Guðfræði


Guðfræði
MA gráða – 120 einingar
Meistaranám í guðfræði er 120 eininga einstaklingsmiðað framhaldsnám til tveggja ára. Nemendur sem hafa lokið embættisprófi í guðfræði fá 60 einingar metna og er námstíminn þá 1 ár.
Skipulag náms
- Haust
- Kenningar í hugvísindum
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiV
- Einstaklingsverkefni í guðfræðiV
- KristsfræðiV
- Ritskýring Nt: Pálsbréf og LúkasarguðspjallV
- Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútímiV
- Vor
- Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritinV
- Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga ÍranV
- Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminnV
- Einstaklingsverkefni í guðfræðiV
- Forspjall trúfræðinnarV
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)
Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.
Einstaklingsverkefni í guðfræði (GFR708F)
10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir.
Kristsfræði (GFR433F)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)
Í námskeiðinu verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Pálsbréfum og Lúkasarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Fjallað verður almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Jafnframt verður túlkunarsagan könnuð í því sambandi og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar.
Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútími (MFR502F)
Gjarnan er litið á nútímann sem tímabil upplýsingar, þegar rökhyggja hafi leyst trúarleg hugmyndakerfi af hólmi sem leiðandi afl við mótun menningar og þjóðfélagsgerðar. Við nánari skoðun reynist þetta ferli rökvæðingar og nútímavæðingar vera mun margbrotnara, þrungið af þverstæðum og skírskotunum í trúarlega arfleifð. Hugmyndin um nútímann er í raun ofin margbreytilegum og að hluta til trúarlegum þráðum – í víðum skilningi – sem taka á sig ólíkar birtingarmyndir í starfi ýmissa andlegra, listrænna og hugmyndafræðilegra hreyfinga. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndastrauma sem gegndu mikilvægu hlutverki í evrópsku mennta- og menningarlífi nútímans (frá 18. til 20. aldar), þ.á.m. dulhyggjuhreyfingar svo sem alkemíu, gnostík, kabbalisma, swedenborgisma, guðspeki, mannspeki og aríósófíu. Jafnframt verður fengist við margvíslegar birtingarmyndir slíkra hugmyndastrauma í bókmenntum, myndlist og kvikmyndum.
Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin (GFR804F)
Gefið er yfirlit yfir hefðir Fimmbókaritsins út frá stíl, málfari ognsögulegu baksviði og þær kannaðar nánar í tveimur ritanna. Ritskýrðir erunum 20 valdir kapítular úr Genesis og Exodus. Áhersla er lögð á áhrifntextanna hér á landi og á túlkun í ljósi samtíðarinnar. Hliðsjón höfð af hebreska textanum.
Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ701F)
Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins.
Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR803F)
Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.
Einstaklingsverkefni í guðfræði (GFR708F)
10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir.
Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
- Haust
- Kenningar í hugvísindum
- Umhverfissiðfræði og vistguðfræðiV
- Einstaklingsverkefni í guðfræðiV
- KristsfræðiV
- Ritskýring Nt: Pálsbréf og LúkasarguðspjallV
- Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútímiV
- Vor
- Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritinV
- Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga ÍranV
- Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminnV
- Einstaklingsverkefni í guðfræðiV
- Forspjall trúfræðinnarV
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Umhverfissiðfræði og vistguðfræði (GFR612F)
Hver eru tengsl manneskjunnar og náttúrunnar? Er maðurinn hluti af náttúrunni eða lítur hann á náttúruna sem hlut? Er náttúran sjálfstæð uppspretta verðmæta eða skýrast verðmæti náttúrunnar af gagnsemi þeirra fyrir manninn? Ofmetur maðurinn eigin stöðu í sköpunarverkinu? Þessar og fleiri spurningar liggja til grundvallar vali á siðfræðilegu og guðfræðilegu efni þessa námskeiðs. Náttúrusýn, mannskilningur, guðsskilningur og heimsmynd eru megin efni og greiningarhugtök.
Einstaklingsverkefni í guðfræði (GFR708F)
10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir.
Kristsfræði (GFR433F)
Hinn kristni mannskilningur og fræðin um Krist eru í brennidepli í þessu námskeiði. Tengsl þessara tveggja stóru stefa er einmitt að finna í persónu Jesú Krists, sem samkvæmt kristinni trú er í senn sannur Guð og sannur maður. Varðandi mannskilninginn er áherslan á mannlegt eðli og afstöðuna til Guðs, á meðan Kristsfræðin fjallar annars vegar um persónu Jesú Krist (hver var Jesús Kristur?) og hins vegar verk hans (hvað gerði hann og hverju breytir það fyrir okkur?).
Ritskýring Nt: Pálsbréf og Lúkasarguðspjall (GFR707F)
Í námskeiðinu verða lesnir og greindir valdir kaflar úr Pálsbréfum og Lúkasarguðspjalli á grísku, með stuðningi frá skýringarritum og öðrum hjálpargögnum. Fjallað verður almennt um bókmenntaform þessara rita, sögulegt samhengi þeirra og meginboðskap í guðfræðilegu og siðfræðilegu tilliti. Jafnframt verður túlkunarsagan könnuð í því sambandi og nýjustu rannsóknir kynntar og ræddar.
Rannsóknaseminar B: Dulspeki, fagurfræði og nútími (MFR502F)
Gjarnan er litið á nútímann sem tímabil upplýsingar, þegar rökhyggja hafi leyst trúarleg hugmyndakerfi af hólmi sem leiðandi afl við mótun menningar og þjóðfélagsgerðar. Við nánari skoðun reynist þetta ferli rökvæðingar og nútímavæðingar vera mun margbrotnara, þrungið af þverstæðum og skírskotunum í trúarlega arfleifð. Hugmyndin um nútímann er í raun ofin margbreytilegum og að hluta til trúarlegum þráðum – í víðum skilningi – sem taka á sig ólíkar birtingarmyndir í starfi ýmissa andlegra, listrænna og hugmyndafræðilegra hreyfinga. Í námskeiðinu verður fjallað um hugmyndastrauma sem gegndu mikilvægu hlutverki í evrópsku mennta- og menningarlífi nútímans (frá 18. til 20. aldar), þ.á.m. dulhyggjuhreyfingar svo sem alkemíu, gnostík, kabbalisma, swedenborgisma, guðspeki, mannspeki og aríósófíu. Jafnframt verður fengist við margvíslegar birtingarmyndir slíkra hugmyndastrauma í bókmenntum, myndlist og kvikmyndum.
Ritskýring Gt. Mósebækur og söguritin (GFR804F)
Gefið er yfirlit yfir hefðir Fimmbókaritsins út frá stíl, málfari ognsögulegu baksviði og þær kannaðar nánar í tveimur ritanna. Ritskýrðir erunum 20 valdir kapítular úr Genesis og Exodus. Áhersla er lögð á áhrifntextanna hér á landi og á túlkun í ljósi samtíðarinnar. Hliðsjón höfð af hebreska textanum.
Klerkar, keisarar og klækibrögð. Byltingakenndasaga Íran (TRÚ701F)
Í þessu námskeiði verður hin magnaða saga og reynsla Írana sl 100 ár rakin og metin. Námskeiðinu verður skipt upp í þrjár lotur. Í fyrstu lotu verður fjallað um Íran fram að byltingunni 1979, eða tímabil Pahlavi keisaradæmisins. Á þessum tíma voru metnaðargjarnar hugmyndir á lofti að nútímavæða Íran að vestrænni fyrirmynd. Næsta lota fjallar svo um sjálfu byltinguna (1978-9) og þær miklu breytingar sem hún innleiddi. Siðasta lotan metur svo reynslu íslamska lýðveldisins fram til dagsins í dag. Fjallað verður um Ajax aðgerðina 1953, hvítu byltinguna 1963, hugmyndir Khomeini um stjórnarfar, íranska marxista og feminista og gíslatöku í bandaríska sendiráðínu í Tehran. Við munum einnig skoða breytingar á íranska lagakerfinu sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna og áhrif stríðsins við Írak. Að lokum verður kjarnorkuáætlun Írana skoðuð sem og menningarstarfsemi í landinu til dæmis kvikmyndagerð. Nemendur koma til að að lesa ýmis frumgögn sem tengjast þessari sögu og einnig horfa á íranskar biómyndir til að fá betri innsýn í stjórnmála-og trúarbragðasögu landsins.
Íslensk kirkjusaga. Nútíminn og samtíminn (GFR803F)
Viðfangsefni: Fengist verður við tímabilið frá um 1750 til samtímans. Sérstök áherla verður lögð á tímabilið frá 1874. Sérstök áhersla verður lögð á þróun þjóðkirkjuskipanar og samband ríkis og kirkju en einnig stöðu kirkju og kristni í samfélagi nútímans.
Vinnulag: Kennt verður í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður gefið þematískt yfirlit yfir viðfangsefni námskeiðsins. Í umræðutímum verður m.a. fjallað um verkefni stúdenta.
Einstaklingsverkefni í guðfræði (GFR708F)
10 eininga einstaklingsverkefni er sjálfstætt verkefni sem er ákvarðað í samráði við leiðbeinanda. Verkefni skal innihalda u.þ.b. 240 vinnustundir.
Forspjall trúfræðinnar (GFR066F)
Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að kynna sögu og uppbyggingu trúfræðinnar og skoða samband hennar við aðrar greinar guðfræðinnar. Í framhaldi af því verður fjallað um nokkur grundvallaratriði kristinnar trúar, svo sem sköpunartrú, hið kristna guðshugtak og þrenningarkenninguna.
MA-ritgerð í guðfræði (GFR442L, GFR442L, GFR442L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is)
MA-ritgerð í guðfræði (GFR442L, GFR442L, GFR442L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is)
MA-ritgerð í guðfræði (GFR442L, GFR442L, GFR442L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar er að finna í reglum fyrir ritgerðir á Hugvísindasviði (UGLA - Reglur fyrir ritgerðir/verkefni (hi.is).
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.