Skip to main content

Kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði

Hugvísindasvið

Kvikmyndafræði

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í kvikmyndafræði fá nemendur vísindalega þjálfun og undirbúning meðal annars fyrir kennslustörf á framhaldsskólastigi, ýmis störf á vettvangi fræða og menningarlífs og doktorsnám ef því er að skipta.

Skipulag náms

X

Sálgreining og kvikmyndir (KVI703F)

Í námskeiðinu verður rýnt í kvikmyndafræði sem sækir í aðferðir sálgreiningar og spurt með hvaða hætti sálgreining nýtist í kvikmyndafræðilegum rannsóknum. Lykilverk í kvikmyndafræði verða lesin, en þar að auki rýnt í þá texta sálgreiningarinnar sem hafa reynst kvikmyndafræðingum sérlega mikilvægir. Lesefni námskeiðsins mun veita nemendum yfirsýn yfir þær meginaðferðir sem kvikmyndafræðingar á sviðinu hafa beitt frá og með 8. áratug síðustu aldar, þegar táknfræði ruddi sér rúms í kvikmyndafræði sem byggði á sálgreiningu, og til samtímans. Nemendur fá jafnframt innsýn í þá gagnrýni sem kvikmyndafræði er byggir á sálgreiningu hefur fengið í gegnum tíðina, sem og þær lausnir sem sprottið hafa úr slíkri gagnrýni. Þá munu nemendur horfa á kvikmyndir í námskeiðinu sem henta sálgreiningu sérlega vel og hljóta þjálfun í greiningu þeirra, jafnt í tíma og heimaverkefnum.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Safnasótt: Kvikmyndasaga og safnamenning (KVI701F)

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Nokkrar kennslustundir munu fara fram á Kvikmyndasafninu við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, en nemendur þurfa að komast þangað á eigin spýtur. Rannsóknir á íslenskri kvikmyndasögu eru ekki mjög langt á veg komnar sem sannast hvað best í því að enn hefur kvikmyndasagan ekki verið gefin út á bók á íslensku. Til að eygja nokkra von á því að skilja kvikmyndasögu Íslands þarf því góðan upphafsreit og verður þetta námskeið slíkur. Leitast verður við að gefa nemendum í góða innsýn í þau söfn sem tengjast kvikmyndum á Íslandi, Kvikmyndasafn Íslands fer þar fremst í flokki, en einnig aflögð söfn eins og Fræðslumyndasafnið og Litla-Bíó sem Þorgeir Þorgeirsson setti á fót. Saga varðveislu kvikmynda á Íslandi verður reifuð og þá verður einnig leitast við að veita nemendum góða yfirsýn yfir stöðu þekkingar á kvikmyndasögunni og nokkrir lykiltextar skoðaðir nánar. Námskeiðið verður unnið í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands og fá nemendur að kynnast safninu náið og því starfi sem þar fer fram, en einnig að læra á þá möguleika sem safnið býður upp á í rannsóknum og annarri vinnu sem tengist kvikmyndaarfi þjóðarinnar. Verkefni munu tengjast rannsóknum á kvikmyndasögunni.

X

Kvikmyndir Þriðja ríkisins (KVI606F)

Þegar nazistar komust til valda í Þýzkalandi snemma árs 1933 tóku þeir þegar í stað að sölsa undir sig stig af stigi alla kvikmyndagerð í landinu en hún hafði verið þar í miklum blóma allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og sett mark sitt á kvikmyndasöguna. Þess var gætt að engin kvikmynd yrði gerð nema hún uppfyllti hugmyndafræðilegar kröfur nazista og fékkst engin frumsýnd fyrr en áróðursmálaráðherrann Jósef Göbbels hafði sjálfur horft á hana og samþykkt endanlega útgáfu hennar. Gilti það jafnt um leiknar bíómyndir, heimildarmyndir, fréttamyndir og stuttmyndir. Göbbels leit svo á að grunngildum nazismans yrði best miðlað til almennings í afþreyingarmyndum með ótvíræðu skemmtanagildi og lagði því ríka áherslu á gerð slíkra kvikmynda í samkeppni við Hollywood en ýmsir aðrir nazistar á borð við sjálfan foringjann Adolf Hitler töluðu fyrir beinskeittum áróðursmyndum í heimildarmyndastíl með áherslu á kynþáttahyggju og hernað. Flestir gyðingar úr röðum þýzkra kvikmyndagerðarmanna og leikara voru hraktir frá störfum fljótlega eftir valdatökuna og forðuðu margir þeir þekktustu sér úr landi ásamt ýmsum öðrum andófsmönnum úr kvikmyndageiranum alveg fram að blábyrjun síðari heimsstyrjaldar. Fjölmargir þessara flóttamanna áttu eftir að skipa sér í raðir þekktustu kvikmyndagerðarmanna og leikara Bretlands og Bandaríkjanna næstu árin og áratugina, svo sem Marlene Dietrich, Peter Lorre,  Billy Wilder, Fritz Lang og Emeric Pressburger. Eftir sátu þó margir af mikilvægustu kvikmyndagerðarmönnum og leikurum Weimar tímabils millistríðsáranna í Þýzkalandi og störfuðu undir stjórn nazista eða gengu í raðir þeirra. Nazistar tryggðu áframhaldandi brautryðjendastarf þýzkrar kvikmyndagerðar á fjölmörgum sviðum og komu m.a. upp eigin sjónvarpsstöð fyrir almenning árið 1935 en eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út tóku þeir sömuleiðis alla kvikmyndagerð í sínar hendur í þeim löndum sem þeir náðu að hernema.

Í námskeiðinu verður fjallað um meginþemu þeirra kvikmynda sem gerðar voru undir stjórn nazista á valdatíma þeirra og þær hugmyndafræðilegar forsendur sem þar er gengið út frá í miðlun áróðurs. Meðal þeirra þema sem tekin verða til greiningar í þessum kvikmyndum eru Þjóðverjar sem fórnarlömb, þjóðernishyggja, kynþáttahyggja, kynjahlutverk, samskipti kynjanna, siðferðisgildi, líknardráp, dauðarefsingar, trúarbrögð, sveitarmenning, blóð og jörð, hernaðarhyggja, útþenslustefna, andkommúnismi, andlýðræðishyggja, andeinstaklingshyggja, skilyrðislaus undirgefni gagnvart yfirvöldum og mikilvægi sjálfsfórnar fyrir ættjörð, félaga og foringja. Öll þessi viðfangsefni verða sett í menningarsögulegt, félagslegt og trúarlegt samhengi og spurt að hvaða marki megi enn greina þau í málefnaumræðu samtímans en samhliða því verður sérstaklega hugað að ýmsum álitamálum um eðli, inntak og áhrif áróðurs.

Sýndar verða ýmsar mikilvægar kvikmyndir ýmist að hluta eða í heild úr hinum ýmsu greinum eins og t.d. gamanmyndir, ástasögur, hrollvekjur, stríðsmyndir, dans- og söngvamyndir, spennumyndir, vísindaskáldsögumyndir, vestrar, stórslysamyndir og pólitískar áróðursmyndir. Meðal þeirra kvikmyndagerðarmanna sem verða sérstaklega skoðaðir eru Leni Riefenstahl, Thea von Harbou, Veit Harlan, Douglas Sirk, Reinhold Schünzel, Frank Wisbar, Karl Ritter, Hans Steinhoff, Max W. Kimmich, Wolfgang Liebeneiner, Gustav Ucicky, Günther Rittau, G.W. Pabst, Arnold Fanck, Helmut Käutner, Carl Froelich, Arthur Maria Rabenalt, Karl Hartl, Willi Forst, Luis Trenker og Harry Piel en einnig verður fjallað um leikara eins og Emil Jannings, Renate Müller, Marika Rökk, Heinz Rühmann, Lída Baarová, Hans Albers, Zarah Leander, Ferdinand Marian, Olga Tschechowa, Kristina Söderbaum og Sybille Schmitz. Af hernámsvæðum nazista og leppríkjum þeirra í síðari heimsstjöld verður fjallað sérstaklega um kvikmyndagerð í Tékkóslóvakíu, Austurríki, Frakklandi, Noregi, Danmörk og Ítalíu en einnig  verður komið inn á samvinnu þýzkra kvikmyndagerðarmanna við Japan.

X

Póstfemínismi og skvísusögur (ABF841F)

Póstfemínismi sem stundum er kallaður þriðju bylgju femínismi er talinn hefjast við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. Hugtakið er afar umdeilt í femínískum fjölmiðla- og menningarfræðum og sumir ganga jafnvel svo langt að segja að póstfemínismi hafi enga ákveðna tilvísun; um sé að ræða mótsagnakennda og margræða orðræðu sem aðallega megi finna innan dægurmenningar, afþreyingar og neyslumenningar. Burtséð frá öllum ágreiningi er póstfemínismi hluti af nútímalegu samfélagi nýfrjálshyggju og síðkapítalisma – og tilheyrir sem slíkur neyslumenningu, einstaklingshyggju og póstmódernísku ástandi. Hann einkennist jafnframt af minnkandi áhuga á stofnanabundnum stjórnmálum og aðgerðastefnu.

Hér birtist ákveðin tvíræðni, því um leið og þess er krafist að konan sé frjáls er hún niðurnjörvuð inn í hefðbundin kynhlutverk innan neyslumenningar. Póstfemínistar leggja áherslu á rétt konunnar til að njóta kynlífs og skemmta sér; konur eigi að hafa val og frelsi til þess að vera kynverur. Birtingarmyndir póstfemínismans má finna víða í samtímamenningu, í ýmis konar sjálfshjálparkerfum sem kynnt eru í sjónvarpi og bókum, í vinsælum sjónvarpsþáttum síðasta áratugar á borð við Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives, 2004–2012) og Beðmál í borginni (Sex and the City,1998–2004), í glanstímaritum og skvísusögum höfunda á borð við Candace Bushnell, Helen Fielding og Sophie Kinsella.

Að sama skapi standa þeir gagnrýnendur sem skrifa um póstfemínisma og skvísumenningu frammi fyrir ákveðnu vandamáli; svo virðist sem þeir séu annaðhvort of jákvæðir og sjái ekkert athugavert við það póstfemíníska ástand sem kvenhetjurnar eru mótaðar af, eða þeir eru of gagnrýnir og fullir fordóma og rífa niður höfundinn jafnt sem aðalkvenpersónu bókarinnar, en eitt af viðfangsefnum námskeiðsins verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig hægt sé að fjalla um póstfemínískt ástand á gagnrýninn hátt án þess að falla ofan í gryfju vandlætingar og fyrirlitningar.

            Meðal verka sem verða lesin í námskeiðinu eru: Dagbækur Bridget Jones eftir Helen Fielding, Beðmál í borginni eftir Candace Bushnell, Kaupalkabækur Sophie Kinsella, og íslenskar skvísusögur, t.d. eftir Tobbu Marínós og Björgu Magnúsdóttur. Sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir verða skoðaðar, sjálfshjálparrit og sjónvarpsþættir sem beint er að konum. Auk þess verða rætur þessarar menningar skoðaðar hjá klassískum höfundum á borð við Jane Austen, Brontë-systur og Edith Wharton.

 

Úrval fræðigreina og fræðirita verða lesin, m.a.: Stéphanie Genz, Postfemininities in Popular Culture. Houndmills, Basingstoke: Palgrave, Macmillan 2009. Rosalind Gill, Gender and the Media: Cambridge/Malden: Polity Press, 2007. Stephanie Harzewski, Chick Lit and Postfeminism, Charlottesville and London: University of Virgina Press, 2011. Anthea Taylor, Single Women in Popular Culture: The Limits of Postfeminism, London: Palgrave, 2012.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Fræðaiðja og rannsóknir (ABF902F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur á meistarastigi fyrir skrif á lokaritgerð. Kennt er á hálfsmánaðarfresti, annan hvorn fimmtudag samkvæmt stundatöflu (undantekning er að þrjár vikur líða milli fjórða og fimmta tíma). Fyrsti hluti námskeiðs snýst um val á ritgerðarefni og frumheimildum, mótun rannsóknarspurningar og aðra þætti er lúta að upphafi vinnunnar. Næst verður sjónum beint að því teoretíska efni sem kemur til með að vera grundvöllur ritgerðarinnar, bæði hvernig rýnt er í efnið og það leitað uppi. Jafnframt verður rætt um þá nálgun sem nemendur hyggjast nýta sér og vinna með. Í þriðja og síðasta hluta verða nemendur með framsögur. Hér yrði um eins konar málstofu að ræða þar sem annars vegar ráð er gert fyrr þátttöku allra. Mikilvægt er að vinnan í kringum framsöguna sé markviss og nýtist við lokaskýrsluna sem allir nemendur skila og er nákvæm greinagerð (ásamt heimildaskrá með skýringum) um rannsóknarspurningu, uppbyggingu og efnistök væntanlegrar meistararitgerðar. Nemendur halda jafnframt dagbók þar sem grein er gerð fyrir undirbúningslestrinum og hvernig þeir textar sem lesnir eru koma til með að nýtast við ritgerðarskrif. Námsmatið í námskeiðinu er dagbókarskýrsla (25%), fyrirlestur í tíma (25%) og lokaritgerð (50%).

X

Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)

Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

X

Sálgreining og kvikmyndir (KVI703F)

Í námskeiðinu verður rýnt í kvikmyndafræði sem sækir í aðferðir sálgreiningar og spurt með hvaða hætti sálgreining nýtist í kvikmyndafræðilegum rannsóknum. Lykilverk í kvikmyndafræði verða lesin, en þar að auki rýnt í þá texta sálgreiningarinnar sem hafa reynst kvikmyndafræðingum sérlega mikilvægir. Lesefni námskeiðsins mun veita nemendum yfirsýn yfir þær meginaðferðir sem kvikmyndafræðingar á sviðinu hafa beitt frá og með 8. áratug síðustu aldar, þegar táknfræði ruddi sér rúms í kvikmyndafræði sem byggði á sálgreiningu, og til samtímans. Nemendur fá jafnframt innsýn í þá gagnrýni sem kvikmyndafræði er byggir á sálgreiningu hefur fengið í gegnum tíðina, sem og þær lausnir sem sprottið hafa úr slíkri gagnrýni. Þá munu nemendur horfa á kvikmyndir í námskeiðinu sem henta sálgreiningu sérlega vel og hljóta þjálfun í greiningu þeirra, jafnt í tíma og heimaverkefnum.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Safnasótt: Kvikmyndasaga og safnamenning (KVI701F)

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands. Nokkrar kennslustundir munu fara fram á Kvikmyndasafninu við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, en nemendur þurfa að komast þangað á eigin spýtur. Rannsóknir á íslenskri kvikmyndasögu eru ekki mjög langt á veg komnar sem sannast hvað best í því að enn hefur kvikmyndasagan ekki verið gefin út á bók á íslensku. Til að eygja nokkra von á því að skilja kvikmyndasögu Íslands þarf því góðan upphafsreit og verður þetta námskeið slíkur. Leitast verður við að gefa nemendum í góða innsýn í þau söfn sem tengjast kvikmyndum á Íslandi, Kvikmyndasafn Íslands fer þar fremst í flokki, en einnig aflögð söfn eins og Fræðslumyndasafnið og Litla-Bíó sem Þorgeir Þorgeirsson setti á fót. Saga varðveislu kvikmynda á Íslandi verður reifuð og þá verður einnig leitast við að veita nemendum góða yfirsýn yfir stöðu þekkingar á kvikmyndasögunni og nokkrir lykiltextar skoðaðir nánar. Námskeiðið verður unnið í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands og fá nemendur að kynnast safninu náið og því starfi sem þar fer fram, en einnig að læra á þá möguleika sem safnið býður upp á í rannsóknum og annarri vinnu sem tengist kvikmyndaarfi þjóðarinnar. Verkefni munu tengjast rannsóknum á kvikmyndasögunni.

X

Meistararitgerð í kvikmyndafræði (KVI401L)

Meistararitgerð í kvikmyndafræði. Nemandi velur sér leiðbeinanda í samráði við greinarformann.

X

Kvikmyndir Þriðja ríkisins (KVI606F)

Þegar nazistar komust til valda í Þýzkalandi snemma árs 1933 tóku þeir þegar í stað að sölsa undir sig stig af stigi alla kvikmyndagerð í landinu en hún hafði verið þar í miklum blóma allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar og sett mark sitt á kvikmyndasöguna. Þess var gætt að engin kvikmynd yrði gerð nema hún uppfyllti hugmyndafræðilegar kröfur nazista og fékkst engin frumsýnd fyrr en áróðursmálaráðherrann Jósef Göbbels hafði sjálfur horft á hana og samþykkt endanlega útgáfu hennar. Gilti það jafnt um leiknar bíómyndir, heimildarmyndir, fréttamyndir og stuttmyndir. Göbbels leit svo á að grunngildum nazismans yrði best miðlað til almennings í afþreyingarmyndum með ótvíræðu skemmtanagildi og lagði því ríka áherslu á gerð slíkra kvikmynda í samkeppni við Hollywood en ýmsir aðrir nazistar á borð við sjálfan foringjann Adolf Hitler töluðu fyrir beinskeittum áróðursmyndum í heimildarmyndastíl með áherslu á kynþáttahyggju og hernað. Flestir gyðingar úr röðum þýzkra kvikmyndagerðarmanna og leikara voru hraktir frá störfum fljótlega eftir valdatökuna og forðuðu margir þeir þekktustu sér úr landi ásamt ýmsum öðrum andófsmönnum úr kvikmyndageiranum alveg fram að blábyrjun síðari heimsstyrjaldar. Fjölmargir þessara flóttamanna áttu eftir að skipa sér í raðir þekktustu kvikmyndagerðarmanna og leikara Bretlands og Bandaríkjanna næstu árin og áratugina, svo sem Marlene Dietrich, Peter Lorre,  Billy Wilder, Fritz Lang og Emeric Pressburger. Eftir sátu þó margir af mikilvægustu kvikmyndagerðarmönnum og leikurum Weimar tímabils millistríðsáranna í Þýzkalandi og störfuðu undir stjórn nazista eða gengu í raðir þeirra. Nazistar tryggðu áframhaldandi brautryðjendastarf þýzkrar kvikmyndagerðar á fjölmörgum sviðum og komu m.a. upp eigin sjónvarpsstöð fyrir almenning árið 1935 en eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út tóku þeir sömuleiðis alla kvikmyndagerð í sínar hendur í þeim löndum sem þeir náðu að hernema.

Í námskeiðinu verður fjallað um meginþemu þeirra kvikmynda sem gerðar voru undir stjórn nazista á valdatíma þeirra og þær hugmyndafræðilegar forsendur sem þar er gengið út frá í miðlun áróðurs. Meðal þeirra þema sem tekin verða til greiningar í þessum kvikmyndum eru Þjóðverjar sem fórnarlömb, þjóðernishyggja, kynþáttahyggja, kynjahlutverk, samskipti kynjanna, siðferðisgildi, líknardráp, dauðarefsingar, trúarbrögð, sveitarmenning, blóð og jörð, hernaðarhyggja, útþenslustefna, andkommúnismi, andlýðræðishyggja, andeinstaklingshyggja, skilyrðislaus undirgefni gagnvart yfirvöldum og mikilvægi sjálfsfórnar fyrir ættjörð, félaga og foringja. Öll þessi viðfangsefni verða sett í menningarsögulegt, félagslegt og trúarlegt samhengi og spurt að hvaða marki megi enn greina þau í málefnaumræðu samtímans en samhliða því verður sérstaklega hugað að ýmsum álitamálum um eðli, inntak og áhrif áróðurs.

Sýndar verða ýmsar mikilvægar kvikmyndir ýmist að hluta eða í heild úr hinum ýmsu greinum eins og t.d. gamanmyndir, ástasögur, hrollvekjur, stríðsmyndir, dans- og söngvamyndir, spennumyndir, vísindaskáldsögumyndir, vestrar, stórslysamyndir og pólitískar áróðursmyndir. Meðal þeirra kvikmyndagerðarmanna sem verða sérstaklega skoðaðir eru Leni Riefenstahl, Thea von Harbou, Veit Harlan, Douglas Sirk, Reinhold Schünzel, Frank Wisbar, Karl Ritter, Hans Steinhoff, Max W. Kimmich, Wolfgang Liebeneiner, Gustav Ucicky, Günther Rittau, G.W. Pabst, Arnold Fanck, Helmut Käutner, Carl Froelich, Arthur Maria Rabenalt, Karl Hartl, Willi Forst, Luis Trenker og Harry Piel en einnig verður fjallað um leikara eins og Emil Jannings, Renate Müller, Marika Rökk, Heinz Rühmann, Lída Baarová, Hans Albers, Zarah Leander, Ferdinand Marian, Olga Tschechowa, Kristina Söderbaum og Sybille Schmitz. Af hernámsvæðum nazista og leppríkjum þeirra í síðari heimsstjöld verður fjallað sérstaklega um kvikmyndagerð í Tékkóslóvakíu, Austurríki, Frakklandi, Noregi, Danmörk og Ítalíu en einnig  verður komið inn á samvinnu þýzkra kvikmyndagerðarmanna við Japan.

X

Póstfemínismi og skvísusögur (ABF841F)

Póstfemínismi sem stundum er kallaður þriðju bylgju femínismi er talinn hefjast við upphaf níunda áratugar síðustu aldar. Hugtakið er afar umdeilt í femínískum fjölmiðla- og menningarfræðum og sumir ganga jafnvel svo langt að segja að póstfemínismi hafi enga ákveðna tilvísun; um sé að ræða mótsagnakennda og margræða orðræðu sem aðallega megi finna innan dægurmenningar, afþreyingar og neyslumenningar. Burtséð frá öllum ágreiningi er póstfemínismi hluti af nútímalegu samfélagi nýfrjálshyggju og síðkapítalisma – og tilheyrir sem slíkur neyslumenningu, einstaklingshyggju og póstmódernísku ástandi. Hann einkennist jafnframt af minnkandi áhuga á stofnanabundnum stjórnmálum og aðgerðastefnu.

Hér birtist ákveðin tvíræðni, því um leið og þess er krafist að konan sé frjáls er hún niðurnjörvuð inn í hefðbundin kynhlutverk innan neyslumenningar. Póstfemínistar leggja áherslu á rétt konunnar til að njóta kynlífs og skemmta sér; konur eigi að hafa val og frelsi til þess að vera kynverur. Birtingarmyndir póstfemínismans má finna víða í samtímamenningu, í ýmis konar sjálfshjálparkerfum sem kynnt eru í sjónvarpi og bókum, í vinsælum sjónvarpsþáttum síðasta áratugar á borð við Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives, 2004–2012) og Beðmál í borginni (Sex and the City,1998–2004), í glanstímaritum og skvísusögum höfunda á borð við Candace Bushnell, Helen Fielding og Sophie Kinsella.

Að sama skapi standa þeir gagnrýnendur sem skrifa um póstfemínisma og skvísumenningu frammi fyrir ákveðnu vandamáli; svo virðist sem þeir séu annaðhvort of jákvæðir og sjái ekkert athugavert við það póstfemíníska ástand sem kvenhetjurnar eru mótaðar af, eða þeir eru of gagnrýnir og fullir fordóma og rífa niður höfundinn jafnt sem aðalkvenpersónu bókarinnar, en eitt af viðfangsefnum námskeiðsins verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig hægt sé að fjalla um póstfemínískt ástand á gagnrýninn hátt án þess að falla ofan í gryfju vandlætingar og fyrirlitningar.

            Meðal verka sem verða lesin í námskeiðinu eru: Dagbækur Bridget Jones eftir Helen Fielding, Beðmál í borginni eftir Candace Bushnell, Kaupalkabækur Sophie Kinsella, og íslenskar skvísusögur, t.d. eftir Tobbu Marínós og Björgu Magnúsdóttur. Sjónvarpsþáttaraðir og kvikmyndir verða skoðaðar, sjálfshjálparrit og sjónvarpsþættir sem beint er að konum. Auk þess verða rætur þessarar menningar skoðaðar hjá klassískum höfundum á borð við Jane Austen, Brontë-systur og Edith Wharton.

 

Úrval fræðigreina og fræðirita verða lesin, m.a.: Stéphanie Genz, Postfemininities in Popular Culture. Houndmills, Basingstoke: Palgrave, Macmillan 2009. Rosalind Gill, Gender and the Media: Cambridge/Malden: Polity Press, 2007. Stephanie Harzewski, Chick Lit and Postfeminism, Charlottesville and London: University of Virgina Press, 2011. Anthea Taylor, Single Women in Popular Culture: The Limits of Postfeminism, London: Palgrave, 2012.

X

Rannsóknarverkefni A (KVI001F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Rannsóknarverkefni B (KVI002F)

Áður en nemandi skráir sig í rannsóknaverkefni velur hann verksvið í samráði við kennara. Í upphafi námskeiðs leggur hann fram greina- og bókalista sem síðan er lagaður að þeim kröfum sem kennari gerir til verkefnisins. Nemandi og kennari hafa með sér reglulega fundi um verkefnið, að jafnaði fimm á misseri. Einnig geta fleiri kennarar og nemendur tekið sig saman um að halda málstofu um tiltekin verkefni eftir því sem henta þykir. Séu verkefni umfangsmikil geta tveir nemendur eða fleiri unnið sameiginlega að úrlausn þeirra.

X

Hollywood: Place and Myth (ENS352M)

What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.

A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.

This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.

Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.

X

Saga heimildamynda og grundvallaratriði í klippi (HMM802F)

Á námskeiðinu verður farið yfir sögu og þróun heimildamynda frá upphafi. Kynnt verða lykilverk og höfundar þeirra, ásamt helstu stefnum og straumum eins og Grierson stefnan, Kino-eye, Direct cinema og fleira. Auk þessa verður skoðað hvernig tæknileg þróun hefur áhrif á gerð heimildamynda.

Kennsla er byggð á fyrirlestrum kennara, umræðum í tímum og sýningum á tilteknum lykilmyndum í sögu heimildamynda. Nemendur skila greinagerð um þær myndir sem sýndar eru á námskeiðinu.

Kennd verða grunnatriði í klippiforritinu Adobe Premiere Pro, eins og að hlaða inn efni, klippa það til, einfalda hljóðvinnslu, innsetningu texta og minniháttar litaleiðréttingu. Í framhaldinu eru unnin tvö klippiverkefni. Annað er myndband sem nemendur taka á síma og klippa í Premiere Pro, en hitt vídeódagbók um eina af þeim myndum sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Verkefni:

  • Stutt myndband, 1-3 mínútur.
  • Vídeódagbók um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 1 (500 – 700 orð). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.
  • Skrifleg dagbók 2 (500 – 700 orð). ). Hugleiðing um eina heimildamynd sem fjallað er um á námskeiðinu.

 

Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í námskeiðinu og verklegum verkefnum.

Námskeiðið er samkennt með síðari hluta námskeiðsins HMM122F Miðlunarleiðir I. Þeir nemendur sem skráðir eru í það námskeið taka ekki þetta námskeið.

X

Vinnustofa í menningarblaðamennsku (ÍSB707F)

Hluti nemenda sem útskrifast af Hugvísindasviði, ekki síst úr Íslensku- og menningardeild, mun væntanlega starfa í framtíðinni á fjölmiðlum, forlögum og opinberum menningarstofnunum og fást þar við umfjöllun og kynningu á bókum og listviðburðum. Í námskeiðinu verður fjallað um hlutverk og einkenni íslenskrar menningarblaðamennsku í víðum skilningi og glímt við þær textategundir sem henni tilheyra, þar á meðal viðtöl, ritdóma, listgagnrýni, fréttatilkynningar og svonefnt "plögg". Nemendur vinna hagnýt verkefni sem tengjast annars vegar þessum starfsvettvangi og hins vegar íslensku menningarlífi eins og það kemur til með að þróast vorið 2018.

X

Kvikmyndir Rómönsku Ameríku (SPÆ303M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í kvikmyndasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í kvikmyndagerð álfunnar þó megináhersla verði lögð á uppgangstímann fyrir og eftir aldarmótin. Kvikmyndunum er ætlað að spegla tiltekin samfélög og veita innsýn í mismunandi stefnur. Námskeiðinu er enn fremur ætlað að þjálfa nemendur í menningalæsi og kvikmyndarýni.

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Kenningar í kynjafræði (KYN211F)

Í námskeiðinu er fjallað um heimspekilegan og kenningalegan grundvöll kynjafræða og gagnrýnið og þverfræðilegt inntak þeirra. Fjallað er um birtingarform og merkingu kyns (e. sex) og kyngervis (e. gender) í tungumáli og menningu, sögu, samfélagi og vísindum. Sjónarmið fræðanna eru kynnt og tengsl þeirra við aðferðafræði. Þá eru nemendur þjálfaðir í að beita á sjálfstæðan og gagnrýninn hátt fræðilegum hugtökum og aðferðum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Heiðar Bernharðsson
Rósa Ásgeirsdóttir
Heiðar Bernharðsson
MA í kvikmyndafræði

Upplifun mín í kvikmyndafræðinni var jákvæð og gefandi. Kennslan er persónuleg og nákvæm, auðvelt er að nálgast kennara ef þörf er á frekari upplýsingum eða innsæi í námið, og augljóst er að velferð þeirra og nemendasamfélagið er þeim mikilvægt. Námið sjálft er vel skipulagt og miðar að minni reynslu frekar að því að fræða nemendur og efla en að klastra þeim saman í einkunnabúnka (eins og maður fær á tilfinninguna í sumum öðrum greinum). Félagslífið er einnig frábært. Nemendafélagið Rýnirinn stendur fyrir miklu og góðu starfi. Ég heyrði til að mynda að árið eftir að ég útskrifaðist hefði hópur upp á annan tug farið saman á kvikmyndahátíðina í Berlín (Berlinale) og þá sá ég í augnablik eftir að hafa útskrifast! En námið í kvikmyndafræðinni er að reynast mér afskaplega gott veganesti.

Rósa Ásgeirsdóttir
MA í kvikmyndafræði

Kvikmyndafræði í HÍ snýst um svo margt fleira en aðeins bíómyndir. Námið veitir innsýn í samtímamenningu, heimssögu og ótal fræðigreinar. Fjölbreyttir og framúrstefnulegir áfangar dýpkuðu skilning minn á heimsmenningunni með því að nýta kvikmyndir sem miðil og kennsluefni. Ég skemmti mér innilega vel í tímum sem voru eins og blanda af því að mæta í bíó og hittast með öðrum kvikmyndaunnendum að ræða helsta áhugamálið.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.