Viltu verða framhaldsskólakennari? | Háskóli Íslands Skip to main content

Viltu verða framhaldsskólakennari?

Framhaldsskólakennaranám er sérstaklega skipulagt fyrir þá sem hafa þegar lokið bakkalárgráðu og vilja afla sér kennsluréttinda í faggrein sinni. Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra fræðasviða Háskólans þar sem námi lýkur með MA-, M.Ed.-, MS- eða MT-gráðu. Að námi loknu getur nemi sótt um leyfisbréf kennara.

Umsóknarfrestur í grunnnám er 5. júní og 15. apríl í framhaldsnám. Frestur til að sækja um í viðbótardiplómur er til 5. júní. Sótt er um nám á hi.is.

Einnig er í boði viðbótardiplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistaraprófi í kennslugrein framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir að námið sé tekið á einu skólaári en þó er mögulegt að skipta því á tvö skólaár.

Kennslufræði fyrir iðnmeistara er grunndiplóma til kennsluréttinda fyrir þá sem lokið hafa meistararéttindum í löggiltri iðngrein og langar að kenna sitt fag í framhaldsskóla.

Kennslufræði verk- og starfsmenntunar lýkur með B.Ed.-gráðu og er fyrir iðnmeistara með kennsluréttindi eða stúdentspróf sem hafa áhuga á bæta við sig þekkingu í kennslufræði og ljúka bakkalárgráðu. Námið er samsett úr 120 einingum í kennslufræði verk- og starfsmenntunar og 60 eininga aukagrein. Námið veitir rétt til að sækja um nám á meistarastigi. 

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.