Skip to main content

STEM-greinar

STEM-greinar

STEM-­menntun í HÍ veitir aðgang að spennandi störfum framtíðarinnar á ótrúlega fjölbreyttum sviðum. Í sumum tilvikum geta STEM-menntaðir skapað sín eigin störf á grunni menntunar, rannsókna, nýsköpunar og hugvits.
STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, raunvísinda, tækni, tölvunarfræði og náttúruvísinda.

Kynntu þér möguleikana – gríptu tækfærið.

STEM-greinar og atvinnulífið

Brautskráðir nemendur úr STEM-greinum hafa komið víða við í atvinnulífinu og látið mikið að sér kveða.

Sjáðu dæmi um hvað fólk með prófgráður úr STEM-greinum hefur gert að loknu námi.

Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 210 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 90 ein. Grunndiplóma
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
STEM-greinar við HÍ

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Brynjar Örn Arnarson
Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Hafdís Haraldsdóttir
Auður Margrét Pálsdóttir
Fannar Steinn Aðalsteinsson
Brynjar Örn Arnarson
Jarðfræðinám

Jarðfræðin er fyrst og fremst áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt nám. Ég myndi segja að helsti kosturinn við nám í jarðfræði sé aðstaðan í Öskju og nálægð við kennara. Kennslan er persónuleg og kennararnir alltaf til taks ef eitthvað vantar. Námið snertir á flestum greinum náttúrufræðinnar og möguleikarnir á sérhæfingu eftir áhugasviði mjög miklir. Vettvangsferðir eru stór hluti námsins strax á fyrstu önn sem gerir námið mun skemmtilegra.

Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Nemandi í rafmagns- og tölvuverkfræði - læknisfræðilegri verkfræði

Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að velja læknisfræði eða verkfræði eftir menntaskólann. Fannst mér því tilvalið að blanda þessum greinum saman og skrá mig í læknisfræðilega verkfræði í HÍ. Mikil framþróun er í gangi í þróun nýrra tækja og aðferða til dæmis við greiningu og meðferð sjúkdóma. Þetta er stækkandi grein sem veitir ótal starfsmöguleika eftir útskrift. Námið er krefjandi en ótrúlega skemmtilegt og áhugavert. Ég er í litlum bekk svo stemningin minnir mig mikið á MR. Aðgengi að kennurum er mjög gott og kennslan verður þar af leiðandi miklu persónulegri. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að blanda saman þekkingu á mannslíkamanum og verkfræðilegum aðferðum til að leysa hin ýmsu verkefni.

Hafdís Haraldsdóttir
Nemandi í efnafræði

Mig hefur alltaf langað að starfa í vísindum og ég valdi efnafræði því það var uppáhaldsfagið mitt í menntaskóla. Efnafræðinámið í HÍ gefur manni góðan grunn, bæði fyrir áframhaldandi framhaldsnám og fyrir atvinnulífið.
Efnafræðingar eru sérstaklega eftirsóttir í nýsköpunar - og þróunarstörfum og til kennslu. Ég er búin að njóta mín alveg ótrúlega mikið í náminu. Það er bæði krefjandi, skemmtilegt og félagslífið alveg gríðarlega öflugt.
Þar sem deildin er frekar lítil þekkjast allir innan fagsins, jafnvel milli ára, og maður kynnist líka kennurunum vel. Síðan er nemendafélagið okkar, Hvarf, alltaf að halda einhverja spennandi viðburði!
Ég hef lært svo mikið á síðustu þremur árum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir alla reynsluna inn á tilraunastofunni, en mikil áhersla er lögð á verklega kennslu í náminu. Ég mæli eindregið með námi í efnafræði!

Auður Margrét Pálsdóttir
Nemandi í tölvunarfræði

Ég fór að læra tölvunarfræði vegna þess að mér finnst það góð leið til að nýta stærðfræðina á hagnýtan hátt, forritunin getur verið skapandi samhliða því að nýta rökhugsun og er klárlega það sem mér finnst skemmtilegast við námið. Möguleikarnir eftir nám eru einnig mjög fjölbreytilegir, hvort sem maður vill starfa hjá litlu sprotafyrirtæki eða vinna hjá stóru tæknirisunum og allt þar á milli.  Félagslífið er líka frábært, „Nördar“ (Nemendafélagið Nörd) hafa góða aðstöðu til að læra saman og mikil heild sem myndast hjá þeim sem eru duglegir að mæta, sama hvort það sé í skólanum eða í vísó á föstudögum. 

Fannar Steinn Aðalsteinsson
Nemandi í hugbúnaðarverkfræði

Ég sótti um nám í hugbúnaðarverkfræði þar sem mér fannst námið taka á öllum mínum helstu áhugasviðum. Ég hef mikinn áhuga á tækni sem er eitt meginviðfangsefni þessa náms en hugbúnaðarverkfræði er svo miklu meira en bara það. Námið tekur á teymisvinnu, stjórnun og auðvitað nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Ég valdi líka hugbúnaðarverkfræði vegna þess að það býður upp á svo ótrúlega fjölbreytta starfsmöguleika að námi loknu. Hugbúnaður er í dag hluti af nánast öllum fyrirtækjarekstri og því eru verkefnin og áskoranirnar sem hugbúnaðarverkfræðingarnir standa frammi fyrir óendanlega margar. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér nám í hugbúnaðarverkfræði og möguleikana sem það býður upp á.