Talmeinafræði
Talmeinafræði
MS gráða – 120 einingar
Í meistaranámi í talmeinafræði er fjallað um frávik í málþroska, framburði og hljóðkerfisvitund, stam, raddveilur, málstol, kyngingarerfiðleika og skerta boðskiptafærni.
Næst verða teknir inn nemar haustið 2024.
Skipulag náms
- Haust
- Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði
- Málhömlun fullorðinna I
- Málhljóðaröskun barna
- Fagleg og vísindaleg vinnubrögð - Starfsnám 1
- Málþroskaröskun barna I
- Vor
- Inngangur að heyrnarfræði
- Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir
- Starfsnám 2
- Tölfræði og aðferðafræði 1
- Taltruflanir
- Kynging og kyngingartregða
- Rödd og raddveilur
Taugalíffærafræði fyrir talmeinafræði (TAL101F)
Í námskeiðinu verða skoðuð tengsl taugavísinda og talmeinafræði. Farið verður yfir miðtaugakerfið, taugafrumur, skynbörk, hreyfikerfi, heilataugar, blóðflæði og heilavökva. Heilabörkur og æðri heilastarfsemi verða tekin fyrir ásamt rödd, sjón, heyrn og jafnvægi. Loks verða skoðaðar ýmsar leiðir til myndgreiningar á heila.
Málhömlun fullorðinna I (TAL103F)
Í námskeiðinu verður fjallað um mismunandi tegundir af málstoli. Farið verður yfir mat og greiningu á málgetu fullorðinna einstaklinga eftir heilablóðfall og tilfelli skoðuð. Helstu málstolspróf verða skoðuð, hvernig þau eru lögð fyrir og meðferð skipulögð í framhaldi af greiningu á skertri málgetu sjúklinga.
Málhljóðaröskun barna (TAL109F)
Farið verður yfir málhljóðatileinkun barna og rýnt í helstu kenningar innan hljóðkerfisfræðinnar sem nýtast talmeinafræðingum í meðferð á málhljóðaröskunum. Nemendur læra að greina raskanir í málhljóðamyndun og framburði. Mismunandi leiðir í gagnaöflun teknar fyrir. Nemendur læra að semja meðferðaráætlun út frá eðli röskunarinnar og kynnast aðferðum sem notaðar eru í meðferð. Nemendur fá kynningu á skarði í gómi og vör: þeir læra um mismunandi tegundir skarða og áhrif þeirra á tal, heyrn og fæðuinntöku. Nemendur kynnast þjónustuferli barna með skarð í góm og vör, ráðgjöf og fræðslu til foreldra og annarra í nánasta umhverfi barnsins.
Fagleg og vísindaleg vinnubrögð - Starfsnám 1 (TAL110F)
Nemendur kynnast helstu próftækjum á sviði tal- og málmeina sem notuð eru af talmeinafræðingum og kynnt verður uppbygging prófa og gildi þeirra í fræðilegum og hagnýtum tilgangi. Nemendur fylgjast með talmeinafræðingum að störfum með heimsóknum á vettvang (Starfsnám I). Lög, reglugerðir og siðareglur talmeinafræðinga verða kynntar. Rýnt verður í aðferðafræði sem tengist talmeinafræði og litið til gagnreyndra aðferða í tengslum við meðferð á tal- og málmeinum. Farið verður í aðferðir við leit að rannsóknargreinum og mat á þeim rannsóknargrunni sem liggur til grundvallar meðferð og matsaðferðum talmeinafræðinga.
Málþroskaröskun barna I (TAL111F)
Fjallað um eðli og orsakir málþroskaröskunar á fræðilegan hátt ásamt greiningu þeirra. Námskeiðið skiptist í tvo þætti. Annars vegar er fræðileg umfjöllun um máltöku, tvítyngi seinan málþroska, og málþroskaröskun og hins vegar er fjallað um mælingar á málþroska. Í fyrri hlutanum kynna nemendur sér nýjustu kenningar og fræðilega umfjöllun um málþroskaröskun eðli hennar og umfang. Í seinni þættinum læra nemendur um greiningar og mikilvægi þeirra, ennfremur að beita og nota stöðluð greiningartæki til að mæla málþroska barna, þekki matstæki sem til eru fyrir íslensku sem og fræðilegan bakgrunn þeirra og hvernig málsýni nýtast við greiningu á málþroska barna. Einnig verður fjallað um greiningar á málþroska tvítyngdra barna.
Inngangur að heyrnarfræði (TAL204F)
Farið verður í grunnatriði hljóðs og heyrnar. Fjallað verður um líffærafræði eyrans og lífeðlisfræði heyrnar sem og ýmsar tegundir heyrnarskerðingar og sjúkdóma sem tengjast heyrn. Kynnt verða helstu meðferðarúrræði við heyrnarskeðingum. Nemendur kynnast ýmsum aðferðum heyrnarmælinga. Kynnt verður talþjálfun fyrir einstaklinga með heyrnarskerðingu, þar á meðal einstaklinga sem farið hafa í kuðungsígræðslu.
Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir (TAL213F)
Fjallað verður um innleiðingu óhefðbundinna tjáskiptaleiða og tjáskiptatækni til notenda með flóknar tjáskiptaþarfir. Farið verður í helstu forsendur sem liggja að baki uppbyggingu málnotkunar í gegnum mismunandi tjáskiptatækni, bæði í tölvu- og pappírslausnum. Farið er yfir matsaðferðir og meðferðarleiðir fyrir mismunandi hópa.
Starfsnám 2 (TAL216F)
Nemendur starfa á vettvangi undir handleiðslu talmeinafræðinga. Starfsnámið felur í sér þjálfun í greiningu og mati á mismunandi mál- og talmeinum barna og fullorðina auk viðeigandi skýrslu og álitsgerða. Nemar læra að byggja upp markvissa þjálfun og velja viðeigandi íhlutunaraðgerðir fyrir skjólstæðinga.
Tölfræði og aðferðafræði 1 (TAL217F)
Í námskeiðinu kynnast nemendur fjölbreyttum aðferðum í gagnaleit, eigindlega og megindlega gagnaöflun, gagnaöflun, greiningu gagna, auk aðferða við greiningu á rannsóknarniðurstöðum. Einnig kynnast nemendur ólíkum tölfræðiaðferðum með lestri rannsóknargreina. Einkum verður einblínt á aðferðir sem nýtast nemendum beint í komandi meistaraverkefnum. Áður en námskeiðinu lýkur munu nemendur hafa fundað með leiðbeinendum sínum og meistaranefnd og leitað í gagnagrunnum að heimildum er nýtast í viðkomandi meistaraverkefnum. Í lok námskeiðs skila nemendur drög að fræðilegum inngangi og aðferðum ritgerðar sinnar sem þeir kynna fyrir samnemendum og leiðbeinendum.
Taltruflanir (TAL218F)
Í þessu námskeiði verður taugafræðilegur grunnur tals rifjaður upp og fjallað um taltruflanir í kjölfar sjúkdóma og áverka á taugakerfið. Farið verður yfir mismunandi tegundir þvogls og verkstols. Fjallað verður um greiningaraðferðir vegna þvogls og verkstols, úrræði og meðferð. Nemendur fá þjálfun í hlustun og greiningu með hljóð- og myndbandsupptökum.
Kynging og kyngingartregða (TAL219F)
Í þessu námskeiði verður fjallað um kyngingingartregðu á munnkokstigi, t.d. í kjölfar taugasjúkdóma, krabbameins í munni og hálsi eða heilablóðfalls. Farið verður yfir líffærafræði og ferli kyngingar á munnkokstigi hjá börnum og fullorðnum. Taugafræðilegur grunnur kyngingar verður rifjaður upp. Farið verður yfir greiningu, úrræði og meðferð vegna kyngingartregðu á munnkokstigi.
Rödd og raddveilur (TAL220F)
Farið verður í lífeðlisfræði raddar, orsakir raddveilna og sjúkdómafræði þeim tengdum. Fjallað verður um greiningu og meðferð á raddveilum og hljómvanda hjá börnum og fullorðnum. Nemendur kynnast ýmsum hugtökum og rannsóknum raddvísinda. Fjallað verður um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr hættu á raddveilum. Nemendur fá að kynnast tækjabúnaði og forritum sem nýtast við greiningar og meðferð á raddveilum.
- Haust
- Stam og flausturmæliE
- Málþroskaröskun barna IIE
- Starfsnám 3E
- Málhömlun fullorðinna IIE
- Lausnaleitarnám þvert á námskeiðE
- Tölfræði og aðferðafræði 2E
- Meistaraverkefni í talmeinafræðiE
- Vor
- Starfsnám 4E
- Meistaraverkefni í talmeinafræðiE
Stam og flausturmæli (TAL316F)
Markmið námskeiðsins er að gefa fræðilegt yfirlit yfir nýjustu rannsóknir um eðli, einkenni og meðferð stams. Nemendur kynnast helstu hugmyndum og kenningum um stam og umdeildum skýringum á orsökum stamsins. Nemendur læra að greina stam og kynnast helstu meðferðum sem eru notaðar í meðhöndlun stams hjá börnum og fullorðnum. Nemendur kynnast einnig flausturmæli sem er önnur truflun á talflæði. Fjallað verður um meðhöndlun stams út frá dæmum.
Málþroskaröskun barna II (TAL307F)
Markmið námskeiðsins er umfjöllun um almenna málörvun, meðferð málþroskafrávika og tengsl málþekkingar við lestrar- og námserfiðleika. Fjallað verður um málörvun leikskóla- og grunnskólabarna, hljóðkerfisvitund og lestrarnám, skólalíkön og samstarf við aðrar fagstéttir. Nemendur skoða leiðir byggðar á vísindalegum grunni til að vinna með orðaforða, setningar, málfræði, og málnotkun. Nemendur læra að byggja upp meðferðaráætlanir til að nota við þjálfun barna með málþroskaröskun.
Starfsnám 3 (TAL311F)
Nemendur starfa á vettvangi undir handleiðslu talmeinafræðinga. Starfsnámið felur í sér þjálfun í greiningu og mati á mismunandi mál- og talmeinum barna og fullorðinna auk viðeigandi skýrslu og álitsgerða. Nemar læra að byggja upp markvissa þjálfun og velja viðeigandi íhlutunaraðgerðir fyrir skjólstæðinga. Nemar læra að meta árangur þjálfunar.
Málhömlun fullorðinna II (TAL313F)
Fjallað verður um tal- og málörðugleika eftir ákominn heilaskaða í tengslum við höfuðáverka, heilablóðfall í hægra heilahveli og heilabilun. Farið verður yfir einkenni vitrænnar tjáskiptaskerðingar, algengustu matstækin sem meta hana og helstu meðferðarleiðir til að bæta tjáskiptafærni fólks með ákominn heilaskaða. Einnig verður farið yfir helstu þætti viðmælendaþjálfunar, fræðslu og ráðgjöf til aðstandenda og fagfólks.
Lausnaleitarnám þvert á námskeið (TAL314F)
Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstæði nemenda við að leita lausna á klínískum tilfellum á breiðu sviði innan talmeinafræðinnar. Í námskeiðinu vinna nemendur í litlum hópum og fá leiðsögn við að afla upplýsinga, ákvarða greiningarleiðir og finna úrræði fyrir börn og fullorðna sem glíma við tal- og málmein.
Meðal klínískra tilvika eru málefni einstaklinga með t.d. flókinn tjáskiptavanda, málstol og verkstol í tali. Með námskeiðinu verður nemendum gert kleift að dýpka skilning á ákveðnu viðfangsefni með beinni klínískri skírskotun. Þá verður fjallað um gerð þjálfunaráætlana og hvernig ber að framfylgja þeim ásamt ráðgjöf til aðstandenda og fagfólks.
Tölfræði og aðferðafræði 2 (TAL315F)
Þetta námskeið er í beinu framhaldi af TAL217F Tölfræði og aðferðafræði 1 (hét áður Tölfræðilæsi og lestur rannsóknargreina). Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í að beita mismunandi rannsóknaraðferðum þótt megin áhersla verði lögð á aðferðafræði eigin meistaraverkefnis. Auk þess verður fjallað um gagnaöflun er lýtur að meistaraverkefnum nemenda, greiningu gagna og rýnt í hvernig niðurstöður, umræður og ályktanir eru settar fram. Nemendur gefst tækifæri til að vinna í meistaraverkefnum sínum og í lok námskeiðs munu þeir skila fræðilegum inngangi og aðferðakafla MS ritgerðar.
Meistaraverkefni í talmeinafræði (TAL441L)
Meistaranám í talmeinafræði er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 30 e. Rannsóknarverkefnið er unnið á öðru, þriðja og fjórða misseri námsins.
Vor (2. önn): Við lok þessarar annar á nemandi að koma með hugmynd að meistaraverkefni sínu, finna leiðbeinanda og hefja gagnaleit.
Haust (3. önn): Á þessu misseri móta nemendur rannsóknarviðfangsefni sitt og rannsóknarspurningar og leggja fram áætlun um rannsóknina til samþykktar af fagráði kennara talmeinafræðinnar. Nemendur skulu enn fremur ljúka vinnu á fræðilegum bakgrunni verkefnisins á þessari önn og sjá um að senda umsóknir til viðeigandi aðila ef þörf krefur, t.d. Vísindasiðanefndar Íslands, Vísindasiðanefndar HÍ eða Siðanefndar Landspítalans, eftir því sem við á (2e). Námsmat: Staðið/fallið.
Vor (4. önn): Vinnu við lokaverkefnið lýkur á þessari síðustu önn námsins með meistaravörn í lok annar (28e). Námsmat: Staðið/fallið.
Starfsnám 4 (TAL401F)
Nemendur starfa samfellt í fjórar vikur á vettvangi. Þeir starfa sjálfstætt en í náinni samvinnu við talmeinafræðinga. Starfsnámið felur áfram í sér þjálfun í greiningu og mati á mismunandi tal- og málmeinum barna og fullorðinna, auk viðeigandi skýrslu- og álitsgerða. Nemar læra að byggja upp markvissa þjálfun og velja viðeigandi íhlutunaraðgerðir fyrir skjólstæðinga, sömuleiðis að meta árangur þjálfunar. Þeir vinna með öðrum starfstéttum til að koma til móts við þarfir skjólstæðinganna, t.d. með því að sitja fjölskyldu- og teymisfundi varðandi skjólstæðinga.
Meistaraverkefni í talmeinafræði (TAL441L)
Meistaranám í talmeinafræði er 120 eininga þverfræðilegt framhaldsnám og þar af skal rannsóknarverkefni vera 30 e. Rannsóknarverkefnið er unnið á öðru, þriðja og fjórða misseri námsins.
Vor (2. önn): Við lok þessarar annar á nemandi að koma með hugmynd að meistaraverkefni sínu, finna leiðbeinanda og hefja gagnaleit.
Haust (3. önn): Á þessu misseri móta nemendur rannsóknarviðfangsefni sitt og rannsóknarspurningar og leggja fram áætlun um rannsóknina til samþykktar af fagráði kennara talmeinafræðinnar. Nemendur skulu enn fremur ljúka vinnu á fræðilegum bakgrunni verkefnisins á þessari önn og sjá um að senda umsóknir til viðeigandi aðila ef þörf krefur, t.d. Vísindasiðanefndar Íslands, Vísindasiðanefndar HÍ eða Siðanefndar Landspítalans, eftir því sem við á (2e). Námsmat: Staðið/fallið.
Vor (4. önn): Vinnu við lokaverkefnið lýkur á þessari síðustu önn námsins með meistaravörn í lok annar (28e). Námsmat: Staðið/fallið.
Hafðu samband
Talmeinafræði
Stapi
Hringbraut 31, 102 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: talmein@hi.is
Umsjónaraðilar námsleiðar:
Jóhanna Thelma Einarsdóttir
Netfang: jeinars@hi.is
Þóra Másdóttir
Netfang: tm@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.