Skip to main content

Háskólaráðsfundur 13. janúar 2011

01/2011


HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR


Ár 2011, fimmtudaginn 13. janúar var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.00.


Fundinn sátu Kristín Ingólfsdóttir, Börkur Hansen, Fannar Freyr Ívarsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Björnsson (varamaður Önnu Agnarsdóttur), Pétur Gunnarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Þórður Sverrisson. Hilmar B. Janusson boðaði forföll. Fundargerð ritaði Magnús Diðrik Baldursson.


Áður en gengið var til dagskrár minntist rektor tveggja starfsmanna Háskóla Íslands sem eru nýlátnir, þeirra Harðar Þorvaldssonar umsjónarmanns og Jóns Braga Bjarnasonar prófessors við Raunvísindadeild.


Þá greindi rektor stuttlega frá nokkrum viðburðum frá síðasta fundi ráðsins. Í fyrsta lagi náðu vísindamenn Háskóla Íslands mjög góðum árangri við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir árið 2011, en 62% þeirra verkefna sem hlutu styrki er stýrt af verkefnisstjórum úr röðum starfsmanna háskólans. Eini öndvegisstyrkurinn sem veittur var að þessu sinni féll í hlut Freysteins Sigmundssonar, vísindamanns við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Í öðru lagi hafa að undanförnu fengist stórir styrkir til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar. Meðal annars veitti Spron-sjóðurinn 60 m. kr. styrk og Actavis 30 m. kr. Í þriðja lagi hefur Ingibjörg R. Magnúsdóttir veitt Háskóla Íslands rausnarlega gjöf er hún jók við styrktarsjóð í hennar nafni til að styrkja rannsóknir og doktorsnám í hjúkrunarfræði. Í fjórða lagi greindi rektor frá því að eftir síðasta fund háskólaráðs hafi hún átt fund með mennta- og menningarmálaráðherra vegna ákvörðunar ráðsins frá 17. desember um hugsanlegar aðgangstakmarkanir. Hefur rektor skipað starfshóp til að undirbúa málið og mun hann skila tillögum í mars nk. þannig að niðurstaða liggi fyrir áður en innritun fyrir haustmisseri hefst. Hópinn skipa Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu sem er formaður, Róbert H. Haraldsson, formaður kennslumálanefndar, Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður innlendra háskólasamskipta HÍ, Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri HÍ og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, fulltrúi stúdenta.


Fundargerð síðasta fundar var lögð fram og hún samþykkt.


1.     Mál á dagskrá


1.1    Aldarafmæli Háskóla Íslands 2011.


Fyrir fundinum lá yfirlit um dagskrá aldarafmælis Háskóla Íslands. Rektor gerði grein fyrir málinu og var það rætt.

1.2    Fjármál Háskólans. Fjárhagsáætlun Háskóla Íslands fyrir árið 2011, sbr. síðasta fund.

Inn á fundinn kom Sigurður J. Hafsteinsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, og gerði grein fyrir framlögðum drögum að fjárhagsáætlun Háskóla Íslands fyrir árið 2011. Málið var rætt og svaraði Sigurður spurningum ráðsmanna.

1.3    Ársfundur Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., framhald sbr. síðasta fund.

Rektor greindi frá því að á síðasta fundi háskólaráðs hefði ársfundur Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. 2009 verið settur og honum frestað og yrði fundinum nú áfram haldið.


Samkvæmt gr. 3.2 í samþykktum félagsins eru eftirfarandi mál á dagskrá aðalfundar:


1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári.

2. Ársreikningur ásamt athugasemdum endurskoðanda lagður fram til samþykktar.

3. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda eða skoðunarmanna.

4. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð.

5. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.

6. Önnur mál löglega upp borin.


Inn á fundinn kom Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. f.h. stjórnar félagsins.


Dagskrárliður 1: Eiríkur Hilmarsson flutti skýrslu stjórnar Vísindagarða ehf. fyrir starfsárið 2009.

- Samþykkt einróma.


Dagskrárliður 2: Fyrir fundinum lá ársreikningur félagsins fyrir árið 2009.

- Samþykkt einróma.


Dagskrárliður 3: Fyrir fundinum lá tillaga um að stjórn verði áfram skipuð þeim Hilmari B. Janussyni, sem verði formaður, Ingjaldi Hannibalssyni, Magnúsi Tuma Guðmundssyni og Sigríði Ólafsdóttur.

- Samþykkt einróma.


Dagskrárliður 4: Enginn hagnaður eða tap varð af rekstri félagsins og er því ekki er gerð tillaga um meðferð hagnaðar eða taps eða um arð og framlög í varasjóð.

- Samþykkt einróma.


Dagskrárliður 5: Fyrir fundinum lá tillaga um að stjórnarmönnum verði ekki greidd laun eins og verið hefur.

- Samþykkt einróma.


Um dagskrárlið 6: Engin önnur mál voru borin upp.


Ársfundi Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. 2009 slitið.


Þegar hér var komið sögu vék rektor af fundi til að vera við jarðarför og við fundarstjórn tók Börkur Hansen, varaforseti háskólaráðs.


2.    Erindi til háskólaráðs

2.1    Tillögur að breytingu á reglum og að nýjum reglum í kjölfar gildistöku nýrra laga, sameiginlegra reglna og breytts skipulags Háskóla Íslands.

Inn á fundinn kom Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs, og gerði grein fyrir málinu.

a) Tillögur fræðasviða um fjöldatakmörkun í einstakar námsleiðir háskólaárið 2011-2012 og reglur um framkvæmd fjöldatakmörkunar.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi tillögur fræðasviða og deilda um takmörkun á fjölda nýnema háskólaárið 2011-2012 (tölur í sviga sýna fjölda nýnema háskólaárið 2010-2011):


I.    Heilbrigðisvísindasvið

a.    Læknadeild

- læknisfræði 48 (48)
- sjúkraþjálfun 25 (25)
- lífeindafræði 30 (30)

b.    Hjúkrunarfræðideild

- hjúkrunarfræði 100 (100)
- ljósmóðurfræði 10 (10)

c.    Tannlæknadeild

- tannlæknisfræði 7 (7)
- tannsmíðar 5 (5)

d.    Sálfræðideild

- cand. psych. 20 (20

II.    Félagsvísindasvið

a.    Félags og mannvísindadeild

- MA nám í blaða- og fréttamennsku 21 (21)

b.    Félagsráðgjafardeild

- MA nám í náms- og starfsráðgjöf 35 (30)
- MA nám í félagsráðgjöf til starfsréttinda 30 (40)

III.    Menntavísindasvið

a.    Kennaradeild

- Kennslufræði til kennsluréttinda 90 (90)

- Tillögur fræðasviða um fjöldatakmörkun í einstakar námsleiðir háskólaárið 2011-2012 samþykktar einróma og einnig reglur um framkvæmd fjöldatakmörkunar.

b) Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands nr. 319/2009.

Rætt var almennt um kröfur deilda um færni í íslensku máli.

- Samþykkt einróma.

c) Reglur um meistara- og doktorsnám í lýðheilsuvísindum.  

- Frestað.

 
d) Reglur um meistara- og doktorsnám í umhverfis- og auðlindafræði.  

- Frestað.

e) Reglur um meistaranám og doktorsnám á Hugvísindasviði.

- Samþykkt einróma.

2.2    Fyrirvarar í kennsluskrá Háskóla Íslands 2011-2012 og aðhald með skráningum.

- Samþykkt einróma.

2.3    Stjórnir, nefndir og ráð.
a) Gæðanefnd háskólaráðs. Fulltrúi nemenda í gæðanefnd til 30. júní 2011.

Fyrir fundinum lá tillaga um að fulltrúi stúdenta í gæðanefnd háskólaráðs verði Sigurður Kári Árnason, sem komi í stað Júlíu Þorvaldsdóttur sem er ekki lengur nemandi við Háskóla Íslands. Skipunartími nefndarinnar er til 30. júní 2011.

- Samþykkt einróma.

b) Stjórn Eggertssjóðs.

Fyrir fundinum lá tillaga um að Bryndís Brandsdóttir, vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, verði fulltrúi skólans í stjórn Eggertssjóðs í stað Leós Kristjánssonar sem gefur ekki kost á sér áfram. Skipunartíminn er til þriggja ára.

- Samþykkt einróma.


3.    Mál til fróðleiks


3.1    Stefna Háskóla Íslands 2011-2016.


3.2    Skýrsla um eftirfylgni vegna stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar: Kostnaður, skilvikni og gæði háskólakennslu (2007), Ríkisendurskoðun, desember 2010.


Málið var rætt stuttlega.


Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15.20.