Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Læknisfræði

Kandídatspróf – 180 einingar

Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Nemendur eru búnir undir stigvaxandi ábyrgð og sjálfstæða ákvarðanatöku undir handleiðslu og á ábyrgð sérfræðilækna.

Skipulag náms

X

Lyflæknisfræði, fræðileg (LÆK202F)

Námskeið í lyflæknisfræði skiptist í tvo hluta, klínískan hluta og fræðilegan hluta sem eru samofnir bæði efnislega og í tíma. Próf í lyflæknisfræði verða tvö, skriflegt próf og klínískt stöðvapróf.

Kennsla í fræðilega hluta námsins felst í fyrirlestrum samkvæmt fyrirlestraskrá, umræðufundum í tengslum við hinn verklega þátt námsins og lestri kennslubóka og tímaritsgreina í lyflæknisfræði. Fjallað er um helstu sjúkdóma sem lyflæknisfræðin og undirgreinar hennar fjalla um með áherslu á útbreiðslu þeirra, orsakir, meinalífeðlisfræði, klíníska mynd, sjúkdómsferil, greiningu og meðferð.

Undirsérgreinar lyflæknisfræði eru: blóðsjúkdómafræði, innkirtla- og efnaskiptafræði, gigtsjúkdómafræði, hjartasjúkdómafræði, krabbameinsfræði, lungnasjúkdómafræði, meltingarsjúkdómafræði, nýrnasjúkdómafræði, ofnæmis og ónæmisfræði, smitsjúkdómafræði og öldrunarsjúkdómafræði.

Forstöðumaður lyflæknisfræði er Einar Stefán Björnsson. Kennslustjóri klíníska námskeiðsins í lyflæknisfræði er Runólfur Pálsson, dósent. Umsjón með námi á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur Gunnar Þór Gunnarsson, dósent.

X

Lyflæknisfræði, klínísk (LÆK203F)

Námskeið í lyflæknisfræði skiptist í tvo hluta, klínískan hluta og fræðilegan hluta sem eru samofnir bæði efnislega og í tíma. Próf í lyflæknisfræði verða tvö, skriflegt próf og klínískt stöðvapróf.

Kennsla í fræðilega hluta námsins felst í fyrirlestrum samkvæmt fyrirlestraskrá, umræðufundum í tengslum við hinn verklega þátt námsins og lestri kennslubóka og tímaritsgreina í lyflæknisfræði. Fjallað er um helstu sjúkdóma sem lyflæknisfræðin og undirgreinar hennar fjalla um með áherslu á útbreiðslu þeirra, orsakir, meinalífeðlisfræði, klíníska mynd, sjúkdómsferil, greiningu og meðferð.

Undirsérgreinar lyflæknisfræði eru: blóðsjúkdómafræði, innkirtla- og efnaskiptafræði, gigtsjúkdómafræði, hjartasjúkdómafræði, krabbameinsfræði, lungnasjúkdómafræði, meltingarsjúkdómafræði, nýrnasjúkdómafræði, ofnæmis og ónæmisfræði, smitsjúkdómafræði og öldrunarsjúkdómafræði.

X

Skurðlæknisfræði, fræðileg (LÆK204F)

Námskeið í skurðlæknisfræði skiptist í annars vegar fræðilegan hluta og hins vegar klínískan, og eru þeir kenndir samhliða á bæði haust- og vormisseri 4. árs.  

Fræðilega kennslan byggir á fyrirlestrum samkvæmt fyrirlestraskrá en tekur einnig til umræðufunda í tengslum við verklega námið og lestur tímaritsgreina og kennslubóka í skurðlæknisfræði. Kennarar eru sérfræðingar á Landspítala eða Sjúkrahúsinu á Akureyri og í flestum tilvikum kennara við læknadeild HÍ, en í svokölluðum málstofum sjá nemendur sjálfir um fyrirlestrana undir handleiðslu kennara. 

Fræðilega kennslan tekur til eftirfarandi undirsérgreina; kviðarholsskurðlækninga, hjarta- og lungnaskurðlækninga, brjóstaskurðlækninga, æðaskurðlækninga, lýtalækninga, heila- og taugaskurðlækninga og bæklunarskurðlækninga. Lögð er sérstök áhersla á faraldsfræði, orsakir, greiningu, rannsóknir og skurðmeðferð sjúkdóma sem heyra til skurðlækninga. Jafnframt er móttaka, greining og meðferð slasaðra sjúklinga kennd. Í sumum tilvikum er um samkennslu með lyflæknisfræði að ræða, enda er til staðar skörun þessara sérgreina í meðferð margra sjúkdóma. Þó er reynt að forðast tvíkennslu eftir mætti.  

Forstöðumaður fræðigreinarinnar er Tómas Guðbjartsson prófessor. 

X

Skurðlæknisfræði, klínísk (LÆK205F)

Verklega kennslan í skurðlæknisfræði eru námskeið á haust- og vormisseri sem fara samtímis fram og fyrirlestrar á bæði Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Læknanemar innskrifa sjúklinga í innskriftarmiðstöð, fylgja þeim eftir í aðgerð og á legudeild. Þeir ganga hefðbundinn stofugang á legudeildum og kennslustofugang með kennara. Þeir fylgjast einnig með og taka þátt í starfi í göngu,- endurkomu- og bráðadeild. Æfingaklíníkur og fræðslufundir eru skv auglýstri dagskrá. Læknanemar eru til skiptis á bráðavöktum; mætingaskylda er 100%. Námsmat er samsett úr 75% frammistöðu á stöðvaprófi (ESCA) í lok námskeiðs og 25% frammistöðu í námsbók/ frammistöðumati.

X

Háls- nef- og eyrnasjúkdómafræði (LÆK206F)

Verkleg kennsla: Kennt er á göngudeild háls- nef og eyrnadeildar LSH Fossvogi sem er á 3. hæð (B3). Verklega kennslan stendur yfir allt skólaárið, þ.e. bæði haust- og vormisseri. Nemendur verða 2 saman, í eina viku í senn (sjá nánar stundaskrá). Læknanemum er kennd háls-, nef- og eyrnaskoðun ásamt beitingu algengustu tækja til sjúkdómsgreiningar og meðhöndlunar. Sjúkdómstilfelli verða kynnt eftir því sem tök eru á hverju sinni, bæði á legudeild, göngudeild og skurðstofu.

Fræðileg kennsla: Beitt er aðferðum vendikennslu í þessu námskeiði. Fyrirlestrar um tiltekin efni verða aðgengileg í Canvas og ætlast er til að nemendur séu búnir að fara yfir þá áður en þeir koma í tíma. Í tímunum verður farið yfir efnið vandamálamiðað til að undirbúa nemandann sem best fyrir að takast á við þessi vandamál á bráðamóttöku og heilsugæslu.

X

Myndgreining (LÆK207F)

Farið er yfir eðlisfræði myndgreiningar, geislavarnir, almenn hugtök læknisfræðilegrar myndgreiningar, myndgreiningaraðferðir (röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndarannsóknir, ómun, ísótóparannsóknir og segulómun), myndgreiningu á taugakerfi, brjóst- og kviðarholi, hjarta og æðum, meltingar- og þvagfærum, beinum og liðum. Skuggaefni og rannsóknir með þeim við brjósthols-, meltingarfæra- og æðasjúkdóma. Aðgerðarannsóknir (intervention).

Verkleg kennsla: Fer fram á röntgendeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss.

X

Klínísk aðferð: Samskiptafræði - Læknir/sjúklingur IV (LÆK208F)

Námskeiðið er framhald af samskiptafræði og sálfræði á 1-3 ári í BS í læknisfræði. Megináherslan verður á samskiptatól eins og SBAR sem má nota til að auka öryggi sjúklinga og bæta teymisvinnu. Kennt verður á einum degi og árganginum skipt í minni hópa og fer kennsla fram sem hermikennsla og umræður í minni hópum um valin efni.

X

Meinefnafræði (LÆK105F)

Markmið námskeiðsins er grunnkennsla í notkun lífefnafræðilegra, sameindaerfðafræðilegra og frumulíffræðilegra hugtaka og aðferða til skilnings og mats á heilsu manna og sjúkdómum.

Efni fyrirlestra: Almenn meinefnafræði, sérhæfð meinefnafræði einstakra sjúkdóma og líffærakerfa. Hagnýt atriði varðandi samskipti lækna við klínískar rannsóknastofur. Vaxtarbroddar í sameindalæknisfræði. Lausnaleitarnám. Heimsókn á rannsóknastofu í meinefnafræði á 2. námsári.

X

Klínísk aðferð: Samskiptafræði - Læknir/sjúklingur V (LÆK408F)

Námskeiðið er framhald af samskiptafræði og sálfræði á 1-3 ári í BS í læknisfræði og LÆK107F á fjórða námsári. Megináherslan verður á að dýpka þekkingu nemenda á aðferðum við mat á sjálfvígshættu og öryggi við lyfjaávísanir. Kennt verður á einum degi (8t) eða skipt í minni einingar háð því hvað passar vegna stundarskrár fimmta námsárs og árganginum skipt í minni hópa. Kennslan fer fram sem hermikennsla og umræður í minni hópum um valin efni.

X

Fæðinga- og kvensjúkdómafræði (LÆK301F)

Kennslan fer fram með fyrirlestrum, umræðufundum og verklegri kennslu á 7 vikna námskeiði. Kennslan fer fram á kvennadeild Landspítala en læknanemar kynnast einnig starfsemi Livio Reykjavík (frjósemislækningar). Fjögur námskeið eru haldin á ári.  Læknanemar fylgja læknum og ljósmæðrum á deildinni í daglegu starfi.  Læknanemar hafa aðgang að tölvukosti og netþjónustu á deildinni. Námskeiðinu lýkur með skriflegu, rafrænu prófi og munnlegu stöðvaprófi en einnig er verknámseinkunn hluti heildareinkunnar.

X

Barnalæknisfræði (LÆK302F)

Námið er verklegt og bóklegt. Nemendum er skipt í fjóra hópa til verklegs náms sem fer fram á Barnaspítala Hringsins Landspítala. Fyrirlestrar eru einnig haldnir á Barnaspítala Hringsins samhliða verklegu námi. Námið byggist þannig upp af verklegri þjálfun, fyrirlestrum, úrlausnarverkefnum (klíníkum) o.fl. Í verklegu námi kynnast nemar starfinu á öllum deildum Barnaspítalans.

Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu á barnalæknisfræði. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina veik börn og gera tillögur um rannsóknir og meðferð.

Í upphafi námsins fá stúdentar gögn í hendur varðandi fyrirkomulag námsins, þ.m.t. fyrirlestrarskrá, lýsingu á fyrirkomulagi námsins o.fl. Nemendum er einnig bent á heimasíðu Barnaspítala Hringsins.

X

Erfðalæknisfræði (LÆK303F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á aðferðafræði við greiningu erfðasjúkdóma og meðfæddra galla og hvernig erfðaþættir stuðla að ýmsum algengum sjúkdómum. Megin áhersla er lögð á hagnýtingu þessarar þekkingar í daglegu starfi lækna og að lagður sé grundvöllur að því að nemendur geti fylgst með örri þróun á sviði erfðalæknisfræði og erfðatækni. Námsefni er bygging og starfsemi gena. Genakortlagning og erfðatölfræði. Lífefna- og sameindaerfðafræði valinna erfðasjúkdóma. Litningar, litningagallar og erfðasjúkdómaleit. Grundvallaratriði margþátta- og fjölgena erfðir kynnt, m.a. til skilnings á meðfæddum sjúkdómum, erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins. Kynnt verða valin erfðaheilkenni og notkun gagnabanka við greiningu þeirra, meðferðarmöguleikar erfðasjúkdóma og helstu erfðasjúkdómar á Íslandi og sýnd dæmi um fósturgreiningar. Lögð er áhersla á erfðaráðgjöf og eftirlit einstaklinga í áhættuhópum, ásamt umræðum um siðferðilega þætti sem vakna við rannsóknir og greiningu erfðasjúkdóma og meðfæddra eiginleika.

Forkröfur:

Fyrir nemendur í læknadeild LÆK220G Líffærafræði IA, LÆK314G Lífefna- og sameindalíffræði A og LÆK410G Lífefna- og sameindalíffræði B.

Fyrir nemendur í raunvísindadeild: LÍF206G Frumulíffræði, LÍF302G Erfðafræði og LÍF411G Sameindaerfðafræði.

Fyrir nemendur í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild: LEF101G Lífefnafræði H,  HJÚ203G Lífeðlisfræði og frumulíffræði og HJÚ1205G Fósturfræði.

X

Geðlæknisfræði (LÆK304F)

Markmið kennslunnar er að fræða stúdenta um geðsjúkdóma, tíðni þeirra, orsakir, gang, horfur, meðferð og forvarnir. Einnig að þjálfa nema í grunnatriðum hugrænnar atferlismeðferðar og áhugahvetjandi samtals og auka skilning þeirra á sjálfum sér, eigin tilfinningum, hugsun og viðbrögðum við álagi. Ein vika er valvika og önnur nýtt eingöngu til fyrirlestrahalds. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðutímum og verklegum æfingum á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss samkvæmt handbók sem stúdentar fá í upphafi námskeiðs.

Þátttakendur eru nemar á 5. ári í læknisfræði við Læknadeild eða skiptinemar sem hafa vald til tjáskipta við sjúklinga á íslensku.

X

Taugasjúkdómafræði (LÆK305F)

Fyrirlestrar um helstu sjúkdóma í heila, mænu og úttaugakerfi. Hver stúdent er 4 vikur á sjúkradeildum og í lok þess áfanga er verklegt próf. Auk þessa eru fyrirlestrar ("seminör") sem stúdentar flytja undir handleiðslu kennara.

X

Augnsjúkdómafræði (LÆK306F)

Á námskeiðinu eru tekin fyrir grunnatriði í augnlæknisfræði. Í fyrirlestrum er farið í eftirfarandi: Líffæra- og lífeðlisfræði augans; saga og skoðun; optík, sjónlagsgallar og gleraugu; augnslys; sjónhimnusjúkdómar; augnsjúkdómar barna og skjálgi; augasteinn og ský; augun og sjúkdómar í öðrum líffærum; augnlok og augntóft; aldursbundin hrörnun í augnbotnum; gláka; auga og miðtaugakerfi; augnsjúkdómar í sykursýki; hvarmabólga; slímhimnubólga; rautt auga (mismunagreining og meðferð); hornhimnusjúkdómar.

Verkleg kennsla á göngudeild augndeildar við Eiríksgötu 37, um vika fyrir hvern nema. Skyldumæting er í verklega kennslu.

X

Fæðinga- og kvensjúkdómafræði (LÆK401F)

Kennslan fer fram með fyrirlestrum, umræðufundum og verklegri kennslu á 7 vikna námskeiði. Kennslan fer fram á kvennadeild Landspítala en læknanemar kynnast einnig starfsemi Livio Reykjavík (frjósemislækningar). Fjögur námskeið eru haldin á ári.  Læknanemar fylgja læknum og ljósmæðrum á deildinni í daglegu starfi.  Læknanemar hafa aðgang að tölvukosti og netþjónustu á deildinni. Námskeiðinu lýkur með skriflegu, rafrænu prófi og munnlegu stöðvaprófi en einnig er verknámseinkunn hluti heildareinkunnar.

X

Barnalæknisfræði (LÆK402F)

Námið er verklegt og bóklegt. Nemendum er skipt í fjóra hópa til verklegs náms sem fer fram á Barnaspítala Hringsins Landspítala. Fyrirlestrar eru einnig haldnir á Barnaspítala Hringsins samhliða verklegu námi. Námið byggist þannig upp af verklegri þjálfun, fyrirlestrum, úrlausnarverkefnum (klíníkum) o.fl. Í verklegu námi kynnast nemar starfinu á öllum deildum Barnaspítalans.

Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu á barnalæknisfræði. Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að skoða, umgangast og sjúkdómsgreina veik börn og gera tillögur um rannsóknir og meðferð.

Í upphafi námsins fá stúdentar gögn í hendur varðandi fyrirkomulag námsins, þ.m.t. fyrirlestrarskrá, lýsingu á fyrirkomulagi námsins o.fl. Nemendum er einnig bent á heimasíðu Barnaspítala Hringsins.

X

Erfðalæknisfræði (LÆK403F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á aðferðafræði við greiningu erfðasjúkdóma og meðfæddra galla og hvernig erfðaþættir stuðla að ýmsum algengum sjúkdómum. Megin áhersla er lögð á hagnýtingu þessarar þekkingar í daglegu starfi lækna og að lagður sé grundvöllur að því að nemendur geti fylgst með örri þróun á sviði erfðalæknisfræði og erfðatækni. Námsefni er bygging og starfsemi gena. Genakortlagning og erfðatölfræði. Lífefna- og sameindaerfðafræði valinna erfðasjúkdóma. Litningar, litningagallar og erfðasjúkdómaleit. Grundvallaratriði margþátta- og fjölgena erfðir kynnt, m.a. til skilnings á meðfæddum sjúkdómum, erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameins. Kynnt verða valin erfðaheilkenni og notkun gagnabanka við greiningu þeirra, meðferðarmöguleikar erfðasjúkdóma og helstu erfðasjúkdómar á Íslandi og sýnd dæmi um fósturgreiningar. Lögð er áhersla á erfðaráðgjöf og eftirlit einstaklinga í áhættuhópum, ásamt umræðum um siðferðilega þætti sem vakna við rannsóknir og greiningu erfðasjúkdóma og meðfæddra eiginleika.

Forkröfur:

Fyrir nemendur í læknadeild LÆK220G Líffærafræði IA, LÆK314G Lífefna- og sameindalíffræði A og LÆK410G Lífefna- og sameindalíffræði B.

Fyrir nemendur í raunvísindadeild: LÍF206G Frumulíffræði, LÍF302G Erfðafræði og LÍF411G Sameindaerfðafræði.

Fyrir nemendur í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild: LEF101G Lífefnafræði H,  HJÚ203G Lífeðlisfræði og frumulíffræði og HJÚ1205G Fósturfræði.

X

Geðlæknisfræði (LÆK404F)

Markmið kennslunnar er að fræða stúdenta um geðsjúkdóma, tíðni þeirra, orsakir, gang, horfur, meðferð og forvarnir. Einnig að þjálfa nema í grunnatriðum hugrænnar atferlismeðferðar og áhugahvetjandi samtals og auka skilning þeirra á sjálfum sér, eigin tilfinningum, hugsun og viðbrögðum við álagi. Ein vika er valvika og önnur nýtt eingöngu til fyrirlestrahalds. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðutímum og verklegum æfingum á geðdeildum Landspítala háskólasjúkrahúss samkvæmt handbók sem stúdentar fá í upphafi námskeiðs.

Þátttakendur eru nemar á 5. ári í læknisfræði við Læknadeild eða skiptinemar sem hafa vald til tjáskipta við sjúklinga á íslensku.

X

Taugasjúkdómafræði (LÆK405F)

Fyrirlestrar um helstu sjúkdóma í heila, mænu og úttaugakerfi. Hver stúdent er 4 vikur á sjúkradeildum og í lok þess áfanga er verklegt próf. Auk þessa eru fyrirlestrar ("seminör") sem stúdentar flytja undir handleiðslu kennara.

X

Augnsjúkdómafræði (LÆK406F)

Á námskeiðinu eru tekin fyrir grunnatriði í augnlæknisfræði. Í fyrirlestrum er farið í eftirfarandi: Líffæra- og lífeðlisfræði augans; saga og skoðun; optík, sjónlagsgallar og gleraugu; augnslys; sjónhimnusjúkdómar; augnsjúkdómar barna og skjálgi; augasteinn og ský; augun og sjúkdómar í öðrum líffærum; augnlok og augntóft; aldursbundin hrörnun í augnbotnum; gláka; auga og miðtaugakerfi; augnsjúkdómar í sykursýki; hvarmabólga; slímhimnubólga; rautt auga (mismunagreining og meðferð); hornhimnusjúkdómar.

Verkleg kennsla á göngudeild augndeildar við Eiríksgötu 37, um vika fyrir hvern nema. Skyldumæting er í verklega kennslu.

X

Húð- og kynsjúkdómafræði (LÆK407F)

Námsefni: Uppbygging og starfsemi húðarinnar. Einnnig verður farið í meinafræði helstu húðsjúkdóma. Útvortislyf og almennar notkunarreglur þeirra. Farið verður í algengustu húðsjúkdómana og þá sjúkdóma sem smitast við kynmök og ætlast til að stúdentar geti greint þá. Lausleg yfirferð verður á öðrum húðsjúkdómum. Allir stúdentar verða í verklegum tímum á göngudeild húð-og kynsjúkdóma og Legudeild LSH, Kynsjúkdómadeild LSH og Húðlæknastöðinni, Smáratorgi 1 Kópavogi. Auk þess verða sjúklingar sýndir í fyrirlestrum og því nauðsynlegt að mæting í fyrirlestra sé eins og um verklegan tíma sé að ræða.

X

Klínisk aðferð/samskiptafræði VI (LÆK621F)

Námskeiðið er framhald af samskiptafræði og sálfræði á 1-3 ári í BS í læknisfræði, LÆK208F á fjórða námsári og LÆK408F á fimmta námsári. Megináherslan verður á að dýpka þekkingu nemenda í samskiptaaðferðum á fjölskyldufundum, hvernig á að færa slæmar fréttir, þverfaglegri samvinnu og samtal við sjúklinga með aðstoð túlks. Kennt verður á einum degi eða skipt í minni einingar háð því hvað passar vegna stundaskrár sjötta námsárs og árganginum skipt í minni hópa. Kennslan fer fram sem hermikennsla og umræður í minni hópum um valin efni.

Kennslufyrirkomulag: Verður sambland af umræðutímum og færni- og hermikennsla. Allt kennt á einum degi (10 kennslustundir). Krafist er mætingarskyldu og verkefnaskil eftir námsdaginn. 

X

Sniðlækningar, einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndum (LÆK623F)

Samnorrænt netnámskeið í sniðlækningum (e. personalised/precision medicine) sem Háskóli Íslands stendur að ásamt Kaupmannahafnarháskóla og er ætlað læknanemum á seinni stigum náms. Námskeiðið er á ensku og var búið til að frumkvæði menntanefndar deildarforseta í læknadeildum á Norðurlöndunum undir forystu Engilberts Sigurðssonar þáverandi deildarforseta. Það hlaut styrk frá samnorrænu nefnd rannsóknarsjóðanna (https://nos-m.org/ ). Boðið hefur verið upp á námskeiðið frá 2022 á Coursera ( Personalised Medicine from a Nordic Perspective | Coursera ) og við lok 2023 höfðu yfir tvö þúsund manns skráð sig og námskeiðið fengið 4.6 af 5 mögulegum í einkunn. 

Sniðlækningar, stundum kallaðar einstaklingsmiðaðar lækningar er nýlegt hugtak á sviði heilbrigðisþjónustu. Markmiðið er að einstaklingsmiða meðferð með því nýta alla þá þætti sem hafa sýnt gagnreynd tengsl við áhættu, horfur eða meðferðarsvörun, til að velja besta meðferðarkostinn fyrir hvern einstakling á hverjum tímapunkti og forða honum frá ónauðsynlegri meðferð, aukaverkunum og kostnaði. Hugtakið sniðlækningar nær því frá grunnrannsóknum til klínískrar þjónustu og er leið til að takast skipulega á við þá áskorun að þekking aukist gríðarlega hratt og brúa þurfi bilið yfir í klíníkina. Til að slíkar upplýsingar gagnist í klínísku starfi þarf að þróa spálíkön sem eru aðgengileg fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga með hjálp snjalltækja enda er tilgangurinn að gera upplýsingar um áhættu og meðferðarkosti aðgengilegar. Þannig sparast bæði peningar og tími þegar við getum beitt hnitmiðuðum forvörnum, snemmgreiningu og kjörmeðferð.

All taka 33 sérfræðingar frá öllum Norðurlöndunum þátt í þessu námskeiði, sem er í sex hlutum með alls 30 stuttum myndböndum sem nálgast efnið frá ýmsum hliðum, ýmist í formi fyrirlestra, viðtala eða umræða, auk ítarefnis í formi greina um ýmsa aðferðafræði og tengla á gagnlegar vefsíður og tæki enda er þróunin svo hröð að slíkt getur fljótt orðið úrelt.

Fyrsti hlutinn (module) er með 5 myndböndum og 6 ítarefni sem kynnir efnið almennt, hugtökin sem notuð eru, nýtingu sniðlækninga og praktísk dæmi og tilfelli, auk viðtala við sérfræðinga frá Norðurlöndunum.

Annar hlutinn (6 myndbönd, 8 ítarefni) fjallar um hvaða heilbrigðisupplýsingar eru notaðar, hvernig þeim er safnað og þær nýttar til að þróa sniðlækningar, auk dæma um snjalllausnir sem stuðla að sniðlækningum.

Þriðji hlutinn (5 myndbönd, 3 ítarefni) fjallar um lífvísa (biomarkers), mælingar, úrvinnslu og nýtingu þeirra í sniðlækningum, þar með talið erfðaþætti, prótein og omics, þ.e.a.s. aðferðir sem hafa þróast til að mæla og vinna úr öllum tiltækum lífvísum af hverri gerð með tilgátulausri nálgun.

Fjórði hlutinn (4 myndbönd, 4 ítarefni) fjallar um hvernig sniðlækningar þróast á grunni gagnreyndrar læknisfræði og nýtir öll tiltæk gögn til að þróa spálíkön og hanna lyfjarannsóknir með öðrum hnitmiðaðri hætti en áður (‚data-driven‘ nálgun). Einnig er fjallað um lagalegar og siðferðilegar hliðar á efninu.

Fimmti hlutinn (5 myndbönd, 7 ítarefni) fjallar um hugtakið áhættu (risk) og hvernig hún er mæld, túlkuð og henni miðlað til sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er sjúklingamiðuð heilbrigðisþjónusta (patient-centered care) kynnt og tengsl þess hugtaks við sniðlækningar, og loks er fjallað um þátt fjölmiðla og annarra miðla.

Sjötti hlutinn (6 myndbönd, 3 ítarefni) fer dýpra í siðfræðilegar, lagalegar og félagslegar hliðar sniðlækninga, einkum frá sjónarhóli Norðurlandanna, auk þess að ræða samstarfs heilbrigðiskerfis, rannsóknaeininga og fyrirtækja á breiðum grundvelli.

Sjá nánar á www.coursera.org: Personalised medicine from a Nordic perspective.

X

Fyrirbyggjandi læknisfræði (LÆK501F)

Heilsuvernd, umhverfi, lífsvenjur og erfðir hafa áhrif á líðan og heilsufar einstaklinga, samfélagshópa og þjóða. Námskeiðið gefur yfirlit yfir aðferðir og tækifæri læknisfræðinnar til forvarna í samfélaginu og heilsueflingar meðal skjólstæðinga. Fjallað er um umhverfisvernd, smitsjúkdómavarnir, skimun við ýmsum langvinnum sjúkdómum og aðferðir til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og geðheilbrigði. Markmið kennslunnar er að efla þekkingu á efninu og kynna nauðsynlega aðferðafræði sem leitt getur til bætts heilsufars í samfélaginu. Farið er yfir þekkingargrunn hinna ýmsu sviða forvarna með rýni vísindagreina.

X

Klínísk eiturefnafræði (LÆK504F)

Tilgangur námskeiðsins er að kynna nemendum algengar eitranir sem koma til meðferðar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hér á landi og helstu úrræði við meðferð þeirra.

X

Endurhæfingarfræði (LÆK505F)

Endurhæfingarfræðin fjallar um skipulagða og marksetta þjónustu fyrir sjúklinga með tímabundna eða varanlega skerðingu á líkamlegri og andlegri færni eftir sjúkdóma og slys. Áhersla er lögð á þátt lækna í samvinnu heilbrigðisstétta um framvindu endurhæfingarferla.

X

Stjórnun og gæðamál (LÆK507F)

Námskeiðið Stjórnun og gæðamál er hluti tveggja vikna tímabils þar sem um er að ræða lokayfirferð í ýmsum sérstökum praktískum vandamálum sem snúa að læknisstarfinu í heild. 

Innihald námskeiðisins:
Grundvallaratriði gæðastjórnunar (Quality Management and patient safety) kynnt. Einnig yfirferð yfir hvað felst í stjórnunarnámi almennt. 

Kennslufræðileg nálgun
:
Fyrir námsskeiðið verður birt á Uglu stundaskrá námskeiðsins ásamt lista yfir fyrirlesara. Nemum er skipt upp í 4 hópa og þeir fá upplýsingar um þau tvö verkefni sem þeir eiga að vinna.

Við kennsluna er stuðst er við nálgun NHS í Bretland við kennslu heilbrigðisstétta:
Tell me: I will probably forget
Show me: I may remember
Make me participate: I will understand

Auk verkefna sem fram koma í námsmati hér að neðan eru gagnvirkir fyrirlestar og myndskeið af vef.

Átta fyrirlestrar um "Lög og reglur" tilheyra einnig námskeiðinu og eru kenndir í sitt hvoru lagi fyrir hópa A (vormisseri) og B (haustmisseri). Mætingarskylda er í þessa fyrirlestra.

X

Krabbameinslæknisfræði - verkleg (LÆK508F)

Fyrirlestrar: Ekki er farið yfir einstaka sjúkdóma í fyrirlestrum heldur er meira lagt upp úr almennri nálgun og meira lagt upp úr þeim fræðilega bakgrunni sem tengist krabbameinslækningum.

Vandamiðað tilfelli: Nemendum er skipt í hópa og lesa sig í gegnum tilfelli og leiða sjálfir umræður. Nemendur velja svo eitt umfjöllunarefni sem þeir kynna sér og segja frá.

Námskeið í viðtalstækni:. Átta til tíu læknanemar eru á hverju viðtalsnámskeiði, sem tekur 4-5 klukkutíma. Námskeiðið fer þannig fram að sérhver læknanemi fær hlutverk bæði sem læknir og sem sjúklingur eða ættingi sjúklings. Tekin eru fyrir vandamál eins og að tilkynna sjúklingi að hann sé með krabbamein, ræða takmörkun meðferðar og tilkynna um andlát. Öll viðtöl eru tekin upp á myndband og síðan fjallað um það sameiginlega á uppbyggilegan hátt.

Verkleg kennsla: Læknanemar fara á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga og kynnast göngudeildarvinnu með sérfræðingi í blóð- eða krabbameinslækningum. Sérhver læknanemi verður einnig einu sinni á Líknardeild og fær kynningu á geisladeild LSH.

X

Réttarlæknisfræði (LÆK511F)

Meginstef: a) Dauðinn og birtingarmyndir dauða manneskjunnar b) Áverkafræði árása og ofbeldis c) Sjálfsvíg og slys d) Tengsl laga og læknisfræði.

Innihald námskeiðsins:

 • Kynning á réttarlæknisfræði
 • Dauðaferlið og breytingar eftir dauðann
 • Læknisfræðileg rannsókn dauðsfalla
 • Ritun dánarvottorðs
 • Krufning og aðrar rannsóknaraðferðir
 • Dauðsföll af náttúrulegum völdum
 • Skyndidauði barna
 • Kennslaburður
 • Sljóir áverkar
 • Skarpir áverkar
 • Höfuðáverkar
 • Áfengi, lyfjamisnotkun og dauðinn
 • Umferðaslys og önnur háorkuferli
 • Skotáverkar
 • Klínísk réttarlæknisfræði
 • Skrásetning, túlkun og tímasetning áverka
 • Köfnun
 • Kraftverkun á háls
 • Ofkæling og ofhitnun
 • Drukknun
 • Bruni og koloxíðeitrun
 • Rafáverkar
 • Vettvangsrannsókn og líkskoðun
 • Lærdómsrík tilfelli
X

Bráðalækningar (LÆK512F)

Lengd 4 vikur.

Á 6. ári er kennslan í bráðalækningum skipt i tvo hluta sem hvor um sig er tvær vikur. Á fyrri tímabilinu fer fer kennsla fram í fyrirlestrum og á verklegum námskeiðum með eftirfarandi hætti:

 • Fræðsludagur um ofbeldi
 • 2 daga námskeið í sérhæfðri endurlífgun - ALS
 • 1 dagur í tilfellaæfingum í hermisetri
 • Bráðaómun - vefnámskeið og hálfur dagur í verklegum æfingum

Eftir það taka við 2 vikur af verknámi á bráðamóttöku þar sem læknanemar fá þjálfun í að vinna upp sjúklinga með bráð vandamál undir handleiðslu sérfræðinga og reyndari sérnámslækna deildarinnar. 

Hæfniviðmið:

Við lok náms í bráðalækningum skal nemandi hafa náð eftirfarandi viðmiðum:

 1. Að geta framkvæmt fyrstu greiningu algengra og alvarlegra bráðavandamála út frá einkennum sjúklings.
 2. Að geta framkvæmt einfaldari bráðainngrip hjá slösuðum og bráðveikum einstaklingum.
 3. Að geta framkvæmt endurlífgun samkvæmt stöðluðum endurlífgunarleiðbeiningum.
 4. Geti skilgreint háorkuáverka og lýst ferli áverkasjúklinga frá slysstað að sérhæfðri meðferð.
 5. Geti lýst grunnskipulags almannavarna og hópslysaviðbragðs og geti tekið þátt í hópslysaviðbragði.
 6. Geta haldið fríum loftvegi hjá sjúklingi, stutt við öndun með maska og belg og reynt ísetningu kokmaska
 7. Geti útskýrt grunnatriði eðlis- og tækjafræði bráðaómskoðunar og hafi grunnfærni í einfaldari ómskoðunum.
 8. Geti útskýrt helstu birtingarmyndir ofbeldis í samfélaginu og leiðir í heilbrigðis- og félagskerfi til að veita fórnarlömbum ofbeldis stuðning.
X

Svæfinga- og gjörgæslulækningar (LÆK513F)

Kennsla í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði fer fram á 6. ári og skiptist í fræðilegan og klínískan hluta. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. 

Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að meta og undirbúa sjúklinga sem eru að fara í valaðgerðir eða bráðaaðgerðir, ásamt því að meta og meðhöndla sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir og bráðveika gjörgæslusjúklinga. Ennfremur fá nemendur reynslu í að gera tillögur um rannsóknir og meðferð gjörgæslusjúklinga. 

Fræðileg kennsla fer fram á eftirfarandi hátt

 1. Fyrirlestrarvika í september/janúar, sjá fyrirlestraskrá á Canvas.
  1. Alls eru þrír dagar sem nemendur mæta í fyrirlestra í námskeiðinu
  2. Nemendur fá fyrir hvern fyrirlestrardag aðgang að upptökum (4 fyrirlestrum/dag) sem innihalda námsefni dagsins. Einnig verður stutt fjölvalspróf (5-10 spurningar) sem ætlast er til að nemendur svari áður en þeir koma í umræðutímann.
  3. Hópnum verður skipt í minni hópa og hver 5-7 manna hópur mætir í umræðutímann, sem tekur um klukkustund. Í umræðutímunum verður rætt um yfir tilfelli sem falla að námsefni dagsins

 Verkleg kennsla fer fram á eftirfarandi hátt 

 1. Nemar dvelja í 2 vikur á svæfinga- og gjörgæsludeildum og er úthlutað daglegu verkefni, annaðhvort á gjörgæsludeild, skurðgangi eða innskriftarmiðstöð.
 2. Lögð er megináhersla á undirstöðuatriði í svæfinga og gjörgæslulækningum
  1. Klínísk skoðun og mat á heilbrigðisástandi sjúklings fyrir skurðaðgerð (risk management)
  2. Þjálfun í að halda öndunarvegum opnum og tryggja æðaðgang.
   1. Fyrsti forgangur er að halda öndunarvegi opnum með maska/kokrennu, þá notkun supraglottic öndunarvega (larynxmaska) og loks eiga nemendur að fylgjast með og reyna barkaþræðingu, þó það sé utan færniviðmiða námskeiðsins
  3. Mat á vökvajafnvægi og blóðtapi í og eftir skurðaðgerð og verkjameðferð eftir skurðaðgerðir.
  4. Mat og meðferð á alvarlega veikum/slösuðum sjúklingum á gjörgæslu.
  5. Haldnar verða eftirtaldar færnistöðvar meðan á verknámi stendur
   1. Öndunarvegameðferð
   2. Ytri og innri öndunarvélameðferð
  6. Nemendur fylgja eftir einum sjúklingi á gjörgæsludeild, og skulu annaðhvort velja einstakling með afmarkað gjörgæsluvandamál eða hluta af sjúkdómsgangi sjúklings með fjölþætt vandamál og fara yfir hann á formlegan hátt ásamt sérfræðilækni (ca 15 mín)
  7. Mætingarskylda í verknám er 100%, nemendur sem missa úr verknámsdag geta bætt hann upp í samráði við prófessor
  8. Nemendur taka tvær vaktir í verknámi, þar sem þeir halda áfram með vaktlæknum svæfinga-og gjörgæsludeildar frá 15:30-22:00
  9. Nemendur halda dagbók yfir svæfingar og fræðilega yfirferð í verknáminu

Verkleg kennsla fer fram á:

Landspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut: umsjón Martin Ingi Sigurðsson, prófessor, Sigurbergur Kárason dósent/yfirlæknir.

Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi: umsjón Katrín Þormar sérfræðilæknir.

Sjúkrahúsi Akraness: umsjón Björn Gunnarsson yfirlæknir.

Sjúkrahúsinu á Akureyri: umsjón Oddur Ólafsson, yfirlæknir.

Allir sérfræðilæknar Svæfinga-og gjörgæsludeildar LSH, SA og SAK taka einnig þátt í fræðilegri og verklegri kennslu við verknám. Deildarlæknar svæfinga-og gjörgæsludeildar LSH og SAK taka jafnframt þátt í kennslu læknanema.

X

Heimilislæknisfræði (LÆK514F)

Heilsugæslan getur sinnt um 95% allra vandamála fólks sem leitar eftir heilbrigðisþjónustu. Þessi vandamál sjást sjaldan innan veggja sjúkrahúsa. Heilsugæslan byggir því á eigin þekkingargrunni, færni, viðhorfum, mannauði og starfsaðstöðu til þess að sinna hlutverki sínu.

Fjallað er um algengustu heilsufarsvandamál og önnur viðfangsefni heilsugæslunnar og vinnuaðferðir. Kennd verða undirstöðuatriði klínískrar skoðunar, vandaliðuð sjúkrasaga, klínísk færni og viðhorf við greiningu og vandalausn, heilsuverndarstarf og teymisvinna. Stúdentar tala við og skoða sjúklinga og setja fram greiningu og áætlun um meðferð. Þeir munu taka þátt í heilsuverndarstarfi, s.s. mæðravernd og ungbarnaeftirliti með læknum og hjúkrunarfræðingum eftir því sem kostur er.

Kennsla: Fræðilegt nám fer fram í fyrirlestrum og hópkennslu í minni vinnubúðum (group based learning, probelm/case learning). Aðalþættir fræðilega hlutans beinast að læknisfræðilegri kunnáttu og viðhorfum. Síðarnefnda markmiðið, viðhorfin, skiptir þó sköpum fyrir heimilislækningar. Hér er t.d. átt við að nemandinn stefni að því að verða sérfræðingur í einstaklingnum sjálfum, en ekki líffærum eða ákveðnu aldursskeiði, að læknirinn noti tímann sem tæki til greiningar vandamála og öðlist heildarsýn á einstaklingnum sem félagsveru, hluta af fjölskyldu, samfélagi og umhverfi.

Fræðilegum hluta er síðan fylgt eftir með verklegu starfsnámi í 3 vikur á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu og 1 viku á heilsugæslustöð úti á landi undir leiðsögn reynds leiðbeinanda.
Starfsþjálfun á heilsugæslustöð beinist að því að nemandinn öðlist ákveðna klíníska færni, svo sem í samtölum við sjúklinga, viðeigandi úrlausnum, eða að sauma sár svo eitthvað sé nefnt.

X

Valnámskeið (LÆK515F)

Skipulegt valnámskeið í læknanámi er 4 vikur annað hvort á haust- eða á vormisseri 6. árs og er 8 ECTS. Valnámskeiðið er fyrst og fremst ætlað til að gefa nemandanum kost á að því að víkka sjóndeildarhring sinn með því að velja sér greinar eða áhugasvið sem nemandinn vill kynna sér nánar. Val er ekki bundið við klíníska læknisfræði, heldur getur nemandinn valið að vinna að skipulegum vísindarannsóknum, tekið námskeið við aðrar deildir Háskóla Íslands eða í háskólum í öðrum löndum. Skilyrði er að innihald námsins tengist heilbrigðisvísindum. Ef valnámskeiðið er tekið í formi vefnáms þá setur umsjónarkennari fram leiðbeiningar um hvernig slíkt nám er metið, en námið þarf að samsvara þeim tímafjölda sem liggur að baki 8 ECTS. Um klínískt valnámskeið gildir að leiðbeinendur sjá um að setja fram marklýsingu fyrir hvern nemanda. Marklýsingin er gerð í nánu samráði við nemandann og sér nemandinn um að skila henni til umsjónarkennara námskeiðsins á tilsettum tíma.

Umsjónarkennarinn tekur afstöðu til hvort samþykkja eigi verkefnið og marklýsinguna og hvort námið standist kröfur læknadeildar. Í vafatilfellum hefur umsjónarkennari samráð við kennslustjóra vegna þessa. Æskilegt er að nemendur sýni frumkvæði og leggi sjálfir drög að því hvernig valnámskeið þeirra er skipulagt. Ef margir nemendur sækja um sömu verkefni eða nám innan sömu sérgreina, verður dregið um þau.

Fyrir þá nemendur sem ekki hafa orðið sér úti um verkefni sjálfir er hægt að hafa samband við umsjónarkennara valnámskeiðs sem getur leiðbeint nema að finna verkefni í samráði við kennara deildarinnar.

X

Verklegt klínískt nám (LÆK516F)

Námskeiðið er verklegt klíniskt nám sem ætlað er að undirbúa læknanema undir vinnu sem læknar. Þetta er 6 vikna námskeið og þann tíma er neminn á sömu deildinni. Neminn er undir handleiðslu sérnámslæknis/deildarlæknis með sérfræðilækni með handleiðaraþjálfun sem bakhjarl. Markmið að samfella sé í handleiðslunni og að læknaneminn fái klíniska þjálfun á tímabilinu.

X

Klínisk aðferð: Samskiptafræði - Læknir/sjúklingur IV og V (LÆK517F)

Sjá LÆK107F og LÆK408F

X

Klínísk eiturefnafræði (LÆK613F)

Tilgangur námskeiðsins er að kynna nemendum algengar eitranir sem koma til meðferðar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum hér á landi og helstu úrræði við meðferð þeirra.

X

Endurhæfingarfræði (LÆK614F)

Endurhæfingarfræðin fjallar um skipulagða og marksetta þjónustu fyrir sjúklinga með tímabundna eða varanlega skerðingu á líkamlegri og andlegri færni eftir sjúkdóma og slys. Áhersla er lögð á þátt lækna í samvinnu heilbrigðisstétta um framvindu endurhæfingarferla.

X

Réttarlæknisfræði (LÆK615F)

Meginstef: a) Dauðinn og birtingarmyndir dauða manneskjunnar b) Áverkafræði árása og ofbeldis c) Sjálfsvíg og slys d) Tengsl laga og læknisfræði.

Innihald námskeiðsins:

 • Kynning á réttarlæknisfræði
 • Dauðaferlið og breytingar eftir dauðann
 • Læknisfræðileg rannsókn dauðsfalla
 • Ritun dánarvottorðs
 • Krufning og aðrar rannsóknaraðferðir
 • Dauðsföll af náttúrulegum völdum
 • Skyndidauði barna
 • Kennslaburður
 • Sljóir áverkar
 • Skarpir áverkar
 • Höfuðáverkar
 • Áfengi, lyfjamisnotkun og dauðinn
 • Umferðaslys og önnur háorkuferli
 • Skotáverkar
 • Klínísk réttarlæknisfræði
 • Skrásetning, túlkun og tímasetning áverka
 • Köfnun
 • Kraftverkun á háls
 • Ofkæling og ofhitnun
 • Drukknun
 • Bruni og koloxíðeitrun
 • Rafáverkar
 • Vettvangsrannsókn og líkskoðun
 • Lærdómsrík tilfelli
X

Bráðalækningar (LÆK616F)

Lengd 4 vikur.

Á 6. ári er kennslan í bráðalækningum skipt i tvo hluta sem hvor um sig er tvær vikur. Á fyrri tímabilinu fer fer kennsla fram í fyrirlestrum og á verklegum námskeiðum með eftirfarandi hætti:

 • Fræðsludagur um ofbeldi
 • 2 daga námskeið í sérhæfðri endurlífgun - ALS
 • 1 dagur í tilfellaæfingum í hermisetri
 • Bráðaómun - vefnámskeið og hálfur dagur í verklegum æfingum

Eftir það taka við 2 vikur af verknámi á bráðamóttöku þar sem læknanemar fá þjálfun í að vinna upp sjúklinga með bráð vandamál undir handleiðslu sérfræðinga og reyndari sérnámslækna deildarinnar. 

X

Svæfinga- og gjörgæslulækningar (LÆK617F)

Kennsla í svæfinga- og gjörgæslulæknisfræði fer fram á 6. ári og skiptist í fræðilegan og klínískan hluta. Markmið námsins er að læknanemar fái staðgóða þekkingu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. 

Verklega námið miðast við að læknanemar fái góða reynslu í að meta og undirbúa sjúklinga sem eru að fara í valaðgerðir eða bráðaaðgerðir, ásamt því að meta og meðhöndla sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir og bráðveika gjörgæslusjúklinga. Ennfremur fá nemendur reynslu í að gera tillögur um rannsóknir og meðferð gjörgæslusjúklinga. 

Fræðileg kennsla fer fram á eftirfarandi hátt

 1. Fyrirlestrarvika í september/janúar, sjá fyrirlestraskrá á Canvas.
  1. Alls eru þrír dagar sem nemendur mæta í fyrirlestra í námskeiðinu
  2. Nemendur fá fyrir hvern fyrirlestrardag aðgang að upptökum (4 fyrirlestrum/dag) sem innihalda námsefni dagsins. Einnig verður stutt fjölvalspróf (5-10 spurningar) sem ætlast er til að nemendur svari áður en þeir koma í umræðutímann.
  3. Hópnum verður skipt í minni hópa og hver 5-7 manna hópur mætir í umræðutímann, sem tekur um klukkustund. Í umræðutímunum verður rætt um yfir tilfelli sem falla að námsefni dagsins

 Verkleg kennsla fer fram á eftirfarandi hátt 

 1. Nemar dvelja í 2 vikur á svæfinga- og gjörgæsludeildum og er úthlutað daglegu verkefni, annaðhvort á gjörgæsludeild, skurðgangi eða innskriftarmiðstöð.
 2. Lögð er megináhersla á undirstöðuatriði í svæfinga og gjörgæslulækningum
  1. Klínísk skoðun og mat á heilbrigðisástandi sjúklings fyrir skurðaðgerð (risk management)
  2. Þjálfun í að halda öndunarvegum opnum og tryggja æðaðgang.
   1. Fyrsti forgangur er að halda öndunarvegi opnum með maska/kokrennu, þá notkun supraglottic öndunarvega (larynxmaska) og loks eiga nemendur að fylgjast með og reyna barkaþræðingu, þó það sé utan færniviðmiða námskeiðsins
  3. Mat á vökvajafnvægi og blóðtapi í og eftir skurðaðgerð og verkjameðferð eftir skurðaðgerðir.
  4. Mat og meðferð á alvarlega veikum/slösuðum sjúklingum á gjörgæslu.
  5. Haldnar verða eftirtaldar færnistöðvar meðan á verknámi stendur
   1. Öndunarvegameðferð
   2. Ytri og innri öndunarvélameðferð
  6. Nemendur fylgja eftir einum sjúklingi á gjörgæsludeild, og skulu annaðhvort velja einstakling með afmarkað gjörgæsluvandamál eða hluta af sjúkdómsgangi sjúklings með fjölþætt vandamál og fara yfir hann á formlegan hátt ásamt sérfræðilækni (ca 15 mín)
  7. Mætingarskylda í verknám er 100%, nemendur sem missa úr verknámsdag geta bætt hann upp í samráði við prófessor
  8. Nemendur taka tvær vaktir í verknámi, þar sem þeir halda áfram með vaktlæknum svæfinga-og gjörgæsludeildar frá 15:30-22:00
  9. Nemendur halda dagbók yfir svæfingar og fræðilega yfirferð í verknáminu

Verkleg kennsla fer fram á:

Landspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut: umsjón Martin Ingi Sigurðsson, prófessor, Sigurbergur Kárason dósent/yfirlæknir.

Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi: umsjón Katrín Þormar sérfræðilæknir.

Sjúkrahúsi Akraness: umsjón Björn Gunnarsson yfirlæknir.

Sjúkrahúsinu á Akureyri: umsjón Oddur Ólafsson, yfirlæknir.

Allir sérfræðilæknar Svæfinga-og gjörgæsludeildar LSH, SA og SAK taka einnig þátt í fræðilegri og verklegri kennslu við verknám. Deildarlæknar svæfinga-og gjörgæsludeildar LSH og SAK taka jafnframt þátt í kennslu læknanema.

X

Heimilislæknisfræði (LÆK618F)

Heilsugæslan getur sinnt um 95% allra vandamála fólks sem leitar eftir heilbrigðisþjónustu. Þessi vandamál sjást sjaldan innan veggja sjúkrahúsa. Heilsugæslan byggir því á eigin þekkingargrunni, færni, viðhorfum, mannauði og starfsaðstöðu til þess að sinna hlutverki sínu.

Fjallað er um algengustu heilsufarsvandamál og önnur viðfangsefni heilsugæslunnar og vinnuaðferðir. Kennd verða undirstöðuatriði klínískrar skoðunar, vandaliðuð sjúkrasaga, klínísk færni og viðhorf við greiningu og vandalausn, heilsuverndarstarf og teymisvinna. Stúdentar tala við og skoða sjúklinga og setja fram greiningu og áætlun um meðferð. Þeir munu taka þátt í heilsuverndarstarfi, s.s. mæðravernd og ungbarnaeftirliti með læknum og hjúkrunarfræðingum eftir því sem kostur er.

Kennsla: Fræðilegt nám fer fram í fyrirlestrum og hópkennslu í minni vinnubúðum (group based learning, probelm/case learning). Aðalþættir fræðilega hlutans beinast að læknisfræðilegri kunnáttu og viðhorfum. Síðarnefnda markmiðið, viðhorfin, skiptir þó sköpum fyrir heimilislækningar. Hér er t.d. átt við að nemandinn stefni að því að verða sérfræðingur í einstaklingnum sjálfum, en ekki líffærum eða ákveðnu aldursskeiði, að læknirinn noti tímann sem tæki til greiningar vandamála og öðlist heildarsýn á einstaklingnum sem félagsveru, hluta af fjölskyldu, samfélagi og umhverfi.

Fræðilegum hluta er síðan fylgt eftir með verklegu starfsnámi í 3 vikur á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu og 1 viku á heilsugæslustöð úti á landi undir leiðsögn reynds leiðbeinanda.
Starfsþjálfun á heilsugæslustöð beinist að því að nemandinn öðlist ákveðna klíníska færni, svo sem í samtölum við sjúklinga, viðeigandi úrlausnum, eða að sauma sár svo eitthvað sé nefnt.

X

Valnámskeið (LÆK619F)

Skipulegt valnámskeið í læknanámi er 4 vikur annað hvort á haust- eða á vormisseri 6. árs og er 8 ECTS. Valnámskeiðið er fyrst og fremst ætlað til að gefa nemandanum kost á að því að víkka sjóndeildarhring sinn með því að velja sér greinar eða áhugasvið sem nemandinn vill kynna sér nánar. Val er ekki bundið við klíníska læknisfræði, heldur getur nemandinn valið að vinna að skipulegum vísindarannsóknum, tekið námskeið við aðrar deildir Háskóla Íslands eða í háskólum í öðrum löndum. Skilyrði er að innihald námsins tengist heilbrigðisvísindum. Ef valnámskeiðið er tekið í formi vefnáms þá setur umsjónarkennari fram leiðbeiningar um hvernig slíkt nám er metið, en námið þarf að samsvara þeim tímafjölda sem liggur að baki 8 ECTS. Um klínískt valnámskeið gildir að leiðbeinendur sjá um að setja fram marklýsingu fyrir hvern nemanda. Marklýsingin er gerð í nánu samráði við nemandann og sér nemandinn um að skila henni til umsjónarkennara námskeiðsins á tilsettum tíma.

Umsjónarkennarinn tekur afstöðu til hvort samþykkja eigi verkefnið og marklýsinguna og hvort námið standist kröfur læknadeildar. Í vafatilfellum hefur umsjónarkennari samráð við kennslustjóra vegna þessa. Æskilegt er að nemendur sýni frumkvæði og leggi sjálfir drög að því hvernig valnámskeið þeirra er skipulagt. Ef margir nemendur sækja um sömu verkefni eða nám innan sömu sérgreina, verður dregið um þau.

Fyrir þá nemendur sem ekki hafa orðið sér úti um verkefni sjálfir er hægt að hafa samband við umsjónarkennara valnámskeiðs sem getur leiðbeint nema að finna verkefni í samráði við kennara deildarinnar.

X

Upplýsingatækni í heilbrigðisvísindum (LÆK620F)

Heilbrigðisstarfsmenn þurfa að nota upplýsingatækni bæði við klíníska vinnu og í rannsóknum. Námskeiðið gefur yfirlit yfir heilbrigðisupplýsingatækni, hvað hún er og sögulegt samhengi.

Áhersla er lögð á tvo samtvinnaða en um leið ólíka þætti heilbrigðisupplýsingatækni. Annars vegar hvernig heilbrigðisstarfsmenn geta nýtt sér upplýsingatækni til þess að auðvelda sér vinnu í flóknu umhverfi. Þar er lögð áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir möguleikum góðra heilbrigðisupplýsingakerfa svo þeir geti gert kröfur til þeirra kerfa sem þeir síðar vinna með.

Hins vegar er skoðuð notkun upplýsingatækni í rannsóknarvinnu og nemendur vinna verkefni þar sem þeir þurfa sjálfir að hanna rannsóknarverkefni og búa til gagnagrunn utan um verkefnið.

Markmið kennslunnar er að nemendur geti nýtt sér heilbrigðisupplýsingakerfi í klínískri vinnu og í rannsóknum.

X

Verklegt klínískt nám (LÆK622F)

Námskeiðið er verklegt klíniskt nám sem ætlað er að undirbúa læknanema undir vinnu sem læknar. Þetta er 6 vikna námskeið og þann tíma er neminn á sömu deildinni. Neminn er undir handleiðslu sérnámslæknis/deildarlæknis með sérfræðilækni með handleiðaraþjálfun sem bakhjarl. Markmið að samfella sé í handleiðslunni og að læknaneminn fái klíniska þjálfun á tímabilinu.

X

CCSE-próf (LÆK610F)

Síðustu vikur vormisseris á 3. námsári kandídatsnáms eru ætlaðar í undirbúning fyrir lokapróf í læknisfræði CCSE (Comprehensive Clinical Science Examination). Prófað er úr klínískum fögum læknisfræðinnar og tekur prófið til þeirra faga sem kennd eru á fyrsta og öðru ári kandídatsnáms.

Haldinn verður fundur í upphafi misseris þar sem fyrirkomulag prófsins verður kynnt og upplýsingar um hvernig hægt sé að haga undirbúningi veittar.

Nánari upplýsingar um prófið má finna á heimasíðu National Board of Medical Examiners (NBME). Velja skal "Comprehensive Examinations" og síðan "Comprehensive Clinical Science" hlutann.
Þar er að finna upplýsingar um prófhluta, skiptingu efnis innan prófhluta og gefin dæmi um spurningar ásamt svörum („content outlines“). Prófið inniheldur 200 krossaspurningar og er 5 klst og 15 mín að 15 mínútna hléi meðtöldu.

Nemendur sem kjósa að taka USMLE Step2 geta fengið það metið í stað CCSE prófs að höfðu samráði við umsjónarkennara námskeiðsins. Læknadeild tekur ekki þátt í kostnaði við USMLE prófið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Arnar Snær Ágústsson
Teitur Ari Theodórsson
Þórdís Þorkelsdóttir
Thelma Kristinsdóttir
Arnar Snær Ágústsson
Læknisfræði

Mig hefur alltaf langað að verða læknir, enda ákvað ég það 7 ára galvaskur pjakkur. Hvers vegna? Jú vegna þess að læknisfræði er gríðarlega mikilvægt starf, krefjandi og snýst fyrst og fremst um að hjálpa fólki. Þannig leggur maður á sig mikla vinnu í að afla sér þekkingar og færni til að takast á við heilsubresti og sjúkdóma fólks. Læknisfræði er krefjandi fag, alls ekki á færi allra, tímafrekt og á tímabilum kemst fátt annað fyrir. Það er þó algerlega þess virði þegar maður finnur að manns daglegu störf skipta máli. Það vantar alltaf góða lækna og eru tækifæri allstaðar, hvar sem er í heiminum. Fjölbreytnin er líka svakaleg; kósý heimilislækningar, klikkaðar hjartaskurðaðgerðir, sjaldgæfir og flóknir sjúkdómar eða yfirgripsmiklar rannsóknir, læknisfræðimenntunin býður upp á allt þetta. Læknisfræðin hefur allt til alls og er algjörlega þess virði.

Teitur Ari Theodórsson
Læknisfræði

Fyrri þrjú ár námsins eru byggð upp af grunnfögum læknisfræðinnar. Þau veigamestu telja líffærafræði (e. anatomy), lífeðlisfræði, lífefnafræði, lyfjafræði og meinafræði. Skiptist námið þannig að á 1. ári er líffærafræðin fyrirferðarmest, á 2. ári kveður lífeðlis- og lífefnafræðin sér rúms en á 3. ári er tími lyfja- og meinafræðinnar kominn. Bygging námsins er í línulegri röð, þ.e. til þess að öðlast nýja þekkingu þarf sífellt að ryfja upp það sem áður hefur verið lært. Sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að náminu sé skipt niður í áfanga hjálpar það nemandanum að byggja upp heildarmynd af virkni og starfsemi líkamans.

Þórdís Þorkelsdóttir
Læknisfræði

Nám í læknisfræði er langt, grunnnámið er sex ár og eftir það tekur við sérfræðinám og því verður að gera ráð fyrir að minnsta kosti áratugalangri framhaldsmenntun. Grunnnámið er tvískipt. Fyrstu þrjú árin eru að miklu leiti bókleg menntun í grunnvísindum, eðlilegri lífefna- og lífeðlisfræði líkamans ásamt því hvað getur farið úrskeiðis. Seinni þrjú árin eru að mestu verkleg kennsla sem fer fram á mismunandi sviðum og deildum Landspítalans. Verklega kennslan fer fram á dagvinnutíma og á nemavöktum sem eru ekki launaðar. Utan þess þarf að finna tíma til að tileinka sér bóklega námsefnið og því er námið óneitanlega mjög tímafrekt og krefjandi en einnig ákaflega skemmtilegt, fjölbreytt og áhugavekjandi. Ásamt því er óumflýjanlegt að eignast mjög góða vini sem munu vonandi endast út ævina.

Thelma Kristinsdóttir
Læknisfræði

Nám í læknisfræði er á sama tíma mjög krefjandi og ótrúlega skemmtilegt. Áfangarnir eru settir upp í lotukerfi svo maður getur einbeitt sér vel að hverju fagi og klárað þau jafnóðum. Námið er oft á tíðum bæði erfitt og tímafrekt og þá eru stuðningur samnemenda og samstaðan innan árganga ómissandi. Árgangarnir eru litlir og allir eru í sömu áföngum svo það myndast mikil bekkjarstemning. Þrátt fyrir að mikill tími fari í námið er félagslífið mjög gott, alltaf nóg að gera og margar nefndir til að sitja í. Ég mæli óhikað með námi í læknisfræði.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga kl. 10-16

Læknagarður - bygging Háskóla Ísland

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.