
Hagnýtt stærðfræði
180 einingar - BS gráða
BS próf í hagnýttri stærðfræði gefur góðan grunn fyrir störf við vísindalega útreikninga og tölfræði sem og framhaldsnám á hinum ýmsu sviðum hagnýttrar stærðfræði.
Auk hagnýtingarinnar fá nemendur að sjá nákvæman fræðilegan grunn aðferðanna sem nýtist nemandanum vel í glímu við ný verkefni.

Grunnnám
Í boði eru þrjú kjörsvið:
Á öllum kjörsviðum öðlast nemendur traustan grunn í stærðfræði og færni í tölvunotkun og tölulegum útreikningum.

Meðal viðfangsefna
- Reiknifræði
- Smíði spálíkana
- Tilgátuprófanir
- Vistfræðilíkön
- Stofnstærðarmat
- Slembiferli
- Bestun
- Hermun
- Hagnýtingar á afleiðujöfnum
- Hreyfikerfi
Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf, með lágmarksfjölda eininga í eftirtöldum greinum: 35 feiningar (21 ein) í stærðfræði og 50 feiningar (30 ein) í náttúrufræðigreinum, þar af minnst 10 feiningar (6 ein) í eðlisfræði, 10 feiningar (6 ein) í efnafræði og 10 feiningar ( 6 ein) í líffræði. Sterklega mælt með að minnsta kosti 40 feiningum (24 ein) í stærðfræði. Undanþágur eru gerðar á þessu ef tilefni þykir til.