Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu. Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir: Menntavísindi, Ph.D.,180-240e (tímaritsgreinar eða ritgerð) Menntavísindi, Ed.D., 180e Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunar. Doktorsnámsnefnd hefur það hlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist alþjóðlegar kröfur. Nefndin hefur eftirlit með náminu, og í samstarfi við deildir umsjón með því, námskeiðahaldi og þeirri stjórnsýslu sem námið krefst. Almennur umsóknarfrestur um doktorsnám er 15. apríl ár hvert. Námsleiðir Tvær námsleiðir eru í boði: Ed.D. (1) sjá nánar Ed.D-nám Ph.D. (2) ritgerð eða (3) tímaritsgreinar 1. Nám til Ed.D.-gráðu byggist á námskeiðum í aðferðafræði, á námskeiðum sem fela í sér skoðun á eigin starfsvettvangi og rannsóknaverkefni unnið undir handleiðslu leiðsagnarnefndar, en í henni skal einn af þremur sérfræðingum starfa utan skólans. Æskilegt er að einn sérfræðingur í nefndinni hafi reynslu af starfsvettvangi doktorsnema. Umsækjandi þarf að hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Í Ed.D.-námi þarf að ljúka 90–120 eininga doktorsritgerð og 60–90 einingum í formi námskeiða. 2. Nám til Ph.D.-gráðu (ritgerð) byggist á námskeiðum í aðferðafræði, námskeiðum á sérsviði þar sem áhersla er lögð á fræðilega þróun, rannsóknir og kenningar og vinnu við rannsóknarritgerð undir handleiðslu leiðsagnarnefndar en í henni skal einn af þremur sérfræðingum starfa utan skólans. Í Ph.D.-námi þarf að ljúka 120–180 eininga doktorsritgerð og 30–60 einingum í formi námskeiða. 3. Nám til Ph.D.-gráðu (tímaritsgreinar) byggist að hluta til á námskeiðum í aðferðafræði, rannsóknum og kenningum en sérstaklega á ritun rannsóknagreina í tímarit undir handleiðslu leiðsagnarnefndar þar sem tveir eru sérfræðingar utan skólans. Fjöldi greina er ákveðinn í samráði nefndarinnar, nemandans og doktorsnámsnefndar en getur verið frá þremur til fimm. Í Ph.D.-námi þarf að ljúka 120–180 eininga doktorsritgerð og 30–60 einingum í formi námskeiða. Leiðsögn Doktorskandídat fær tvo leiðbeinendur og skal annar þeirra vera aðalleiðbeinandi. Honum er auk þess skipuð leiðsagnarnefnd og í henni sitja leiðbeinendur og 1–2 sérfræðingar sem starfa utan skólans. Val viðfangsefnis til rannsóknar er fyrst og fremst á ábyrgð kandídatsins í samráði við leiðbeinendur og leiðsagnarnefnd hans. Leiðsagnarnefnd er skipuð þegar námsáætlun er í mótun og áður en kandídat leggur fram rannsóknaáætlun og lýkur störfum þegar hún hefur samþykkt ritverk kandídatsins til doktorsvarnar. Námsáætlun Námsáætlun er lýsing á námskeiðum og öðru starfi doktorsnemans allt námstímabilið. Hún er unnin í samvinnu doktorsnema og leiðbeinenda. Gerð er krafa um að ítarleg námsáætlun liggi fyrir innan eins árs frá inntöku. Skal námsáætlun unnin í samráði við leiðbeinendur. Í námsáætluninni komi fram áætlun um námskeið og vægi þeirra í náminu. Áfangamat/rannsóknaáætlun Doktorsrannsókn er unnin á ábyrgð doktorskandídats sem vinnur undir handleiðslu leiðbeinenda og leiðsagnarnefndar. Kandídatinn skal leggja fram rannsóknaverkefni sitt til mats í síðasta lagi tveimur árum eftir að nám hefst. Hann ver rannsóknaverkefnið á fundi með leiðbeinendum og tveimur aðilum utan skólans sem eru sérfræðingar á sviðinu. Fundurinn leggur mat á rannsóknaverkefnið og frammistöðu nemans og gerir tillögur til doktorsnámsnefndar um framhald. Skýrslan sem lögð er fram til mats byggir á ítarlegri úttekt á fyrirliggjandi þekkingu á sviðinu og á nauðsynlegum forathugunum. Hún felur í sér eftirfarandi þætti: Inngangur - Kynning og afmörkun viðfangsefnis - Stutt greinargerð um markmið og gildi viðfangsefnis - Rök fyrir vali viðfangsefnis og hvernig það tengist reynslu eða áformum höfundar Staða þekkingar - Kenningarnálgun og skýringar á hugtökum, eftir því sem þörf er á - Úttekt á fyrirliggjandi þekkingu úr rannsóknum annarra - Spurningar sem leitað er svara við eða álitamál sem varpa skal ljósi á Aðferðir og aðferðafræði - Aðferðafræði og rannsóknasnið - Greinargerð um gagnaöflun - Siðferðileg atriði - Fyrirhuguð úrvinnsla gagna - Takmarkarnir verksins Forathuganir Framkvæmda- og tímaáætlun Málstofur Kandídatar kynna verkefni sín á málstofum doktorsnema minnst tvisvar á ári. Málstofur eru haldnar að minnsta kosti tvisvar á önn. Markmið málstofu eru einkum að: - skapa vettvang til að kynna eigið verk og kynnast verkum annarra - laða fram gagnrýni og uppbyggilega umræðu um viðfangsefnin - skapa tækifæri til skoðanaskipta um aðferðafræðileg álitamál - veita gagnkvæman stuðning - veita aðhald Virk þátttaka í fræðasamfélaginu Frekari upplýsingar væntanlegar. Doktorsvörn Eftir að leiðsagnarnefnd hefur samþykkt doktorsverk til varnar fá utanaðkomandi prófdómarar það til umfjöllunar. Prófdómarar eru skipaðir af forseta fræðasviðsins. Doktorsvörn fer fram í heyranda hljóði. Nánar er kveðið á um doktorsvörn í sérstökum reglum sviðsins. Reglur Sjá nánar: Reglur um doktorsnám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Umsókn um doktorsnám Leiðbeiningar um umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði Doktorsnám, til 180-240e Ph.D. eða 180e Ed.D. Meginmunur á Ph.D.-gráðu og Ed.D.-gráðu er sá, að í Ph.D.-námi er gert ráð fyrir meiri rannsóknarvinnu og viðameira doktorsverkefni, eða 120-180e, en í Ed.D.-námi er gert ráð fyrir 90–120 eininga doktorsritgerð og 60–90 einingum í námskeiðum. Í Ed.D.-námi er gert ráð fyrir tengingu við vettvang á sviði menntamála. Við inntöku er krafist að lágmarki tveggja ára starfsreynslu á því sviði sem rannsóknaverkefnið fjallar um. Sérstakt Ed.D.-nám um forystu og fagmennsku í menntun má finna í kennsluskrá. Tengill á rafrænar umsóknir er neðst á þessari síðu Meðmælabréf Með rafræna umsóknareyðublaðinu og fylgiskjölunum sem þú sendir inn, eru umsagnarbréf frá tveimur meðmælendum nauðsynlegur þáttur umsóknarinnar. Skráðu nöfn tveggja meðmælenda í umsóknina. Eyðublað fyrir umsagnaraðila : Þar fyllir þú út fyrstu blaðsíðuna, en þar er gert ráð fyrir sama texta og þú hefur þegar skrifað fyrir liði 4 og 8 hér að neðan, þ.e. greinargerð um þýðingu námsins (4) og lýsingu á rannsóknaefni í hnotskurn (8). Síðan sendirðu eyðublaðið áfram til meðmælenda þinna og þeir ljúka við eyðublaðið og senda beint til kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. Önnur fylgigögn Leiðbeiningar um frágang fylgiskjala með umsókn Með umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði skulu fylgja eftirtalin fylgiskjöl. Óskað er eftir því að fylgigögn séu útprentuð og póstlögð eða afhent, ekki eingöngu hengd við rafrænu umsóknina. Vinsamlega númerið þau og látið fylgja, í þeirri röð sem þau eru talin upp: Fyrri hluti – Umsækjandi 1. Náms- og starfsferill. Skráið skóla, námsgrein, gráðu eða námskeið/einingar sem lokið var og námslokaár í yfirliti yfir menntun, og stofnun, starf og tímabil fyrir hvert starf. Listarnir eiga að vera í öfugri tímaröð. 2. Ritaskrá og ljósrit af völdum birtum verkum. Nákvæm ritaskrá (bækur, greinar, skýrslur o.s.frv.) þarf að fylgja umsókn. Sendið einnig ljósrit af völdum ritverkum, þeim sem best sýna reynslu og hæfni umsækjanda á fræðasviði því sem sótt er um. 3. Tengdar rannsóknir og störf. Lýstu, í 300 – 400 orðum, fyrri reynslu þinni af störfum og rannsóknum á sviði því sem þú sækir um. 4. Greinargerð. Hvaða þýðingu telur þú að doktorsnámið muni hafa fyrir þig? Gerðu grein fyrir helstu ástæðum þess að þú sækir um doktorsnám á Menntavísindasviði. 5. Prófskírteini/námsferill. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina með námsyfirlitum úr öllu háskólanámi. Staðfest afrit er gefið út af viðkomandi skóla, eða er ljósrit af frumriti sem til þess bær aðili (t.d. sýsluskrifstofa) staðfestir með stimpli og undirskrift. Hægt er að koma með frumrit í þjónustuver Menntavísindasviðs og fá þar staðfest afrit skírteina, ef þörf krefur. ATHUGIÐ: Aðeins þarf að koma með skírteini ef námið fór fram við aðra skóla en HÍ, KHÍ eða forvera hans. Seinni hluti – Rannsóknaáform 6. Vinnuheiti rannsóknaverkefnis 7. Lýsing á rannsóknaefni í hnotskurn. Hér er rætt stuttlega um fyrirhugaða rannsókn, í aðeins um 200 orðum. Þessi texti verður notaður hjá nefndum og ráðum sem fjalla um doktorsnám innan HÍ. 8. Drög að rannsóknaáætlun Getur verið skrifuð hvort heldur sem er á íslensku eða ensku. Um 1800-2200 orð. Rannsóknaáætlun felur í sér eftirfarandi þætti: Inngangur Kynning og afmörkun viðfangsefnis Stutt greinargerð um markmið og vísindalegt gildi viðfangsefnis Rök fyrir vali viðfangsefnis og hvernig það tengist reynslu og/eða áformum höfundar. Staða þekkingar Kenningarleg nálgun og skýringar á hugtökum eftir því sem þörf er á Stutt úttekt á fyrirliggjandi þekkingu úr rannsóknum annarra – hvað veistu nú þegar? Hvers viltu spyrja og að hverju viltu komast? Aðferðir og aðferðafræði Aðferðafræði og rannsóknasnið Gagnaöflun – hvernig muntu safna gögnum og hvaðan koma þau? Möguleg siðferðileg atriði varðandi rannsóknina 9. Drög að námsáætlun Námsáætlun er lýsing á námskeiðum og öðru starfi doktorsnemans allt námstímabilið. Vert er að hafa í huga að nám til doktorsgráðu tekur 3 – 4 ár í fullu námi, en 6 – 8 ár í hlutanámi. Leggðu mat á eigin þekkingu og reynslu, styrkleika og veikleika, og ræddu hvernig þú hefur hugsað þér að skipuleggja nám þitt. Hvaða námskeið stefnirðu á að taka við HÍ og hvenær? Hvenær býstu við að dvelja við háskóla erlendis? Hvað þarftu að gera til þess að verða nægilega vel undirbúin(n) til að hefjast handa við sjálft rannsóknaverkefnið? Hér er óskað eftir drögum að námsáætlun, en endanleg námsáætlun er unnin í samráði við leiðbeinendur, eftir að inntaka í doktorsnám hefur verið samþykkt Fylgigögn berist kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs HÍ v/Stakkahlíð, 105 Reykjavík, í umslagi merktu með nafni umsækjanda sem og því námi sem sótt er um, þ.e. „doktorsnám [gráða]”. Tengill á rafrænar umsóknir Póstlagðar umsóknir (fylgigögn) skulu vera póststimplaðar í síðasta lagi 20. maí 2020. Ef umsókn telst ófullnægjandi verður henni vísað frá. Þeir umsækjendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal áður en lokaákvörðun um inntöku í námið er tekin. Umsóknum verður svarað skriflega. Frekari upplýsingar varðandi umsóknir eru veittar á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. Slóð á tengil fyrir rafrænar umsóknir má finna í Uglu. Alþjóðleg tengsl Alþjóðleg tengsl Menntavísindasvið er í samstarfi við háskóla á Norðurlöndum um sameiginlegan doktorsskóla NordTed: http://nor-ted.com/ Skipulag doktorsnáms við Menntavísindasvið HÍ byggir að stórum hluta á alþjóðlegu tengslaneti sem starfsmenn þess búa yfir. Nemendur eru hvattir til þess að skrifa ritgerðir sínar á ensku þannig að unnt sé að hafa fræðimenn frá erlendum háskólum bæði sem fulltrúa í leiðsagnarnefnd og sem andmælendur í doktorsvörn. Þetta er gert til að vinna gegn þeim ókostum sem smæð íslenska fræðasamfélagsins hefur í för með sér. Samkvæmt reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið HÍ er doktorsnemum skylt að dvelja a.m.k. 2 – 6 mánuði við erlendan háskóla á námstímanum. Með þessu er ýtt undir myndun tengsla við fræðasamfélög erlendis. Sem dæmi um háskóla sem nemendur hafa numið við í tengslum við doktorsnám sitt á Menntavísindasviði má nefna McGill-háskóla í Kanada og Oxford og Exeter í Bretlandi. Einnig er lögð áhersla á samstarf við háskóla á Norðurlöndunum. Háskóli Íslands hefur gert samkomulag um sameiginlegar doktorsgráður við ýmsa erlenda háskóla. Doktorsnemar Verðandi nemendur Einstaklingar sem hafa lokið meistaraprófi eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands eða öðrum háskóla geta sótt um aðgang að doktorsnámi. Einnig geta þeir sem hafa stundað doktorsnám við annan háskóla sótt um aðgang að doktorsnámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Reglur um doktorsnámið og upplýsingar um námsleiðir er að finna hér á þessum vef og í kennsluskrá. Skráðir nemendur Nemendur hafa aðgang að sameiginlegum hópavef í Uglu. Skráðir doktorsnemar geta séð þar nýjar og eldri tilkynningar. Smellt er á Forsíða – Hópar. Nýjar tilkynningar eru jafnframt sendar í tölvupósti á HÍ-netfang viðkomandi nema. Ef einhverju þarf að breyta varðandi tölvupóstfang nemenda í Uglunni er haft samband við þjónustuborð Reiknistofnunar. Sími: 525-4222 – netfang: help@hi.is. Hægt er að fá HÍ póstinn sinn áframsendan á það netfang sem maður notar mest, leiðbeiningar um það er að finna hér á hjálparvef Reiknistofnunar: Doktorsnemar eru með vinnuaðstöðu í Skipholti og í Stakkahlíð. Doktorsnemar stofnuðu hagsmunafélag 14. febrúar 2007 og má fræðast um starfsemi þess á heimasíðu félagsins. Framvinduskýrslur og handbók Handbók doktorsnáms á Menntavísindasviði Á Uglu má finna ýmis eyðublöð sem doktorsnemar þurfa að fylla út á námsferlinum: Eyðublöð og framvinduskýrsla Um skiptinám á vegum Alþjóðaskrifstofu. Sniðmát doktorsritgerðar Glærusniðmát Námsfyrirkomulag Námsfyrirkomulag Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á eftirfarandi þáttum: Námskeiðum í aðferðafræði Öðrum námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar um (valin í samráði við leiðbeinendur) Námsdvöl við erlendan háskóla (2 – 6 mánuðir) Virkri þátttöku í fræðasamfélaginu Doktorsverkefni Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsnámsnefnd. Handbók Handbók um doktrsnám á Menntavísindasviði Námskeið Námskeið ætluð doktorsnemum má finna í kennsluskrá Háskóla Íslands Listi yfir námskeið í kennsluskrá, Menntavísindi Ph.D 240 einingar, samsetning náms Listi yfir námskeið í kennsluskrá, Menntavísindi Ed.D 180 einingar, samsetning náms Alþjóðleg námskeið sem haldin hafa verið Nafol-námskeið 2013 - NAFOL 2016 - NAFOL NordForsk-námskeið 2010 - Social Education 2011 - Millenium Children. Their Perspectives and Experiences 2012 - Physical Activity and Well Being in Children and Adolesant Viðmið og kröfur Viðmið og kröfur um gæði Á Menntavísindasviði er doktorsnám í boði þvert á deildir og hafa forsetar fræðasviða skipað doktorsnámsnefnd til að vinna að þróun og uppbyggingu námsins (sjá viðauka A). Núverandi nefnd starfar samkvæmt stefnu sem var mótuð árið 2009. Kapp hefur verið lagt á að mynda námssamfélag sem styður jafnt við leiðbeinendur sem nema. Haldið hefur verið sérstakt námskeið fyrir nýja leiðbeinendur á sviði menntarannsókna með stuðningi frá NordForsk. Hugtakið doktorsskóli er notað yfir alla þá dagskrá sem doktorsnemum og leiðbeinendum stendur til boða á Menntavísindasviði. Samfélagið hefur mótast um leið og það hefur vaxið og eflst. Í doktorsskólanum eru reglulegar málstofur og hafa þær verið haldnar í samstarfi við doktorsnema, rannsóknastofur innan sviðsins og með gestafyrirlesurum. Hluti af gæðamati doktorsnámsins felst í ströngu en uppbyggilegu áfangamati þar sem nemi kynnir efni rannsóknar sinnar í opinberum fyrirlestri og tekur við athugasemdum og leiðbeiningum 4-5 manna matsnefndar á lokuðum fundi. Hluti matsnefndar eru utanaðkomandi aðilar frá öðrum stofnunum á Íslandi eða erlendis frá. Nemar sækja formleg námskeið innan Menntavísindasviðs, í öðrum deildum Háskólans eða við erlenda háskóla. Sviðið gerir kröfur um að doktorsnemar sinni fræðistörfum við erlenda háskóla eða rannsóknastofnanir í tvo til sex mánuði á meðan námið stendur yfir. Auk þess er ár hvert boðið upp á lesnámskeið sem stofnuð eru í samræmi við áhuga, viðfangsefni og þarfir nema. Erlendir vísindamenn taka þátt í mats- og doktorsnefndum, auk þess sem þeir halda fyrirlestra, kenna og ræða við doktorsnámsnefnd og bjóða einstaka nemum einstaklingsleiðsögn um verkefni sín. Margir aðilar við Menntavísindasvið og Háskóla Íslands koma að rekstri og þróun námsins. Í doktorsnámi skiptir samstarf leiðbeinenda og nema miklu máli, en til að það verði skilvirkt og framsækið skiptir mestu að það sé hluti af öflugu samfélagi þar sem allir taka virkan þátt og bera sameiginlega ábyrgð á að skapa krefjandi og eftirsóknarvert námsumhverfi. Doktorsverkefni Rannsóknarsvið: Karlar og ofbeldi í nánum samböndum: Reynsla og viðhorf og feðrun. Markmið rannsóknarinnar er að bæta við og skapa þekkingu á upplifun manna sem hafa beitt ofbeldi í nánu sambandi af ofbeldinu og lýsa upplifun þeirra á föðurhlutverkinu. Skoðað verður hvaða úrræði, stuðningur og forvarnir reynast árangursríkar, hver upplifun ofbeldismanna af úrræðinu er og hvernig þeir takast á við ofbeldisfulla fortíð sína og nútíð.Leiðbeinendur: Jón Ingvar Kjaran og Kristín Björnsdóttir. Rannsóknarsvið: Music education in public schools and early childhood music education Titill: Tónagull po polsku – Musical Early Childhood Interventions for Polish Families in Iceland”. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif þátttöku í tónlistartímum á pólsku sem eru sérsniðnir fyrir pólsk ungbörn og foreldra búsetta á Íslandi. Pólski minnihlutinn á Íslandi er stærsta innflytjendasamfélagið á Íslandi og samanstendur af yfir 8% af öllum íbúum landsins. Tónlist virðist einkar vel til þess fallin að stuðla að félagslegum tengslum og yfirstíga tungumálaörðugleika. Það er mikilvægt að börn innflytjenda hafi aðgang að nauðsynlegri örvun á sínu móðurmáli enda sýna rannsóknir að forsenda þess að ná góðum tökum á öðru máli eru styrkar stoðir á eigin tungu. Með stuðningi frá sendiráði pólska lýðveldisins í Reykjavík og Gerðubergs-menningarhúss hafa íslensk tónlistarnámskeið fyrir foreldra og ungbörn verið yfirfærð á pólska tungu. Námskeiðin byggja á aðferðum og hugmyndafræði Tónagulls sem hefur þróað rannsóknagrunduð námskeið fyrir íslensk börn og foreldra um árabil. Viðtöl verða tekin við pólsku foreldrana sem taka þátt í tónlistarnámskeiðunum með börnum sínum og þau greind í þeim tilgangi að meta áhrif námskeiðanna á þátttakendur.Leiðbeinandi: Helga Rut Guðmundsdóttir. Rannsóknarsvið: Vellíðan og seigla í skólastarfi – UPRIGHT-verkefnið á Íslandi. UPRIGHT er samevrópskt verkefni með það að markmiði að þróa námsefni og námsumhverfi sem á að stuðla að vellíðan og seiglu meðal ungmenna með heildrænni nálgun í skólasamfélaginu. Leiðbeinandi: Anna Sigríður Ólafsdóttir Rannsóknarsvið: Menntun fólks með þroskahömlun að grunnskóla loknum, þar sem áhersla er lögð á að skoða fullorðinsárin, sjálfræði og fólk með þroskahömlun.Leiðbeinendur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson and Geert van Hove. Rannsóknarsvið: Innflytjendur, skóli án aðgreiningar. Heiti verkefnis: Starf í anda skóla án aðgreiningar með nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum á Íslandi. Í þessari fjöltilviksrannsókn er áhersla lögð á að kortleggja, lýsa og greina sögur 18 nemenda af erlendum uppruna í fjórum grunnskólum í þétt- og dreifbýli á Íslandi. Rannsóknarspurningin er: Hvernig bregðast þessir grunnskólar og kennarar þeirra við nemendum af erlendum uppruna til að tryggja þeim nám án aðgreiningar? Markmið rannsóknarinnar er þríþætt: að öðlast betri skilning og auka þekkingu á lífi og námi nemenda af erlendum uppruna, að fá betri skilning á hugmyndum um skóla án aðgreiningar í mismunandi aðstæðum og að safna hugmyndum að kennsluaðferðum sem hafa jákvæð áhrif á nemendur af erlendum uppruna og námsferil þeirra.Leiðbeinendur: Hafdís Guðjónsdóttir og Per-Åke Rosvall Rannsóknarsvið: Upplifun og reynsla nemenda af erlendum uppruna af námsumhverfi og kennsluaðferðum í háskólum á Íslandi.Leiðbeinendur: Hanna Ragnarsdóttir og Lisa Kulbrandstad Félagsfræði menntunnar. Þáttur foreldravals- og venja í endursköpun stétta á vettvangi grunnskóla.Leiðbeinendur: Berglind Rós Magnúsdóttir og Annadís Greta Rúdolfsdóttir Rannsóknarsvið: Æskulýðsmál fagmennska í ækulýðsstarfi, vettvangur og félagsuppeldisfræði.Leiðbeinandi: Gestur Guðmundsson. Rannsóknarsvið: Flipping inquiry-based learning in teacher education curriculum in Gana.Leiðbeinendur: Allyson Macdonald, Svava Pétursdóttir og Berglind Gísladóttir Leiðbeinendur: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Steinunn Helga Lárusdóttir og Sirpa Lappalainen Rannsóknarsvið: Stærðfræðimenntafræði. Hljóðlaus myndbandsverkefni: skilgreining, þróun og beiting nýstárlegra verkefna í stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Stutt lýsing: Í hljóðlausu myndbandsverkefni fá nemendur það verkefni að talsetja stutt myndband sem sýnir stærðfræðilegt viðfangsefni. Verkefni sem þessi eru ný af nálinni og markmið rannsóknarinnar eru m.a. að þróa verkefnin sem slík og fyrirlögn þeirra í samstarfi við starfandi kennara í framhaldsskólum á Íslandi. Sérstaklega er kannað hvernig nýta má verkefni af þessu tagi til að styðja við nám með leiðsagnarmati í stærðfræði. Rannsóknaraðferðin er eigindleg, hönnunarmiðuð og tengist verkefnaþróun Leiðbeinendur: Freyja Hreinsdóttir og Zsolt Lavicza Rannsóknarsvið: Early Childhood Education and Care - Families and Transition to School. Leiðbeinendur : Jóhanna Einarsdóttir and Sue Dockett. Rannsóknarsvið: Greina samtöl í jafningjahópi smábarna: Markmið þessarar rannsóknar er að kanna vináttusambönd og félagsleg samskipti í smábarnahópnum í uppeldis- og umönnunarstigi (ECEC) á Íslandi.Leiðbeinendur: Amanda Bateman, Sally Peters og Hrönn Pálmadóttir. Rannsóknarsvið: Immigrant Mothers’ Pursuit of Higher Education: An Intersectional Analysis.Leiðbeinandi: Annadís Gréta Rudolfsdóttir. Rannsóknarsvið:Foreldravirkni innflytjenda í margbreytilegum skólum: Þátttaka foreldra í skólastarfi íslenska borgarsamfélagsins. Leiðbeinandi: Berglind Rós Magnúsdóttir. Rannsóknarsvið: Vinatengsl unglinga í fjölmenningarsamfélagi. Þáttur félagslegs stuðnings vina, fordóma og mismununar.Leiðbeinendur: Rúnar Vilhjálmsson and Ólöf Garðarsdóttir. Rannsóknarsvið: Ungir flóttamenn á Íslandi: Upplifun og hugmyndir um ríkisborgararétt.Leiðbeinendur: Jo-Anne Dillabough og Berglind Rós Magnúsdóttir. Rannsóknarsvið: Fatlaðar mæður á tímum nýfrjálshyggju: samtvinnun fötlunar, kyngervis og stéttar.Leiðbeinandi: Annadís Gréta Rúdolfsdóttir. Rannsóknarsvið: Listgreinakennarinn, staða, hlutverk og svigrúm (agency) við stefnumótun innan framhaldsskólanna. The Art teacher, position, role and agency in secondary school policy. Markmið verkefnisins er að rannsaka breytingaferli og þróun listgreinakennslu í framhaldsskólum með áherslu á sjónlistir síðustu tvo áratugi. Beint verður sjónum að stefnu stjórnvalda eins og hún birtist í aðalnámskrá framhaldsskóla, og síðan að útfærslu hennar í skólunum, fyrst í skólanámskrá og síðan í framkvæmd í skólastofunni svo og áhrifum styttingar framhaldsskólans. Leiðbeinandi: Þuríður Jóhannsdóttir. Rannsóknarsvið: Áhrif „Vocabulary Oriented Literacy Approach“ (VOLA kennsluaðferð) á orðaforðaþekkingu barna og lesskilning.Leiðbeinendur: Amalía Björnsdóttir og Ásgrímur Angantýsson Rannsóknarsvið: Sjálfbærni í námi í Malaví. Rannsóknarspurning: „Hvaða tækifæri og ógnir eru við sjálfbærnimenntun í þremur mismunandi aðstæðum í Malaví ?Leiðbeinandi: Allyson Macdonald. Rannsóknarsvið: Áhrif íhlutunar á nemendur með námserfiðleika: Sjálfsmynd, trú á eigin getu, skuldbinding í námi og skólatengd líðan að mati nemenda og foreldra.Leiðbeinendur: Anna-Lind Pétursdóttir og Zuilma Gabriela Sigurðardóttir Rannsóknarsvið: Að gerast rithöfundur á Íslandi: ferill nútíma íslenskra rithöfunda í bókmenntum.Leiðbeinendur: Gestur Guðmundsson og Torfi Tulinius. Rannsóknarsvið: Áhrif menntunar- og þjálfunarstefnu Evrópubandalagsins á ávinning og starfshæfni, þróun námsefnis og skilvirkni gæða innan löggiltra iðkenda á Íslandi.Leiðbeinandi: Elsa Eiríksdóttir. Rannsóknarsvið: Börn, rannsóknir, aðgengi, þátttaka. Þátttaka barna í rannsóknum.Leiðbeinendur: dr. Guðrún Kristinsdóttir og dr. Sissel Seim Rannsóknarsvið: Yfirfærsla aðalnámskrár framhaldsskóla í skólanámskrá. Námsgreinarnar stærðfræði og félagsfræði.Leiðbeinendur: Þuríður Jóhannsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir Rannsóknarsvið: Hvernig námskrár Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins nýtast símenntunarmiðstöðvum, nemendum og kennurum þeirra.Leiðbeinendur: Gestur Guðmundsson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Jón Torfi Jónasson. Rannsóknarsvið: Atvinnuleysisúrræði fyrir íslensk ungmenni. Leiðbeinendur: Gestur Guðmundsson og Ingvar Sigurgeirsson. Rannsóknarsvið: Stærðfræði menntun og stærðfræði kennsla.Leiðbeinandi: Ólafur Páll Jónsson. Rannsóknarsvið: Siðferðilegt gildi listgreinakennslu.Titill: Listir, geðshræringar og dygðir: Mannkostamenntun í gegnum myndlist.Leiðbeinendur: Atli Vilhelm Harðarson og Ólafur Páll Jónsson. Rannsóknarsvið: Menntunarfræði – Tómstundafræði – Ferðamálafræði. Eðli, gildi og hlutverk útimenntunar á Íslandi . The Nature, Value and Role of Outdoor Education in Iceland. Rannsóknin miðar að því að kanna núverandi hugmyndir um eðli, gildi og staðsetningu útivistarfræðslu (OE). Rannsóknin beinist að því að skoða hvar hagstætt er að hafa útivistarkennslu á Íslandi og hvenig kennslan enduspeglar tímann sem börn eyða utandyra sem og félagslegum þáttum tengdum útiveru. Ritgerðin mun þannig varpa ljósi á fjölbreyttar leiðir til útivistar, bæði í frístundastarfi og innan skóla, og hvernig útivist tengist menntun.Leiðbeinendur: Jón Torfi Jónasson og Gunnar Þór Jóhannesson Rannsóknarsvið: Menntun sem veldur umbreytingu.Titill: Háskólanám sem veldur umbreytingu: umbreyting í háskólanámi: Fyrirbærafræði nemenda í alþjóðlegu námi í námi. Greining á hvort og hvaða fyrirbæri hafa afgerandi áhrif á 15-20 nema sem stundað hafa alþjóðlegt nám við HÍ. Námið var hannað fyrir erlenda nema sem höfðu sest að á Íslandi. Samsetning nemendahópsins hefur breyst með árunum og nú stunda fleiri skiptinemar frá Evrópu og Norður Ameríku námið og hlutdeild karla hefur einnig aukist. Gögnum er safnað frá nemum úr sama árgangi og rannsakandinn,en einnig frá öðrum árgöngum. Tekin eru einstaklingsviðtöl sem og umræður í smáum rýnihópum til að kanna eðli upplifana sem valda umbreytingu meðal háskólanema.Leiðbeinandi: Allyson Macdonald. Rannsóknarsvið: Stærðfræðimenntun. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina gæði stærðfræðikennslu á Íslandi og hvaða áhrif mismunandi kennsluhættir hafa á þátttöku nemenda. Rýnt er í kennsluaðferðir á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin með það að markmiði að bæta gæði kennslu. Leiðbeinendur: Anna Kristín Sigurðardóttir, Berglind Gísladóttir og Jorryt van Bommel. Rannsóknarsvið: Í rannsókninni er skoðað hvað í því felist að stunda heimspeki með börnum og unglingum, áskoranir og tækifæri í skólastarfi.Leiðbeinendur: Atli Harðarson, Björn Þorsteinsson og Hanna Ragnarsdóttir. Rannsóknarsvið: Samvinna foreldra, kennara og sérfræðinga í tengslum við börn með sérþarfir. Rannsóknarsvið: Fagþróun íslenskra leikskólastjóra.Leiðbeinendur: Arna H. Jónsdóttir og Kari Smith. Rannsóknarsvið: Sjálfbærnimenntun, siðferðisfræðsla.Leiðbeinendur: Ólafur Páll Jónsson. Rannsóknarsvið: Krítísk femínisk menntunarfræði. Ungir karlmenn sem beitt hafa ofbeldi í nánum kynnum eða samböndum: Mótun sjálfsverunnar, karlmennska og sýn á ofbeldi. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka ofbeldi í nánum kynnum og samböndum út frá sjónarhóli þeirra sem ofbeldinu beita. Rannsóknin er feminísk og leggur áherslu á samspil valds og kynhlutverka þegar rýnt er í upplifun ungra karlmanna af því ofbeldi sem þeir hafa beitt maka sinn í nánum kynnum eða sambandi. Hvernig hefur sjálfsveran mótast? Hver eru undirliggjandi karlmennskuviðhorf viðmælenda og hver er upplifun þeirra af eigin verkum? Leiðbeinendur: Jón Ingvar Kjaran og Annadís Gréta Rúdólfsdóttir. Rannsóknarsvið: Starfendarannsók til valdeflingar Leiðbeinendur: Hafdís Guðjónsdóttir og Ólafur Páll Jónsson Rannsóknarsvið: Hlutverk skólastjórnenda í framhaldsskólum.Rannsóknarverkefni: Forysta skólastjórnenda í framhaldsskólum. Tengsl skólastjórnenda og áherslna á nám og kennslu við þætti í innra starfi framhaldsskóla á Íslandi. Leiðbeinendur: Börkur Hansen, Amalía Björnsdóttir og Ulf Leo. Rannsóknarsvið: Sköpun í stærðfræðikennslu.Leiðbeinendur: Bharath Sriraman og Freyja Hreinsdóttir. Rannsóknarsvið: Almennt þema ritgerðarinnar er sjálfbær menntun með áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.Leiðbeinandi: Ólafur Páll Jónsson. Rannsóknarsvið: Karlar sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum. Upplifun karla sem beitt hafa ofbeldi í nánu sambandi: Feðrun, berskjöldun, karlmennska og forvarnir. Í verkefninu verður skoðað hvernig karlar sem beitt hafa ofbeldi í nánu sambandi upplifa sig sem feður, hvernig orðræðan um þá birtist í fjölmiðlum og hæstaréttardómum auk þess sem niðurstöðurnar verða nýttar til forvarna með mótun námsefnis fyrir unglinga.Leiðbeinendur: Jón Ingvar Kjaran og Guðrún Kristinsdóttir Rannsóknarsvið: Skólamáltíðir á Norðurlöndum; Heilsuefling, frammistaða og hegðun grunnskólanemenda. Leiðbeinendur: Anna Sigríður Ólafsdóttir og Ingibjörg Gunnarsdóttir. Rannsóknarsvið: Plurilingual children's language repertoire and its interplay with their school experience.Leiðbeinendur: Hanna Ragnarsdóttir og Lars Anders Kulbrandstad. Rannsóknarsvið: Menntun fyrir alla í inngildandi lærdómssamfélagi.Titill: Þróun og innleiðing starfshátta og verkferla í skóla án aðgreiningar. Þátttöku-starfendarannsókn í samvinnu við skólasamfélag grunnskóla sem snýr að þróun inngildandi skólastarfs og -umhverfis. Í ferlinu er litið á skólann sem lærdómssamfélag nemenda og foreldra. Leiðbeinandi: Hafdís Guðjónsdóttir. Rannsóknarsvið: Forysta og stefnumótun (í skólastarfi). Doktorsverkefnið felst í því að rannsaka menntaforystu fræðsluyfirvalda sveitarfélaga á Íslandi, sérstaklega er snýr að grunnskólanum. Leitað er svara við því hvernig megi skilja og lýsa megin einkennum, áskorunum og tækifærum forystu fræðsluyfirvaldsa sveitarfélaga og samspili við aðstæður, athafnir og stefnumótun á vettvangi ríkis, sveitarfélaga og skóla.Leiðbeinendur: Anna Kristín Sigurðardóttir og Börkur Hansen. Rannsóknarsvið: Bragðlaukaþjálfun – rannsókn á matvendni hjá börnum. Fæðumiðuð íhlutun í skólaumhverfi.Leiðbeinandi: Anna Sigríður Ólafsdóttir. Rannsóknarsvið: Stafræmirir fjölmiðlar og nám.Leiðbeinendur: Sólveig Jakobsdóttir and Kristiina Kumpulainen Rannsóknarsvið: Íþróttir og heilsuvísindi. Doktorsverkefnið er hluti af rannsóknarverkefninu Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Markmið verkefnisins er að skoða stöðu og langtímabreytingar á heilsufari, hreyfingu, þreki og lifnaðarháttum 15 og 17 ára unglinga. Leiðbeinendur: Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Sigríður Lára Guðmundsdóttir. Rannsóknarsvið: Life history narrative inquiry is used to examine the influence of intersectionality (Brah & Phoenix, 2004) on ten upper secondary school teachers’ personal and professional motivations for promoting social justice. The study further explores pedagogical and professional practice in relation to an international Human Rights Education (HRE) framework (UN, 2011) underpinned by capabilities as a minimum threshold for social justice (Nussbaum, 2010), and the challenges to building collective sustainable HRE practice in formal learning settings. Leiðbeinendur: Audrey Osler, Hanna Ragnarsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir. Titill: Þriðja svæðið sem merkingarbært lærdómssvæði í leikskólakennaramenntun á Íslandi. Rannsóknin rýnir í reynslu og upplifun hagsmunaaðila á samstarfi á milli háskóla og leikskóla/vettvangsins í leikskólakennaramenntun á Íslandi. Einnig er skoðað birtingamynd samstarfs í leikskólakennaramenntun í dag og áhrif samstarfsins á leikskólakennaranema. Leiðbeinendur: Kari Smith og Arna H. Jónsdóttir. Rannsóknarsvið: Skólamáltíðir á Norðurlöndum; Heilsuefling, frammistaða og hegðun grunnskólanemenda - Heilsueflandi framhaldsskóli.Leiðbeinandi: Anna Sigríður Ólafsdóttir. Rannsóknarsvið: Árangur framhaldsskólaLeiðbeinandi: Ólöf Garðarsdóttir. Rannsóknarsvið: Siðfræði og bókmenntir.Titill: Bókmenntir í þágu siðferðilegs uppeldis og grunnþátta menntunar. Rannsóknirnar beinast að því hvernig lestur bókmenntatexta, úrvinnsla ogsamræður hann glæða skilning nemenda á hugtökum sem skipta máli fyrir siðferði fólks. Einnig hvernig þessi hugtök tengjast hugmyndum um lesskilning, gagnrýna hugsun og lýðræðisleg vinnubrögð.Leiðbeinendur: Ólafur Páll Jónsson og Atli Harðarson.Rannsóknarsvið: Kynjuð menning nemenda á efri stigum grunnskóla.Leiðbeinandi Annadís Gréta Rúdólfsdóttir Dagskrá doktorsskólans 2021 Ágúst 2021 9. - 12. ágúst Námskeið um kenningar Basil Bernstein Maí 2021 18. maí Málstofa doktorsnema á vormisseri Febrúar 2021 17. febrúar kl. 15.00 Áfangamat Þóru Bjargar Sigurðardóttur - Kynningin er á Zoom _______________________________________________ Nóvember 2020 25. nóvember doktorsvörn Susan Rafik Hama 5. nóvember áfangamat Katrínar Ólafsdóttur Október 2020 28. október málstofa doktorsnema 8. október áfangamat Jóhanns Björnssonar 7. október áfangamat Jóhanns Arnar Sigurjónssonar Ágúst 2020 21. ágúst kl. 13.30 í K205. Áfangamat Rúnu Sifjar Stefánsdóttur 19. ágústkl. 14.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Soffíu Margrétar Hrafnkelsdóttur 17. - 20. ágúst Námskeið á Laugarvatni. Heimspekileg gagnrýni á menntun, menntastefnu og menntarannsóknir. Júní 2020 9. júní kl. 10.00 í K205. Áfangamat Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur Maí 2020 29. maí kl. 13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Artem Ingmars Benediktssonar 26. maí kl. 13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Vöku Rögnvaldsdóttur 15. maí kl. 13.00 í K205. Áfangamat Óskar Dagsdóttur 14. maí Málstofa doktorsnema á Menntavísindasviði. Mars 2020 2. mars kl. 10.00 í K205. Áfangamat Benjamin Aidoo Febrúar 2020 13. janúar kl. 13.00 í K205. Áfangamat Cynthia Trililani Janúar 2020 13. janúar kl. 13.00 í K207. Áfangamat Friðborgar Jónsdóttur _______________________________________________________________ Október 2019 22. október. kl. 10.00, stofa K 206. Áfangamat Hervarar Ölmu Árnadóttur September 2019 17. september. kl. 14.00, stofa K 204. Áfangamat Jakobs Frímanns Þorsteinssonar 7. til 9. september. Námskeið á Laugarvatni, Þemagreining/Thematic Analysis Ágúst 2019 12. til 16. ágúst. Vinnustofa "Collective memory" Júní 2019 18. júní. Áfangamat Bjarnheiðar Kristinsdóttur 14. júní. 135. fundur doktorsnámsnefndar 4. júní. Doktorsvörn Valgerðar S. Bjarnadóttur 3. júní. Áfangamat Auðar Magneu Auðardóttur Maí 2019 31. maí. 134. fundur doktorsnámsnefndar 15. maí málstofur doktorsnema. Dr. Kari Smith verður með framsögu um ritun doktorsritgerða sem byggja á greinaskrifum. 14. maí. Fundur með leiðbeinendum. Dr. Kari Smith verður með framsögu. 13. maí. 133. fundur doktorsnámsnefndar 7. maí. Áfangamat Pascale Mompoint Galliard Apríl 2019 29. apríl. 132. fundur doktorsnámsnefndar Fræðileg ritun l UMD055F kennari Pat Thomson Mars 2019 22. mars. 131. fundur doktorsnámsnefndar Febrúar 2019 22. febrúar. Doktorsvörn Söru Margrétar Ólafsdóttur 13. febrúar kl. 15-16 í H201. Gestafyrirlestur með Lenka Formánková : Care arrangements in context of EU migration: comparative study of Czech and Icelandic families’ work-family reconciliation strategies 1. febrúar. Doktorsvörn Ingibjargar Óskar Sigurðardóttur Janúar 2019 28. janúar. 130. fundur doktorsnámsnefndar 25. janúar. Doktorsvörn Kristínar Valsdóttur 24. janúar. Fyrirlestur, Peter Alheit, Símenntun - hugtak sem miðlar breytingum 14. janúar. Doktorsvörn Elvars Smára Sævarssonar __________________________________________________________________ Nóvember 2018 21. og 22. nóvember kl. 14.00 - 17.00 málstofur doktorsnema 16. nóvember kl. 10.00 - 11.00 í K 205, áfangamat Björns Rúnars Egilssonar Október 2018 23. október málstofa doktorsnema kl. 15.00 í K 205 2. október fundur með doktorsnemum Glærur frá bókasafni á fundi með doktorsnemum Ágúst 2018 30. ágúst áfangamat Bjarkar Ólafsdóttur 16. ágúst áfangamat Artem Ingmars Benediktssonar Júní 2018 20. júní doktorsvörn Kristínar Jónsdóttur Maí 2018 17. og 18. maí málstofur doktorsnema 30. maí áfangamat Vöku Rögnvaldsdóttur Apríl 2018 20. apríl doktorsvörn Inga Þórs Einarssonar 24. apríl doktorsvörn Guðrúnar Ragnarsdóttur Mars 2018 19. mars. Áfangamat Anna Katarzyna Wozniczka Febrúar 2018 9. febrúar. Doktorsvörn Rannveigar Oddsdóttur 13. febrúar. Áfangamat Susan Rafik Hama 23. febrúar. Áfangamat Svava Björk Mörk ____________________________________________________________ Nóvember 2017 15. nóvember Workshop 15.00 - 17.00 in K 205. Where´s the Logic? Using Logic Models to improve interventions, Evaluations, and Grant Writing. Október 2017 12. október í K 204 Important steps in the Ph.D. programme and tasks ahead. Brautskráðir 2020 Doktorsvörn Susan Rafik Hama Doktorsvörn Soffíu Margrétar Hrafnkelsdóttur Doktorsvörn Artem Ingmars Benediktssonar Doktorsvörn Vöku Rögnvaldsdóttur 2019 Doktorsvörn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur Doktorsvörn Valgerðar S. Bjarnadóttur Doktorsvörn Söru Margrétar Ólafsdóttur Doktorsvörn Ingibjargar Óskar Sigurðardóttur Doktorsvörn Kristínar Valsdóttur Doktorsvörn Elvars Smára Sævarssonar 2018 Doktorsvörn Kristínar Jónsdóttur Doktorsvörn Guðrúnar Ragnarsdóttur Doktorsvörn Inga Þórs Einarssonar Doktorsvörn Rannveigar Oddsdóttur 2017 Doktorsvörn Kristínar Karlsdóttur Doktorsvörn Hiroe Terada Doktorsvörn Kristjáns Ketils Stefánssonar Doktorsvörn Ásthildar B. Jónsdóttur Doktorsvörn Eddu Óskarsdóttur 2016 Kynning á doktorsritgerð Hjördísar Þorgeirsdóttur frá Exeterháskóla og Háskóla Íslands Doktorsvörn G. Sunnu Gestsdóttur Doktorsvörn Ragnýjar Þóru Guðjónssen Doktorsvörn Jónínu Völu Kristinsdóttur Doktorsvörn Önnu Guðrúnar Edvaldsdóttur 2015 Doktorsvörn Ásrúnar Matthíasdóttur Doktorsvörn Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur Doktorsvörn Hrundar Þórarins Ingudóttur Doktorsvörn Anh-Dao Katrínar Tran Doktorsvörn Sigríðar Ólafsdóttur Doktorsvörn Kristínar Norðdahl Doktorsvörn Hrannar Pálmadóttur Doktorsvörn Ingibjargar V Kaldalóns 2014 Doktorsvörn Guðmundar Sæmundssonar Doktorsvörn Jóns Ingvar Kjaran Doktorsvörn Kristjönu Stellu Blöndal Doktorsvörn Guðrúnar Öldu Harðardóttur Doktorsvörn Hermínu Gunnþórsdóttur Doktorsvörn Önnu Ólafsdóttur Doktorsvörn Janusar Guðlaugssonar Doktorsvörn Svanhildar Sverrisdóttur Doktorsvörn Auðar Pálsdóttur 2013 Doktorsvörn Lilju M. Jónsdóttur Doktorsvörn Atla V. Harðarsonar Doktorsvörn Meyvants Þórólfssonar Doktorsvörn Jóns Árna Friðjónssonar 2012 Doktorsvörn Þórdísar Þórðardóttur Doktorsvörn Kolbrúnar Þorbjargar Pálsdóttur 2011 Doktorsvörn Karenar Rutar Gísladóttur Doktorsvörn Kristjáns Þórs Magnússonar Doktorsvörn Svanborgar Rannveigar Jónsdóttur 2010 Doktorsvörn Þuríðar Jónu Jóhannsdóttur 2009 Doktorsvörn Önnu Magneu Hreinsdóttur 2008 Doktorsvarnir frá Kennaraháskóla Íslands 2008 Stjórnsýsla doktorsnáms Stjórnun doktorsnáms. Doktorsnám á Menntavísindasviði er skipulagt þvert á deildir sviðsins. Stjórn sviðsins tekur ákvarðanir um málefni doktorsnámsins fyrir hönd deilda. Doktorsnámsnefnd Menntavísindasviðs fer með málefni doktorsnáms fyrir hönd stjórnar sviðsins í samræmi við 1. tölulið 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 um fastanefndir. Í doktorsnámsnefnd sitja eftirfarandi sjö fulltrúar: formaður, sem er skipaður af stjórn sviðsins og er jafnframt fulltrúi sviðsforseta, fulltrúar allra fjögurra deilda, einn fulltrúi stjórnsýslu, sem jafnframt er verkefnisstjóri námsins, og einn fulltrúi doktorsnema. Doktorsnámsnefnd er skipuð til tveggja ára í senn. Formaður nefndarinnar er jafnframt umsjónarmaður doktorsnáms og tengiliður fræðasviðsins við Miðstöð framhaldsnáms. Hlutverk doktorsnámsnefndar er að marka stefnu um tilhögun doktorsnáms og ábyrgjast framkvæmd þess. Nefndin kynnir það nám sem í boði er, fjallar um umsóknir og fylgist með framvindu og gæðum náms og kennslu, m.a. með mati á stöðu rannsóknarverkefna á námstímanum. Nefndin undirbýr mál til afgreiðslu stjórnar Menntavísindasviðs, svo sem tillögur um inntöku doktorsnema og um skipan leiðbeinenda, doktorsnefnda, prófdómara og andmælenda. Doktorsnámsnefnd frá 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Atli Harðarson formaður Helga Rut Guðmundsdóttir frá Deild Faggreinakennslu Hafdís Guðjónsdóttir frá Deild kennslu- og menntunarfræði Berglind Rós Magnúsdóttir frá Deild Menntunar og margbreytileika Erlingur Sigurður Jóhannsson frá Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Sólrún B. Kristinsdóttir frá stjórnsýslu Menntavísindasviðs Auður Magndís Auðardóttir, fulltrúi doktorsnema. Varafulltrúar: Berglind Gísladóttir, lektor Gestur Guðmundsson, prófessor Bjarnheiður Kristinsdóttir doktorsnemi ------------------------------ Fulltrúar í doktorsráði frá upphafi: Vor og haust 2009 Allyson Macdonald, formaður Veturliði Óskarsson, varaformaður Anna Sigríður Ólafsdóttir Börkur Hansen Gunnar Finnbogason Kristján Þór Magnússon Varamenn: Guðrún Kristinsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Gunnhildur Óskarsdóttir Sigrún Aðalbjarnardóttir Svanborg R. Jónsdóttir Vor 2010 Allyson Macdonald, formaður Veturliði Óskarsson, varaformaður Amalía Björnsdóttir Anna Sigríður Ólafsdóttir Gunnar Finnbogason Kolbrún Pálsdóttir Varamenn: Guðrún Kristinsdóttir Gretar L. Marinósson Gunnhildur Óskarsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Haust 2010 Allyson Macdonald, formaður Gunnar Finnbogason, varaformaður Gretar L. Marinósson Guðrún Kristinsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Kolbrún Pálsdóttir Varamenn: Gunnhildur Óskarsdóttir Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Vor og haust 2011 Ólöf Garðarsdóttir, formaður Anna Sigríður Ólafsdóttir Gretar L. Marinósson Guðrún Kristinsdóttir Gunnhildur Óskarsdóttir Kolbrún Pálsdóttir Varamenn: Amalía Björnsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Gunnar Finnbogason Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Vor 2012 Gretar L. Marinósson, formaður fyrir Ólöfu Garðarsdóttur (í rannsóknarleyfi), Guðrún Kristinsdóttir, Guðrún V. Stefánsdóttir (fyrir Önnu Sigríði Ólafsdóttur, í rannsóknarleyfi) Gunnhildur Óskarsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir (fyrir Gretar L. Marinósson) Jón Ingvar Kjaran varamenn: Gunnar E. Finnbogason, Anh-Dao Tran. Haust 2012 Ólöf Garðarsdóttir, formaður Anna Sigríður Ólafsdóttir Gretar L. Marinósson Guðrún Kristinsdóttir Gunnhildur Óskarsdóttir Kolbrún Pálsdóttir Varamenn: Amalía Björnsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Gunnar Finnbogason Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Vor 2013 Ólöf Garðarsdóttir, formaður Anna Sigríður Ólafsdóttir Gretar L. Marinósson Guðrún Kristinsdóttir Gunnhildur Óskarsdóttir Kolbrún Pálsdóttir Varamenn: Amalía Björnsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Gunnar Finnbogason Svanhildur Kr. Sverrisdóttir Haust 2013 Ólöf Garðarsdóttir, formaður Anna Sigríður Ólafsdóttir Gretar L. Marinósson Guðrún Kristinsdóttir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Varamenn: Guðný Guðbjörnsdóttir Guðrún Valgerður Stefánsdóttir Verkefnisstjórar: • Sólrún B. Kristinsdóttir (frá desember 2009) • Auður Pálsdóttir (Ágúst 2009 til janúar 2011) • Kristján Ketill Stefánsson (Vor 2009) • Kolbrún Þ. Pálsdóttir (Vor 2013) Haust 2018 Gestur Guðmundsson, formaður Arna H. Jónsdóttir Atli Harðarson Ársæll Arnarsson Helga Rut Guðmundsdóttir Sólrún B. Kristinsdóttir Bjarnheiður Kristinsdóttir (fulltrúi doktorsnema) Vor 2018 Gestur Guðmundsson, formaður Arna H. Jónsdóttir Atli Harðarson Ársæll Arnarsson (varamaður Kolbrúnar Pálsdóttur) Freyja Hreinsdóttir Sólrún B. Kristinsdóttir Bjarnheiður Kristinsdóttir (fulltrúi doktorsnema) Miðstöð framhaldsnáms Miðstöð framhaldsnáms Hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms er að tryggja og efla gæði meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands og stuðla að viðgangi þess í samræmi við ákvarðanir háskólaráðs. Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands hefur umsjón með og fylgir eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Háskóla Íslands með það að markmiði að stuðla að kröftugu vísindastarfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni. Sjá vefsíðu Miðstöðvar framhaldsnáms Tengt efni Miðstöð framhaldsnáms emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.