Hafi nemendur lokið öðrum sambærilegum grunnnámskeiðum þá er hægt að senda inn formlega beiðni um mat á námskeiðum. Hafi þau námskeið verið tekin við annan háskóla þarf að skila inn námskeiðslýsingu og lokaeinkunn til læknadeildar fyrir 1. maí eða 1. desember ár hvert. Fulltrúar úr námsbrautarstjórn taka ákvörðun um mat á námskeiðum og kalla til sérfræðinga eftir þörfum.