Skip to main content

Fjármál fyrirtækja, MS

Fjármál fyrirtækja, MS

Félagsvísindasvið

Fjármál fyrirtækja

MS gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í fjármálum fyrirtækja er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér þekkingu á því sem máli skiptir við fjármál fyrirtækja og stofnana.
Nám til MS-prófs er 120 einingar hið minnsta, þar af 90 einingar í námskeiðum og ritgerð sem er að lágmarki 30 einingar.

Skipulag náms

X

Fjármögnun fyrirtækja (VIÐ181F)

Valdir þættir úr Fjármálum II BS náms en dýpri. Meðal efnisþátta eru fjármagnskostnaður fyrirtækja, mat og val fjármögnunarkosta til langs tíma og fjármögnunarkosta til skamms tíma, valkostir er varða arðgreiðslustefnu fyrirtækja og fjármagnsskipan, útgáfa hlutafjár, útgáfa skuldabréfa, lánshæfismat, samrunar og yfirtökur og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja. Fjallað er um fjármögnun fyrirtækja frá sjónarhóli bæði fjármálastjórans, sem þarf í senn að kunna skil á hagnýtum og fræðilegum hliðum starfsins, sem og fjárfesta og lánveitenda, sem þurfa að leggja mat á lánshæfi og rekstrarhæfni fyrirtækisins.

X

Virðismat fyrirtækja (VIÐ187F)

Efnisþættir: Verðmat á fyrirtækjum og mat á fjárfestingum. Fjallað er um innihald ársreikninga og greiningu þeirra í tengslum við verðmat og mat á fjárfestingum. Farið er yfir aðferðir sem henta við verðmat á mismunandi fyrirtækjum s.s. rekstrarfélögum, fasteignafélögum, bönkum, tryggingafélögum o.s.frv.

X

Endurskoðun og úttekt á upplýsingakerfum (VIÐ1A3F)

Í námskeiðinu verður farið er í grundvallarhugtök fjárhagsupplýsingakerfa (AIS). Farið er yfir viðskiptaferla, uppbyggingu og hlutverk fjárhagsupplýsingakerfa. Farið verður í kerfisþróun og skjölunaraðferðir. Fjallað verður um tölvusvik og misnotkun upplýsingakerfa. Farið verður yfir upplýsingaöryggi, vinnureglur og alþjóðlega staðla, aðgengi, stýringar og aðgerðir til að stuðla að auknu öryggi viðkvæmra upplýsinga. Farið verður yfir eðli endurskoðunar og endurskoðunarkerfi kynnt. Farið verður yfir helstu ferli fyrirtækja s.s. tekju,-gjalda,-og framleiðsluferli og þau sýnd í gagnaflæðiskorti. Farið verður yfir kerfisþróunarferlið og aðferðir í kerfisþróun. Endurskoðun með notkun tölvukerfa (IT audit) hefur aukist mikið sl. áratug og mörg tölvukerfi hafa litið dagsins ljós,
t.d. Standadfusion og Adaptive GRC. Farið verður yfir hvernig notkun upplýsingakerfa hefur áhrif á verklag í endurskoðun og fjallað verður um hvernig notkun gervigreindar getur haft áhrif á áhættumat og mat á virkni eftirlitsaðgerða í samtíma. Að lokum verður fjallað um kerfishönnun, innleiðingu og rekstur upplýsingakerfa. Nemendur skila einu skila skyldu hópverkefni. Leitast verður eftir að kynna fyrir nemendum helstu fjárhagsupplýsingakerfi sem í notkun eru á markaðnum. Verkefnið byggist bæði á kennsluefni og því efni er fram kemur í fyrirlestrunum.
 

Farið er í grunnhugtökin og kenningarnar varðandi ADA (Audit Data Analytics). Einnig verða ADA-staðlar kynntir (Audit Data Standards). Skoðað hvernig hægt er að nota gagnagreiningar til að gera sjálfvirka úttektaraðgerðir sem venjulega eru gerðar handvirkt. Kynning á ISO PC 295 Audit Data Collection m.t.t. endurskoðunar. 

Farið í fræðilega uppbyggingu á fyrirtækja er snertir stjórnunarkerfi (Management Systems) og eftirlitskerfi (Control Systems). Mismunandi tegundir af ábyrgðareiningum (deildum, sviðum, rekstrareiningum.) 

X

Sjálfvirknivæddir ferlar (VIÐ1A2F)

Námskeiðið verður kennt sem lesnámskeið.

Þetta námskeið er hannað fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild, sérstaklega þá sem koma að fjárhag og fjármálum, sem vilja læra nýja tækni í sjálfvirknivæðingu ferla (RPA, e. Robotic process automation) og beitingu þess í rekstri og við bókhald, fjármál og endurskoðun. Í þessu námskeiði læra nemendur hvernig á að byggja RPA snjallmenni fyrir mismunandi notkunartilfelli í meðal annars bókhaldi og endurskoðun. Að auki læra nemendur einnig grunnatriði gervigreindar (AI) og hvernig er hægt að samþætta gervigreind við RPA til að ná greindri sjálfvirkni í ferlum (IPA, intelligent process automation).

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur í fjármálum fyrir breytt vinnuumhverfi þar sem tækni og sjálfvirkni gegna æ mikilvægara hlutverki.

Þetta námskeið er einnig hentugt fyrir starfandi fagfólk sem er að fara í gegnum stafræna umbreytingu.

 

X

Fjármálastærðfræði I (Fjármálatölfræði) (HAG122F)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna fyrir nemendum notkun tölfræði- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa í störfum sínum á fjármálamarkaði.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður meðal annars farið yfir hugmyndir um samfelldar og strjálar líkindadreifingar, væntigildi, dreifni og staðalfrávik, öryggisbil, núlltilgátur og línulegar aðhvarfsgreiningar, bæði einfaldar og margvíðar. Einnig verður farið yfir grunnhugmyndir líkansins um verðlagningu eigna (e. Capital Asset Pricing Model, CAPM).

Í verðlagningarhluta námskeiðsins verður farið í verðlagningu á framvirkum samningum á hlutabréf, skuldabréf og gjaldeyri og vaxtaskiptasamningum, byggingu vaxtaferla, auk tegunda og eiginleika valrétta.

X

Hagnýt verkefni í fjármálum (VIÐ272F)

Markmið þessa námskeiðs er að veita nemendum tækifæri til að beita þeim verkfærum og fjármálakenningum, sem þeir hafa lært í öðrum námskeiðum (sjá forkröfur), til að leysa verkefni og greina frá forsendum bakvið ákveðin fræði/líkön/aðferðir, sem verið er að nota.
Raunveruleg verkefni bæta ákvörðunartökuhæfni, með því að takast á við margbreytileg og raunveruleg verkefni. Markmið með verkefnunum er ekki endilega að reikna eitt rétt svar, eins og er almennt í skilaverkefnum í grunnnámi og meistaranámi, heldur að bera kennsl á viðkomandi vandamál og nota viðeigandi fjármálaverkfæri og kenningar, til að takast á við vandamálin. Í verkefnunum er í raun ekki endilega eitt svar, vegna þess að verkefnin eru vísvitandi skrifuð þannig. Það eru hinsvegar hægt að vera með góð rök og slæm rök fyrir lausn á vandamáli. Því er mikilvægt að geta rökstutt, af hverju ákveðið fjármálaverkfæri varð fyrir valinu við lausn á vandamálinu.
Áhersla verður lögð á, að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir um að setja fram þau vandamál, sem glímt er við, með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur, sem til þarf við lausn þeirra.

X

Samningafærni (VIÐ284F)

Námskeiðið fjallar um samningagerð og samningafærni. Markmið þess er að undirbúa nemendur og veita þeim þjálfun í að takast á við greiningu tækifæra til verðmætasköpunar, lausn ágreinings, samningaviðræður, setja upp samning og útfæra ákvæði hans. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og raunhæf verkefni og æfingar. Í fyrirlestrum eru kynntar fræðikenningar á þessu sviði, og uppbygging og algeng ákvæði samninga eru skoðuð. Verkefnin felast aðallega í samningaæfingum sem taka mið af algengum úrlausnarefnum sem á reynir við samningagerð í viðskiptalífinu.

X

Virðisgreining, fjármögnun og rekstrarhæfi (VIÐ294F)

Farið er í grundvallarhugtök tengt fjárfestingu og virðigreiningar. Farið er í uppbyggingu ársreiknings og hvernig rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi. Farið verður í uppbyggingu á "grunngreiningu" (fundamental analysis). Samanburðar- og kennitölugreining (comparables multiple analysis) er aðferð þar sem hægt er að nálgast virði. Skoðað verður hvernig sjóðstreymi, hagnaður, umframhagnaður, eðlilegur hagnaður og virðismat tengjast ásamt áhrifum vegna ávöxtunarkröfu. Greining á arðsemi til þess að nálgast "hið rétta virði" fyrirtækisins. Vöxtur hefur mikil áhrif á virðismat sem tengist meðal annars P/E og P/B. Aðferðir við virðismat og næmnisgreiningar. 
Virðismat er nátengt fjármögnun og rekstrarhæfi. Kynnt verður hvernig virðismat tengist á einn eða annan hátt hugtökunum fjárhagsleg staða (financial position) og rekstrarhæfi (going concern) fyrirtækja. Hugtökin verða skoðuð út frá IFRS og ISA í breiðu samhengi og skilningi um áframhaldandi rekstur.
 
Eftirlitskerfi er tengjast fjármálum og árangri. Árangur getur bæði tengst fjárhagslegum liðum sem og ófjárhagslegum. Verkferlar sem og aðferðafræði við að meta árangur er mikilvægur til að rétt mynd fáist að rekstrarstöðu.  
Hópverkefni byggjast bæði á kennsluefni og því efni er fram kemur í fyrirlestrunum..  

X

Hagfræðileg ákvarðanataka (HAG015F)

The course has three linked facets (taught in English)and is suitable for students of economics, business, finance and political science.

  • how the human species makes decisions
  • how the decision-weaknesses of others can be strategically exploited
  • insights and tools to improve students’ own decision-making now and in the future.

“Decisions have consequences”. In addition to providing an increased understanding of the science of economic and financial decision-making, this course improves the decision-making of each participant. The ability to make better decisions conveys a life-long, and broad, competitive advantage.

The instructor is an experimental game theorist and practicing strategist and strategic consultant. The course combines new trends in behavioral game theory and scientific strategy with application in business and geopolitics.

The class is interactive. Attendance of at least 80% is required as part of the assessment. The course is thus not suitable for students who cannot attend much due to a conflicting schedule.

Course topics include:

  • Controlling emotion
  • Neurological research on intuition, and leveraging one's own intuition.
  • Influencing the decisions of others.
  • Improving the decisions of groups and teams.
  • Bubbles and crashes in the financial markets: understanding and possibly profiting from cycles.
  • The science of risk versus how humans usually think about risk
  • Mass movements, mobs, violence and crowd control, and strategizing in such situations.
  • Politics behind the scenes.
  • How the human brain really makes decisions (as opposed to the standard economic model of optimization).
  • Identifying common errors and traps that prevent effective decisions.
  • Analyzing one's own decision-making processes and pinpointing problem areas.
  • Techniques to improve one’s judgments and decisions.
X

Tölvutækni í fjármálum (VIÐ267F)

Markmið námskeiðsins er að kenna nemendum að beita kenningum fjármálafræðinnar á raunhæf verkefni með aðstoð Excel og Visual Basic. Þannig verða helstu líkön fjármálafræðinnar greind með raungögnum. Í lok námskeiðs eiga nemendur að geta unnið með verðlagningu skuldabréfa, hlutabréfa og afleiða og einnig að geta metið ýmis konar áhættu. Farið verður yfir aðferðir við stjórnun og mat verðbréfasafna, notkun Monte Carlo aðferða við verðlagningu valréttarsamninga, mat á flökti (GARCH), vaxtarófi o.s.frv. Þannig mun námskeiðið kenna nemendum að nota ýmsar aðferðir við beitingu fjármálafræða við úrlausn hagnýtra verkefna.

X

Rannsóknaraðferðir (VIÐ1A6F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirlit um megindlegar og eigindlegar rannsóknaaðferðir og nýtingu þeirra. Nemendur læra um gagnaöflun, greiningu og framsetningu niðurstaðna, byggt á vel skilgreindu rannsóknarefni og rannsóknarspurningu. Verkefni munu kalla á gagnrýna hugsun og undirbúa nemendur undir greiningarvinnu bæði í starfi að námi loknu og við ritun meistararitgerðar.

X

Alþjóðafjármál og seðlabankar (VIÐ1A7F)

Námskeiðið kynnir fyrir nemendum helstu kenningar alþjóðafjármála og beitir þeim til að skýra breytingar á gengi gjaldmiðla, aðgerðir Seðlabanka, gjaldfærnir þjóða og hvernig frjálst flæði fjármagns getur stutt við sjálfbæran hagvöxt. Áhætta sem stafað getur af breyttu fjármagnsflæði verður greint, auk þeirra þátta sem dregið geta úr líkum á að ríki lendi í greiðslujafnaðaráfalli. Áhrif Seðlabanka og annarra aðila á fjármálamarkaði á fjármagnsflæði, þ.m.t. erlendar fjárfestingar verður rýnt. Sérstök áhersla verður lögð á áhrif peningastefnu í stærri ríkjum á fjármagnsflæði og mögulegt val á peningastefnu í minni ríkjum. Sérstaklega verður farið yfir hagstjórnaraðgerðir sem beinast að því að styðja við stöðugan gjaldmiðil og koma í veg fyrir greiðslujafnaðaráfall með tilheyrandi gengishruni og efnahagssamdrætti.

X

Endurskoðun og sjálfbærnistaðlar (VIÐ303F)

Í námskeiðinu er fjallað um reikningsskilafræði, aðferðafræði og siðfræði. 
Reikningsskilafræði, verður m.a. fjallað um: 1) staðlagerð í ársreikningagerð, 2) hugtakakerfi fyrir reikningshald, 3) þróun reikningsskila, 4) afkomuhugtök reikningshalds, 5) alþjóðleg reikningsskil, og 6) ýmis sérstök vandamál við gerð reikningsskila.
 
Aðferðafræði, verður m.a. fjallað um: eigindlegar aðferðafræði, meginlega aðferðafræði, þýði, gagnaöflun, kví kvaðrat, framsetning og uppbygging ritgerða o.fl.
Siðfræði og heiðarleiki er tengist vinnu við lokaritgerð og grunnhugtökum þess.  

X

Gangvirðisreikningsskil (VIÐ304F)

Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist betri þekkingu og skilning á helstu atriðum er varða greiningu á ársreikningum sem gerðir eru í samræmi við alþjóðlega reikningsskilaastaðla. Sérstök áhersla verður lögð á gangvirðisreikningsskil og þá helst færslu  fjármálagerninga, ss. hlutabréfa, skuldabréfa og afleiðusamninga. Þá verður farið yfir reglur um  virðisrýrnun fjáreigna og annarra eigna. Þá verður einnig gerð grein fyrir helstu kröfum IFRS staðla er varðar færslu rekstrarfjármuna á gangvirði, ss. varanlegra rekstrarfjármuna og fjárfestingareigna sem og vikið að uppreikningi leiguskuldbindinga í ársreikningum. 

Sérstök áhersla á eftirfarandi reikningsskilastaðla;
IFRS 9: Financial Instruments,
IFRS 7: Financial Instruments: Disclosures
IFRS 13: Fair value measurement
IFRS 16: Leases 
IFRS 2: Share-based Payment 
IAS 32: Financial Instruments: Presentation 
IAS 40: Investment Property 

X

Rekstur í sjávarútvegi (VIÐ282M)

Sjávarútvegur hefur um aldir verið ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. Í námskeiðinu fá nemendur yfirsýn yfir helstu þætti, er varða rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, starfsumhverfi þeirra, tækifæri og afkomu. Farið verður yfir sögu og þróun á Íslandi undanfarna áratugi, þróun fiskveiðistjórnunar, kvótakerfið og aðrar leiðir, til að stjórna fiskveiðum við Ísland, svo sem sóknar- og veiðarfæratakmarkanir og verður það borið saman við það, sem þekkist erlendis. Þá verður fjallað um afurðir, vinnsluleiðir, sölu- og markaðssetningu fyrir helstu afurðir og hvaða tækifæri eru í atvinnugreininni. Nemendur vinna raunhæf verkefni á ýmsum sviðum í námskeiðinu.

Námskeiðið verður næst kennt haustið 2024

Kennsla og gestafyrirlesarar: Ágúst Einarsson prófessor, Ásta Dís Óladóttir dósent, Ragnar Árnason prófessor og Sigurjón Arason prófessor

Námskeiðið er í nánu samstarfi við fyrirtæki í sjávarútvegi og vinna nemendur raunhæf verkefni með stjórnendum fyrirtækja á borð við Marel, Vísi, Ísfélag Vestmannaeyja, Brim og fleiri.

X

Viðskiptasiðfræði (VIÐ191F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma.

Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). Nemendur sem taka 6,0 (HSP710F) og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið. 

Athygli er vakin á því að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember. Mikilvægt er að allir mæti í fyrsta tíma þegar farið er yfir skipulag námskeiðsins og þar á meðal hvað nemendur með ólíkar einingar þurfa að skila í námskeiðinu (en nemendur geta tekið 1,5 einingu, 3 einingar, 6 einingar (HSP710F) eða 7,5 ECTS einingar).

X

Eignir, atferli og áhætta (VIÐ179F)

Námskeiðið snýst um eðli og virkni alþjóðlegra fjármálamarkaða, einkum frá sjónarhóli eignastýringar. M.a. er fjallað um Helstu kenningar um verðmyndun verðbréfa og skilvirkni markaða, kvika bestun eignasafna, árangurs- og áhættumælingar, fjármálakrísur, atferlisfjármál og siðferðileg álitamál. Áhersla er bæði lögð á að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir  um að setja fram þau vandamál sem glímt er við með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur sem til þarf við lausn þeirra og að þeir öðlist góðan skilning á eðli og virkni fjármálamarkaða. Námskeiðið byggir að nokkru á BS námskeiðinu Stýring fjármálasafna og ætlast er til að nemendur hafi annað hvort tekið það eða sambærilegt námskeið áður eða tileinki sér námsefni þess samhliða námsefni þessa námskeiðs.

Námskeiðið er kennt annað hvert ár. Verður næst kennt haust 2024.

X

Fjármálastærðfræði II (Hagfræði og stærðfræði fjármálamarkaða) (HAG122M)

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði tölfræði og verðlagningar í fjármálum. Lögð er áhersla á kynna nemendum fyrir notkun töl- og stærðfræðilegra aðferða til að greina, verðleggja og afla upplýsinga um fjármálagerninga. Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi þar sem nemendur fá þjálfun í að leysa verkefni lík þeim sem þau gætu þurft að leysa á vinnustað.

Í tölfræðihluta námskeiðsins verður farið yfir tímaraðagreiningu. Þar verða líkön á borð við sjálfsaðhverf líkön (e. Auto regressive model, AR model) og líkön með hlaupandi meðaltöl (e. Moving-average model, MA model) kynnt til leiks. Einnig samsetning þeirra ARMA, ARIMA og SARIMA líkön. Að lokum verður farið yfir líkön með skilyrða misdreifni eða ARCH og GARCH líkön.

Í verðlagningahluta verður farið í tvíliðutré, Wiener-ferli, hjálparsetningu Ito, líkan Black-Scoles-Merton og verðlagningu á valréttum á hlutabréf og gjaldeyri.

X

Félaga- og skuldaskilaréttur (VIÐ121F)

Fjallað verður um viðfangsefni og réttarheimildir félagaréttar. Farið verður yfir mismunandi flokka félaga og mismunandi sjónarmið við úrlausn álitaefna. Gerð verður grein fyrir einkennum helstu tegunda fjárhagslegra félaga. Til umfjöllunar verður m.a. fjárhagslegur grundvöllur þeirra og reglur sem lúta að stöðu viðsemjenda þeirra, stjórnkerfi, ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda og réttarstöðu félagsmanna. Meginefni námskeiðsins snertir einkahlutafélög og hlutafélög og þau grundvallaratriði sem leiða af takmarkaðri ábyrgð eigenda þeirra, þ.e. um vernd fjármuna þessara félaga. Er þar um að ræða reglur um innborgun hlutafjár, skráningu hlutafjár, hækkun og lækkun hlutafjár, eigin hluti og reglur um útgreiðslu fjár með arði eða við slit félaga. Rætt verður um samruna og skiptingu hlutafélaga og þær reglur sem uppfylla þarf í því sambandi. Þá verður rætt um greiðslustöðvun, nauðasamninga og gjaldþrotaskipti félaga. Einnig verður fjallað um hlutverk endurskoðenda í tengslum við störf þeirra fyrir félög.

X

Fyrirtækjaskattaréttur (VIÐ403M)

Framhald af skattskilum I. Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir helstu lög sem snerta atvinnurekstur í landinu. Gerð verður grein fyrir skattlagningu hinna ólíku rekstrarforma, hvaða reglur gilda um skattlagningu við stofnun fyrirtækis, meðan á rekstri stendur og við lok starfsemi. Fjallað verður um skattfrjálsa umbreytingu einstakra fyrirtækjaforma, samsköttun fyrirtækja í rekstri og uppgjör til skatts í erlendum gjaldeyri. Rætt verður um helstu auðkenni skattasniðgöngu og muninn á henni og skattaskipulagningu. Þá verður ítarlega farið yfir lög um virðisaukaskatt og tryggingagjald. Reynt verður að efla sjálfstæði nemanda með úrslausnum dæma og raunhæfra verkefna. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi staðgóða þekkingu á meginreglum íslenskra laga um skattlagningu fyrirtækja.

X

Alþjóðlegur skattaréttur og milliverðlagning (VIÐ296F)

Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir reglur innlendra laga og alþjóða samninga um gerð og túlkun tvísköttunarsamninga. Fjallað verður um fulla skattskyldu manna og fyrirtækja vegna heimilisfestar í ríki og upphafningu hennar í öðru hvoru aðildarríkja tvísköttunarsamnings ef maður eða fyrirtæki er samtímis heimilisfast í tveimur eða fleiri löndum. Gerð verður grein fyrir reglum um takmarkaða skattskyldu og skiptingu skattlagningarréttar milli aðildarríkja tvísköttunarsamnings. Rætt verður um aðferðir til að milda tvískattlagningu samkvæmt innlendum rétti og tvísköttunarsamningi þegar tekjur eru skattlagðar í tveimur eða fleiri löndum. Farið verður yfir það hvernig unnt er að nota tvísköttunarsamninga við skattaskipulagningu með stofnun fyrirtækja í ólíkum löndum. Upplýst verður um áhrif EBE- eða ESS-samningsins á skattalög einstakra ríkja, skaðlega skattasamkeppni og hvað gert hefur verið til að uppræta hana. Nemendur verða þjálfaðir í notkun tvísköttunarsamninga með úrlausnum dæma og raunhæfra verkefna. Að námskeiðinu loknu er við það miðað að námsmaður hafi góða innsýn í það flókna kerfi sem innlendur réttur og tvísköttunarsamningar geta spunnið um fjárhagsráðstafanir manna og fyrirtækja í nútíma þjóðfélagi.

Aðferðir við milliverðlagningu (Transfer-Pricing Methods) ráð oft því hvað hagnaðurinn og kostnaðurinn lendir. MVL er mikilvægur þáttur í alþjóðavæðingu, en um MVL gilda reglur heimalands og einnig útgefnar reglur OECD. MVL er nátengt skattalögum í viðkomandi landi. Reglur vegna MVL eru skoðaðar og áhrif þeirra eru greind.

X

Inngangur að réttarhagfræði (HAG617M)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í réttarhagfræði, sem fjallar um hvernig setning og framkvæmd laga hefur áhrif á hagkerfið. Fjallað verður um helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar, sem lögð eru til grundvallar í réttarhagfræðinni eins og verðmyndunarkerfið, mælikvarða á skilvirkni laga (Pareto og Kaldor-Hicks) og Coase kenninguna. Þá verður umfjöllun um helstu undirsvið réttarhagfræðinnar eins og eignarréttarhagfræði, bótaréttarhagfræði, samningaréttarhagfræði, samkeppnisréttarhagfræði og réttarfar og refsiréttarhagfræði. Eftirfarandi eru dæmi um viðfangsefni: Hvaða reglur vernda best réttindi? Hvaða aðstæður réttlæta inngrip ríkisins? Hefur úthlutun réttinda áhrif á skilvirkni framleiðslu í þjóðfélaginu eða getur framsal réttinda með frjálsum samningum aukið hana? Hver er kostnaðurinn og ábatinn, sem fylgir lagasetningu og athöfnum manna? Hvaða reglur lágmarka samfélagslegan kostnað á bótaskyldu tjóni? Hver er skilvirkni samningsbóta og riftunarreglna samninga? Er unnt að skipta ábata af samrunum á milli framleiðenda og neytenda? Er til þjóðhagslega hagkvæm brotatíðni? Hvenær eiga aðilar að leita sátta og hvenær sækja mál fyrir dómstólum? Ef tími leyfir verður einnig umfjöllun um atferlisréttarhagfræði, leikjafræði lögfræðinnar og hugmyndir manna um skilvirkni laga á þjóðveldisöld. Þrátt fyrir að hafa þróast innan lögfræðinnar, hafa margar af helstu kenningum réttarhagfræðinnar verið settar fram af hagfræðingum, eins og t.d. Nóbelsverðlaunahöfundunum Gary Becker, Ronald Coase, Oliver Hart, Elinor Ostrom og Oliver Williamson. Áhersla verður jöfnum höndum á fræðilegt inntak og hagnýtt gildi námsefnisins. Ætti námskeiðið að vekja áhuga allra, sem hafa áhuga á áhrifum laga og reglna á athafnir fólks og þjóðhagslegri hagkvæmni laga, og sérstaklega þeirra á sviði lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði og stjórnmálafræði. Einungis er gert ráð fyrir þekkingu á stærðfræði, sem allir nemendur, sem skráðir eru í Háskóla Íslands ættu að uppfylla.  Kennsla verður á íslensku.

X

Skuldabréf (HAG230F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um allar helstu tegundir skuldabréfa og skuldabréfaafleiða. Áhersla verður lögð á að fjalla um skuldabréf bæði í alþjóðlegu samhengi og þau atriði sem sérstök eru á innlendum markaði. Meðal efnisatriða eru: hefðbundin, vísitölutengd, innkallanleg, og breytanleg skuldabréf, skulda- og skuldabréfavafningar, skuldaraafleiður og gjaldþrotatryggingar, og skuldabréfa- og vaxtaafleiður. Mismunandi gerðir skuldabréfa og afleiða verða skoðaðar með tilliti til verðlagningar, eignastýringar og áhættustýringar. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi góða undirstöðu í grunnatriðum fjármála, sér í lagi skuldabréfa og afleiða.

X

Bankar og fjármálamarkaðir (HAG231F)

Námskeiðið fjallar um hlutverk fjármálastofnana og virkni fjármálamarkaða hérlendis. Farið verður yfir helstu einkenni íslenskra fjármálamarkaða með hlutabréf, skuldabréf, fasteignir og peninga, auk þess að stikla á stóru í sögu fjármagnsviðskipta og gera grein fyrir leiðni hagstjórnar í gegnum gengi og vexti. Þá er fjallað um helstu fjárfesta á markaði, s.s. lífeyrissjóði, stefnu þeirra og ákvarðanatöku. Ennfremur er farið yfir starfsemi banka, vöxt þeirra og viðgang, og áhrif þeirra á markaði og efnahagslíf. Einnig verður fjallað um hlutverk seðlabanka í hagstjórn, stjórntæki peningamála, miðlun aðgerða hans um fjármálamarkaðina og áhrif á hagkerfið. Loks er fjallað um hlutverk fjármálaeftirlitsins, nýjar reglur um eiginfjárbindingu kenndar við Basel II.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (FMF431L, FMF431L, FMF431L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I) (IÐN222F)

Þetta námskeið er fyrri hluti af tveimur námskeiðum á sama misseri og  gert er ráð fyrir að nemendur taki báða hlutana (IÐN222F og IÐN216F)  Þessi fyrri hluti námskeiðsins, IÐN222F Nýsköpun og viðskiptaþróun í framkvæmd (I),  er kenndur á vikum 1-7 á vormisseri. Í námskeiðinu er farið á praktískan hátt yfir ferli nýsköpunar í viðskiptum. Farið er yfir fæðingu viðskiptahugmyndar og fyrsta mat á viðskiptatækifærinu, þróun og prófun viðskiptalíkans. Þessi hluti námskeiðsins byggir á fyrirlestrum og dæmisögum sem taka á ýmsum þáttum nýsköpunar- og viðskiptaþróunar: Greining viðskiptatækifæra, mat á markaðsstærð og einingaframlegð, stjórnun nýsköpunareininga, fjármögnun og fleira. Einnig eru unnin verkefni þar sem þar sem nemendur beita aðferðum námskeiðsins á afmörkuð verkefni í afurða- og viðskiptaþróun bæði í nýjum og starfandi fyrirtækjum.

X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF, VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur sem fá stöðu ljúka 200 tímum í starfsþjálfun, auk þess að skila skýrslu og dagbók.  Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo.
Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.
Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF, VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo.

Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.

Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.