Skip to main content

Félagsráðgjöf, starfsréttindanám

Félagsráðgjöf, starfsréttindanám

Félagsvísindasvið

Félagsráðgjöf: Starfsréttindanám

MA gráða – 120 einingar

Í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf öðlast nemendur færni til þess að starfa sem félagsráðgjafar. Nemendur hljóta bæði fræðilega þekkingu og fá klíníska þjálfun í vinnuaðferðum félagsráðgjafa.

Skipulag náms

X

Félagsráðgjafahlutverkið og þróun eigin sjálfsmyndar (FRG116F)

Vinnustofa fyrir MA nám til starfsréttinda. Markmið vinnustofunnar er að nemendur kynnist og leggi drög að ferli sjálfsskoðunnar sem nauðsynleg er til að sinna starfi félagsráðgjafa.

X

Fagleg tengsl og siðfræði (FRG105F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kynnist viðtalstækni og hljóti færni í að beita henni í vinnu sinni með skjólstæðingum.  Nemendur æfa sig m.a. í hlutverkaleikjum og með greiningu myndbandsupptaka.  Unnið er með sjálfstæð verkefni til að tengja fræðilega þekkingu hagnýtu starfi, og til að skapa vitund um viðhorf, eigið gildismat og persónuþætti.   Athygli er beint að ábyrgð og umboði fagmannsins í opinberri þjónustu.  Þá er fjallað um fagleg skrif sem tæki í málsmeðferð, s.s. dagála og greinargerðir.  Einnig er fjallað um vinnustreitu og kulnun. Handleiðsluhugtakið er kynnt og mikilvægi handleiðslu í félagsráðgjöf.  

X

Þverfræðileg samvinna í heilbrigðisvísindum (HVS501M)

Námskeiðið er ætlað nemendum á þriðja námsári eða síðar sem lokið hafa a.m.k. tveimur árum grunnnáms í greinum heilbrigðisvísinda.  Hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu verður lögð til grundvallar í námskeiðinu þar sem nemendur vinna saman að sameiginlegum markmiðum.  Nemendur munu vinna saman í þverfræðilegum teymum og fá tækifæri til að æfa fagmennsku, teymisvinnu, og efla samskipti. Nemendur í hverjum hóp eru úr nokkrum heilbrigðisvísindagreinum.

Námsmat (staðið/fallið) byggist á  verkefnavinnu, virkni í verkefnavinnu og prófum sem verða á rafrænu formi í kennslulotunni.
 
Kennslutilhögun:
Nemendum er skipt í þverfaglega námshópa í byrjun annar sem síðan skipuleggja fundartíma sínir sjálfir og skila lokaverkefnum fyrir lok október. 

X

Samþætting fræða og fags: Starfsþjálfun I (FRG106F)

Markmið námskeiðsins er að tengja saman fræðilega þekkingu og starf félagsráðgjafa.

Að nemandi öðlist þekkingu á ákveðnu starfssviði félagsráðgjafa og geti sett þá þekkingu í þjóðfélagslegt samhengi.

Að nemandi fái tækifæri til að fylgjast með daglegum verkefnum og geti tekist á við einföld verkefni.

Að nemandi sé studdur við að glöggva sig á eigin forsendum til þess að vinna við félagsráðgjöf.

Nemendur eru fimm vikur samfellt í starfsþjálfun hjá úti á vettvangi og undir handleiðslu starfsþjálfunarkennara.

Nemendur mæta einu sinni á tímabilinu í fræðilega kennslu í Háskóla Íslands þar sem nemendur fjalla um dæmi úr eigin starfsþjálfun, greina þann vanda eða aðstæður sem þar birtast og beita aðferðum félagsráðgjafar. Kennsla fer fram í fyrirlestra- og dæmaformi.

X

Greining geðrænna vandkvæða (FRG108F)

Fjallað verður um skilgreiningar og flokkun geðrænna vandkvæða hjá börnum (0-18 ára) og fullorðnum. Hugtök eins og kynferði, aldur, félagsleg staða og aðrir félagslegir og menningarbundnir þættir skilgreindir í ljósi geðrænna vandkvæða. Tekin verða fyrir hugtök eins og geðheilbrigði og geðsjúkdómar í ljósi líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta.

Sálfélagsleg greiningartæki félagsráðgjafar skilgreind og fjallað um notkun.

Fjallað verður um þau greiningarkerfi sem hinn vestræni heimur hefur komið sér saman um að nota í heilbrigðiskerfinu og það hvaða kerfi eru notuð á Íslandi og hvernig þau eru notuð.

Í tengslum við það verður skoðað hvernig hugmyndir í samfélaginu hafa áhrif á greiningu og meðferð samtímans. Hugtakið sjúkdómsvæðing einkenna er tengjast geðrænum vandkvæðum skilgreint.

Greining geðrænna vandkvæða verður einnig skoðuð í ljósi einkenna. Hvernig þau kalla á mismunandi viðbrögð bundið hugmyndum/þjálfun greinigaraðilanna ásamt stað og stund greiningarinnar.

X

Hópvinna og hópmeðferð (FRG129F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur geti stýrt og skipulagt hópvinnu og hópmeðferð auk þess að vinna í teymi. Nemendur hafi kynnt sér gagnreyndar aðferðir í hópvinnu og hópmeðferð og hafi hæfni til að taka þátt í frekari þjálfun á þeim vettvangi. Að nemendur geti greint mismunandi tegundir hópa og geti nýtt sér tækni leiðbeinanda til þess m.a. að þróa sig faglega. Að nemendur hafi tekið virkan þátt í stuðningshópi (grúbbuvinnu), og m.a. greint veikleika og styrkleika sína.

Námskeiðið tengist Heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna nr. 1 (engin fátækt) nr. 4 (menntun fyrir alla) og nr. 10 (aukin jöfnuður).

X

Börn og unglingar - vinnuaðferðir (FRG210F)

Námskeið þetta fjallar um hvaða sértæku vinnuaðferðir félagsráðgjafar nota þegar unnið er með börn/unglinga og fjölskyldur þeirra í öllum þeim kerfum sem félagsráðgjafar starfa. Farið er í skilgreiningar á því á hvaða lífsskeiði bæði barnið/unglingurinn og fjölskyldan eru og hvernig vinnuaðferðirnar miðast við aðstæður barnsins/unglingsins og fjölskyldunnar. Einnig er farið í hvaða þættir þurfa að liggja að baki greiningarvinnunnar bæði gagnvart barninu og unglingnum sem einstaklingi og einnig fjölskyldunni sem heild. Einnig er farið í sértæka aðferðarfræði varðandi viðtöl við börn og unglinga. Sérstaklega er tekið mið af börnum, unglingum og fjölskyldum sem eiga við mikla sálfélagslega erfiðleika að etja. Einnig er tekið mið af samvinnu við aðrar stéttir innan stofnana og milli stofnana enda miðast starf félagsráðgjafans við að skoða aðstæður skjólstæðingsins út frá heildarsýn.

X

Fjölskyldukenningar og meðferð (FRG215F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á fræðilegum grunni fjölskylduráðgjafar  og meðferðar, ásamt beitingu fjölskyldunálgunar í félagsráðgjöf á hinum ýmsu meðferðar-og þjónustusviðum. Markmiðið er jafnframt að nemendur fái innsýn og þekkingu á hugtakinu fjölskylda, mismunandi fjölskyldugerðum, lífshlaupi fjölskyldunnar og hlutverkum.  Einnig  er markmiðið að nemendur öðlist færni í greiningu og mati fjölskyldukerfa.  Enn fremur er markmið námskeiðsins að veita þekkingu á helstu kenningum á sviði fjölskyldumeðferðar í félagsráðgjöf og fræðum að baki vinnu með fjölskyldum, pörum og foreldrum.  Þróun ríkjandi fjölskyldumeðferðarkenninga verður kynnt, kerfishugtakið, hefðbundnar kenningar og síðnútímakenningar (e. post modern theories) og fjallað er um hvenær hinar ólíku nálganir eiga best við.  Sérstaklega verður hugað að eigin hugmyndum og hugmyndum  í samfélaginu gagnvart einstaklingum út frá sérstæðum eiginleikum eins og t.d. kyni, kynhneigð, fötlun eða menningarlegum uppruna og mikilvægi þess að vera meðvitaður um áhrif þeirra á meðferðarstarf með fjölskyldum.  Nemendur vinna verkefni sem gerir þeim kleyft að tengja fræðilega þekkingu við mannlífið og fá þannig þjálfun m.a. í greiningu  fjölskyldukerfa.  Kennsla fer fram í formi fyrirlestra, umræðna, æfinga og hópavinnu.

X

Kreppukenningar og áfallavinna (FRG206F)

Fjallað verður um kreppuhugtakið frá mismunandi sjónarhornum og  það tengt störfum félagsrágjafar á vettvangi þjónustu og meðferðarstarfa. Kynntar fjölfaglegar rannsóknir á sviðinu  í tengslum við forvarnarstarf félagsráðgjafa í félags- og heilbrigðisþjónustu þar sem félagsráðgjafar eru hluti rannsóknar- og meðferðarteyma á sviðinu. Einnig verða kynntar hugmyndir í kringum forvarnarstarf og fræðslu  í tengslum við áföll og afleiðingar þess á líf fólks  í margvíslegu samhengi. Hér er sérstaklega tekið mið af því þegar afleiðingum áfalla er ekki sinnt og einkenni þróast í áfallastreituröskun.

X

Rannsóknaraðferðir í félagsráðgjöf (FRG213F)

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur til að beita rannsóknum í framtíðarstarfi sínu í félagsráðgjöf. Fjallað er um siðfræði rannsókna og hlut vísindalegrar þekkingar í breytingastarfi með einstaklingum, hópum og samfélögum.  Nemendur læra að orða rannsóknaspurningar, studdar kenningum og gera rannsóknaáætlanir. Sérstök áhersla er á undirbúning fyrir meistaraverkefni.

Áhersla er lögð á að nemendur séu búnir undir að notaVeitt er þjálfun í að leggja mat á fyrirliggjandi rannsóknir og skoða rannsóknaraðferðir á gagnrýnin hátt með dæmum úr félagsráðgjöf.

X

Félagsráðgjöf háskólanema (FRG242F)

Markmið námskeiðs er að tengja saman fræðilega þekkingu og starf félagsráðgjafa. Nemendur veita öðrum nemendum HÍ, og eftir atvikum fjölskyldum þeirra, stuðningsviðtöl.

Nemendur beita viðtalstækni og skrifa dagnótur og greinargerðir. Nemendur noti gagnreynd verkfæri félagsráðgjafa, eins og matslita. Nemendur vinna fræðsluefni og kynna þjónustuna.

X

Félagsráðgjöf háskólanema (FRG313F)

Markmið námskeiðs er að tengja saman fræðilega þekkingu og starf félagsráðgjafa. Nemendur veita öðrum nemendum HÍ, og eftir atvikum fjölskyldum þeirra, stuðningsviðtöl.

Nemendur beita viðtalstækni og skrifa dagnótur og greinargerðir. Nemendur noti gagnreynd verkfæri félagsráðgjafa, eins og matslita. Nemendur vinna fræðsluefni og kynna þjónustuna.

X

Málstofa um MA verkefni (FRG042F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir verklag við gerð fræðiritgerða, aðferðir og kenningar. Nemendur kynna og ræða lokaverkefni sín.

X

MA ritgerð til starfsréttinda í félagsráðgjöf (FRG442L)

Námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf er lokið með 30 eininga rannsóknarverkefni undir handleiðslu fastráðins kennara við Félagsráðgjafardeild og í ákveðnum tilvikum meðleiðbeinanda eða sérfræðings.

Markmið meistaraverkefnis er að veita nemanum þjálfun í að hanna, skipuleggja, þróa og framkvæma rannsóknarverkefni í félagsráðgjöf, læra að taka tillit til þeirra takmarkana sem leiða af vali á aðferðum, tækni, vísindasiðfræði og reglum um persónuvernd. Nemendur skulu með sjálfstæðum hætti og í rituðu máli geta skilgreint rannsóknarefni sitt, sett fram rannsóknarspurningar og tilgátur. Nemendur skulu kynna og verja umfjöllunarefni sitt og niðurstöður með munnlegum og skriflegum hætti.

X

Samþætting fræða og fags: Starfsþjálfun II (FRG401F)

Markmið námskeiðsins er að veita raunhæfa innsýn í félagsráðgjafarstarfið og kynnast af eigin raun störfum á þessu sviði.

Tryggja að nemandi hafi fengið þjálfun í að vinna að lausn bæði dæmigerðra og sértækra verkefna í félagsráðgjöf. Veita nema tækifæri til að skoða og vinna með eigin viðhorf og gildi með það markmið að efla faglega hæfni og seiglu. Skapa tækifæri til að móta eigin starfsímynd með því að samþætta persónuþætti, fræði og verkefni félagsráðgjafarstarfsins.

Starfsþjálfun hefst með fræðilegum inngangi í tvær vikur í janúar og lýkur með samantekt og málþingi í byrjun maí.

Umsjónarmaður starfsnáms frá HÍ mun heimsækja nema á vettvangi um mitt tímabil.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.