Skip to main content

STEM-greinar

STEM-greinar

STEM-­menntun í HÍ veitir aðgang að spennandi störfum framtíðarinnar á ótrúlega fjölbreyttum sviðum. Í sumum tilvikum geta STEM-menntaðir skapað sín eigin störf á grunni menntunar, rannsókna, nýsköpunar og hugvits.
STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, raunvísinda, tækni, tölvunarfræði og náttúruvísinda.

Kynntu þér möguleikana – gríptu tækfærið.

STEM-greinar og atvinnulífið

Brautskráðir nemendur úr STEM-greinum hafa komið víða við í atvinnulífinu og látið mikið að sér kveða.

Sjáðu dæmi um hvað fólk með prófgráður úr STEM-greinum hefur gert að loknu námi.

Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 210 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 90 ein. Grunndiplóma
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
STEM-greinar við HÍ

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Katrín Kjartansdóttir
Hafdís Haraldsdóttir
Breki Pálsson
Elísa Ósk Jónsdóttir
Auður Margrét Pálsdóttir
Katrín Kjartansdóttir
Nemandi í líffræði

Ég valdi líffræði af því að ég hef lengi haft mikinn áhuga á atferlisfræði, vistfræði og öðrum greinum tengdum líffræðinni. Líffræðin er fjölbreytt en krefjandi nám og kynnir mann fyrir mjög breiðu sviði faggreina sem nýtast á mörgum stöðum í samfélaginu.  Námsefnið er áhugavert og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á sviði líffræðinnar. Kennararnir eru mjög skemmtilegir, til í að koma til móts við mann í náminu og aðstoða ef á þarf að halda. Nemendafélagið er duglegt að skipuleggja vísindaferðir og aðra viðburði og þéttur hópur nemenda myndast sem hjálpast að við að vinna verkefni og læra.

Hafdís Haraldsdóttir
Nemandi í efnafræði

Mig hefur alltaf langað að starfa í vísindum og ég valdi efnafræði því það var uppáhaldsfagið mitt í menntaskóla. Efnafræðinámið í HÍ gefur manni góðan grunn, bæði fyrir áframhaldandi framhaldsnám og fyrir atvinnulífið.
Efnafræðingar eru sérstaklega eftirsóttir í nýsköpunar - og þróunarstörfum og til kennslu. Ég er búin að njóta mín alveg ótrúlega mikið í náminu. Það er bæði krefjandi, skemmtilegt og félagslífið alveg gríðarlega öflugt.
Þar sem deildin er frekar lítil þekkjast allir innan fagsins, jafnvel milli ára, og maður kynnist líka kennurunum vel. Síðan er nemendafélagið okkar, Hvarf, alltaf að halda einhverja spennandi viðburði!
Ég hef lært svo mikið á síðustu þremur árum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir alla reynsluna inn á tilraunastofunni, en mikil áhersla er lögð á verklega kennslu í náminu. Ég mæli eindregið með námi í efnafræði!

Breki Pálsson
Stærðfræði - BS nám

Ég valdi stærðfræði við Háskóla Íslands vegna þess að það gaf mér frelsi til að læra það sem ég hef áhuga á. Um þriðjungur námsins er tiltölulega frjáls og þar af leiðandi var auðvelt fyrir mig að fara í skiptinám og læra tungumál samhliða náminu mínu. Deildin býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða með metnaðarfullum kennurum. Mér fannst námið vera bæði áhugavert og krefjandi. Það býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Með þeirri þekkingu sem ég hef öðlast tel ég mig vera vel undirbúinn til frekari náms. Ég mæli með að þú sækir um nám við Háskóla Íslands í stærðfræði.

Elísa Ósk Jónsdóttir
Nemandi í iðnaðarverkfræði

Ég valdi iðnaðarverkfræði vegna þess að mér þótti námið spennandi og það heillaði mig hvað það opnaði á marga möguleika til framhaldsnáms og í atvinnulífinu. Í náminu eru tekin fyrir raunveruleg vandamál og við úrlausn á þeim öðlast nemendur kunnáttu sem ég trúi að muni nýtast vel við nám og störf í framtíðinni. Ég er mjög ánægð í náminu og áhugi minn á því hefur aukist með hverju verkefninu. Félagslífið er fjölbreytt og aðgengilegt og ég mæli eindregið með að taka þátt í því. Ég tók til dæmis þátt í Team Spark, en þar kynntist ég mögnuðu fólki og öðlaðist dýrmæta reynslu. Ég mæli eindregið með námi í iðnaðarverkfræði!

Auður Margrét Pálsdóttir
Nemandi í tölvunarfræði

Ég fór að læra tölvunarfræði vegna þess að mér finnst það góð leið til að nýta stærðfræðina á hagnýtan hátt, forritunin getur verið skapandi samhliða því að nýta rökhugsun og er klárlega það sem mér finnst skemmtilegast við námið. Möguleikarnir eftir nám eru einnig mjög fjölbreytilegir, hvort sem maður vill starfa hjá litlu sprotafyrirtæki eða vinna hjá stóru tæknirisunum og allt þar á milli.  Félagslífið er líka frábært, „Nördar“ (Nemendafélagið Nörd) hafa góða aðstöðu til að læra saman og mikil heild sem myndast hjá þeim sem eru duglegir að mæta, sama hvort það sé í skólanum eða í vísó á föstudögum.