Skip to main content

Háskólaráðsfundur 28. ágúst 2014

07/2014

HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR

Ár 2014, fimmtudaginn 28. ágúst var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.00.

Fundinn sátu Kristín Ingólfsdóttir, Áslaug María Friðriksdóttir, Björn Már Ólafsson (varamaður fyrir Nönnu Elísu Snædal Jakobsdóttur), Ebba Þóra Hvannberg, Eiríkur Rögnvaldsson, Iðunn Garðarsdóttir, Orri Hauksson og Stefán Hrafn Jónsson. Fundinn sat einnig Magnús Diðrik Baldursson sem ritaði fundargerð. 

1. Nýtt háskólaráð skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008.

Áður en gengið var til dagskrár bauð rektor fulltrúa í háskólaráði velkomna til starfa í háskólaráði Háskóla Íslands. Fjallað verður um starfshætti og starfsáætlun háskólaráðs með fullskipuðu ráði á næsta fundi.

2. Tilnefning þriggja fulltrúa í háskólaráð og eins sameiginlegs varamanns fyrir þá, sbr. 4. tölul. 3. mgr. og 5. mgr. 6. gr. laga um opinbera háskóla nr. 85/2008. 

Samkvæmt lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008 tilnefnir háskólaráð, skipað átta fulltrúum, sameiginlega þrjá fulltrúa til viðbótar, auk sameiginlegs varamanns þeirra, til þess að ráðið teljist fullskipað. Rektor bar upp tillögu um að viðbótarfulltrúarnir þrír verði þau Jakob Ó. Sigurðsson, efnafræðingur og MBA, forstjóri Promens hf., Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur, þjóðminjavörður og starfandi skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu, og Tómas Þorvaldsson, sérfræðngur í hugverkarétti og lögmaður hjá Vík Lögmannsstofu. Fyrir fundinum lágu ferilskrár þeirra allra. Málið var rætt.


- Samþykkt einróma.

Þá bar rektor upp tillögu um að sameiginlegur varamaður þeirra þriggja verði Kjartan Þór Eiríksson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri KADECO. Fyrir fundinum lá ferilskrá hans. Málið var rætt.


- Samþykkt einróma.

Nýtt háskólaráð fyrir tímabilið 2014-2016 er þannig skipað:Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins;

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og framkvæmdastjóri Sjá ehf. (varamaður Elsa Björk Valsdóttir, læknir), fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra;

Ebba Þóra Hvannberg, prófessor í tölvunarfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs (varamaður Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild Heilbrigðisvísindasviðs), fulltrúi háskólasamfélagsins;

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs (varamaður Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Kennaradeild Menntavísindasviðs), fulltrúi háskólasamfélagsins;

Iðunn Garðarsdóttir, laganemi (varamaður Sigþór Jens Jónsson, hjúkrunarfræðinemi), fulltrúi stúdenta;

Jakob Ó. Sigurðsson, efnafræðingur og MBA, forstjóri Promens hf. (varamaður Kjartan Þór Eiríksson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri KADECO), fulltrúi tilnefndur af háskólaráði;

Margrét Hallgrímsdóttir, fornleifafræðingur, þjóðminjavörður og starfandi skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu (varamaður Kjartan Þór Eiríksson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri KADECO), fulltrúi tilnefndur af háskólaráði;

Nanna Elísa Snædal Jakobsdóttir, laganemi (varamaður Björn Már Ólafsson, meistaranemi í lögfræði), fulltrúi stúdenta;

Orri Hauksson, forstjóri Símans (varamaður Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður), fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra;

Stefán Hrafn Jónsson, dósent við Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasviðs (varamaður Soffía Auður Birgisdóttir, sérfræðingur við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði), fulltrúi háskólasamfélagsins;

Tómas Þorvaldsson, sérfræðingur í hugverkarétti og lögmaður hjá Vík Lögmannsstofu (varamaður Kjartan Þór Eiríksson, viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri KADECO), fulltrúi tilnefndur af háskólaráði.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13.30.