Alþjóðlegum rannsóknaverkefnum innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Félagsvísindasviðs hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Til að halda áfram slíkum vexti var talið nauðsynlegt að styrkja stoðþjónustu við rannsakendur til að tryggja að Háskóli Íslands uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til styrkþega um verkefnastjórn og skýrsluskil. Árið 2015 var því stofnað til samstarfs um sameiginlega Verkefnastofu þar sem lagður er grunnur að faglegri verkefnastjórnun rannsóknarverkefna. Markmið og stefna Markmið Verkefnastofu er að efla faglega verkefnastjórnun rannsóknaverkefna og byggja upp sérfræðiþekkingu á umsýslu rannsóknaverkefna sem styrkt eru af H2020 og Horizon Europe styrkjum Evrópusambandsins (post-award). Markmið Verkefnastofu er að styðja við stefnu Háskóla Íslands hvað varðar uppbyggingu og eflingu rannsóknastarfs. Má þar sérstaklega nefna stuðning við rekstur rannsóknaverkefna sem sniðinn er að þörfum rannsakenda og þar með veita þeim aukið svigrúm til að sinna rannsóknum. facebooklinkedintwitter