Skip to main content

Íslenskar bókmenntir

Íslenskar bókmenntir

Hugvísindasvið

Íslenskar bókmenntir

MA gráða – 120 einingar

Markmið meistaranáms í íslenskum bókmenntum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám.

Skipulag náms

X

Í alvöru og gamni: Bókmenntir frá síðmiðöldum (ÍSB711F)

Í námskeiðinu verða valdir textar frá ca. 1350–1550 lesnir og leitast verður við að lýsa þeim straumum og stefnum sem einkenna íslenskar bókmenntir tímabilsins. Lögð verður áhersla á ungar Íslendingasögur, fornaldarsögur Norðurlanda og frumsamdar riddarasögur, og endursköpun sagnaefnis í formi rímna og nýrra gerða. Þá verður kveðskapur tímabilsins skoðaður, jafnt veraldlegur sem trúarlegur, s.s. sagnadansar, sagnakvæði, skopkvæði og helgikvæði. Að lokum verður litið til annálaritunar og þýðinga. Textarnir verða settir í samhengi við strauma og stefnur tímabilsins jafnt sem trúarlíf og ástand í kjölfar svartadauða.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Dróttkvæði og samhengi þeirra (ÍSB818F)

Dróttkvæðin eru ein magnaðasta norræna bókmenntahefð miðalda. Ein sérstaða dróttkvæðanna er hvernig þau hafa varðveist sem hluti af stærri textum, einkum Íslendingasögum, konungasögum og Snorra-Eddu. Hér verður fjallað um alla þessa texta og dróttkvæðin sem þar eru varðveitt: dróttkvæði um goðsöguleg efni, bardagalýsingar um stríð konunga og vísur sem snúast fremur um einkamál. Fjallað verður um vísur sem heimildir og vísur sem hluta frásagnar. Sérstaklega verður fjallað um myndmál dróttkvæða. Rætt verður um útgáfur dróttkvæða, aldur þeirra og heimildagildi.

X

Sögur og staðir (MIS814F)

Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.

X

Náttúra, maður og tækni: Saga hrifningar og ótta frá 19. öld til nútímans (ÍSL508M)

Í námskeiðinu verður hugað að hlutverki náttúru og tækni í skáldskap. Oft er litið á tæknina sem eins konar andstæðu náttúrunnar eða leið mannsins til að umbreyta náttúrunni í eitthvað annað en hún er (t.d. orku eða hráefni til úrvinnslu). Í skáldskap nútímans hefur tæknin þó að vissu leyti tekið við hlutverki náttúrunnar sem uppspretta ægifegurðar og heillandi framandleika. Auk þess hefur hið mannlega og hið vélræna runnið saman á ýmsan hátt.

Meðal kenninga sem lagðar verða til grundvallar í námskeiðinu eru hugmyndir fræðimanna um hið ókennilega (das Unheimliche) og skilgreiningar Martins Heidegger á sambandi tækni og náttúru. Leitað verður svara við spurningum á borð við þessar: Hver eru tengsl vísindahyggju og skáldlegrar sköpunar á 19. öld? Hvaða hlutverki gegnir eðlisfræði fyrir skáld eins og Einar Benediktsson? Hvernig yrkja skáld á atómöld? Hvernig birtist líftækni í skáldsögum okkar daga?

X

Náttúrusögur: (yfir)náttúra í þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda (ÞJÓ614M)

Með hliðsjón af þjóðsögum, bókmenntatextum og öðrum heimildum fjallar námskeiðið um birtingarmyndir náttúru og yfirnáttúru í frásagnarmenningu á Íslandi í gegnum aldirnar. Nemendur læra um þýðingu, snertifleti og óljós mörk þessara fyrirbæra og hvernig þau hafa mótað samfélag og umhverfi. Nemendur kynnast þannig ólíkum hugmyndum um stöðu fólks og (annarra) dýra innan, yfir eða utan við náttúruna. Í fjölbreyttum fyrirlestrum og verkefnavinnu verður fjallað með gagnrýnum hætti um mennsku og dýrsleika, lífheima og handanheima, efnisleika og hið yfirskilvitlega. Kannað verður hvaða hlutverk og form landslag, lífverur, líkamar, veður og náttúrufyrirbrigði taka í frásögnunum. Kynntar verða nýjustu rannsóknir á þessu breiða sviði, svo sem á framsetningu jarðhræringa og himingeima, bjarndýra, hvala, sela og húsdýra, og á náttúrvættum og öðrum þjóðsagnaverum á borð við álfa, drauga, tröll og berserki. Nemendur læra hvernig sagnaheimar og þjóðtrú hafa sett mark sitt á náttúruskynjun, alþýðuhefðir, þjóðhætti og samfélagsleg rými svo sem álagabletti, helga staði og staði sem eru þekktir fyrir reimleika. Einnig spyrjum við hvernig þessar frásagnir birtast í alþýðulist og myndlist, allt frá fyrri öldum til nútímans. Að lokum munum við kanna hvaða þýðingu frásagnir af náttúru og yfirnáttúru hafa í samhengi mannaldar, mannmiðaðra sjónarhorna, loftslagsbreytinga og ólíkrar stöðu samfélagshópa og tegunda

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Í alvöru og gamni: Bókmenntir frá síðmiðöldum (ÍSB711F)

Í námskeiðinu verða valdir textar frá ca. 1350–1550 lesnir og leitast verður við að lýsa þeim straumum og stefnum sem einkenna íslenskar bókmenntir tímabilsins. Lögð verður áhersla á ungar Íslendingasögur, fornaldarsögur Norðurlanda og frumsamdar riddarasögur, og endursköpun sagnaefnis í formi rímna og nýrra gerða. Þá verður kveðskapur tímabilsins skoðaður, jafnt veraldlegur sem trúarlegur, s.s. sagnadansar, sagnakvæði, skopkvæði og helgikvæði. Að lokum verður litið til annálaritunar og þýðinga. Textarnir verða settir í samhengi við strauma og stefnur tímabilsins jafnt sem trúarlíf og ástand í kjölfar svartadauða.

X

Glæpasagan (ÍSL519M)

Hugað verður að sögu og einkennum glæpasagna á Vesturlöndum  en íslenskar glæpasögur eru þó meginviðfangsefni námskeiðsins. Þær verða lesnar í sögulegu samhengi og ýmis fræði um glæpasöguna kynnt. Fjallað verður um einkenni ólíkra greina glæpasögunnar (morðgátuna, spennusöguna o.s.frv.), formgerð þeirra og inntak, en einnig rætt um samfélagið sem þær spretta úr og þar með hví glæpasögur verða jafnvinsæl bókmenntagrein og raun ber vitni. Í því samhengi verður fjallað um tengsl íslenskra glæpasagna við útrásartímann, innflytjendamál og íslenska bankahrunið, rætt um staðalímyndir í glæpasögum og hugað að áhrifum íslenskra fornbókmennta og þjóðsagna á einstaka glæpasagnahöfunda.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Nemandi sem hyggst skrifa MA-ritgerð skal leita til námsbrautarformanns um val á leiðbeinanda. Hafi nemandi ósk um tiltekinn leiðbeinanda er reynt að verða við henni en að öðrum kosti tekur val á leiðbeinanda mið af efni ritgerðarinnar og sérfræðiþekkingu þeirra sem kenna í íslensku.

X

Dróttkvæði og samhengi þeirra (ÍSB818F)

Dróttkvæðin eru ein magnaðasta norræna bókmenntahefð miðalda. Ein sérstaða dróttkvæðanna er hvernig þau hafa varðveist sem hluti af stærri textum, einkum Íslendingasögum, konungasögum og Snorra-Eddu. Hér verður fjallað um alla þessa texta og dróttkvæðin sem þar eru varðveitt: dróttkvæði um goðsöguleg efni, bardagalýsingar um stríð konunga og vísur sem snúast fremur um einkamál. Fjallað verður um vísur sem heimildir og vísur sem hluta frásagnar. Sérstaklega verður fjallað um myndmál dróttkvæða. Rætt verður um útgáfur dróttkvæða, aldur þeirra og heimildagildi.

X

Sögur og staðir (MIS814F)

Íslenskar miðaldabókmenntir eru sérstakar fyrir það hve tengdar þær eru ákveðnum stöðum þar sem sögurnar gerast. Á þetta bæði við um Íslendingasögur og konungasögur, en hægt er að heimsækja sögustaði þeirra og tengjast atburðunum á annan hátt en ella. Undanfarin ár hafa rýmisfræði (spatial studies) orðið æ fyrirferðarmeiri í rannsóknum á norrænum miðaldabókmenntum. Þessi fræði eiga rætur að rekja til þróunar í hugvísindum á síðari hluta 20. aldar en hafa fengið aukið vægi á þessari öld með tilkomu nýrra aðferða við að gera grein fyrir rýmis, m.a. með GPS staðsetningatækjum, gerð stafrænna korta o.m.fl. Ýmsir fræðimenn hafa orðið til þess að nálgast íslenskar fornbókmenntir út frá rýmisfræðunum, t.d. Emily Lethbridge og Eleanor Barraclough. Í námskeiðinu verður þessi fræðahefð kynnt, sögur lesnar með tilliti til rýmisins og sögustaðir heimsóttir. Þótt námskeiðið sé kennt á vormisseri eru nemendur hvattir til að taka þátt í ferðum á sögustaði sem skipulagðar eru í tengslum við norrænt og alþjóðlegt meistaranám í víkinga- og miðalddafræðum.

X

Náttúra, maður og tækni: Saga hrifningar og ótta frá 19. öld til nútímans (ÍSL508M)

Í námskeiðinu verður hugað að hlutverki náttúru og tækni í skáldskap. Oft er litið á tæknina sem eins konar andstæðu náttúrunnar eða leið mannsins til að umbreyta náttúrunni í eitthvað annað en hún er (t.d. orku eða hráefni til úrvinnslu). Í skáldskap nútímans hefur tæknin þó að vissu leyti tekið við hlutverki náttúrunnar sem uppspretta ægifegurðar og heillandi framandleika. Auk þess hefur hið mannlega og hið vélræna runnið saman á ýmsan hátt.

Meðal kenninga sem lagðar verða til grundvallar í námskeiðinu eru hugmyndir fræðimanna um hið ókennilega (das Unheimliche) og skilgreiningar Martins Heidegger á sambandi tækni og náttúru. Leitað verður svara við spurningum á borð við þessar: Hver eru tengsl vísindahyggju og skáldlegrar sköpunar á 19. öld? Hvaða hlutverki gegnir eðlisfræði fyrir skáld eins og Einar Benediktsson? Hvernig yrkja skáld á atómöld? Hvernig birtist líftækni í skáldsögum okkar daga?

X

Náttúrusögur: (yfir)náttúra í þjóðsögum og bókmenntum fyrri alda (ÞJÓ614M)

Með hliðsjón af þjóðsögum, bókmenntatextum og öðrum heimildum fjallar námskeiðið um birtingarmyndir náttúru og yfirnáttúru í frásagnarmenningu á Íslandi í gegnum aldirnar. Nemendur læra um þýðingu, snertifleti og óljós mörk þessara fyrirbæra og hvernig þau hafa mótað samfélag og umhverfi. Nemendur kynnast þannig ólíkum hugmyndum um stöðu fólks og (annarra) dýra innan, yfir eða utan við náttúruna. Í fjölbreyttum fyrirlestrum og verkefnavinnu verður fjallað með gagnrýnum hætti um mennsku og dýrsleika, lífheima og handanheima, efnisleika og hið yfirskilvitlega. Kannað verður hvaða hlutverk og form landslag, lífverur, líkamar, veður og náttúrufyrirbrigði taka í frásögnunum. Kynntar verða nýjustu rannsóknir á þessu breiða sviði, svo sem á framsetningu jarðhræringa og himingeima, bjarndýra, hvala, sela og húsdýra, og á náttúrvættum og öðrum þjóðsagnaverum á borð við álfa, drauga, tröll og berserki. Nemendur læra hvernig sagnaheimar og þjóðtrú hafa sett mark sitt á náttúruskynjun, alþýðuhefðir, þjóðhætti og samfélagsleg rými svo sem álagabletti, helga staði og staði sem eru þekktir fyrir reimleika. Einnig spyrjum við hvernig þessar frásagnir birtast í alþýðulist og myndlist, allt frá fyrri öldum til nútímans. Að lokum munum við kanna hvaða þýðingu frásagnir af náttúru og yfirnáttúru hafa í samhengi mannaldar, mannmiðaðra sjónarhorna, loftslagsbreytinga og ólíkrar stöðu samfélagshópa og tegunda

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.