Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í kvikmyndafræði fá nemendur vísindalega þjálfun og undirbúning meðal annars fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, ýmis störf á vettvangi fræða og menningarlífs og doktorsnám ef því er að skipta.

Skipulag náms

X

Hamfarir og vistkreppa (ABF502F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun, með sérstakri áherslu á frásagnir sem snúast um kjarnorkuógnir, plágur og loftslagsbreytingar.
Meðal fræðiverka og skáldsagna sem lesin verða eru: John Gray: Black Mass: Apocalyptic Religion and the Death of Utopia; Elizabeth Kolbert: The Sixth Extinction; Svetlana Alexievich: Voices from Chernobyl: The Oral History of a Nuclear Disaster, en einnig skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Íslenskar kvikmyndarannsóknir (KVI603F)

Í námskeiðinu verður hugað að íslenskum kvikmyndarannsóknum í fortíð og samtíð. Nemendum verður veitt innsýn í fræðileg vinnubrögð og safnarannsóknir og mun lokaverkefni námskeiðsins felast í sjálfstæðri rannsókn á Kvikmyndasafni Íslands. Vinna í námskeiðinu fer að umtalsverðu leyti fram á Kvikmyndasafni Íslands.

X

Hugræn kvikmyndafræði (KVI604F)

Í námskeiðinu verða hugræn kvikmyndafræði skoðuð með hliðsjón af stöðu tilfinninga- og viðbragðafræða og fyrirbærafræði innan kvikmyndafræðanna.

X

Viðtökufræði (ABF604M)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

X

Illska í bókmenntum og kvikmyndum (ABF840F)

„Er illska eitthvað sem þú ert, eða eitthvað sem þú gerir“, segir Bret Easton Ellis í bók sinni American Psycho. Leitast verður við að glíma við slíkar spurningar í námskeiðinu. Þar
verður farið í ýmsar birtingarmyndir illskunnar í bókmenntum og kvikmyndum og snert á efnum eins og siðblindu, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi og kúgun á einstaklingum og hópum með hliðsjón af kyni, stétt, trúarbrögðum, kynþætti, stöðu og stjórnmálum.

Farið verður í saumana á því hvað illska er, hvernig hún birtist innan hópa annarsvegar og hinsvegar á milli einstaklinga. Hvernig réttlætir maður illar gjörðir og hvaða áhrif hefur staðfestingarvillan á slíka hegðun? Hvers vegna höfum við svo mikinn áhuga á góðu og illu og hvers vegna fjalla svo margar sögur um siðferðileg viðmið okkar?

Verk sem verða meðal annars skoðuð og greind í námskeiðinu eru Inferno (Dante), Wuthering Heights (Brontë), The Heart of Darkness (Conrad), Macbeth (Shakespeare), Drápa (Gerður Kristný), The Apocalypse Now (Coppola) og Rashomon (Kurosawa). Sjónvarpsþáttaröðin Dahmer (Murphy og Brennan), Þögnin (Vigdís Grímsdóttir), Systu megin (Steinunn Sigurðardóttir) og heimildamyndin Mommy Dead and Dearest (Carr). Stjórnmálamaðurinn Donald Trump verður auk þess tekinn til umfjöllunar. Á meðal fræðibóka sem verða lesnar má nefna Evil. Inside Human Violence and Cruelty (Roy. F. Baumeister).

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

„Ég hugsa, þess vegna er ég“: Gervigreind og vísindaskáldskapur (KVI605F)

Í námskeiðinu verður vöngum velt yfir stöðu og þróun gervigreindar í samfélaginu og rýnt í framsetningu hennar í kvikmyndum. Viðfangsefnið verður skoðað sögulega sem og með hliðsjón af greinafræðilegum og þematískum atriðum. Lesefni námskeiðsins blandar saman skrifum um tæknimenningu samtímans og kvikmyndafræðum.

X

Brostnar tálvonir: Kvenlægar kvikmyndagreinar og sjónarspil tilfinninganna (KVI803F)

Í námskeiðinu verður rýnt í kvikmyndir sem kalla fram sterkar tilfinningar hjá áhorfendum og aðferðirnar sem er beitt til að vekja slík viðbrögð. Tilfinningasemi, með tilheyrandi skorti á fagurfræðilegri fjarlægð, er jafnan tengd lágmenningu. Því verða kvikmyndir námskeiðsins settar í menningarlegt og samfélagslegt samhengi og staða kvenáhorfandans og svokallaðra „kvennamynda“ í kvikmyndasögunni skoðuð. Kvikmyndafræðitextar á sviði greinafræða, hugrænna fræða og viðtökufræða verða lesnir með það að sjónarmiði að svara spurningum um tilfinningaleg áhrif kvikmynda, virkni þeirra og ánægju. Auk þess verða hugmyndir um menningarlegt auðmagn, aðgengileika, róttækni og niðurrif á ríkjandi gildum skoðaðar í samhengi melódramans frá sjónarhorni femínískra greinafræða og hinsegin kvikmyndafræða. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla lesefnið og draga fram ólíkar aðferðir tilfinningaríkrar tjáningar í kvikmyndum.

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)

Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

X

Hamfarir og vistkreppa (ABF502F)

Í inngangi að bók sinni um endalokakvikmyndir, Visions of the Apocalypse, varpar Wheeler Winston Dixon fram þeirri spurningu hvort okkur „þyrsti í endalokin“, hvort einhvers konar hugfró búi í hugmyndum um algjöra útþurrkun, um yfirvofandi endi alls. Þá yrði loks fullkomnu jafnvægi komið á í hreyfingarleysi dauðans. Í námskeiðinu verða endalokakvikmyndir, –sjónvarpsþættir og -bókmenntir 20. og 21. aldar skoðaðar og greindar í ljósi eldri menningarstrauma og sérstök áhersla lögð á að lesa verkin í samhengi við sögulegan veruleika kaldastríðskynslóðanna og samtímaumræðu um vistkerfishrun, með sérstakri áherslu á frásagnir sem snúast um kjarnorkuógnir, plágur og loftslagsbreytingar.
Meðal fræðiverka og skáldsagna sem lesin verða eru: John Gray: Black Mass: Apocalyptic Religion and the Death of Utopia; Elizabeth Kolbert: The Sixth Extinction; Svetlana Alexievich: Voices from Chernobyl: The Oral History of a Nuclear Disaster, en einnig skáldsögurnar: Nevil Shute: On the Beach; Cormac McCarthy: The Road; og Margaret Atwood: Oryx and Crake (allur MaddAddam-þríleikurinn verður hafður til hliðsjónar). Meðal kvikmynda sem kenndar verða eru Dr. Strangelove, or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), The Andromeda Strain (1971), Stalker (1979), Outbreak (1995), The Day After Tomorrow (2004), Melancholia (2011) og Don‘t Look Up (2021). Sjónvarpsþáttaraðirnar Chernobyl (2019) og Katla (2021) verða jafnframt greindar.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Íslenskar kvikmyndarannsóknir (KVI603F)

Í námskeiðinu verður hugað að íslenskum kvikmyndarannsóknum í fortíð og samtíð. Nemendum verður veitt innsýn í fræðileg vinnubrögð og safnarannsóknir og mun lokaverkefni námskeiðsins felast í sjálfstæðri rannsókn á Kvikmyndasafni Íslands. Vinna í námskeiðinu fer að umtalsverðu leyti fram á Kvikmyndasafni Íslands.

X

Hugræn kvikmyndafræði (KVI604F)

Í námskeiðinu verða hugræn kvikmyndafræði skoðuð með hliðsjón af stöðu tilfinninga- og viðbragðafræða og fyrirbærafræði innan kvikmyndafræðanna.

X

Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)

Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

X

Viðtökufræði (ABF604M)

Öll listaverk eru sprottin af sköpunarferli, en merking þeirra verður ekki ljós fyrr en með öðru ferli sem einnig felur í sér sköpun þótt það sé oftar kennt við skilning og túlkun. Þetta ferli hefur í vaxandi mæli verið kannað út frá hugtakinu viðtökur enda má segja að merking endurnýist á hverjum samfundi verks og viðtakanda. Á þessu námskeiði verður byggt á breiðum skala viðtökufræða. Fjallað verður um viðtökur og áhrif einstakra verka (ljóða, sagna, leikrita, kvikmynda), áhrif sem eru öðrum þræði einstaklingsbundin þó að samskiptin mótist einnig af margflóknu samhengi menningarmótunar sem býr innra með viðtakanda. Slíkt samhengi mótar einnig á sinn hátt endurritun, aðlögun og flokkun verka, til dæmis á vegum gagnrýni, fræðilegrar og sögulegrar umfjöllunar, þýðinga og kvikmyndunar bókmenntaverka. Sum verk lenda í ótrúlegum ferðalögum sem mótast meðal annars af breytilegu gildismati.
Leitast verður við að gefa nemendum færi á mismunandi verkefnum innan viðtökufræða; áherslan getur verið á stökum verkum (áhrifum þeirra og framhaldslífi) eða safni verka einstakra höfunda, en einnig má líta til sögu einstakra bókmennta- eða kvikmyndategunda, eða huga að langlífi eða nýju landnámi ákveðinna viðfangsefna, tjáningarhátta, hugmyndaheima eða strauma. Þótt bókmenntir verði plássfrekar í lesefni námskeiðsins verða dæmi einnig sótt í kvikmyndir og kvikmyndafræðinemum verður gert kleift að vinna verkefni sín á því sviði.

X

Illska í bókmenntum og kvikmyndum (ABF840F)

„Er illska eitthvað sem þú ert, eða eitthvað sem þú gerir“, segir Bret Easton Ellis í bók sinni American Psycho. Leitast verður við að glíma við slíkar spurningar í námskeiðinu. Þar
verður farið í ýmsar birtingarmyndir illskunnar í bókmenntum og kvikmyndum og snert á efnum eins og siðblindu, andlegu og líkamlegu ofbeldi, kynferðisofbeldi og kúgun á einstaklingum og hópum með hliðsjón af kyni, stétt, trúarbrögðum, kynþætti, stöðu og stjórnmálum.

Farið verður í saumana á því hvað illska er, hvernig hún birtist innan hópa annarsvegar og hinsvegar á milli einstaklinga. Hvernig réttlætir maður illar gjörðir og hvaða áhrif hefur staðfestingarvillan á slíka hegðun? Hvers vegna höfum við svo mikinn áhuga á góðu og illu og hvers vegna fjalla svo margar sögur um siðferðileg viðmið okkar?

Verk sem verða meðal annars skoðuð og greind í námskeiðinu eru Inferno (Dante), Wuthering Heights (Brontë), The Heart of Darkness (Conrad), Macbeth (Shakespeare), Drápa (Gerður Kristný), The Apocalypse Now (Coppola) og Rashomon (Kurosawa). Sjónvarpsþáttaröðin Dahmer (Murphy og Brennan), Þögnin (Vigdís Grímsdóttir), Systu megin (Steinunn Sigurðardóttir) og heimildamyndin Mommy Dead and Dearest (Carr). Stjórnmálamaðurinn Donald Trump verður auk þess tekinn til umfjöllunar. Á meðal fræðibóka sem verða lesnar má nefna Evil. Inside Human Violence and Cruelty (Roy. F. Baumeister).

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

„Ég hugsa, þess vegna er ég“: Gervigreind og vísindaskáldskapur (KVI605F)

Í námskeiðinu verður vöngum velt yfir stöðu og þróun gervigreindar í samfélaginu og rýnt í framsetningu hennar í kvikmyndum. Viðfangsefnið verður skoðað sögulega sem og með hliðsjón af greinafræðilegum og þematískum atriðum. Lesefni námskeiðsins blandar saman skrifum um tæknimenningu samtímans og kvikmyndafræðum.

X

Brostnar tálvonir: Kvenlægar kvikmyndagreinar og sjónarspil tilfinninganna (KVI803F)

Í námskeiðinu verður rýnt í kvikmyndir sem kalla fram sterkar tilfinningar hjá áhorfendum og aðferðirnar sem er beitt til að vekja slík viðbrögð. Tilfinningasemi, með tilheyrandi skorti á fagurfræðilegri fjarlægð, er jafnan tengd lágmenningu. Því verða kvikmyndir námskeiðsins settar í menningarlegt og samfélagslegt samhengi og staða kvenáhorfandans og svokallaðra „kvennamynda“ í kvikmyndasögunni skoðuð. Kvikmyndafræðitextar á sviði greinafræða, hugrænna fræða og viðtökufræða verða lesnir með það að sjónarmiði að svara spurningum um tilfinningaleg áhrif kvikmynda, virkni þeirra og ánægju. Auk þess verða hugmyndir um menningarlegt auðmagn, aðgengileika, róttækni og niðurrif á ríkjandi gildum skoðaðar í samhengi melódramans frá sjónarhorni femínískra greinafræða og hinsegin kvikmyndafræða. Kvikmyndir námskeiðsins munu endurspegla lesefnið og draga fram ólíkar aðferðir tilfinningaríkrar tjáningar í kvikmyndum.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

X

Snert á veruleikanum: ljósmyndin sem miðill (LIS605M)

Í námskeiðinu verður fjallað um ljósmyndina sem miðil í bæði listfræðilegu og menningarfræðilegu samhengi. Áhersla verður lögð á að greina sérstöðu ljósmyndarinnar sem miðils í samanburði við aðra miðla myndlistar og í samanburði við texta. Lesnir verða nokkrir lykiltextar í ljósmyndafræði eftir Abigail Solomon Godeau, Geoffrey Batchen, Liz Wells, Roland Barthes, Susan Sontag, Walter Benjamin, og fl. og þeim beitt við greiningu á myndlistarverkum og ljósmyndum. Einnig verða lesnir fræðitextar um íslenska samtímaljósmyndun og verk eftir íslenska listamenn tekin til greiningar. Þá verður hugað sérstaklega að ljósmyndinni sem heimild og sem vitnisburði um minningar og úrvinnslu á þeim, og hvernig listamenn hafa nýtt sér eiginleika ljósmyndarinnar við þjóðfélagslega gagnrýni.

X

Menningararfur (ÞJÓ022M)

Hvað er menningararfur og hvaða hlutverki þjónar hann? Af hverju er hann í stöðugri útrýmingarhættu? Hvernig tengir hann saman fortíð og samtíð? Hvað á hann skylt við þjóðríkið? Söguvitund? Hnattvæðingu? Kapítalisma? Stjórnmál? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum spurningum, kynntar nýlegar rannsóknir þjóðfræðinga, mannfræðinga, listfræðinga, félagsfræðinga, safnafræðinga, sagnfræðinga og fornleifafræðinga á menningararfi og tekinn púlsinn á því sem er að gerast á þessu ört vaxandi sviði. 

Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rósa Ásgeirsdóttir
Heiðar Bernharðsson
Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.