Skip to main content

Hvatningarstyrkir til kennaranema

Haustið 2019 tók gildi 5 ára átaksverkefni stjórnvalda í menntamálum sem felur meðal annars í sér styrki til kennaranema og launað starfsnám þeirra. Markmiðið er að stuðla að nýliðun í kennarastétt og jafnframt er lögð áhersla á að fjölga starfandi kennurum með sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn. Verkefninu lýkur að öllu óbreyttu haustið 2024. 

Kennaranemar geta sótt um styrki á lokaári sínu í námi, í samræmi við reglur sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setur á hverju ári. Styrkirnir geta numið allt að 800.000 krónum. Um umsóknarferlið á Menntavísindasviði má lesa í Uglu. Frekari upplýsingar um hvatningarstyrki til kennaranema má finna á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands.

Kennaranemar sem leggja stund á 120 ECTS eininga meistaranám geta sótt um styrk sem nemur allt að 800.000 kr. Fyrri helmingurinn greiðist þegar nemandi hefur lokið 90 ECTS einingum í meistaranámi sem leiðir til leyfisbréfs og seinni helmingurinn þegar nemandi hefur brautskráðst. Réttur til að sækja um seinni hluta styrksins fellur niður ef nemandi brautskráist ekki innan 12 mánaða frá móttöku fyrri hluta styrksins.

Kennaranemar sem hafa meistarapróf í faggrein og innritast í 60 ECTS eininga kennaranám sem leiðir til leyfisbréfs geta sótt um styrk sem nemur allt að 400.000 kr. Styrkurinn greiðist út í einu lagi við námslok. Réttur til að sækja um styrk fellur niður ef kennaranemi útskrifast ekki innan 12 mánaða frá innritun í námið.

Styrkurinn er talinn fram sem tekjur líkt og aðrir sambærilegir styrkir og af honum því greiddir skattar og önnur opinber gjöld. 

Umsóknarfrestur er þrisvar á ári: 1. nóvember, 1. mars og 28. júní.