Skip to main content

Um Verkefnastofu

Um Verkefnastofu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Alþjóðlegum rannsóknaverkefnum innan Verkfræði- og náttúruvísindasviðs og Félagsvísindasviðs hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Til að halda áfram slíkum vexti var talið nauðsynlegt að styrkja stoðþjónustu við rannsakendur til að tryggja að Háskóli Íslands uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til styrkþega um verkefnastjórn og skýrsluskil. Árið 2015 var því stofnað til samstarfs um sameiginlega Verkefnastofu þar sem lagður er grunnur að faglegri verkefnastjórnun rannsóknarverkefna.