Skip to main content

Íslensk miðaldafræði

Íslensk miðaldafræði

Hugvísindasvið

Íslensk miðaldafræði

MA gráða – 90 einingar

Meistaranám í íslenskum miðaldafræðum er kennt í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar.

Námið miðar að þeirri þekkingu að geta lesið og rannsakað gamla miðaldatexta og frumtexta í handritum.

Skipulag náms

X

Forníslenska 1 (MIS105F)

Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir málfræði forníslensku til að auðvelda lestur forníslenskra texta. Megináhersla verður lögð á hljóð- og beygingarkerfi með umræðu um helstu atriði í hljóðþróun frá frumnorrænu til forníslensku og beygingarflokkum forníslensku.

Sjá nánari námskeiðslýsingu á ensku.

X

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði (MIS431L)

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði

X

Bókmenntir á norrænu á miðöldum – yfirlit og helstu viðfangsefni (MIS701F)

Í námskeiðinu verður farið ítarlega yfir miðaldabókmenntir á norrænu, m.a. helstu tegundir texta (kveðskap, Íslendingasögur, Eddukvæðin, Snorra Eddu, Konungasögur, Biskupasögur, Fornaldarsögur, fræðilega texta, o.s.frv.). Textarnir verða ræddir og úrval þeirra lesnir í þýðingu.

Það verður líka gefið yfirlit um rannsóknasögu íslenskra miðaldabókmennta og fjallað um fræðikenningar sem hafa legið til grundvallar og hvernig hægt er að beita mismunandi kenningum til að svara ólíkum spurningum um miðaldabókmenntir. Enn fremur verður fjallað um viðtökusögu íslenskra fornbókmennta.

Nemendir eru hvattir til að vera búin að lesa textana á forníslensku í byrjun misseris.

Textar til undirbúnings á íslensku

  • Íslendingabók
  • Edda Snorra Sturlusonar: Prologus og Gylfaginning.
  • Eddukvæði
  • Hrafnkels saga Freysgoða
  • Brennu-Njáls saga

Kennslubækur og textar

  • Carl Phelpstead 2020: An Introduction to the Sagas of Icelanders (New Perspectives on Medieval Literature: Authors and Traditions. Gainesville.
  • Jan A. van Nahl & Astrid van Nahl 2019: Skandinavistische Mediävistik: Einführung in die altwestnordische Sprach- und Literaturgeschichte.
  • Ármann Jakobsson & Sverrir Jakobsson (eds.) 2017: The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas. Oxon/New York.
  • Ármann Jakobsson 2009: Illa fenginn mjöður: lesið í miðaldatexta. Reykjavík.
  • Rory McTurk (ed.) 2005: A Companion to Old Norse-Icelandic Literature and Culture. Malden MA et al.
X

Norðurheimur á miðöldum (SAG716M)

Sögulegt yfirlit og saga rannsóknarhefðar um valin þemu norrænna miðalda, með áherslu á Ísland og Noreg frá víkingaöld fram til fjórtándu aldar. Þemu telja, m.a.: vald, konungur og ríki; lög og fæðardeilur; kyngervi, mægðir og félagstengsl; trú og hugarfar; kristnitaka, kristni og kirkja; efnahagur. Grunnþekking í atburðasögu tímabilsins er hjálpleg en ekki skilyrði. Leskunnátta í þýsku og norrænum málum er einnig hjálpleg en ekki skilyrði (skyldulesefni er allt á ensku). Nemendur semja eina ritgerð og stýra umræðum; ekkert skriflegt próf.

X

Íslendingasögur (MIS704F)

Í þessu 5 eininga námskeið verða kynntar mismunandi fræðilegar aðferðir við að lesa og túlka Íslendingasögur. Lesnar verða valdar Íslendingasögur, konungasögur og riddarasögur. Sögurnar verða lesnar á ensku en vísað til frumtexta þeirra.

X

Víkingaöldin (MIS704M)

Á víkingaöld héldu norrænir menn í stórum stíl frá meginlandi Skandinavíu vítt og breitt um Evrópu, austur til Miklagarðs og Kaspíahafs, vestur til Bretlandseyja, Írlands og Frakklands, og suður fyrir Íberíuskaga og inn í Miðjarðarhafið. Margvíslegar heimildir vitna um ferðir þeirra, fornleifar sem og ritaðar lýsingar þar sem þeir ganga undir ýmsum nöfnum og koma fyrir í margvíslegum hlutverkum, t.d. sem ógvekjandi innrásarsveitir, nokkuð friðsamir kaupmenn, eða leiguliðar.

X

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði (MIS431L)

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði

X

Forníslenska 2 (MIS801F)

Í þessu framhaldsnámskeiði verður lögð megináhersla lögð á auka færni í forníslensku með því að lesa fjölbreytt úrval texta, bæði lausamálstexta og kveðskapar. Nemendur kynnast ólíkum bókmenntategundum og unnið verður með ólíkar tegundir textaútgáfna.

Sjá nánari lýsingu í enskri gerð kennsluskrár.

X

Vistrýni og íslenskar miðaldabókmenntir (MIS607M)

Í þessu námskeiði verður lögð áhersla á að rýna í íslenskar miðaldabókmenntir í ljósi vistrýni (e. ecocriticism). Vistrýni, eða greining á sambandi bókmennta og umhverfis (þ.e. mannlegt og ekki mannlegt), hefur öðlast mikilvægan sess í hugvísindum en með henni hefur verið lagður grunnur að enn víðtækari rannsóknum á alþjóðlegum vettvangi á því sem nefna mætti umhverfishugvísindi (e. Environmental Humanities). Vistrýni og umhverfisþættir almennt hafa hljóta nú æ meiri athygli innan norrænna fræða, en til skamms tíma var fátt um fræðileg skrif um vistrýni innan norrænna miðaldafræða. Vistrýni er í eðli sínu þverfagleg og nemendur takast á við fjölbreytileg rannsóknarviðfangsefni innan þessa kenningakerfis. Í námskeiðinu verður farið yfir helstu skilgreiningar, hugtök og fræðileg skrif innan vistrýninnar og rætt um mögulega beitingu hennar á ýmsar bókmenntategundir, bæði bundið mál og óbundið. Áhersla á umhverfið er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr og í þessu námskeiði fá miðaldafræðingar þjálfun í að hugsa um umhverfið innan miðaldafræða á ábyrgan hátt.

X

Sögur og staðir (MIS814F)

Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.

X

Íslensk miðaldahandrit (MIS204F)

Inngangur að handritafræði með áherslu á miðaldir. Fjallað verður um sögu íslenskrar handritamenningar, kynnt verða grunnatriði í bókagerð miðalda og nemendur þjálfaðir í að lýsa handritum með viðeigandi sérorðaforða. Kenndur verður handritalestur og uppskrift texta. Fjallað verður um þróun stafsetningar og stafagerðar, ólíkar skriftartegundir, bönd og styttingar og kenndar aðferðir við að aldursgreina handrit með tilliti til skriftar og stafsetningar.

X

Víkingaaldarfornleifafræði (FOR102F)

Yfirlit um sögu víkingaaldar og sögu rannsókna á víkingaöld. Áhersla er lögð á fornleifaheimildir, byggingaleifar og gripi, og hvernig þær hafa verið notaðar til að varpa ljósi á þetta tímabil. Sérstök áhersla er lögð á lýsingu hagkerfa á víkingaöld, álitamál um þjóðerni og uppruna ríkisvalds.

X

Miðaldafornleifafræði (FOR812F)

During the last decades, medieval archaeology has experienced significant growth as a discipline concerned with material culture. Initially, the use of material culture was marginalized to the role of confirming or refuting historical knowledge about this period but today it is understood as having equal historical importance to the archived material. The course is thus intended to improve student’s understanding of Medieval Europe during the period 800–1600 AD through the study of material culture. It deals with general themes in medieval archaeology, such as identity, social status, rural and urban landscapes, religion, life and death, rather than the historical development of the Middle Ages in chronological order. The aim is to give students insight into the different fields of theory and method of medieval archaeology through both material and documentary evidences in accordance with the current state of research. A special emphasis will be put on medieval Iceland, as a part of European culture and society, but even on how medieval archaeologists gather their sources, analyse them and reach conclusions of historical importance.

X

New Critical Approaches (MIS201F)

A week-long intensive seminar in medieval studies held annually in mid May (usually sometime during the period May 10–20, taught by visiting faculty and covers a different subject every year.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði (MIS431L)

Meistararitgerð í íslenskri miðaldafræði

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.