Klassísk fræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Klassísk fræði

Klassísk fræði

Aukagrein

. . .

Klassísk fræði fást við menningarheim Forngrikkja og Rómverja. Megináhersla er lögð á sögu þeirra, bókmenntir, heimspeki og tungumál. Klassísk fræði eru þess vegna í senn sagn- og bókmenntafræði, heimspeki og málvísindi.

Um námið

Klassísk fræði eru kennd til BA-gráðu sem aukagrein. BA-nám tekur að jafnaði þrjú ár. Aukagrein til 60 eininga er eins árs nám með aðalgrein (120 einingar) á öðru sviði. Náminu má ljúka á einum vetri eða dreifa á fleiri.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Stúdentspróf.

Umsagnir nemenda

Trausti Örn Einarsson
Trausti Örn Einarsson
BA í klassískum fræðum

Klassísk fræði sem aukagrein hefur gefið mér tækifæri til að öðlast dýpri skilning á heimi Forngrikkja og Rómverja. Saga og trúarbrögð, forngríska og latína, heimspeki og bókmenntir. Allt þetta og miklu fleira er hægt að fræðast um í náminu. Ég mæli með náminu fyrir alla sem hafa áhuga á þessum heillandi menningarheimi og áhrifum hans á nútímann.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Starfsmöguleikar í grísku, latínu og klassískum fræðum (eða fornfræði) geta verið afar fjölbreytilegir. Fornfræði- og fornmálanám veitir í raun einstaka blöndu þjálfunar ólíkrar fræðilegrar hæfni: í tungumálum og málfræðigreiningu, sagnfræði og bókmenntafræði. Vegna fjölbreytileika síns eflir fornfræðin bæði greinandi og heildræna hugsun nemandans auk málakunnáttu um leið og hún stuðlar að skilningi á eðli ólíkra heimilda, gagnrýninni heimildavinnu og næmum lesskilningi texta af ýmsu tagi. Þetta er hugvísindamenntun par excellence. Fornmálanám við Háskóla Íslands miðar þess vegna að því að sinna því hlutverki sem háskólanám á umfram allt að gegna: að þroska nemendur vitsmunalega og efla með þeim gagnrýnið hugarfar, nákvæmni og góð vinnubrögð.

 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Rannsóknir.
  • Kennsla.
  • Blaðamennska.
  • Ritstörf.
  • Útgáfu af ýmsu tagi.
  • Ferðaþjónusta
  • Stjórnmál.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl. 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.