Skip to main content

Lyfjavísindi

Lyfjavísindi

Heilbrigðisvísindasvið

Lyfjavísindi

MS – 120 einingar

Í MS námi í lyfjavísindum er áhersla lögð á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Nemendur fá góða þjálfun í að vinna sjálfstætt að vísindarannsókn undir leiðsögn. 

Skipulag náms

X

Inngangur að lyfjavísindum (LYF107M)

Lyfjafræðin er fjölbreytt faggrein. Með samþættingu ólíkra raungreinafaga eins og lífrænnrar efnafræði, líffræði og lífefnafræði getum við skilið hvernig hægt er að þróa ný lyf sem geta bætt núverandi sjúkdómsmeðferðir eða verið alfarið ný á markaði. Rannsóknir á eðlisefnafræðilegum eiginleikum þeirra, formúleringu í hentug lyfjaform og áhrif lyfsins á líkamann eru því mikilvægar. Í þessu námskeiði verður farið yfir þessa þætti á yfirgripsmikinn hátt með það að markmiði að gefa heildarsýn á þessa faggrein og er ætluð þeim sem hafa ekki grunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum. Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa ekki bakgrunn í lyfjafræði eða lyfjavísindum

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ögmundur Viðar Rúnarsson
Ögmundur Viðar Rúnarsson
Lyfjavísindi - MS og PhD

Ég fór í meistaranám í lyfjavísindum eftir útskrift úr BS-námi í matvælafræði. Meistaranámið í lyfjavísindum fannst mér einstaklega skemmtilegt og mikil verkleg reynsla sem ég öðlaðist þar. Verkefnið var bæði fjölbreytt og krefjandi. Hluta verkefnisins var gert í Finnlandi við Háskólann í Kuopio sem einstaklega skemmtileg reynsla. Meistaraverkefnið þróaðist síðan í doktorsverkefni sem var ögrandi og skemmtilegt. Öll þessi reynsla og vinátta sem ég öðlaðist á þessum tíma hefur nýttist mér vel við vinnu mína sem postdoc og vísindamaður við Háskólann í Lundi og Gautaborg og við mitt núverandi starf sem deildarstjóri lyfjamælinga hjá Alvotech. Enn í dag koma upp aðstæður þar sem ég hef þurft að nýta mér þá kunnáttu og færni sem ég öðlaðist í meistara- og doktorsnámi mínu við Lyfjafræðideildina.

Hafðu samband

Skrifstofa Lyfjafræðideildar
Haga, Hofsvallagötu 53, 3. hæð
Sími 525 4353
Netfang: lyf@hi.is

Opið virka daga kl. 10-12 og 13-15

Hagi- bygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.