Upplýsingafræði - Viðbótardiplóma


Upplýsingafræði
Viðbótardiplóma – 30 einingar
Diplómanám í upplýsingafræði er eins árs hlutanám sem tekur á þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu gagna og vinnur að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar.
Skipulag náms
- Haust
- Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans
- Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfiB
- Internetið og upplýsingaleitirB
- Vor
- Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr
- Notkun upplýsingatækni í faglegu starfi - Samspil gagna og upplýsingakerfaBE
- ÞekkingarmiðlunB
- Vefstjórnun og samfélagsmiðlarBE
Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)
Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði. Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.
Starfsemi bókasafna: Stjórnun, stefnumótun og þróun í faglegu starfi (UPP113F)
Fjallað verður stuttlega um sögulega þróun bókasafna- og upplýsingamála á Íslandi og bókasafnskerfi landsins og safnategundir innan þess kynnt. Fjallað um stjórnun, þróun og innleiðingu breytinga í starfsemi safna. Starfsvettvangur bókasafna verður kynntur, fjallað um hlutverk og starfsemi mismunandi tegunda safna samkvæmt lögum, reglugerðum, alþjóðlegum yfirlýsingum, fagleg viðhorf, siðfræði og félagsmál stéttarinnar. Einnig verður fallað um helstu viðfangsefni í starfsemi og rekstri mismunandi safnategunda sem og þróun og nýsköpun á fræðasviðinu. Farið verður í gerð aðfangastefnu hjá mismunandi tegundum safna og upplýsingastofnana, uppbyggingu og viðhald safnkosts á mismunandi formi. Áhersla verður lögð á efnisval, innkaup og umsýslu rafrænna gagna, svo sem séráskriftir háskólabókasafna og sérfræðibókasafna, Landsaðgang og Rafbókasafnið.
Internetið og upplýsingaleitir (UPP215F)
Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur öðlist skilning á mikilvægi aðgangs að þekkingu og upplýsingum og þeir kynnist og geti beitt aðferðum við að meta þekkingar- og upplýsingalindir, einkum á rafrænu formi. Fjallað verður um notkun internetsins við upplýsingaleit og til samskipta t.d. með samfélagsmiðlum og farið í leitartækni og leitarvélar á internetinu. Enn fremur verður fjallað um mismunandi tegundir rafrænna heimildalinda á ólíkum fræðasviðum og gerð grein fyrir leitaraðferðum. Nemendur munu öðlast reynslu í rafrænni upplýsingaleit og þjálfun í að leiðbeina öðrum við leitir.
Vefstjórnun og upplýsingaarkitektúr (UPP110F)
Markmið námskeiðisins er að kynna nemendur fyrir upplýsingaarkitektúr ásamt nokkrum grunnþáttum vefstjórnunar. Í námskeiðinu verður farið nokkuð ítarlega í upplýsingaarkitektúr svo sem uppbyggingu veftrés, leiðakerfi, nafnakerfi, út frá hegðun og þörfum notenda. Einnig verður farið lauslega í aðra þætti vefstjórnunar eins og þarfagreiningu, notendaprófanir og aðgengi að vefjum.
Notkun upplýsingatækni í faglegu starfi - Samspil gagna og upplýsingakerfa (UPP224F)
Í námskeiðinu verður fjallað um notkun upplýsingatækni í faglegu starfi safna þar sem áhersla verður lögð á samspil upplýsingakerfa og gagna. Námskeiðið gefur yfirlit yfir helstu upplýsingakerfi sem notuð eru og gagnagrunna sem tengjast þeim. Sem dæmi má nefna bókasafnskerfið Ölmu, rannsóknagagnasafnið Iris, Sarp, nokkra gagnagrunna Lbs-Hbs, erlent áskriftarefni, sem og hvernig þessir gagnagrunnar birtast notendum (eða eru leitarbærir). Einnig verður gerð grein fyrir þróun og nýsköpunarvinnu í sambandi við kerfin og helstu einkennum þeirra. Komið verður inn á stefnumótun og ákvarðanatöku við val á upplýsingakerfum eftir tegundum gagnagrunna. Jafnframt verður farið í það hvernig mismunandi kerfi nýtast við skipulagningu, varðveislu, stjórnun og miðlun ólíkra tegunda gagna.
Þekkingarmiðlun (UPP223F)
Fjallað verður um hlutverk safna og annarra skipulagsheilda varðandi miðlun upplýsinga og þekkingar í nútíma samfélagi. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og skipulag upplýsingaþjónustu, einkum rafræna þjónustu, sem og þróun og nýsköpun í beitingu upplýsingatækni. Kynnt verða grunnatriði varðandi upplýsingaviðtöl og viðtalstækni. Fjallað verður um lagasetningu, siðfræðilega hlið upplýsingaþjónustu og starfsreglur fyrir mismunandi safnategundir. Jafnframt verður fallað um aðferðir við mat á gæðum upplýsingaþjónustu.
Vefstjórnun og samfélagsmiðlar (UPP219F)
Markmið námskeiðsins er að kynna nemendur fyrir notkun samfélagsmiðla í tengslum við vefstjórnun. Fjallað verður um helstu tegundir samfélagsmiðla og hvernig þeir nýtast við þekkingarmiðlun og samskipti við mismunandi hópa. Einnig verður farið í skipulagning og stjórnun samfélagsmiðla á vef.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 nemFVS@hi.is
Opið virka daga frá 09:00 - 15:00
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs
Fylgstu með Félagsvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.