Skip to main content

Talmeinafræði

Talmeinafræði

Þverfræðilegt framhaldsnám

Talmeinafræði

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í talmeinafræði er fjallað um frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund, stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.

Skipulag náms

X

Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði (TAL101F)

Í námskeiðinu verða skoðuð tengsl taugavísinda og talmeinafræði. Farið verður yfir miðtaugakerfið, taugafrumur, skynbörk, hreyfikerfi, heilataugar, blóðflæði og heilavökva. Heilabörkur og æðri heilastarfsemi verða tekin fyrir ásamt rödd, sjón, heyrn og jafnvægi. Loks verða skoðaðar ýmsar leiðir til myndgreiningar á heila.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Lísa Benediktsdóttir
Logi Pálsson
Sigfús Helgi Kristinsson
Heiða D. Sigurjónsdóttir
Anna Lísa Benediktsdóttir
Talmeinafræðinám

Ég valdi talmeinafræðina vegna þess að hún sameinar áhuga minn á tungumálinu og forvitni mína um starfsemi heilans. Hæfni okkar til tjáningar er gríðarlega mikilvæg og á þátt í að skilgreina okkur sem persónur. Fyrir tilstuðlan tungumálsins getum við deilt hugsunum okkar og skoðunum, þörfum og löngunum með öðrum. Erfiðleikar í tali, máli og tjáskiptum geta haft umtalsverð áhrif, þeir geta valdið hindrunum í leik og starfi og haft áhrif á andlega og félagslega líðan. Talmeinafræðingar sinna því afar mikilvægu og þörfu starfi.Talmeinafræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi, skjólstæðingahópur þeirra er á öllum aldri og þeir vinna oft í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir. Mikil eftirspurn er eftir talmeinafræðingum og því eru atvinnuhorfur góðar að námi loknu.

Hafðu samband

Talmeinafræði
Nýi Garður
Sæmundargötu 12, 102 Reykjavík
Sími:  525 4808
Netfang: talmein@hi.is

Umsjónaraðilar námsleiðar: 
Aníta Guðný Gústavsdóttir
Netfang: angu@hi.is
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Netfang: jeinars@hi.is
Þóra Másdóttir
Netfang: tm@hi.is

Stapi

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.