Skip to main content

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis - Lokapróf á meistarastigi

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis - Lokapróf á meistarastigi

Menntavísindasvið

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis sem þroskaþjálfi

Viðbótarpróf á meistarastigi – 60 einingar

Þroskaþjálfafræði til starfsleyfis er viðbótarnám fyrir þau sem hafa lokið BA-prófi í þroskaþjálfafræði og vilja öðlast starfsréttindi sem þroskaþjálfi. Í kjarnanámskeiðum er lögð áhersla á hagnýta vettvangstengingu og munu nemendur stunda vettvangsnám á starfsviði sem tengist því kjörsviði sem valið er.

Skipulag náms

X

Þroskaþjálfar í menntakerfinu (ÞRS103F)

Á námskeiðinu er fjallað um hlutverk þroskaþjálfa á ólíkum stigum og sviðum menntakerfis. Hugmyndafræðin um inngildandi menntun verður sett í samhengi við hugmyndir, lykilhugtök og faglegar áherslur  þroskaþjálfafræða. Sjónum er beint að  leiðtoga- og ráðgjafahlutverk þroskaþjálfa í íslensku menntakerfi, með áherslu á stuðning við virka og fulla þátttöku, teymisvinnu og þverfaglegt samstarf.

Fjallað verður um þróun og framkvæmd stoðþjónustu innan menntakerfis á Íslandi og stuðningshugtakið skoðað frá víðu sjónarhorni með því að líta til allra leiða og aðgerða sem auka hæfni menntastofna og samfélags til að mæta fjölbreytileikanum. Horft verður til þess hvernig hægt sé að virkja umhverfið til stuðnings og gera stuðninginn sjálfbæran.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Mannréttindi í heimi margbreytileikans (ÞRS101F)

Í þessu námskeiði verður fjallað um mannréttindi í víðu samhengi, með áherslu á margbreytileika mannlífsins og þróun inngildandi samfélaga. Farið verður yfir lykil mannréttindasamninga sem Ísland hefur gerst aðili að og innbyrðis tengingu þeirra. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða jafnframt kynnt með áherslu á hvernig þau tengjast og eru samofin mannréttindum og mannréttindasamningum. Þá verður mannréttindahugtakið skoðað í sögulegu samhengi. Eldri gagnrýnin viðhorf til mannréttinda verða skoðuð (Þúkýdídes og Nietzsche) og athygli dregin að því hvernig ýmis kunnug þrástef endurspeglast í umræðum um tilkall jaðarhópa til réttinda í dag. Í námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að beita sjónarhorni mannréttindanálgunar og síðnýlenduhyggju til að greina stöðu jaðar- og minnihlutahópa í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Sjónum verður meðal annars beint að stöðu flóttafólks, kvenna, og fatlaðs, eldra og fátæks fólks þegar kemur að aðgengi að mannréttindum. Þá verður gagnrýnu sjónarhorni beitt til að koma auga á hvar samfélagslegar breytingar – til dæmis hvað varðar tækni og netvæðingu, umhverfisþætti og viðhorf til ólíkra hópa – kalla á breytingar og úrbætur á núverandi mannréttindakerfi til að tryggja grundvallarréttindi og koma í veg fyrir bakslag í mannréttindabaráttunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sunna Líf Kristjánsdóttir
Sunna Líf Kristjánsdóttir
Þroskaþjálfafræði, Viðbótardiplóma til starfsleyfis

Mín helsta ástríða hefur  verið að vinna samhliða fólki, styðja þau og stuðla að valdeflingu þeirra í samfélaginu, og jafnvel að gera heimin að betri stað fyrir vikið. Námið er fjölbreytt og möguleikarnir á atvinnumarkaði endalausir þegar því er lokið.  Námið er skemmtilegt, dýpkar skilning á efninu og gerir mann að heildstæðari fagmanni fyrir starf sem er svo gríðarlega mikilvægt, fjölbreytt og gefandi.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.