Skip to main content

Heimspeki

Heimspeki

Hugvísindasvið

Heimspeki

MA gráða – 120 einingar

Heimspeki er skipuleg tilraun til að leita svara við grundvallarspurningum sem á menn hafa leitað frá öndverðu. Hún er ein elsta fræðigrein mannkynsins og líta má á hana sem móður allra síðari vísinda.

Meistaranám í heimspeki er tveggja ára fræðilegt og rannsóknartengt nám sniðið að nemendum sem lokið hafa BA-próf með fyrstu einkunn í heimspeki.

Skipulag náms

X

Meistararannsókn 1 (HSP713F)

Námskeiðið er kennt á fyrsta misseri og er ætlað að leggja grunn að meistararannsókn nemandans sem mun ljúka með MA ritgerð á 4. misseri. Í Meistararannsókn 1 vinnur nemandi undir handleiðslu leiðbeinanda við að afla sér þekkingar á helstu rannsóknum á sviði MA rannsóknar sinnar (umfangið á að svara til lesturs 20–30 tímaritsgreina) og kynnir sér jafnframt nýlegar alþjóðlegar rannsóknir á fræðasviði sínu. Nemandinn skilar rannsóknayfirliti í formi ritgerðar (um 5000 orð).

X

Kenningar í hugvísindum (FOR709F)

Námskeiðinu er ætlað að breikka og dýpka þekkingu nemenda á kenningum í hugvísindum og að veita þeim innsýn í ólík kennileg sjónarmið og aðferðir sem efst eru á baugi í fræðunum. Í námskeiðinu verða kynntar og ræddar valdar kenningar sem hafa sett mark sitt á fræðilega umræðu í hugvísindum síðustu áratugi, samhliða því sem nemendum verður kennt að beita þeim á eigin rannsóknir.

X

Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)

Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.

Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara. 

X

Málstofa gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking (HSP621M, HSP622M)

Hvað er lygi eða óheiðarleiki? Er hægt að ljúga að sjálfum sér alveg eins og öðrum? Hvað er þöggun? Er hægt að ljúga eða beita aðra þöggun án þess að vita af því? Í þessu námskeiði notum við kenningar og aðferðir úr heimspeki tungumáls og heimspeki hugar til að varpa ljósi á þessar spurningar. Við byrjum á grundvelli málgjörðafræðinnar (speech act theory) og merkingarfræðinnar (semantics) og lesum höfunda á borð við Paul Grice, Elisabeth Camp og Rae Langton. Næst fjöllum við um innra eintal og tengsl máls og hugsunar, lygar, sjálfsblekkingu, dulin viðhorf, og þöggun. Ef tími gefst ræðum við líka kenningar heimspekinga um bull. Viðfangsefnin eru þverfræðileg og teygja sig yfir á svið sálfræði, félagsfræði, málvísinda og hugfræði. Nemendur munu öðlast mikilvæga bakgrunnsþekkingu í nýjustu rannsóknum í heimspeki tungumáls og hugar og geta beitt henni til að skilja og greina ýmis fyrirbæri í mannlegum samskiptum sem hafa bæði pólitískt og siðfræðilegt vægi í nútímanum.

Námskeiðið er kennt á timabilinu 26. september - 7. október og 17. október - 11. nóvember. 

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking (HSP621M, HSP622M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking

X

Málstofa: Hugspeki David Humes (HSP623M, HSP624M)

Kennari: Sigrún Svavarsdóttir, dósent í heimspeki við Tufts University.

Málstofan er um heimspeki Skotans Davids Humes, sem starfaði við Edinborgarháskóla á átjándu öld. Undir þrítugt gaf Hume út sitt helsta heimspekirit A Treatise of Human Nature, sem ögraði kennisetningum skynsemishyggjunnar um mannshugann. Nærri þrem öldum síðar erum við enn að glíma við ráðgátur sem hann setti þar fram. Enn þann dag í dag hatast sumir út í Hume, meðan aðrir dá hann. Verk hans eru mjög aðgengileg nútímalesendum: hann er lipur stílisti og aðferðafræði hans er undir sterkum áhrifum frá raunvísindum, sem voru í bernsku á hans tímum.  Í málstofunni lesum við grannt stóran hluta af Treatise. Við lesum Hume sem hugspeking. Í Bók I stúderum við kenningar hans um inntak hugans, um orsakahugtakið, um hugsun frá afleiðingu til orsakar (eða öfugt), um almenna aðleiðsluhugsun, og um hlutverk skynseminnar við að kanna raunheima. Í Bók II stúderum við kenningar hans um hlutverk skynseminnar við ákvarðanatöku, svo og hugmyndir hans um eðli tilfinninga og hvata. Loks, í Bók III stúderum við kenningar hans um siðferðishugsun.

X

Verkefni í málstofu: Hugspeki David Humes (HSP623M, HSP624M)

Verkefni í tenglsum við málstofu. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Meistararannsókn 2 (HSP810F)

Námskeiðið er kennt á öðru misseri og felst annarsvegar í mótun rannsóknarspurningar á grundvelli þeirrar þekkingar á stöðu rannsókna sem aflað var í Meistararannsókn 1 og í framhaldi af því í gerð rannsóknaráætlunar sem uppfyllir almenn viðmið umsókna um rannsóknarstyrki. Jafnframt öðlast nemandinn þjálfun í þeim aðferðum sem beitt verður í meistararannsókninni eftir því sem við á.

X

Siðfræði vísinda og rannsókna (HSP806F)

Námskeiðið er ætlað framhaldsnemum eingöngu. Tekið verður mið af þörfum nemenda af ólíkum fræðasviðum við útfærslu námskeiðsins. 

Kennsla fer fram frá 13. janúar til 17. febrúar á föstudögum kl. 13:20 til 15:40.

Viðfangsefni:
Fjallað verður meðal annars um eftirfarandi efni: Fagmennska og ábyrgð vísindamanna. Kröfur um fræðilega hlutlægni og hlutleysi vísinda. Jafnréttissjónarmið og ríkjandi viðmið í vísindastarfi. Vald og vísindi. Hagsmunaárekstrar í vísindastarfi. Vísindin og samfélagið. Siðfræði rannsókna.

Markmið: 
Nemendur öðlist þekkingu á siðferðilega vídd vísinda og rannsókna og fái þjálfun í að greina og rökræða um siðferðileg ágreiningsefni tengd vísindum og rannsóknum í nútímasamfélagi.

Kennsla er í formi fyrirlestra og umræðna. Námskeiðið er hugsað sem akademískt samfélag þar sem nemendur taka virkan þátt í markvissri umræðu um viðfangsefnin. Hver nemandi flytur framsöguerindi samkvæmt áætlun sem gerð er í upphafi misseris og jafnframt kynna aðrir nemendur sér efnið og ræða það í málstofunni undir handleiðslu kennara.

X

Verkefni tengt siðfræði vísinda og rannsókna (HSP048F)

Verkefnið er hægt að taka sem viðbót við HSP806F Siðfræði vísinda og rannsókna og er einungis hægt að taka meðfram því námskeiði.

X

Platon í heiðni og kristni (HSP433M)

Námskeiðið er sameiginlegt valnámskeið fyrir nemendur í heimspeki og sagnfræði. Í námskeiðinu er annars vegar fjallað um helstu hugmyndir Platons og þróun platonskrar heimspeki en hins vegar um hagnýtingu kristinna manna á platonskri heimspeki til að þróa nokkur undirstöðuatriði kristinnar guðfræði. Fjallað verður um texta sem spanna vítt tímabil, frá um 400 f. Kr. og fram á 15. öld okkar tímatals. Meðal höfunda sem koma við sögu eru Platon sjálfur, akademískir efahyggjumenn, Stóumenn, nýplatonistar, þ.á.m. Plotínos,og kristnir höfundar eins og Origenes og Maximos játari. Að lokum verður fjallað um endurkomu heiðins platonisma í verkum Georgiosar Gemistosar Plethons á 15. öld

X

Málstofa: Að hugsa með umhverfinu: Líkamleg hugsun fyrir nýja tíma (HSP436M, HSP437M)

Á tímum þegar mannkyn stendur frammi fyrir ógnarvanda vegna loftslagsbreytinga þarf að leita nýrra leiða því ekki er hægt að leysa vandann með sömu aðferðum og skópu hann. Ein ástæða vandans liggur í aftengingu við jörðina sem okkur hefur lærst að líta á sem forðabúr fremur en umhverfi sem við eigum allt okkar undir og eigum þátt í að skapa. Nýjar rannsóknir vitsmunavísinda og heimspeki sýna fram á hvernig hugsun er líkamleg og hvernig við getum hugsað með því umhverfi og aðstæðum sem við erum í. Í námskeiðinu verða vísinda- og fræðilegar forsendur líkamlegrar hugsunar kynntar og aðferðir líkamlegrar gagnrýninnar og skapandi hugsunar þjálfaðar, t.d. samkenndarhugsun, örfyrirbærafræðilegar rannsóknaraðferðir, „Thinking at the Edge“, ofl. Nemendur spreyta sig á að vinna í hóp að þverfaglegu verkefni með aðferðum líkamlegrar gagnrýninnar og skapandi hugsunar, en námskeiðið býðst bæði nemendum við HÍ og LHÍ. Námið verður þríþætt: Fræðilegar forsendur, upplifanir í hörfandi jöklalandslagi  og þverfagleg verkefnavinna með aðferðafræði líkamlegrar gagnrýninnar og skapandi hugsunar. Kennarar eiga þátt í alþjóðlegu rannsóknar- og þjálfunarverkefni um líkamlega hugsun: www.trainingect.com

X

Verkefni í málstofu: Að hugsa með umhverfinu: Líkamleg hugsun fyrir nýja tíma (HSP436M, HSP437M)

Verkefni í tenglsum við málstofu. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Málstofa: Verufræði skynsins (HSP434M, HSP435M)

 Hvað er til? Hvað er að vera? Í málstofunni verður tekist á við spurningar af þessum toga frá sjónarhóli eðlisvísinda (einkum skammtafræði) og heimspeki (einkum fyrirbærafræði og afleiddra kenninga). Þannig verður í senn spurt um efnisveruleikann (hvað er efnið?) og veruleika vitundar eða skynjunar (hvað er vitund?). Jafnframt verður hugtakið skyn kannað sem heiti á samþættingu efnis og vitundar. Lesnir verða frumtextar eftir höfunda á borð við Karen Barad, Jane Bennett, Maurice Merleau-Ponty og Gilles Deleuze, auk bókarinnar Verufræði eftir Björn Þorsteinsson.

X

Verkefni í málstofu: Verufræði skynsins (HSP434M, HSP435M)

Verkefni í málstofu: Verufræði skynsins.
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Heilbrigðis- og lífssiðfræði (HSP823M)

Fjallað verður um nokkur helstu álitamál á sviði lífsiðfræði á síðustu árum, einkum í tengslum við þróun á sviði erfðavísinda, og erfðarannsókna og hugsanleg áhrif þeirra á heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstefnu.

Námskeiðið verður kennt samþjappað frá 2.–25. mars. Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum 15–17:20. 

Í lok námskeiðsins verður haldin málstofa með framsögum nemenda og verður tilhögun hennar ákveðin í samráði við nemendur. 

X

Meistararannsókn 3 (HSP911F)

Námskeiðið er kennt á þriðja misseri og felst í að framkvæma eða skrifa afmarkaðan hluta meistararannsóknarinnar. Jafnframt er nemandanum gert kleift að endurskoða rannsóknaráætlun sína í ljósi þeirrar reynslu og á eftir það að vera reiðubúinn að takast á við sjálfstæða ritun MA ritgerðar.

X

Hugmyndasaga eftir 1750 (SAG706F)

Hugmyndasaga Vesturlanda eftir 1750 er stórbrotin og um margt þversagnakennd. Tímabilið er gjarnan er tengt við upphaf nútímanns með öllu því sem einkennir hann hvað varðar m.a. hugmyndir um þekkingu, stjórnmál, tækniþróun og gildi. Á þessu tímabili hafa fjölmargar hugmyndir, stefnur og straumar tekist á en í námskeiðinu verður sérstökum sjónum beint að arfi upplýsingarinnar. Meðal þeirra hugmynda og hugmyndastrauma sem einkenna tímabilið er skynsmis- og andskynsemishyggja, vísindatrú, framfarahyggja, fortíðarþrá og síðast en ekki síst margskonar hugmyndir um náttúru og menningu. Stjórnmálasaga tímabilsins einkennist af byltingum og hafa fjölmargar hugmyndir tengdar frelsi (einstaklinga, stétta eða hópa) tekist á. Námskeiðinu er ætlað að veita yfirlit yfir nokkra af helstu hugmyndastraumum og stefnum frá upplýsingu og fram að 7. áratug síðustu aldar. Nemendum gefst síðan kostur á að velja þema til að kafa dýpra í og öðlast þannig færni á að rýna í frumtexta frá tímabilinu og lesa þá með sjónarhornum hugmyndasögunnar.

Gefinn verður kostur á fjarnámi í samráði við kennara. 

X

Málstofa gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking (HSP621M, HSP622M)

Hvað er lygi eða óheiðarleiki? Er hægt að ljúga að sjálfum sér alveg eins og öðrum? Hvað er þöggun? Er hægt að ljúga eða beita aðra þöggun án þess að vita af því? Í þessu námskeiði notum við kenningar og aðferðir úr heimspeki tungumáls og heimspeki hugar til að varpa ljósi á þessar spurningar. Við byrjum á grundvelli málgjörðafræðinnar (speech act theory) og merkingarfræðinnar (semantics) og lesum höfunda á borð við Paul Grice, Elisabeth Camp og Rae Langton. Næst fjöllum við um innra eintal og tengsl máls og hugsunar, lygar, sjálfsblekkingu, dulin viðhorf, og þöggun. Ef tími gefst ræðum við líka kenningar heimspekinga um bull. Viðfangsefnin eru þverfræðileg og teygja sig yfir á svið sálfræði, félagsfræði, málvísinda og hugfræði. Nemendur munu öðlast mikilvæga bakgrunnsþekkingu í nýjustu rannsóknum í heimspeki tungumáls og hugar og geta beitt henni til að skilja og greina ýmis fyrirbæri í mannlegum samskiptum sem hafa bæði pólitískt og siðfræðilegt vægi í nútímanum.

Námskeiðið er kennt á timabilinu 26. september - 7. október og 17. október - 11. nóvember. 

X

Verkefni í málstofu gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking (HSP621M, HSP622M)

Verkefni í málstofu gistikennara: Lygar, þöggun og sjálfsblekking

X

Málstofa: Hugspeki David Humes (HSP623M, HSP624M)

Kennari: Sigrún Svavarsdóttir, dósent í heimspeki við Tufts University.

Málstofan er um heimspeki Skotans Davids Humes, sem starfaði við Edinborgarháskóla á átjándu öld. Undir þrítugt gaf Hume út sitt helsta heimspekirit A Treatise of Human Nature, sem ögraði kennisetningum skynsemishyggjunnar um mannshugann. Nærri þrem öldum síðar erum við enn að glíma við ráðgátur sem hann setti þar fram. Enn þann dag í dag hatast sumir út í Hume, meðan aðrir dá hann. Verk hans eru mjög aðgengileg nútímalesendum: hann er lipur stílisti og aðferðafræði hans er undir sterkum áhrifum frá raunvísindum, sem voru í bernsku á hans tímum.  Í málstofunni lesum við grannt stóran hluta af Treatise. Við lesum Hume sem hugspeking. Í Bók I stúderum við kenningar hans um inntak hugans, um orsakahugtakið, um hugsun frá afleiðingu til orsakar (eða öfugt), um almenna aðleiðsluhugsun, og um hlutverk skynseminnar við að kanna raunheima. Í Bók II stúderum við kenningar hans um hlutverk skynseminnar við ákvarðanatöku, svo og hugmyndir hans um eðli tilfinninga og hvata. Loks, í Bók III stúderum við kenningar hans um siðferðishugsun.

X

Verkefni í málstofu: Hugspeki David Humes (HSP623M, HSP624M)

Verkefni í tenglsum við málstofu. 
Nemendur þurfa að ljúka tengdri málstofu til að ljúka verkefninu,

X

Siðferðileg álitamál samtímans (HSP723M)

Áleitin siðferðileg úrlausnarefni ofarlega á baugi í nútímasamfélagi eru meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Sjónum er beint að möguleikum siðfræðinnar á að takast á við klemmur sem upp koma, jafnt í lífi einstaklinga sem á samfélagsgrundvelli. Val á viðfangsefnum getur breyst milli ára en meðal mögulegra viðfangsefna námskeiðsins má nefna tjáningarfrelsi, stöðu flóttafólks, réttindi dýra, fátækt og ójöfnuð, kynjamisrétti, kynþáttamisrétti, umhverfismál og ýmis álitamál úr heilbrigðiskerfinu. Farið er í tengsl fræðilegrar og hagnýttrar siðfræði. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum með ríkri áherslu á virka þátttöku nemenda í umræðum.

X

Viðskiptasiðfræði (HSP710F)

Námskeiðið fjallar um þær siðferðilegu áskoranir sem fyrirtæki geta staðið frammi fyrir og hvernig taka má á þeim áskorunum hvort sem þær eru að finna innan fyrirtækjanna sjálfra eða í samskiptum þeirra við stjórnvöld og samfélagið í heild. Námskeiðið hefur að markmiði að bæta hæfni og getu nemenda með því að kynna fyrir þeim kenningar innan viðskiptasiðfræðinnar og vinna með þær í samvinnu við ýmsa þátttakendur námskeiðsins úr röðum atvinnulífs. Kennsluefni námskeiðsins, meðal annars bókin Business Ethics, veitir tækifæri til þess að kynnast og greina siðferðilegar áskoranir í formi dæmisagna í lok hvers kafla. Kennsluefnið í heild varpar ljósi á þróun viðskiptasiðfræðinnar sem viðfangsefni innan fyrirtækja og samfélaga, svo og þróun fyrirtækjamenningar í samhengi við viðskiptasiðfræði og leiðir til að takast á við siðferðileg álitamál í viðskiptum. Enn fremur hvaða áskoranir og tækifæri á sviði viðskiptasiðfræðinnar geta boðið fyrirtækjum og samfélagi. Háskóla Íslands er umhugað að mennta fólk þar sem lögð er áhersla á samfélagslega ábyrgð, jafnrétti, nýsköpun og þróun sem miðar að aukinni sjálfbærni með gott siðferði að leiðarljósi og verður það rauður þráður í gegnum námskeiðið.  

Í námskeiðinu verða helstu hugtök og heiti innan viðskiptasiðfræði kynnt í gegnum fyrirlestra, þátttöku nemenda við greiningu og kynningu á hugtökum innan viðskiptasiðfræðinnar. Enn fremur munu gestir úr atvinnulífi og stjórnsýslu vera gestir í námskeiðinu þar sem þeir miðla af reynslu sinni þegar kemur að ólíkum þáttum viðskiptasiðfræðinnar. Horft er til þess að þema hvers tíma verði rætt við viðkomandi gest. Tímunum er skipt þannig að fleiri en eitt þema getur verið tekið fyrir hverju sinni. Þema getur líka flotið yfir fleiri en einn tíma. Allir nemendur velja sér þema til þess að skilgreina (líka þeir sem taka 1,5 og 3,0 einingar). E nemendur sem taka 6,0 og 7,5 ECTS einingar fá tækifæri til þess að leggja mat á stöðu viðskiptasiðferðis í fyrirtæki í samvinnu við atvinnulífið.   

Nemendur í HSP710F sem er 6 eininga námskeið veiti því sérstaka athygli að námskeiðið er kennt í seinni lotu annarinnar, samkvæmt lotukerfi viðskiptafræðideildar. Hefst námskeiðið eftir miðjan október og lýkur í byrjun desember.

X

Siðfræði náttúrunnar (HSP722M)

Námskeiðið fjallar um samband manns og náttúru frá heimspekilegu sjónarhorni. Fjallað er um helstu frumkvöðla náttúrusiðfræðinnar og áhrifamestu kenningar sem settar hafa verið fram. Gerð grein fyrir ólíkri náttúrusýn manna og mismunandi grunnafstöðum til náttúrunnar - þ.e. mannhverfri, visthverfri og lífhverfri afstöðu. Einnig fjallað um tengsl umhverfis- og þróunarmála og tengsl umhverfishyggju og lýðræðisþróunar. Rætt um álitaefni eins og: Getur siðfræðin nýst við lausn umhverfisvandamála?, Hvers konar verur hafa siðferðisstöðu?, Geta náttúrleg fyrirbæri búið yfir eigingildi?, Hafa dýr einhver réttindi?, Er einhver grundvallarmunur á (af)stöðu karla og kvenna gagnvart náttúrunni?, og Hvert er siðferðilegt inntak sjálfbærrar þróunar?

X

Verkefni tengt siðfræði náttúrunnar (HSP725M)

Verkefni tengt námskeiðinu HSP722M Siðfræði náttúrunnar.

X

Miðlunarleiðir (HMM101F)

Kynntar eru aðferðir við miðlun menningarefnis í hugvísindum og veitt yfirlit um mismunandi miðlunarleiðir. Fjallað er um mismunandi framsetningu menningarefnis og ólíkt inntak efnis eftir miðlunarleiðum og markhópum. Hugað er að því með völdum dæmum, sögulegum og samtímalegum, hvernig unnt er að vinna með kyrrmyndir, lifandi myndir, hljóð, texta, sviðsetningar, vettvangsferðir og munnlega frásögn til að koma menningarefni á framfæri. Fjallað er um samspil ólíkra miðla og mögulega samtvinnun efnis í margmiðlun. 

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi: A) Heimsókn á safn; nemendur skila greinargerð. B) orðræðugreining á stuttum texta að eigin vali. C) grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð. D) erindi á ráðstefnu um þematengt efni. E) Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem sýnd er í námskeiðinu.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

 

X

Meistararitgerð í heimspeki (HSP441L)

Meistararitgerð til 30e skal vera 20.000-30.000 orð. Í henni skal tekið til rannsóknar afmarkað og samstætt viðfangsefni og það kannað rækilega með fræðilegum aðferðum. Í upphafi skal gera grein fyrir viðfangsefninu, þeim spurningum sem bornar verða upp og rannsóknaraðferð. Niðurstöður verður að setja fram skýrt og aðgengilega. Almenn krafa til meistararitgerða er að þar sé fylgt viðurkenndum fræðilegum rannsóknaraðferðum og að þær séu sjálfstætt framlag til þekkingarsköpunar á fræðasviðinu. Meistararitgerð skal að jafnaði vera skrifuð á íslensku eða ensku. Í hverri ritgerð skal vera útdráttur á íslensku og ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli og þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.