Franska/ Franska í alþjóðasamskiptum - Grunndiplóma


Franska / Franska í alþjóðasamskiptum
Grunndiplóma – 60 einingar
Grunndiplóma í frönsku veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.
Nemendur hafa val á milli tveggja kjörsviða: Franska eða Franska í alþjóðasamskiptum.
Skipulag náms
- Haust
- Frönsk málfræði I
- Framburður
- Franskt samfélag I – Dægurmenning
- Þýðingar I
- Sjálfsnám í frönsku I (fjarnám)V
- Sérverkefni í lestriV
- Sérverkefni í framburðiV
- Franskt samfélag III – Franska, fjöltyngi og fjölmenning í FrakklandiV
- Vor
- Franskt samfélag II – Frönsk tunga í takt við tímann
- Saga Frakklands
- Frönsk málfræði II
- Franskar bókmenntir og menning
- Sjálfsnám í frönsku IIV
- Sérverkefni í lestriV
- Sérverkefni í framburðiV
- Þýðingar IIV
- Notkun tungumálsinsV
- Talfærninámskeið í FrakklandiV
Frönsk málfræði I (FRA101G)
Námskeiðið Frönsk málfræði I er skyldunámskeið.
Í þessu námskeiði er farið dýpra í málfræði atriði sem nemendur unnu með í framhaldskóla. Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.
Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.
Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Framburður (FRA104G)
Nemendur eru þjálfaðir í framburði og læra hljóðritun. Gert er ráð fyrir einum fyrirlestratíma (1x 40 mín.) per viku þar sem farið er yfir grunnhugtök og aðferðir í almennri hljóðfræði og einum og hálfum æfingatíma per viku í málveri
Franskt samfélag I – Dægurmenning (FRA106G)
Í þessu námskeiði þjálfast nemendur bæði í að skrifa og tala frönsku. Fjallað verður um ýmis málefni, s.s. tónlist, kvikmyndir og fleira úr dægurmenningu og deiglunni í Frakklandi og frönskumælandi löndum. Notast verður við fjölmiðla og samfélagsmiðla, kvikmyndir og fleira.
Rætt verður um efnið og nemendur fá tækifæri til að þjálfa framsetningu.
Nemendur fá þjálfun í að skrifa stutta og hnitmiðaða texta um ólík efni á frönsku. Þeir fá æfingu í að draga saman efni, endursegja, umorða, færa skrifleg rök fyrir máli sínu og byggja upp texta á skýran hátt. Einnig venjast þeir notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.
Þýðingar I (FRA113G)
Í þessu námskeiði eru nemendur þjálfir í að lesa, skilja og þýða létta og miðlungs þunga texta af frönsku yfir á íslensku. Unnið verður með texta af ýmsum gerðum: blaðagreinar, blogg, hagnýta texta og bókmenntatexta. Einkenni textanna verða rædd og fjallað verður um ólík málsnið og málfræðileg atriði sem geta vafist fyrir þýðendum. Nemendur kynnast notkun orðabóka og annarra hjálpargagna.
Sjálfsnám í frönsku I (fjarnám) (FRA003G)
Sjálfsnám í frönsku I er nemendastýrt fjarnám fyrir þá sem hafa grunnþekkingu í frönsku, A2 eða meira (samsvarar 2 ára námi í framhaldsskóla eða meira). Nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á kennslutímabilinu. Auk þess taka nemendur þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Sérverkefni í lestri (FRA110G)
Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.
Sérverkefni í framburði (FRA111G)
Þjálfun í framburði.
Franskt samfélag III – Franska, fjöltyngi og fjölmenning í Frakklandi (FRA319G)
Í námskeiðinu verður sjónum beint að stöðu frönskunnar – bæði í Frakklandi og sem og á alþjóðavettvangi. Einnig verður fjallað um áhrif og stöðu frönsku í fyrrum nýlendum Frakklands.
Áhersla verður lögð á að nemendur æfist í að færa rök fyrir máli sínu í skriflegum verkefnum sem og draga saman og gera grein fyrir efni námskeiðs í ræðu og riti.
Franskt samfélag II – Frönsk tunga í takt við tímann (FRA201G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um franskt tungumál í dag og sjónum beint að ólíkum málsniðum. Jafnframt verður fjallað um helstu breytingar sem hafa orðið á frönsku á undanförnum áratugum, einkum hvað varðar kvenkynsmyndir nafnorða sem og kynhlutlaust mál. Í þessu skyni verða blaðagreinar um dægurmenningu og franskt þjóðlíf lesnar sem og vísindagreinar um þróun og stöðu franskrar tungu. Einnig verður stuðst við dægurlagatexta sem og útvarpsþætti/hlaðvarpsþætti og sjónvarpsefni.
Æfingar beinast að margvíslegum atriðum sem tengjast málsniði og stíl, orðavali, málfræði, setningagerð og textabyggingu.
Áhersla verður lögð á að nemendur æfist í að færa rök fyrir máli sínu í skriflegum verkefnum sem og draga saman og gera grein fyrir efni námskeiðs í ræðu og riti.
Saga Frakklands (FRA203G)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á sögu Frakklands frá forsögulegum tíma til tuttugustu aldar.
Frönsk málfræði II (FRA205G)
Farið er í neitun, spurningu, einkunnarorð, tilvísunarfornöfn, og viðtengingarhátt.
Nemendur skulu hafa lokið Frönsk málfræði og ritun á haustmisseri.
Áhersla er lögð á notkun málfræðihugtaka í námi og kennslu þar sem nemendur þurfa að útskýra í orði og dæmum tiltekin málfræðiatriði.
Mikilvægt er að nemendur temji sér sjálfstæð vinnubrögð og komi undirbúnir í tíma.
Kennslan skiptist í fyrirlestra og æfingatíma.
Franskar bókmenntir og menning (FRA214G)
Námskeiðið er skyldunámskeið í BA-námi í frönskum fræðum og kemur í stað námskeiðsins DET205G Inngangur að bókmenntum. Námskeiðið er nauðsynlegur undanfari annarra bókmenntanámskeiða í greininni við Háskóla Íslands og í skiptinámi við erlenda háskóla.
Nemendur kynnast ólíkum tegundum franskra bókmennta og lesa smásögur, ljóð og brot úr leikritum og skáldsögum frá ýmsum tímabilum. Þeir fá yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði og franskri bókmenntasögu.
Sjálfsnám í frönsku II (FRA004G)
Sjálfsnám í frönsku II er nemendastýrt fjarnám þar sem nemendur stjórna að hluta til eða öllu leyti helstu þáttum námsins svo sem markmiðum, aðferðum, efnisvali og námsmati. Um er að ræða framhaldsnámskeið fyrir þá nemendur sem hafa lokið Sjálfsnámi í frönsku I. Það námskeið er þó ekki nauðsynlegur undirbúningur og nýir nemendur geta skráð sig í þetta námskeið að uppfylltum forkröfum. Sjálfsnám fer fram í nánu samstarfi við umsjónarkennara sem nemendur hitta í sérstökum viðtölum 3 sinnum á misseri. Auk þess taka nemendur taka þátt í vinnustofum þar sem skipt er í litla hópa til að þjálfa talmál og ritun. Nemendur skila verkefnum til umsjónarkennara og námsmat tekur tillit til allra færniþátta: ritun, lestur, talmál og hlustun en nemendur geta stjórnað vægi hvers þáttar í samráði við kennara. Nemendur geta einnig valið hversu mörgum einingum þeir ljúka (2, 4 eða 6) og er námsmat í samræmi við fjölda eininga.
Sérverkefni í lestri (FRA110G)
Lestrarverkefni í frönskum bókmenntum. Nemendur hafi samband við umsjónarkennara.
Sérverkefni í framburði (FRA111G)
Þjálfun í framburði.
Þýðingar II (FRA323G)
Í þessu námskeiði fá nemendur nánari innsýn í heim þýðinga. Helstu kenningar þýðingarfræðinnar verða kynntar en einkum verður fengist við að þýða úr frönsku á íslensku og nemendur vinna jafnt og þétt, og þýða bæði hagnýta texta og bókmenntatexta. Textar verðar greindir og ákveðin atriði verða tekin sérstaklega til umræðu eins og tíðir sagnorða, setningaskipan, endurtekningar, notkun fornafna, o.fl. Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að vera meðvitaðir um helstu vandamál sem koma upp þegar þýtt er úr frönsku á íslensku og undir það búnir að leysa þau á fullnægjandi hátt.
Notkun tungumálsins (FRA431G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um Frakkland í dag með því að kynnast tíu persónum í gegnum fjölmiðla, fimm konum og fimm körlum: leikara, rithöfundi, vísindamanni, geimfara, leikstjóra, íþróttamanni o.s.frv. Sumar þeirra birtast oft í fjölmiðlum, aðrar sjaldnar. Þær standa fyrir málefni sem vega þungt í frönsku samfélagi í dag, s.s. stöðu kvenna í á vinnumarkaði, í stjórnmálum eða í listaheiminum; samfélagsþátttöku og stöðu minnihlutahópa; breytingar á viðhorfum til ættleiðinga; umhverfisvernd, tjáningafrelsi, ofbeldi lögreglu, baráttu gegn nútíma þrælahaldi; hrunfræði; mælskulist í pólitískri orðræðu. Afstaða þeirra verður rædd og gagnrýnd.
Námskeiðið veitir nemendum tækifæri á að kynnast ólíkum fjölmiðlum í Frakklandi í dag og umræðu um þau málefni sem fjallað verður um í námskeiðinu.
Talfærninámskeið í Frakklandi (FRA438G)
Nemendur dvelja í tvær vikur við Université de Rennes í Frakklandi og taka þátt í námskeiði í talfærni, þjóðlífi og menningu Frakklands sem er sérsniðið að nemendum frönskudeildar H.Í. Nemendur taka þátt í umræðum um ýmis málefni úr samtímanum og kynnast sögu og menningu landsins. Námskeiðið er alla jafna haldið í 7. og 8. viku vormisseris. Hámarksfjöldi miðast við 18 nemendur og hafa þeir nemendur forgang sem eru skráðir í grunndiplóma og frönsku sem aðalgrein til 120 eða 180 eininga.
Námsmat:
Þátttaka: 50%
Fyrirlestur: 25%
Skriflegt verkefni: 25%
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.