífshátta og skilningur á áhrifaþáttum heilbrigðis er veigamikill þáttur í uppbyggingu nútímavelferðarsamfélags. Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði veitir faglegan grunn til að starfa á vettvangi íþrótta og heilsuræktar, útivistar og lífsstíls. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast þróunarstarfi og rannsóknum.

Um námið
Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði er tveggja ára nám ætlað þeim sem stefna að því að starfa við íþróttakennslu, íþróttaþjálfun, heilsuþjálfun eða rannsóknir. Lögð er áhersla á að auka þekkingu á áhrifum hreyfingar og þjálfunar á heilsufar og líkamsgetu fólks og auka skilning á tengslum mataræðis, hreyfingar og heilsu.
Námsleiðir:

Frábær aðstaða
Fræðilegur hluti náms í íþrótta- og heilsufræði fer fram í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð og verkleg kennsla í frábærri aðstöðu í mannvirkjum ÍTR í Laugardalnum. Bæði inni- og útiaðstaða er með því allra besta á landsvísu. Öll helstu mannvirki Laugardalsins er til afnota fyrir nemendur í íþrótta- og heilsufræði, m.a. útivistarsvæði, íþróttahús og vellir í grennd. Sjá nánar.