Skip to main content

Íslenskar bókmenntir

Íslenskar bókmenntir

Hugvísindasvið

Íslenskar bókmenntir

MA gráða – 120 einingar

Markmið meistaranáms í íslenskum bókmenntum er að veita nemendum vísindalega þjálfun og undirbúning fyrir framhaldsnám og störf af ýmsu tagi, svo sem framhaldsskólakennslu, margvísleg fræðistörf og doktorsnám.

Skipulag náms

X

Furða í frásögninni (ÍSL518M)

Eitt af helstu höfundareinkennum Vigdísar Grímsdóttur er furðan sem frásagnir hennar vekja, til dæmis vegna efnistaka eða frásagnaraðferða. Í þessu námskeiði verða valdar sögur þessa afkastamikla höfundar til umfjöllunar auk valinna verka eftir aðra íslenska rithöfunda 20. og 21. aldar. Rætt verður um samspil veruleika og skáldskapar, ímyndunarafl, sköpunarhæfni og fantatísk einkenni en einnig skoðað hvernig frásagnir kunna að markast af sjálfsblekkingu, lygum og áföllum. Þá verður velt vöngum yfir hvernig fjallað er um ýmis tabú í listum svo sem mannát, ofbeldi og ímyndaða vini.  

X

Hjarðljóð og huggunarkvæði (ÍSB720F)

Lesnir verða bókmenntatextar í bundnu máli, bæði trúarlegir og veraldlegir, sem samdir voru á 17. og 18. öld. Fjallað verður um hugtakið barokk og svokallaða barokktexta, athugað hvað einkennir slíka texta og hvort þær kvæðategundir sem íslensk skáld lögðu stund geti kallast barokktextar og eigi sér jafnvel hliðstæður í erlendum kveðskap frá sama tíma. Skáldin sem tekin verða til athugunar eru m.a. Hallgrímur Pétursson, Stefán Ólafsson, Bjarni Gissurarson, Steinunn Finnsdóttir, Sigga skálda og Látra-Björg.

X

Konungasögur (ÍSB816F)

Norrænar konungasögur segja frá atburðum á Norðurlöndum frá goðsagnakenndum tíma þar til 13. aldar. Þær gefa að vísu ekki skýrslu á hvað sem átti sér stað í raun og veru, heldur eru þær bókmenntalegt tilraun til að gera grein fyrir grundvallareglum um sögulega þróun. Það er áhugavert að megináhersla margra konungasagna virðist vera á áskoranir, hindranir og ófarir konungdóms, á meðan árangursríkur konungdómur er reyndar þýðingarlítill í frásögnunum. Hvað þýðir það fyrir skilning okkar á sögu Norðurlanda á miðöldum? Í námskeiðinu verða lesnar nokkrar konungasögur í smáatriðum og munum við reyna að finna út meira um hlutverk þeirra í ljósi sagnaritunar, frásagnartækni og ekki síst mannfræði.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Umhverfishugvísindi (ÍSL613M)

Gegna bókmenntir hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum? Hvernig birtast eldgos og náttúruhamfarir í íslenskum skáldverkum? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum og ýmsum öðrum spurningum sem varða tengsl bókmennta og náttúru eða umhverfis. Þessi tengsl eru viðfangsefni vistrýni sem verður kynnt í námskeiðinu ásamt öðrum rannsóknarsviðum innan umhverfishugvísinda. Skáldverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar bókmenntasögu verða lesin og greind í ljósi fræðikenninga umhverfishugvísinda. Auk umsjónarmanns munu gestafyrirlesarar fjalla um afmörkuð efni af þessu tagi. Meðal annars verður rætt um tengsl bókmennta við hafið, náttúruhamfarir, loftslag, landshluta, fegurðarskyn og framtíð lífs á jörðinni.

X

Handritafræði (ÍSF101F)

Gerð og varðveisla miðaldahandrita, bókband, lýsingar handrita, íslensk skrift og skrifarar fyrri og seinni alda. Farið verður yfir sögu einstakra handrita, m.a. til að komast að því hver skrifaði, til hvers og fyrir hvern, en einnig með tilliti til menningarsögu og þess heimildargildis sem handrit hafa fyrir textasögulegar rannsóknir. Einnig verður fjallað um málfar og stafsetningu handrita og útgáfur skoðaðar. Markmið námskeiðsins er að veita stúdentum innsýn í sögu íslenskrar skriftar og handritagerðar, gildi og takmarkanir vísindalegra útgáfna sem heimilda við málfræði- og skriftarrannsóknir, gera stúdenta færa um að nota útgáfur og veita þeim nauðsynlegan undirbúning til að ganga frá texta til útgáfu.

X

Sögur og dróttkvæði: Egla, Eyrbyggja og Grettla. (ÍSB824F)

Í námskeiðinu verða þessar þrjár sögur lesnar í þaula og reynt að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju skiptir máli að persónur sagnanna eru skáld? Hvaða innsýn veitir kveðskapurinn í ætlaðan hugarheim persónanna? Hver eru mismunandi hlutverk ljóðlistar og lausamáls í sögunum? Hefur ljóðlistin áhrif á byggingu og merkingarmyndun sagnanna? Hvernig skildi samtímafólk höfunda sagnanna þær?

X

Eddukvæði (ÍSL611M)

Eddukvæðin eru höfuðgrein norræns kveðskapar. Alþjóðlegar rannsóknir á goðsögum og hetjuljóðum í dag eru að stórum hluta háðar textunum í Eddu, en einnig vitnuðu miðaldahöfundar í þá til að styðja sögur sínar. Að þessu leyti eru Eddukvæði hryggjarstykki norrænna bókmennta. Einnig er hægt að bera þau saman við svipuð kvæði frá meginlandi og verður þá ljóst að í sumum tilfellum er um sameiginglega söguhefð að ræða sem sýnir að Eddukvæði eru hluti af evrópskum kveðskap. Í námskeiðinu verður fjallað um mismunandi kvæði sem hafa varðveist m.a. í konungsbók Eddukvæða og í Snorra-Eddu frá 13. og 14. öld, um hlutverk þeirra í miðaldabókmenntum og um rannsókna- og móttökusögu frá og með 19. öld. Nokkur kvæði verða í heilt og rannsökuð varðandi m.a. orðaforða, heiðin þemu og kristilegar kenningar.

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum

X

Furða í frásögninni (ÍSL518M)

Eitt af helstu höfundareinkennum Vigdísar Grímsdóttur er furðan sem frásagnir hennar vekja, til dæmis vegna efnistaka eða frásagnaraðferða. Í þessu námskeiði verða valdar sögur þessa afkastamikla höfundar til umfjöllunar auk valinna verka eftir aðra íslenska rithöfunda 20. og 21. aldar. Rætt verður um samspil veruleika og skáldskapar, ímyndunarafl, sköpunarhæfni og fantatísk einkenni en einnig skoðað hvernig frásagnir kunna að markast af sjálfsblekkingu, lygum og áföllum. Þá verður velt vöngum yfir hvernig fjallað er um ýmis tabú í listum svo sem mannát, ofbeldi og ímyndaða vini.  

X

Hjarðljóð og huggunarkvæði (ÍSB720F)

Lesnir verða bókmenntatextar í bundnu máli, bæði trúarlegir og veraldlegir, sem samdir voru á 17. og 18. öld. Fjallað verður um hugtakið barokk og svokallaða barokktexta, athugað hvað einkennir slíka texta og hvort þær kvæðategundir sem íslensk skáld lögðu stund geti kallast barokktextar og eigi sér jafnvel hliðstæður í erlendum kveðskap frá sama tíma. Skáldin sem tekin verða til athugunar eru m.a. Hallgrímur Pétursson, Stefán Ólafsson, Bjarni Gissurarson, Steinunn Finnsdóttir, Sigga skálda og Látra-Björg.

X

Konungasögur (ÍSB816F)

Norrænar konungasögur segja frá atburðum á Norðurlöndum frá goðsagnakenndum tíma þar til 13. aldar. Þær gefa að vísu ekki skýrslu á hvað sem átti sér stað í raun og veru, heldur eru þær bókmenntalegt tilraun til að gera grein fyrir grundvallareglum um sögulega þróun. Það er áhugavert að megináhersla margra konungasagna virðist vera á áskoranir, hindranir og ófarir konungdóms, á meðan árangursríkur konungdómur er reyndar þýðingarlítill í frásögnunum. Hvað þýðir það fyrir skilning okkar á sögu Norðurlanda á miðöldum? Í námskeiðinu verða lesnar nokkrar konungasögur í smáatriðum og munum við reyna að finna út meira um hlutverk þeirra í ljósi sagnaritunar, frásagnartækni og ekki síst mannfræði.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum (ÍSB443L)

Meistararitgerð í íslenskum bókmenntum

X

Umhverfishugvísindi (ÍSL613M)

Gegna bókmenntir hlutverki í baráttunni gegn loftslagsbreytingum? Hvernig birtast eldgos og náttúruhamfarir í íslenskum skáldverkum? Í námskeiðinu verður leitað svara við þessum og ýmsum öðrum spurningum sem varða tengsl bókmennta og náttúru eða umhverfis. Þessi tengsl eru viðfangsefni vistrýni sem verður kynnt í námskeiðinu ásamt öðrum rannsóknarsviðum innan umhverfishugvísinda. Skáldverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar bókmenntasögu verða lesin og greind í ljósi fræðikenninga umhverfishugvísinda. Auk umsjónarmanns munu gestafyrirlesarar fjalla um afmörkuð efni af þessu tagi. Meðal annars verður rætt um tengsl bókmennta við hafið, náttúruhamfarir, loftslag, landshluta, fegurðarskyn og framtíð lífs á jörðinni.

X

Handritafræði (ÍSF101F)

Gerð og varðveisla miðaldahandrita, bókband, lýsingar handrita, íslensk skrift og skrifarar fyrri og seinni alda. Farið verður yfir sögu einstakra handrita, m.a. til að komast að því hver skrifaði, til hvers og fyrir hvern, en einnig með tilliti til menningarsögu og þess heimildargildis sem handrit hafa fyrir textasögulegar rannsóknir. Einnig verður fjallað um málfar og stafsetningu handrita og útgáfur skoðaðar. Markmið námskeiðsins er að veita stúdentum innsýn í sögu íslenskrar skriftar og handritagerðar, gildi og takmarkanir vísindalegra útgáfna sem heimilda við málfræði- og skriftarrannsóknir, gera stúdenta færa um að nota útgáfur og veita þeim nauðsynlegan undirbúning til að ganga frá texta til útgáfu.

X

Sögur og dróttkvæði: Egla, Eyrbyggja og Grettla. (ÍSB824F)

Í námskeiðinu verða þessar þrjár sögur lesnar í þaula og reynt að svara eftirfarandi spurningum: Af hverju skiptir máli að persónur sagnanna eru skáld? Hvaða innsýn veitir kveðskapurinn í ætlaðan hugarheim persónanna? Hver eru mismunandi hlutverk ljóðlistar og lausamáls í sögunum? Hefur ljóðlistin áhrif á byggingu og merkingarmyndun sagnanna? Hvernig skildi samtímafólk höfunda sagnanna þær?

X

Eddukvæði (ÍSL611M)

Eddukvæðin eru höfuðgrein norræns kveðskapar. Alþjóðlegar rannsóknir á goðsögum og hetjuljóðum í dag eru að stórum hluta háðar textunum í Eddu, en einnig vitnuðu miðaldahöfundar í þá til að styðja sögur sínar. Að þessu leyti eru Eddukvæði hryggjarstykki norrænna bókmennta. Einnig er hægt að bera þau saman við svipuð kvæði frá meginlandi og verður þá ljóst að í sumum tilfellum er um sameiginglega söguhefð að ræða sem sýnir að Eddukvæði eru hluti af evrópskum kveðskap. Í námskeiðinu verður fjallað um mismunandi kvæði sem hafa varðveist m.a. í konungsbók Eddukvæða og í Snorra-Eddu frá 13. og 14. öld, um hlutverk þeirra í miðaldabókmenntum og um rannsókna- og móttökusögu frá og með 19. öld. Nokkur kvæði verða í heilt og rannsökuð varðandi m.a. orðaforða, heiðin þemu og kristilegar kenningar.

X

Norræn trú (ÞJÓ203F)

Trúarlíf manna á norðurslóðum er tekið fyrir og heimildir allt frá elstu tímum, eins og grafir, rúnasteinar, hellaristur og aðrar fornminjar verða skoðaðar. Einnig verða lesnar lýsingar á norrænum trúarathöfnum í verkum eftir Tacitus, Adam frá Brimum, Saxo Grammaticus og í fornritum Íslendinga eins og Eddukvæðum og Konungasögum. Auk norrænnar trúar verður fjallað um seið og sjamanisma. Örlagatrú er tekin til ítarlegrar umfjöllunar sem meginþáttur í forkristnum átrúnaði á Norðurlöndum. Loks er vikið að því hvernig kristindómur hefur fallið að norrænum lífsháttum og hugsunarhætti. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Skýjaborgir: Stafrænn nútími í bókmenntum og kvikmyndum (ABF837F)

Menningarvettvangurinn er stafrænn á nýrri öld og knúinn áfram af tæknibyltingum umliðinna áratuga og einokun tröllslegra fyrirtækja. Í námskeiðinu verður rýnt í hvernig framleiðsla, merkingarvirkni og viðtökur kvikmynda og bókmennta hafa breyst í skugga áðurnefndra samfélagshræringa á nýju árþúsundi. Stafræna byltingin olli verufræðilegu rofi í kvikmyndasögunni og í kjölfarið hefur fræðimönnum verið tíðrætt um „dauða kvikmyndarinnar“. Jafnvel þótt þar kunni að vera of hátt reitt til höggs er eðlilegt að spyrjast fyrir um stöðu kvikmyndarinnar á tímum streymisveitunnar, tölvuleikja og Tik Tok. Áríðindi er jafnframt að grennslast fyrir um núverandi stöðu og framtíð bókmennta í „tengdu“ þjóðfélagi þar sem allir eru í „sambandi“. Eiga þær undir högg að sækja á tímum skjámenningar, samtengingar og stafrænna miðla? Er netkindin (e. meme) næsta skref í þróun ljóðsins? Hvernig hafa bókmenntirnar brugðist við víðtækum menningarlegum og samfélagslegum umbreytingum? Þessum spurningum og öðrum verður velt upp í námskeiðinu samhliða því sem fræðitextar á borð við The End of Cinema? A Medium in Crisis in the Digital Age (André Gaudreault, 2015), The Platform Society (José van Dijck, 2018), og Everything and Less: The Novel in the Age of Amazon (Mark McGurl, 2021) verða lesnir í heild eða hluta. Meðal skáldverka sem skoðuð verða í námskeiðinu eru No One is Talking About This (Patricia Lockwood, 2021) og Truflunin (Steinar Bragi, 2020). Kvikmyndir verða jafnframt hluti af námsefninu og má þar nefna Vertigo AI (Chris Peters , 2020), Aldrei snjóar aftur (Małgorzata Szumowska, 2020), P-kynslóðin (Victor Ginzburg, 2011), Weird Science (John Hughes, 1985) og Videodrome (David Cronenberg, 1983).

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli og þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.