Skip to main content

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

Menntavísindasvið

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

MA gráða – 120 einingar

Námið opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi.

Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu. Námsleiðin er opin fyrir umsóknir annað hvert ár. 

Skipulag náms

X

Áherslur í félags- og menntarannsóknum (INT104F)

Topics and approach
Specific methodological approaches are covered, their academic foundations explained, prevailing practices tried out and the skills of the students in this regard assessed. The topics selected to begin with are less complex than later ones. Different methods used to collect and analyse data are discussed according to the purpose of the research. Training includes the application of the same methodology to solve different types of research questions. The teaching consists of lectures and studies through discussions and assignments. Emphasis is placed on creativity and communication during analysis of data and the presentation of results. Active participation of students is encouraged that can take the form of instigating discussion, sharing ideas and referring to the research of others.

X

Alþjóðleg og samanburðarmenntunarfræði (INT001M)

Áhersla er á umræðu og kenningar um alþjóðlega menntun og samanburðarmenntunarfræði sem kerfisbundna greiningu á því sem er líkt og því sem er ólíkt í menntakerfum á ólíkum svæðum, löndum og í ólíkum menningarheimum. Mikilvægi hnattvæðingar fyrir samanburðarmenntunarfræði verður skoðuð. 

Námskeiðið fer fram sem málstofur og vinnustofur þar sem fá nemendur þjálfun í að ræða þau margvíslegu málefni sem eru viðfangsefni námskeiðsins í gagnrýnu umhverfi og setja þau víðara kenningalegt og verklegt samhengi. Samanburðar alþjóðleg menntunarfræði er skildu áfangi fyrir grunn og framhaldsnema í alþjóðlegum menntunarfræðum.

X

Kennslufræði (INT503M)

Pedagogy
The purpose of the course is to prepare participants to teach and work with children and adolescents in international and multicultural settings in Iceland and around the world. The main goal is to introduce key learning and teaching theories.

Content
The course will build on the combination of the group each time, take into account and adapt to the international and diverse experience and knowledge the teacher learners bring to the course. The course builds on a framework of inquiry that enables participants to analyze their experience, relate to pedagogical theories, and study multicultural and international pedagogy. The emphasis is on differentiation in the instruction, the learning material and the learning environment. Different learning styles, teaching methods, and assessment that support children and adolescent to become independent and active pupils will be introduced.

Procedures
The course work is based on diverse reading material, dialogue and projects. Participants are supported to be active, independent, and information seekers. Through the course the participants develop their practice based portfolio.

X

Eigindleg aðferðafræði (STJ203F)

Námskeiðið er hagnýtt ætlað nemendum í meistaranámi í Stjórnmálafræðideild sem hyggjast vinna eigindlega rannsókn í meistaraverkefni sínu. Í námskeiðinu öðlast nemendur grunnfærni í framkvæmd eigindlegra rannsókna, sérstaklega eigindlegra viðtala. Einnig er fjallað um söfnun fyrirliggjandi eigindlegra gagna. Í námskeiðinu er gerð grein fyrir ólíkum leiðum við greiningu eigindlegra gagna, þ.m.t. innihalds- og orðræðugreiningu, og öðlast nemendur færni í greiningu gagna samkvæmt þeim. Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni sem tengjas tlokaverkefnum þeirra við Stjórnmálafræðideild eftir því sem því verður viðkomið.

X

Aukaverkefni: Eigindleg aðferðafræði (STJ209F)

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa tekið námskeiðið STJ203F Eigindleg aðferðafræði. Nemendur vinna með eigindleg gögn sem þeir afla eða hafa áður aflað í námskeiðinu STJ203F Eigindleg aðferðafræði. Nemendur greina og túlka gögn sín samkvæmt þeim aðferðum sem fjallað hefur verið um í námskeiðinu. Nemendur læra að leggja mat á aðferðafræðilega framsetningu út frá fyrirliggjandi rannsóknum sem valdar eru í samráði við kennara, og vinna í framhaldinu drög að eigin aðferðafræðilegum kafla sem m.a. felst í að lýsa aðferðum og aðferðafræði í eigin rannsóknum. Loks fá nemendur þjálfun í að setja fram niðurstöður á þann hátt að það þjóni efninu.

X

Sjálfbærnimenntun og sjálfbærni (INT209M)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita nemendum tækifæri til að beina sjónum að hugtökum og hugmyndum sjálfbærni og áhrifum þeirra á sjálfbærnimenntun. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða nokkur verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Hugtök sjálfbærrar þróunar og sjálfbærni
  • Geta til aðgerða
  • UNESCO – Áratugur um menntun til sjálfbærrar þróunar, fimm stoðir náms
  • Þróunarmarkmið sjálfbærrar þróunar (SDG)
  • Þróunarvísar
  • Heilsa og velferð (t.d. fæða)
  • Lýðræði, jafnrétti og sjálfbærni
  • Hugmyndir að viðfangsefnum frá nemendum

X

Fagmennska í menntun (INT602M)

Á námskeiðinu er lögð áhersla á umræður og hugleiðingar um hugtakið fagmennsku og tengd hugtök. Þróun og áhrifaþættir fagmennsku verða skoðuð, t.d. fagleg umboð (áhrif ríkisvalds og stefnumótunaraðila), áhrif hagaðila, fagaðila og starfssviða. Ýmis mikilvæg hugtök eins og „samvinnu fagmennska“ og „lýðræðisleg fagmennska“ verða greind. Enn fremur verður lögð áhersla á hvernig fagmanneskjan þróast og hvað hefur áhrif á faglega sjálfsmynd hennar. Hugmyndafræðin um fagleg námssamfélög verður skoðuð og hvað einkennir slík samfélög.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðutímum, lestri og verkefnavinnu. Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Lokaverkefni (INT441L)

Lokaverkefni til MA-prófs er einstaklingsbundið rannsóknarverkefni sem nemandi vinnur sjálfstætt undir leiðsögn leiðbeinanda/leiðbeinenda. 

Nemendur skulu hafa samráð við formann námsbrautar um val á leiðbeinanda. Leiðbeinandi er að jafnaði valinn úr hópi fastra kennara Menntavísindasviðs. 

Val viðfangsefnis er fyrst og fremst á ábyrgð nemandans en í samráði við leiðbeinanda. Þess skal gætt að verkefnið tengist sérsviði því sem nemandi hefur valið, það er að segja, að verkefnið tengist viðfangsefnum viðkomandi námsleiðar og einnig kjörsviði/sérsviði/námssviði þar sem það á við. 

Að öllu jöfnu tekur undirbúningur og vinna lokaverkefnis a.m.k. tvö misseri. Nemendur skulu fylgja nánari leiðbeiningum og reglum um verklag við MA-verkefni sem birtar eru á innri vef Menntavísindasviðs, Uglu: Fræðasvið >> Menntavísindasvið >> Meistaraverkefni.

X

Hnattrænar loftslagsbreytingar (UAU107M)

Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og eitt af mest krefjandi umhverfisvandamálum líðandi stundar og verður áfram í nánustu framtíð. Síðan 1992 hafa verið margir fundir og samkomulög á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Í námskeiðinu verður farið yfir loftslagsbreytingar frá nokkrum sjónarhornum. Byrjað á að fara yfir helstu gögn og vísindi er tengjast loftslagsbreytingum og líkönum af framtíðar breytingum. Síðan verður fjallað um áhrif og varnarleysi (e. vulnerability) og viðleitni til að draga úr áhrifum og aðlagast loftslagsbreytingum. Einnig er fjallað um málefni eins og loftslags-flóttamenn, mismunandi áhrif eftir kyni og samningaviðræður.

Einkunnargjöf byggir á skriflegu verkefni, þátttöku í tímum og kynningum, auk stuttrar könnunar. Nemendur sem taka þetta námskeið hafa almennt mjög mismunandi bakgrunn og þú munt hafa tækifæri til að læra um loftslagsbreytingar frá mismunandi sjónarhornum.

X

Menntun, félagslegur hreyfanleiki og félagsleg lagskipting (FÉL501M)

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni? Í þessu námskeiði er skoðað hvernig félagslegur bakgrunnur einstaklings hefur áhrif á þá félagslegu stöðu sem sem viðkomandi nær að lokum í lífinu og hvernig ójöfnuður endurskapast frá einni kynslóð til annarrar. Námskeiðið fjallar um hvernig félagslegur hreyfanleiki hefur breyst í gegnum tíðina og milli landa og hvaða hlutverki menntun gegnir fyrir félagslegan hreyfanleika. Fjallað verður um helstu kenningar sem notaðar eru til að útskýra ójöfnuð í menntun og félagslegum hreyfanleika og (hugsanlegar) breytingar yfir tíma. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á félagslegan bakgrunn einstaklinga (stétt, menntun foreldra eða félags-efnahagslega stöðu foreldra) en misrétti á grundvelli kyns og þjóðernisuppruna  verður einnig skoðað á síðustu fundum. Í málstofunni munum við lesa blöndu af klassískum og nýlegum textum. Jafnframt verður sérstök áhersla lögð á að fjalla um lestur og niðurstöður frá öðrum löndum í samanburði við Ísland.

X

Skóli margbreytileikans og hið óvenjulega samfélag (INT002M)

Námskeiðið er inngangsnámskeið um inngildandi menntun og skóla án aðgreiningar. Söguleg dæmi um sérkennslu eru skoðuð og sett í samhengi við kenningar og sjónarmið frá fötlunarfræði, hugtök um brennimerkingu og öðrun, lýðræði og félagslegt réttlæti. Námskeiðið veitir nemendum skilning á því hvernig vinna má með margbreytilegum hópum í námi og kennslu, og hvernig kennarar og skólar geta unnið með nemendum sem hafa sérstakar þarfir og fjölskyldum þeirra í almennum skólum.

X

Foreldrasamstarf og foreldrafræðsla: Kennsluaðferðir ígrundaðra samræðna (RDPED) (FFU001M)

Að nota myndbönd og kennsluaðferðir ígrundaðra samræðna í foreldrasamstarfi og foreldrafræðslu

Ígrundaðar samræður í foreldrafræðslu (RDPED) er aðferð sem byggir á rannsóknum og stuðlar að virkri þátttöku foreldra, hvort sem er í hópfræðslu eða einstaklingsráðgjöf. Markmið RDPED er að stuðla að ígrundun foreldra og efla hæfni þeirra í að taka ólík sjónarmið inn í myndina. Þá hefur RDPED einnig það markmið að styrkja samband og tengsl foreldris og barns. RDPED byggir á þeirri hugmynd að uppeldi og foreldrahlutverkið sé þroska- og vaxtarferli þar sem þekking ein og sér sé ekki nóg heldur þurfa foreldrar að skoða eigin viðhorf, aðferðir og reynslu til þess að styrkja tengslin og samband sitt við barnið. Þetta 5 eininga námskeið á að veita góða þjálfun í notkun ígrundaðra samræðna í foreldrasamstarfi og foreldrafræðslu.

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti aðra hverja viku (til skiptis á íslensku/ensku). Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
X

Inngangur að umhverfis- og auðlindafræði (UAU102F)

Hin öra fjölgun mannkynsins og umsvifin sem henni fylgja hafa á undanförnum áratugum haft gríðarleg og sívaxandi áhrif á náttúruauðlindir og umhverfi. Til þess að skilja þessi áhrif og og geta valið réttu leiðirnar til að takast á við þau, þarf að beita þverfræðilegum aðferðum, þar sem gripið er jöfnum höndum til náttúrufræði, félagsfræði, hagfræði,verkfræði og fleiri greina. Áður en nemendur læra um þverfræðilegar aðferðir til að nálgast aðsteðjandi vanda, þurfa þeir að átta sig á því í hverju vandinn er fólginn en það er einmitt markmið þessa námskeiðs. Fjallað verður um umhverfi og auðlindir almennt með áherslu á gildi þeirra fyrir mannkynið og helstu orsakir umhverfisvandamála og þýðingu þeirra bæði í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Einkum verður farið yfir eftirtalda efnisflokka: Fólksfjölgun, tækni og hagvöxt. Líffræðilega fjölbreytni og útrýmingu tegunda. Jarðveg og jarðvegseyðingu. Landbúnað og umhverfisáhrif. Mengun og heilsu . Loftmengun, vatnsmengun og jarðvegsmengun. Helstu mengunarvalda í andrúmslofti og áhrif þeirra. Eyðingu ósonlagsins og loftslagsbreytingar. Sorp og spilliefni. Ferskvatnsauðlindir. Auðlindir sjávar. Auðlindir skóga og votlendis. Orkuauðlindir. Orkunýtingu og umhverfisáhrif.

X

Visthagfræði (UAU105F)

Vistfræðileg hagfræði hefur stundum verið kölluð hagfræði sjálfbærrar þróunar. Sjálfbær þróun byggir á þremur meginstoðum - að tryggja áframhaldandi efnahagsvöxt, að tryggja félagslega velferð - án þess að skaða náttúru og vistkerfi heimsins. Því byggir sjálfbær þróun á því að maður og náttúra/vistkerfi eru tengd órjúfanlegum böndum. Mælingar á ástandi náttúru og vistkerfa gefa vísbendingar um að efnahagsvöxtur og fólksfjölgun ásamt tækniþróun hafi undanfarin árhundruð raskað jafnvægi mikilvægra hringrása náttúrunnar, og ber mögulegar lofslagsbreytingar þar hæst þessa dagana. En hvernig er hægt að viðhalda heilbrigðum vistkerfum og á sama tíma tryggja áframhaldandi hagsæld og félagslega velferð?

Þetta námskeið mun fjalla um fræðilegan mun á neoklassískri hagfræði og vistfræðilegri hagfræði í nálgun þessara tveggja lína innan hagfræði. Farið í grundvallarhugtök og hugmyndafræði visthagfræði ásamt praktískum dæmum; t.d. græna þjóðhagsreikninga.

Námskeiðið verður kennt helgina 29. september- 01. október.

X

Sjálfbærnimenntun og nám (SFG207F)

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að beina sjónum að námi, kennslu og frístundastarfi sem stuðlar að sjálfbærni. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er netnámskeið og krafist er 80% skyldumætingar samkvæmt kennsluáætlun.

Dæmi um viðfangsefni eru:

  • Aðgerðastefna (e. activism) í námi og kennslu
  • Staðtengt nám og reynslunám
  • Breyting á hegðun
  • Náttúrfræðinám, tækni og sjálfbærni
  • Sköpun, þekkingarsköpun og félagsleg sjálfbærni
  • Háskólanám og nám fullorðinna
  • Formlegt og óformlegt nám
  • Sjálfbærni sem námssvið í mótun

X

Gagnrýnar kenningar í menntunarfræðum í alþjóðlegu ljósi (INT004F)

Í þessu námskeiði verða kenningar gagnrýnna fræða skoðaðar til að öðlast dýpri skilning á menntakerfum, kennslufræðum og lögum og stefnumótun. Fræðilegur rammi námskeiðsins tekur tillit til gagnrýnna kenninga (sem og gagnrýnna rasískra fræða, femíniskra kenninga, hinseginfræða og gagnrýnna fötlunarfræða). Sérstök áhersla er á samtvinnun mismunabreyta  (e. intersectionality) og félagslegt réttlæti. Menntastefnur og námskrár verða skoðaðar, greindar með tilliti til mannréttinda og jafnræðishugmyndafræði. Sérstök áhersla er lögð á hvernig beita má þessari þekkingu er hægt að beita í margbreytilegum menntastofnunum á alþjóðlegum vettvangi. Þetta námskeið er hluti af alþjóðlegu námi í menntunarfræðum í Deild menntunar og margbreytileika.

X

Menning og andóf (MFR703M)

Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.

X

Vettvangsaðferðir (MAN601F)

Fjallað er um vettvangsaðferðir mannfræðinnar og nemendur þjálfaðir í beitingu þeirra. Áhersla er lögð á siðfræðileg álitamál, rannsóknaráætlanir, vettvanginn, þátttökuathugnanir, mismunandi tegundir viðtala, notkun myndrænna gagna, öflun heimilda, greiningu gagna og kynningu niðurstaðna.

X

Hagnýt tölfræði (STJ201F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist skilning á eðli hinnar vísindalegu aðferðar og undirstöðuþekkingu í að greina tölfræðileg gögn sem notuð eru við margs konar opinbera ákvarðanatöku. Farið er yfir hugtök á borð við orsök, réttmæti og áreiðanleika. Fjallað er bæði um lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, þar á meðal um breytur, gildi, miðlægni, staðalfrávik, úrtök, marktækni og tilgátuprófanir. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að greina og meta megindlegar rannsóknir með tilliti til aðferðafræði og jafnframt að þeir geti sótt gögn og framkvæmt einfaldar tölfræðiaðgerðir í töflureikni. 

X

Sjálfbær framtíð (UAU207M)

Markmið námskeiðsins er að þjálfa gagnrýna hugsun nemenda  og leiðtogahæfileika með sjálfbæra framtíð að markmiði. Námskeiðið mun kenna praktískar aðferðir sem minnka munu vistfótspor (e. ecological footprint), einstaklinga/fyrirtækja/stofnana/samfélags. Áhersla verður lögð á þverfræðileika og vísindalegan ramma sjálfbærni - byggðan á aðferðafræði "systems thinking". Nemendur munu læra að nýta vísindi í víðum skilningi til að styðja við regulgerðir (e. Policy), kynnast þeim eiginleikum og aðferðum sem þarf til að leiða breytingar þjóðfélaga í átt til sjálfbærni auk þeirra þátta sem nauðsynlegir eru þegar sjálfbær samfélög eru skipulögð.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa öðlast hæfileika til að leiða breytingar samfélags í átt til sjálfbærrar framtíðar. Nemendur munu ma. annars geta leitt vinnustofur sem miða að sjálfbærni. Námsmat mun fara byggt á frammistöðu í vinnustofum, kynningum og hópverkefnum. 

Lotunámskeið, kennt yfir fjórar helgar. Dagsetningar á vormisseri 2023 eru: 20.-21. janúar, 10.-11. febrúar, 3.-4. mars og 24.-25. mars. 

X

Að mæta sérstökum námsþörfum barna með einhverfu eða önnur þroskafrávik (MAL004F)

Markmið námskeiðsins er að veita fagfólki tæki til að greina, skilja og styðja við nemendur með einhverfu og fjölskyldur þeirra á vettvangi menntunar. Námskeiðið mun fjalla um greiningarviðmið og margvíslegar gagnreyndar aðferðir til að bæta námsárangur. Námskeiðið mun fjalla um margvísleg sjónarhorn og leiðir til að skilja reynslu af einhverfu. Í heildina mun það efla hæfni starfsfólks til að auðvelda þátttöku nemenda sem greindir eru einhverfir í skóla án aðgreiningar.

Kennslufyrirkomulag: Staðbundin lota í lok ágúst. Skyldumæting er í þessa lotu. Yfir önnina er svo unnið jafnt og þétt í Moodle.
Kennslutungumál: Enska. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem öll kennsla og allt lesefni námskeiðsins er á ensku. Nemendur eru hvattir til að skila verkefnum á ensku en einnig verður mögulegt að skila verkefnum á íslensku.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Sjálfboðaliðastarf: Verkefni tengd menntun og velferð (UME005M)

Í námskeiðinu er fjallað um sjálfboðaliðastarf og þær félagslegu, menntunarlegu og sálfræðilegu kenningar sem tengdar hafa verið við þessa tegund borgaralegrar þátttöku. Einnig er rætt um hvata að slíkri þátttöku og kynjamun í því sambandi. Loks er fjallað um mikilvæga þætti í skipulagi og uppbyggingu sjálfboðaliðastarfs sem eru til þess fallnir að þátttakendur upplifi tilgang með því að taka þátt og séu líklegri til frekari sjálfboðaliðaþátttöku í framtíðinni. Nemendur munu jafnframt fá tækifæri til að kynnast sjálfboðaliðastarfi af eigin raun og taka þátt í starfi hjá stofnunum og félagasamtökum sem veita fólki aðstoð með félagslegt jafnrétti og velferð að leiðarljósi.

Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður og tímaverkefni í fjögur skipti, tvisvar í staðlotu I og tvisvar í staðlotu II. Skyldumæting er í staðlotum. Sjálfboðaliðastarf á vettvangi fer fram í sex skipti í vissan klukkustundafjölda og þarf þátttaka að vera 100%.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Karolina Kunceviciute
Karolina Kunceviciute
Alþjóðlegt nám í menntunarfræðum

The International Studies in Education program is a great choice for those who are interested in the field of education and diversity. The teaching community is highly professional, friendly, supportive and gives attention to every student. There are interesting courses, innovative teaching methods and peers from all over the world. Being part of this very diverse student body is a good opportunity to learn about different educational systems, to meet interesting people and to gain an enriching academic experience.  

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.