Skip to main content

Menntavísindi, doktorsnám

""

Menntavísindi

240 einingar - Ph.D. gráða

. . .

Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á framhaldsnámskeiðum í aðferðafræði, námskeiðum á sviðinu og rannsóknarvinnu. Námsdvöl við erlendan háskóla, virk þátttaka í fræðasamfélaginu og doktorsverkefni eru hluti af náminu.

""

Um námið

Námið er 210 - 240 einingar. 

Námið byggir á eftirtöldum þáttum:

  • Námskeiðum í aðferðafræði og öðrum námskeiðum til dýpkunar sérsviðum nemans (30-60 e)
  • Námsdvöl við erlendan háskóla eða formlegt samstarf við erlenda vísindamenn
  • Doktorsverkefni (120–180 e)

Áhersla er lögð á fræðilega þróun, rannsóknir og kenningar og vinna við rannsóknarritgerð undir handleiðslu leiðsagnarnefndar en í henni skal einn af þremur sérfræðingum starfa utan skólans.

Ritgerð og tímaritsgreinar

Ritun rannsóknargreina í tímarit undir handleiðslu leiðsagnarnefndar er partur af náminu. Fjöldi greina er ákveðinn í samráði nefndarinnar, nemandans og doktorsráðs. Í doktorsráði geta verið þrír til fimm fræðimenn á sviði menntavísinda.

Vönduð rannsóknaráætlun er lykilatriði í árangursríkri umsókn um doktorsnám. Þá er talinn kostur að geta bent á eða hafa haft samband við mögulegan leiðbeinanda þegar umsókn er send inn.

Fjármögnun er ekki skilyrði fyrir því að fá inngöngu í doktorsnám á Menntavísindasviði en umsækjendur eru beðnir að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast framfleyta sér.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjandi skal hafa lokið meistaragráðu (120 ECTS). Umsækjandi sem lokið hefur meistaraprófi við Kennaraháskóla Íslands (M.Ed., M.S. eða M.A.) eða Háskóla Íslands, eða meistaraprófi frá öðrum háskóla, sviði og deild sem viðurkennd er af Háskóla Íslands, getur sótt um að hefja doktorsnám. Sérhver umsókn er metin, annars vegar á grundvelli fyrra náms og námsárangurs og hins vegar eftir því hvort tiltækur er í skólanum sérfræðingur á því sviði sem rannsóknin fjallar um.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is