Doktorsnám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsnám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Nemendur sitja við borð.

Doktorsnám við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild

Doktorspróf - 210 einingar

. . .

Deildin býður upp á fjölbreytt framboð doktorsnáms, námið er 180 eininga doktorsritgerð og 30 einingar í námskeiðum á fræðasviði doktorsverkefnis.

Doktorsnámið er a.m.k. þriggja ára fullt nám en stundi doktorsnemi námið að hluta getur námið tekið allt að fimm árum.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Sá sem hefur lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi við viðurkenndan háskóla getur sótt um að hefja doktorsnám við Félags- og mannvísindadeild. Einnig getur sá sem hefur stundað doktorsnám við annan háskóla sótt um að hefja doktorsnám við deildina. 

Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófi (kandídatsprófi) eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.

Seigla félag doktorsnema

Seigla er félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Markmið Seiglu er að stuðla að öflugu félagslífi og tengslamyndun doktorsnema sviðsins. Félagið stendur fyrir reglulegum uppákomum innan og utan veggja háskólans. 

Hafðu samband


Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500