Heimspeki


Heimspeki
MA gráða – 120 einingar
Heimspeki er skipuleg tilraun til að leita svara við grundvallarspurningum sem á menn hafa leitað frá öndverðu. Hún er ein elsta fræðigrein mannkynsins og líta má á hana sem móður allra síðari vísinda.
Meistaranám í heimspeki er tveggja ára fræðilegt og rannsóknartengt nám sniðið að nemendum sem lokið hafa BA-próf með fyrstu einkunn í heimspeki.
Skipulag náms
- Haust
- Meistararannsókn 1
- Kenningar í hugvísindum
- Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki EpikúrosarV
- Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki EpikúrosarV
- Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and LiteratureV
- Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and LiteratureV
- Siðferðileg álitamál samtímansV
- ViðskiptasiðfræðiV
- Siðfræði náttúrunnarV
- Verkefni tengt siðfræði náttúrunnarV
- Vor
- Meistararannsókn 2
- Siðfræði vísinda og rannsókna
- Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna
- Málstofa: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene GendlinV
- Verkefni í málstofu: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene GendlinV
- Sálgreining, heimspeki og menningV
- Málstofa: FerlisheimspekiV
- Verkefni í málstofu: FerlisheimspekiV
- Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarirV
- Málstofa: Heimspekilegar framfarirV
- Heilbrigðis- og lífssiðfræðiV
Meistararannsókn 1 (HSP713F)
Námskeiðið er kennt á fyrsta misseri og er ætlað að leggja grunn að meistararannsókn nemandans sem mun ljúka með MA ritgerð á 4. misseri. Í Meistararannsókn 1 vinnur nemandi undir handleiðslu leiðbeinanda við að afla sér þekkingar á helstu rannsóknum á sviði MA rannsóknar sinnar (umfangið á að svara til lesturs 20–30 tímaritsgreina) og kynnir sér jafnframt nýlegar alþjóðlegar rannsóknir á fræðasviði sínu. Nemandinn skilar rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 5000 orð).
Kenningar í hugvísindum (FOR709F)
Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.
Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)
Við fjöllum um heimspeki Epikúrosar, eins og hún hefur varðveist í ritum hans sjálfs og fylgismanna hans. Við ræðum einnig um hugmyndir annarra um viðfangsefni hans, einkum um uppbyggingu veruleikans, krítískt mikilvægi ánægjunnar sem siðferðilegs mælikvarða, og skynsamlegt viðhorf til dauðans.
Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)
Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)
Kennari: Dr. Manfred Milz, Research Associate at the University of Regensburg (Germany) and Visiting Associate Professor at the Faculty of Art, Design, and Architecture, University of Johannesburg (Republic of South Africa).
From around the year 1900, the ideal of an equivalence of art (form) and nature (animated matter) was challenged when tow concurring principles – homogeneous duration and heterogeneous moments – started to manifest themselves in discrete attempts of artists to let being into art. As creative approaches to the perception and representation of nature, these diametrically opposed configurations find expression in the writings of the French process philosopher Henri Bergson, mainly between 1889 and 1907. The notion of living forms in permanent transition, informed by evolutionary theory, found its social expression in a growing urban dynamism. Subsequently, the obsolete epistemological Apollonian principle of a central perspective in painting, based on a timeless, static Newtonian space, gave way to a Dionysian ontological principle. The unity of being and form in the creative process was radically questioned – by ascribing priority to an intuitive perception of processes unfolding in time.
In our seminar, we will examine influences of Bergson’s conspicuous concepts upon the visual arts (including photography and cinema), literature, and music – through case studies from the movements of Impressionism, Fauvism, Symbolism, Cubism, Futurism, Dada, and Abstract Expressionism (both German and American).
Primary Literature:
- Bergson, H.. Time and Free Will: An Essay on the Immediate Data of Consciousness (Essai sur les données immédiates de la conscience, 1889). Allen & Unwin 1910; Dover Publications (Bergson's doctoral dissertation).
- Matter and Memory (Matière et mémoire, 1896). Swan Sonnenschein 1911; Zone Books 1990
- Creative Evolution (L’évolution créatrice, 1907). Henry Holt and Company 1911; Cosimo 2005:
Secondary Literature:
- Ardoin, Paul; Stan Gontarski; Laci Mattison; Understanding Bergson. Understanding Modernism. Bloomsbury Academic 2013.
- Milz, Manfred, Bergson and European Modernism Reconsidered. Special Issue of The European Legacy – Towards New Paradigms (Vol. 16, Iss. 7), Routledge (Taylor & Francis) 2011.
- Mullarkey, John; Charlotte de Mille, Bergson and the Art of Immanence: Painting, Photography, Film, Performance, Edinburgh University Press 2013.
The seminar is taught over two weeks period in September, 18th - 21st and 25th - 28th, between 3 pm and 5:10 p.m.
Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)
Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson and the Problem of Multiplicité in the Visual Arts. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)
Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.
Viðskiptasiðfræði (HSP710F)
Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.
Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.
Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.
Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)
Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?
Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)
Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.
Meistararannsókn 2 (HSP810F)
Námskeiðið er kennt á öðru misseri og felst annarsvegar í mótun rannsóknarspurningar á grundvelli þeirrar þekkingar á stöðu rannsókna sem aflað var í Meistararannsókn 1 og í framhaldi af því í gerð rannsóknaráætlunar sem uppfyllir almenn viðmið umsókna um rannsóknarstyrki. Jafnframt öðlast nemandinn þjálfun í þeim aðferðum sem beitt verður í meistararannsókninni eftir því sem við á.
Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)
Námskeiðið er ætlað framhaldsnemum eingöngu. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins.
Kennsla fer fram frá 13. janúar til 17. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.
Viðfangsefni:
Fjallað verður meðal annars um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.
Markmið:
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðilega vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.
Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.
Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)
Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.
Málstofa: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin (HSP440M, HSP441M)
Eugene Gendlin (1926-2017) var bandarískur heimspekingur og sálfræðingur og er heimspeki hans á mörkum beggja greina. Hún er í senn fræðileg rannsókn á manninum sem líkams-, tengsla- og umhverfisveru og verkleg aðferðafræði heimspekilegrar hugsunar sem byggir á samspili hugar og líkama. Í námskeiðinu kynnumst við heimspeki Gendlins sem byggir á pragmatisma og fyrirbærafræði og Thinking at the edge-aðferð hans til að hugsa heimspekilega út frá því sem hann kallaði “skynfinningu” (felt sense) og sem nemendur fá tækifæri til að þjálfa.
Verkefni í málstofu: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin (HSP440M, HSP441M)
Verkefni í málstofu: Fræðileg og verkleg heimspeki Eugene Gendlin. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Sálgreining, heimspeki og menning (HSP620M)
Námskeiðið er kennt á íslensku og ætlað framhaldsnemum og lengra komnum nemendum í grunnnámi í hug- og félagsvísindum. Leitast er við að brjóta til mergjar framlag sálgreiningarinnar til aukins skilnings á manneskjunni, sambandi hennar við sjálfa sig og veruleikann, og hvernig þetta samband birtist í menningu og listum, einkum í bókmenntum. Frá því í árdaga sálgreiningarinnar um aldamótin 1900 hefur sýn hennar á manneskjuna byggst á greiningu á því hvernig hún tjáir sig í menningunni, frá draumum til fagurbókmennta, enda heitir frægasta duld Freud eftir persónu úr grískum harmleik, Ödípusi.
Farið verður skipulega í kenningar Freuds og nokkura sporgöngumanna hans, svo sem Carls Jung, Jacques Lacan, Melanie Klein, Júlíu Kristevu og Luce Irigaray. Leitast verður við að setja kenningarnar í hugmyndasögulegt samhengi og gera grein fyrir þeirri gagnrýni sem þær hafa mætt. Sýn sálgreiningarinnar á ýmsa þætti í samfélagi og menningu verður reifuð og rædd. Kvikmyndir og bókmenntaverk verða greind með hliðsjón af kenningum sálgreiningarinnar.
Hist er tvisvar í viku. Í fyrri tímanum er farið í fræðikenningar en í hinum síðari eru þær notaðar til að varpa ljósi á kenningarnar.
2 x 2 tímar í viku
Ekki er skriflegt próf, heldur skrifa nemendur ritgerðir undir handleiðslu kennara og halda fyrirlestra um efni þeirra.
Málstofa: Ferlisheimspeki (HSP442M, HSP443M)
Í gegnum sögu vestrænnar heimspeki hefur ferlisheimspeki verið til staðar sem minnihlutaafstaða. Ferlisheimspeki byrjar með hugmyndum um að breyting liggi til grundvallar verunnni, mismunur komi á undan samsemd og að heimurinn sé ekki samsettur úr hlutum og verundum heldur mergð viðvarandi og víxlverkandi ferla.
Í þessari málstofu verður gefið yfirlit yfir sögu ferlisheimspeki frá Herakleitosi til Whitehead og Deleuze, ásamt því að sjónum er beint að ýmsum hagnýtum afleiðingum þess að skoða heiminn með þessum hætti. Til dæmis hefur ferlisheimspeki vaxandi gildi fyrir líffræði og vistfræði. Í heimi sem einkennist af loftslagsbreytingum þar sem mörg víxlverkandi ferli leiða til ófyrirsjáanlegra afleiðinga þar sem jafnt samfélag sem náttúra eru í ástandi verðandinnar fremur en verunnar. Ferlishugsun kemur einnig við sögu í kennilegri eðlisfræði þar sem leitin að grundvallarverundum fer víkjandi fyrir víxlverkandi öflum. Við munum einnig skoða hvernig ferlishugsun er hluti af ýmsum hefðum utan Evrópu, s.s. daoisma, hindúisma og menningu frumbyggja Ameríku. Að lokum munum við spyrja hvort Ísland — eyja sem er stöðugt í ástandi verðandinnar — sé sérstaklega heppilegt fyrir ferlishugsun.
Lesefni: Textar frá ferlishugsuðum á borð við Herakleitos, Alfred North Whitehead, Gilles Deleuze, Conrad H. Waddington og John Dupré auk nýrri texta um málefni í líffræði og umhverfisvísindum sem tengjast ferlishugsun.
Verkefni í málstofu: Ferlisheimspeki (HSP442M, HSP443M)
Verkefni í málstofu: Ferlisheimspeki. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu
Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir (HSP439M, HSP438M)
Verkefni í málstofu: Heimspekilegar framfarir. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa: Heimspekilegar framfarir (HSP439M, HSP438M)
Eru einhverjar framfarir í heimspeki? Ef svo er, eru þær þá minni eða meiri en á öðrum sviðum, svo sem í raunvísindum og listum? Eru framfarir í heimspeki sama eðlis eða af öðru tagi en framfarir á öðrum sviðum? Í þessari málstofu kynnumst við ýmsum heimspekilegum kenningum um heimspekilegar framfarir og veltum meðal annars fyrir okkur hvort og að hvaða marki heimspekin færir okkur nær sannleikanum, veitir okkur þekkingu eða gerir okkur kleift að öðlast skilning á ólíkum fyrirbærum. Við munum einbeita okkur að líflegum umræðum um þessi efni sem hafa átt sér stað innan heimspekinnar á undanförnum áratug eða svo og lesum texta eftir höfunda á borð við Helen Beebee, Elizabeth Brake, David Chalmers, Kerry McKenzie, Daniel Stoljar og kennara námskeiðsins.
Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)
Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda, og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.
Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20.
Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur.
- Haust
- Meistararannsókn 3
- Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki EpikúrosarV
- Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki EpikúrosarV
- Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and LiteratureV
- Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and LiteratureV
- Siðferðileg álitamál samtímansV
- ViðskiptasiðfræðiV
- Siðfræði náttúrunnarV
- Verkefni tengt siðfræði náttúrunnarV
- Vor
- Meistararitgerð í heimspeki
Meistararannsókn 3 (HSP911F)
Námskeiðið er kennt á þriðja misseri og felst í að framkvæma eða skrifa afmarkaðan hluta meistararannsóknarinnar. Jafnframt er nemandanum gert kleift að endurskoða rannsóknaráætlun sína í ljósi þeirrar reynslu og á eftir það að vera reiðubúinn að takast á við sjálfstæða ritun MA ritgerðar.
Málstofa: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)
Við fjöllum um heimspeki Epikúrosar, eins og hún hefur varðveist í ritum hans sjálfs og fylgismanna hans. Við ræðum einnig um hugmyndir annarra um viðfangsefni hans, einkum um uppbyggingu veruleikans, krítískt mikilvægi ánægjunnar sem siðferðilegs mælikvarða, og skynsamlegt viðhorf til dauðans.
Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar (HSP535M, HSP536M)
Verkefni í málstofu: Veruleikinn, ánægjan og dauðinn: Stef úr heimspeki Epikúrosar. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Málstofa gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)
Kennari: Dr. Manfred Milz, Research Associate at the University of Regensburg (Germany) and Visiting Associate Professor at the Faculty of Art, Design, and Architecture, University of Johannesburg (Republic of South Africa).
From around the year 1900, the ideal of an equivalence of art (form) and nature (animated matter) was challenged when tow concurring principles – homogeneous duration and heterogeneous moments – started to manifest themselves in discrete attempts of artists to let being into art. As creative approaches to the perception and representation of nature, these diametrically opposed configurations find expression in the writings of the French process philosopher Henri Bergson, mainly between 1889 and 1907. The notion of living forms in permanent transition, informed by evolutionary theory, found its social expression in a growing urban dynamism. Subsequently, the obsolete epistemological Apollonian principle of a central perspective in painting, based on a timeless, static Newtonian space, gave way to a Dionysian ontological principle. The unity of being and form in the creative process was radically questioned – by ascribing priority to an intuitive perception of processes unfolding in time.
In our seminar, we will examine influences of Bergson’s conspicuous concepts upon the visual arts (including photography and cinema), literature, and music – through case studies from the movements of Impressionism, Fauvism, Symbolism, Cubism, Futurism, Dada, and Abstract Expressionism (both German and American).
Primary Literature:
- Bergson, H.. Time and Free Will: An Essay on the Immediate Data of Consciousness (Essai sur les données immédiates de la conscience, 1889). Allen & Unwin 1910; Dover Publications (Bergson's doctoral dissertation).
- Matter and Memory (Matière et mémoire, 1896). Swan Sonnenschein 1911; Zone Books 1990
- Creative Evolution (L’évolution créatrice, 1907). Henry Holt and Company 1911; Cosimo 2005:
Secondary Literature:
- Ardoin, Paul; Stan Gontarski; Laci Mattison; Understanding Bergson. Understanding Modernism. Bloomsbury Academic 2013.
- Milz, Manfred, Bergson and European Modernism Reconsidered. Special Issue of The European Legacy – Towards New Paradigms (Vol. 16, Iss. 7), Routledge (Taylor & Francis) 2011.
- Mullarkey, John; Charlotte de Mille, Bergson and the Art of Immanence: Painting, Photography, Film, Performance, Edinburgh University Press 2013.
The seminar is taught over two weeks period in September, 18th - 21st and 25th - 28th, between 3 pm and 5:10 p.m.
Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson's Principle of Vitalism in 20th Century Visual Arts and Literature (HSP537M, HSP538M)
Verkefni í málstofu gistikennara: Henri Bergson and the Problem of Multiplicité in the Visual Arts. Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu.
Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)
Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.
Viðskiptasiðfræði (HSP710F)
Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.
Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.
Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.
Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)
Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?
Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)
Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.
Meistararitgerð í heimspeki (HSP441L)
Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.